Fréttablaðið - 17.04.2009, Page 48
17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 17. apríl 2009
➜ Kvikmyndir
Bíódagar Græna ljóssins í Háskólabíói
hefjast í dag. Nánari upplýsingar og
dagskrá á www.graenaljosid.is og www.
midi.is.
➜ Síðustu forvöð
Ásgerður Ólafsdóttir
sýnir olíuverk í Listasal
Iðu við Lækjargötu en
sýningu lýkur á sunnudag.
Sýningin er opin alla daga
kl. 9-22.
➜ Leiklist
19.00 Nemendur í þýsku í HÍ sýna
leikritið „Top Dogs“ eftir Urs Widmer í
Norræna húsinu við Sturlugötu. Leikritið
fer fram á þýsku.
➜ Töfrabrögð
20.00 Hið Íslenska töfra-
mannagildi verður með
sýningu í Iðnó við Vonar-
stræti þar sem fram koma Töfra-
mennirnir Bjarni og Gregory Wilson.
➜ Sýningar
í Listasafninu á Akureyri við Kaup-
þingsstræti stendur yfir samsýning fimm
málara, Laufeyjar Johansen, Maju
Siska, Örna Gnár Gunnarsdóttur,
Önnu Jóelsdóttir og Guðnýjar Krist-
mannsdóttur. Listasafnið er opið alla
daga frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.
Í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41,
standa yfir sýningar á verkum Bjarg-
eyjar Ólafsdóttur og japönsku lista-
konunnar Keiko Kurita. Opið alla daga
kl. 13-17 nema mánudaga. Aðgangur
ókeypis.
Hallgrímur Arnarson hefur opnað sýn-
ingu á Thorvaldsen Bar við Austurstræti
8-10. Opið alla daga frá 11.30-22.
➜ Fyrirlestrar
12.15 Málstofa um skaðabótaábyrgð
barna verður haldin í Lögbergi, stofu
101 við Sæmundargötu 8. Allir vel-
komnir.
➜ Tónleikar
17.00 Animal Hospital spilar lág-
stemmda tilraunatónlist á tónleikum í
12 Tónum við Skólavörðustíg 15.
20.00 Sálumessa (Requiem) eftir Karl
Jenkins verður flutt í Lindakirkju við
Uppsali í Kópavogi. Um 170 manns taka
þátt í flutningnum frá Samkór Kópa-
vogs, Skólakór Kársness
og Strengjasveit Tón-
listarskóla Kópavogs.
21.30 Hvanndals-
bræður og Ljótu
Hálfvitarnir spila á tón-
listarhátíðinni „Stundum
fór ég norður“ á Café
Rosenberg við Klappar-
stíg.
22.00 Blúshljómsveitin Sigurlaug verð-
ur á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu.
22.00 B.Sig verða á Græna hattinum
við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið
opnað kl. 21.
22.30 Sprengjuhöllin og Sin Fang
Bous verða á Grand Rokk við Smiðjustíg
6. Húsið opnað kl. 22.
22.30 Upphitun fyrir hljómsveita-
keppnina „Wacken Metal Battle“
verður á Dillon Sportbar við Trönuhraun
10 í Hafnarfirðinum. Fram koma hljóm-
sveitirnar Carpe Noctem, In Siren,
Munnriður, Agent Fresco og Changer.
Húsið opnar kl. 21.30.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Sér grefur gröf eftir Yrsu
Sigurðardóttur er hrósað í
hástert í breska stórblaðinu
The Independent. Söguþráð-
urinn er sagður ákaflega
spennandi og lýsingar Yrsu
á íslensku landslagi einstak-
ar.
„Ekki hefur allt á Íslandi hrunið,“
eru upphafsorð gagnrýnanda The
Independent, Jane Jakeman, um
bók Yrsu Sigurðardóttur. „Glæpa-
sagnalistin blómstrar eins og þessi
„kuldalegi“ tryllir sannar,“ held-
ur Jakeman áfram en bætir við að
í bakgrunni bókarinnar megi þó
greina að rithöfundinum þyki eitt-
hvað rotið í efnahagnum. Þetta
er á pari við það sem aðrir bók-
menntavefir hafa haldið fram um
íslenska glæpasagnahöfunda en í
nýlegri grein sem birtist á vefn-
um Library Journal spáðu nokkrir
bandarískir bóksalar að glæpasög-
ur frá Norðurlöndum ættu eftir að
halda velgengni sinni áfram. Voru
Yrsa og Arnaldur Indriðason þar
sérstaklega nefnd á nafn ásamt
sænska risanum Stieg Larsson.
Sér grefur gröf er önnur bók
Yrsu sem þýdd er yfir á ensku af
Bernard heitnum Scudder, sem
virðist hafa verið lykillinn að vel-
gengni íslenskra glæpasagna í
Bretlandi því hann þýddi einnig
bækur Arnaldar Indriðasonar og
var hrósað í hástert fyrir verk sín.
Jakeman fer yfir söguþráð bókar-
innar og virðist ákaflega hrifin
af því sem hún les. Hún segir að
bókin fari með lesandann í ferða-
lag um fortíð Íslands sem sé harð-
neskjuleg en ekki jafn fjarlæg og
aðalpersóna bókarinnar, lögfræð-
ingurinn Þóra Guðmundsdóttir,
haldi í fyrstu. Þá hrósar Jakeman
lýsingum Yrsu á landslagi Íslands,
sem sé sérstakt og segir að sögu-
þráðurinn sé frumlegur.
freyrgigja@frettabladid.is
Yrsu hrósað í Independent
FÆR FRÁBÆRA DÓMA Yrsa Sigurðardótt-
ir fær frábæra dóma fyrir bók sína Sér
grefur gröf en dómur um bókina birtist í
breska stórblaðinu The Independent.
Aukatónleikar 19. apríl kl. 20
Hulda Björk Garðarsdóttir,Auður Gunnarsdóttir,
Þóra Einarsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir ásamt Antoníu Hevesi
Fjórar af fremstu sópransöngkonum landsins:
„Prímadonnurnar slógu rækilega í gegn“
Ríkharður Örn Pálsson, Mbl.
Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Miðasala í síma 555 2222 og á midi.is
17.04 kl.21 Föstudagur
01.05 kl.21 Föstudagur
03.05 kl.21 Sunnudagur
(takmarkaður sýningafjöldi)
Fréttablaðið
Miðasala í síma 555 2222 og á