Fréttablaðið - 17.04.2009, Síða 53
FÖSTUDAGUR 17. apríl 2009 37
Rapparinn Eminem segir að hann hafi verið
svo háður eiturlyfjum að það hafi komið
niður á tónlistarferli hans. Hann hafi ekki
getað samið ný lög í þrjú ár vegna þessa.
„Ég var bara ekki í réttu tilfinninga-
ástandi. Ég var ekki tilbúinn til að hætta
að neyta eiturlyfja. Mér fannst ég ekki eiga
við vandamál að stríða,“ segir Eminem, sem
kennir misheppnaðri meðferð um hversu
langan tíma hann var að átta sig á hlut-
unum.
„Þetta var ósköp einfald-
lega þannig að ég fór inn og
kom út aftur,“ segir rapp-
arinn um meðferðina.
„Þetta versnaði og ég
átti í vandræðum með
eiturlyfin næstu þrjú
ár á eftir. Á þeim tíma-
punkti langaði mig að
draga mig út úr þessu því eiturlyfjafíknin
var svo slæm. Ég fann að ef ég tæki mér
pásu þá myndi það hjálpa,“ segir hann.
Í viðtali við hiphop-tímaritið XXL
talar Eminem um nýja plötu sína.
Hann segir jafnframt að dauði vinar
síns, rapparans Proofs, hafi ýtt undir eit-
urlyfjanotkun sína. „Það var erfitt fyrir
mig og ég sá bara svart fram undan. Og
eftir því sem ég neytti meiri eitur-
lyfja, þeim mun þunglyndari varð
ég og ósáttari við sjálfan mig.“
Eminem talar um dópneysluna
EMINEM Hefur eytt síðustu þremur
árum í dópneyslu og volæði. Hann
segist nú vera kominn aftur á réttan
kjöl.
NORDICPHOTOS/GETTY
Breski popparinn Robbie Williams hefur
ráðið Murray Chalmers til að hjálpa sér
við kynningu á nýrri plötu sinni. Chalmers
þessi hefur unnið með stórstjörnum á borð
við Radiohead, Lily Allen, Yoko Ono og Pet
Shop Boys og þykir snillingur í að láta
skjólstæðinga sína koma vel fyrir.
Robbie vinnur nú að áttundu plötu sinni
og þarf á góðu umtali að halda eftir að síð-
asta plata floppaði og honum mistókst að
skapa sér nafn í Bandaríkjunum. Hann
hefur rekið kynningarteymi sitt til síð-
ustu fimm ára. „Hann er ákveðinn í að
fá fyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlist en
ekki í frægðarleik,“ segir heimildar maður
The Sun.
Robbie bætir ímynd sína
NÝR MAÐUR Robbie Williams reynir að bæta
ímynd sína. Nú vill hann ekki vera skemmtana-
glaður piparsveinn heldur tónlistarmaður sem
taka skal alvarlega. NORDICPHOTOS/GETTY
Pabbi leikkonunnar Jessicu Biel
hefur nú tjáð sig um samband
dóttur sinnar og tónlistarmanns-
ins Justins Timberlake. Pabbi
gamli, Stephen Collins, segist
reyndar ekki vita mikið um ásta-
mál dóttur sinnar, en sterkur
orðrómur hefur verið á kreiki
um að þau Timberlake muni gifta
sig í sumar. „Ég hafði ekki heyrt
af því, en það þarf ekki að koma
á óvart, ekki vissi ég þegar þau
byrjuðu að vera saman fyrir
tveimur árum,“ segir Collins.
Pabbi gamli segist hafa hitt
Jessicu fyrir nokkrum vikum og
hún hafi virst afar
ánægð. „Það myndi
því ekki koma mér
á óvart ef þau
væru trúlofuð,
Justin virðist
vera hinn vænsti
drengur.“
Sterkur
orðrómur
um brúðkaup
Meðlimir sænsku poppsveitar-
innar Roxette eiga nú í viðræðum
um að snúa aftur. Roxette, sem
sendi frá sér ódauðlega smelli
á borð við Listen to Your Heart,
hætti störfum árið 2002 eftir að
söngkonan Marie Fredriksson
greindist með heilaæxli. Fred-
riksson sneri stuttlega aftur
árið 2004 með félaga sínum Per
Gessle til að fagna 25 ára afmæli
Roxette. Nú er aftur á móti útlit
fyrir að sveitin snúi aftur með
látum.
„Ég held að það verði af þessu,
með einum eða öðrum hætti. Ég
veit ekki hvort við förum í tón-
leikaferðalag en við munum gera
eitthvað saman. Við eigum bara
eftir að sjá hvað Marie treystir
sér í,“ segir Per Gessle.
Roxette
hyggur á
endurkomu
ROXETTE SNÝR AFTUR Marie Fredriksson
og Per Gessle ætla að trylla poppheim-
inn að nýju. NORDICPHOTOS/GETTY
ÁSTFANGIN Leik-
konan Jessica Biel
er yfir sig ástfangin
af Justin Timber-
lake. Sterkur
orðrómur er á
kreiki um að
þau muni ganga
í hjónaband í
sumar.