Fréttablaðið - 17.04.2009, Síða 56
40 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Úrslitakeppni N1-deildar
Valur-HK 25-19 (10-7)
Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 11/2
(16/3), Arnór Þór Gunnarsson 7/3 (11/3),
Sigurður Eggertsson 3 (8), Ingvar Árnason 2 (5),
Orri Freyr Gíslason 1 (1), Heimir Örn Árnason 1
(4), Elvar Friðriksson 0 (3), Sigfús Páll Sigfússon
0 (2).
Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 14/2 (32/5,
44%), Pálmar Pétursson 0 (1/1)
Hraðaupphlaup: 2 (Fannar 2).
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 5/2
(15/3), Gunnar Steinn Jónsson 3/3 (7/4), Ólafur
Bjarki Ragnarsson 3 (7), Ragnar Snær Njálsson
3 (4), Már Þórarinsson 2 (2), Ragnar Hjaltested
1 (3), Einar Ingi Hrafnsson 1 (1), Sigurgeir Árni
Ægisson 1 (2), Ásbjörn Stefánsson 0 (2), Brynjar
Hreggviðsson 0 (1).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 3 (12/2, 30%),
Björn Ingi Friðþjófsson 6 (22/2, 27%)
Hraðaupphlaup: 2 (Ragnar, Ólafur)
Utan vallar: 6 mínútur
Staðan er 1-0 fyrir Val og þeir komast í
lokaúrslitin með því að vinna leik tvö í Digranesi
á mánudaginn.
Úrslitakeppni N1-deildar
Haukar – Fram 28-32 (16-11)
Mörk Hauka: Andri Stefan 8 (17), Kári Kristján
Kristjánsson 5 (6), Sigurbergur Sveinsson 5
(14/2), Elías Már Halldórsson 4 (6), Einar Örn
Jónsson 3 (3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar
Berg Viktorsson 1 (4)
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (44/4
38,6%), Gísli Guðmundsson (5/1 0%)
Hraðaupphlaup: 9 (Andri 4, Elías 2, Freyr, Sigur
bergur, Einar) Fiskuð víti: 2 (Kári, Einar).
Utan vallar: 8 mínútur
Mörk Fram: Rúnar Kárason 9/5 (14/5), Magnús
Stefánsson 6 (14), Jóhann Gunnar Einarsson 4
(4), Haraldur Þorvarðarson 3 (3), Stefán Baldvin
Stefánsson 3 (4), Andri Berg Haraldsson 3 (7),
Guðjón Finnur Drengsson 2 (4), Brjánn Guðni
Bjarnason 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1),
Guðmundur Hermannsson (1)
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 5 (18
27,8%), Davíð Svansson 16 (31 51,6%)
Hraðaupphlaup: 5 (Stefán 2, Brjánn, Jóhann
Gunnar, Rúnar)
Fiskuð víti: 5 (Brjánn 2, Andri, Stefán, Magnús)
Utan vallar: 6 mínútur
Staðan er 1-0 fyrir Fram og þeir komast í
lokaúrslitin með því að vinna leik tvö í Safamýri á
mánudaginn.
UEFA-bikarkeppnin
Dynamo Kiev - PSG 3-0
Udinese - Werder Bremen 3-3
1-0 Gokhan Inler (15.), 1-1 Diego (28.), 2-1 Fabio
Quagliarella (30.), 3-1 Fabio Quagliarella (38.),
3-2 Diego (60.), 3-3 Claudio Pizarro (73.)
Marseille - Shakhtar Donetsk 1-2
Manchester City - Hamburger SV 2-1
0-1 Paolo Guerrero (12.), 1-1 Elano (17.), 2-1
Felipe Caicedo (50.).
Undanúrslitin eru klár annars vegar mætast
þýsku liðin Werder Bremen og Hamburger SV
og hins vegar úkraínsku liðin Dynamo Kiev og
Shakhtar Donetsk
Sænska úrvalsdeildin
Helsingborg - Hammarby 1-0
Trelleborg - GAIS 3-0
Eyjólfur Héðinsson (74. mín) og Guðmundur
Reynir Gunnarsson (57. mín) komu báðir inn á
sem varamenn, Guðjón Baldvinsson sat á bekkn
um og Hallgrímur Jónasson var ekki í hópnum.
Elfsborg - Kalmar 1-1
Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn aftarlega
á miðjunni hjá Elfsborg
ÚRSLIT
> Þórir tekur við besta liði heims
Þórir Hergeirsson, 45 ára Íslendingur, tók í gær við norska
kvennalandsliðinu í handbolta af hinni sigursælu Marit
Breivik sem var búin að vera með liðið í fimmtán ár. Þórir
var búinn að vera aðstoðarmaður hennar frá árinu 2001.
