Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 48
 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 17. apríl 2009 ➜ Kvikmyndir Bíódagar Græna ljóssins í Háskólabíói hefjast í dag. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.graenaljosid.is og www. midi.is. ➜ Síðustu forvöð Ásgerður Ólafsdóttir sýnir olíuverk í Listasal Iðu við Lækjargötu en sýningu lýkur á sunnudag. Sýningin er opin alla daga kl. 9-22. ➜ Leiklist 19.00 Nemendur í þýsku í HÍ sýna leikritið „Top Dogs“ eftir Urs Widmer í Norræna húsinu við Sturlugötu. Leikritið fer fram á þýsku. ➜ Töfrabrögð 20.00 Hið Íslenska töfra- mannagildi verður með sýningu í Iðnó við Vonar- stræti þar sem fram koma Töfra- mennirnir Bjarni og Gregory Wilson. ➜ Sýningar í Listasafninu á Akureyri við Kaup- þingsstræti stendur yfir samsýning fimm málara, Laufeyjar Johansen, Maju Siska, Örna Gnár Gunnarsdóttur, Önnu Jóelsdóttir og Guðnýjar Krist- mannsdóttur. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis. Í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41, standa yfir sýningar á verkum Bjarg- eyjar Ólafsdóttur og japönsku lista- konunnar Keiko Kurita. Opið alla daga kl. 13-17 nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Hallgrímur Arnarson hefur opnað sýn- ingu á Thorvaldsen Bar við Austurstræti 8-10. Opið alla daga frá 11.30-22. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Málstofa um skaðabótaábyrgð barna verður haldin í Lögbergi, stofu 101 við Sæmundargötu 8. Allir vel- komnir. ➜ Tónleikar 17.00 Animal Hospital spilar lág- stemmda tilraunatónlist á tónleikum í 12 Tónum við Skólavörðustíg 15. 20.00 Sálumessa (Requiem) eftir Karl Jenkins verður flutt í Lindakirkju við Uppsali í Kópavogi. Um 170 manns taka þátt í flutningnum frá Samkór Kópa- vogs, Skólakór Kársness og Strengjasveit Tón- listarskóla Kópavogs. 21.30 Hvanndals- bræður og Ljótu Hálfvitarnir spila á tón- listarhátíðinni „Stundum fór ég norður“ á Café Rosenberg við Klappar- stíg. 22.00 Blúshljómsveitin Sigurlaug verð- ur á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. 22.00 B.Sig verða á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið opnað kl. 21. 22.30 Sprengjuhöllin og Sin Fang Bous verða á Grand Rokk við Smiðjustíg 6. Húsið opnað kl. 22. 22.30 Upphitun fyrir hljómsveita- keppnina „Wacken Metal Battle“ verður á Dillon Sportbar við Trönuhraun 10 í Hafnarfirðinum. Fram koma hljóm- sveitirnar Carpe Noctem, In Siren, Munnriður, Agent Fresco og Changer. Húsið opnar kl. 21.30. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur er hrósað í hástert í breska stórblaðinu The Independent. Söguþráð- urinn er sagður ákaflega spennandi og lýsingar Yrsu á íslensku landslagi einstak- ar. „Ekki hefur allt á Íslandi hrunið,“ eru upphafsorð gagnrýnanda The Independent, Jane Jakeman, um bók Yrsu Sigurðardóttur. „Glæpa- sagnalistin blómstrar eins og þessi „kuldalegi“ tryllir sannar,“ held- ur Jakeman áfram en bætir við að í bakgrunni bókarinnar megi þó greina að rithöfundinum þyki eitt- hvað rotið í efnahagnum. Þetta er á pari við það sem aðrir bók- menntavefir hafa haldið fram um íslenska glæpasagnahöfunda en í nýlegri grein sem birtist á vefn- um Library Journal spáðu nokkrir bandarískir bóksalar að glæpasög- ur frá Norðurlöndum ættu eftir að halda velgengni sinni áfram. Voru Yrsa og Arnaldur Indriðason þar sérstaklega nefnd á nafn ásamt sænska risanum Stieg Larsson. Sér grefur gröf er önnur bók Yrsu sem þýdd er yfir á ensku af Bernard heitnum Scudder, sem virðist hafa verið lykillinn að vel- gengni íslenskra glæpasagna í Bretlandi því hann þýddi einnig bækur Arnaldar Indriðasonar og var hrósað í hástert fyrir verk sín. Jakeman fer yfir söguþráð bókar- innar og virðist ákaflega hrifin af því sem hún les. Hún segir að bókin fari með lesandann í ferða- lag um fortíð Íslands sem sé harð- neskjuleg en ekki jafn fjarlæg og aðalpersóna bókarinnar, lögfræð- ingurinn Þóra Guðmundsdóttir, haldi í fyrstu. Þá hrósar Jakeman lýsingum Yrsu á landslagi Íslands, sem sé sérstakt og segir að sögu- þráðurinn sé frumlegur. freyrgigja@frettabladid.is Yrsu hrósað í Independent FÆR FRÁBÆRA DÓMA Yrsa Sigurðardótt- ir fær frábæra dóma fyrir bók sína Sér grefur gröf en dómur um bókina birtist í breska stórblaðinu The Independent. Aukatónleikar 19. apríl kl. 20 Hulda Björk Garðarsdóttir,Auður Gunnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir ásamt Antoníu Hevesi Fjórar af fremstu sópransöngkonum landsins: „Prímadonnurnar slógu rækilega í gegn“ Ríkharður Örn Pálsson, Mbl. Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is 17.04 kl.21 Föstudagur 01.05 kl.21 Föstudagur 03.05 kl.21 Sunnudagur (takmarkaður sýningafjöldi) Fréttablaðið Miðasala í síma 555 2222 og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.