Norska kvennalandsliðið vann Ólympíugull og
Evrópumeistaratitil á síðasta ári og er besta hand-
boltalandslið heims þessa dagana. Fram undan
er HM í Kína í árslok. Það er mikil viðurkenning
fyrir Þóri að fá starfið en hann hefur
verið orðaður við það í langan tíma.
Þórir hefur verið duglegur að bæta
við sig menntun og er nú lærðasti
handboltaþjálfarinn í Noregi, þar
sem hann hefur verið búsettur frá
árinu 1986.
HANDBOLTI Heimavöllurinn hefur
reynst Valsmönnum vel í N1 deild-
inni í vetur og á því varð engin
breyting í gær þegar liðið tók á
móti HK í fyrsta leik liðanna í
úrslitakeppninni. Valsmenn unnu
öruggan 25-19 sigur og geta tryggt
sér sæti í úrslitum með sigri í
næsta leik.
Stemningin var góð í Vodafon-
ehöllinni í gær þar sem ríflega
700 áhorfendur voru mættir til
að hvetja sína menn og þar voru
Kópavogsbúar heimamönnum
engir eftirbátar. Jafnræði var með
liðunum framan af leik, en í stöð-
unni 3-3 sigu Valsmenn fram úr og
litu ekki til baka eftir það.
Ólafur Haukur góður í markinu
Það var ekki síst að þakka mark-
verðinum Ólafi Hauki Gíslasyni,
sem varði eins og berserkur allan
leikinn. Valur hafði yfir í hálfleik
10-7 og eins og sjá má á marka-
skoruninni, var hér ekki um neinn
sirkusleik að ræða.
„Þetta var ekta leikur í úrslita-
keppni með góðar varnir á báðum
endum vallarins,“ sagði Óskar
Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals við
Fréttablaðið eftir leikinn.
Valsliðið hafði áfram undirtök-
in allan síðari hálfleikinn og var
þremur til fimm mörkum yfir
allt til loka. HK hefði með smá
heppni geta komist inn í leikinn,
en liðið kastaði boltanum á stund-
um klaufalega frá sér og of marg-
ar sóknir HK staðnæmdust á Ólafi
í marki Vals.
Mistökin voru dýr
„Það sem mér fannst skilja að
í dag var að þeir voru með betri
markvörslu. Óli átti auðvitað stór-
leik í dag, en svo vorum við að
gera fimm eða sex klaufamistök
þar sem við köstuðum boltanum
frá okkur. Það er bara svo dýrt
í svona leik. Þeir voru bara með
hausinn í lagi, en ekki við. Þetta
var bara ein orusta en stríðið er
ekki búið. Við vinnum næsta leik
á heimavelli og komum svo hing-
að og klárum þetta,“ sagði Sverre
Jakobsson, leikmaður HK.
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari
Vals var að vonum ánægður með
sína menn. „Ólafur var að verja
mjög vel hjá okkur og Fannar var
mjög góður í sókninni. Fannar var
hjartað í liðinu hjá okkur, hann
vann mikilvæga bolta og er mikill
stríðsmaður,“ sagði Óskar Bjarni
sem taldi sigurinn aldrei hafa
verið í hættu.
Alltaf skrefi á undan þeim
„Mér fannst við alltaf vera hálfu
skrefi á undan þeim og fannst við
alltaf eiga auðveldara með að koma
okkur í gegn. Við eigum líka leik-
menn inni,“ sagði Óskar Bjarni.
Valsmenn geta tryggt sér sæti í
úrslitaeinvíginu með því að vinna
næsta leik í Digranesi á mánudags-
kvöldið.
„Nú er bara líf og dauði aftur í
Digranesinu í næsta leik. Maður
verður alltaf að taka leik á útivelli
ef maður ætlar að verða meist-
ari og nú er það næsta verkefni á
dagskrá hjá okkur,” sagði Óskar
Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
baldur@365.is
Öruggt hjá Val
Valsmenn tóku 1-0 forystu gegn HK í einvígi liðanna
í úrslitakeppni N1 deildarinnar sem hófst í gær.
FRÁBÆR Í GÆR Fannar Þór Friðgeirsson átti mjög góðan leik með Val gegn HK í gær
og hér hefur hann sloppið framhjá Sverre Jakobssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÓSIGRAÐIR Valsliðið hefur ekki tapað
leik á heimavelli undir stjórn Óskars
Bjarna Óskarssonar í allan vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og deildarmeistara
Hauka í fyrsta leik í undanúrslitum N1 úrslitakeppninnar, 32-
28, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 16-11.
Fram hóf leikinn vel og komst í 3-0 en missti dampinn
þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum og Haukar gengu
á lagið og náðu öruggri forystu. Það voru ekki margir sem
bjuggust við því að Fram kæmist inn í leikinn á ný.
„Við dettum allt of oft svona niður og það er eitthvað sem
við þurfum að hætta að gera. En það var frábært að rífa
sig svona upp eftir að lenda undir í hálfleik gegn Haukum.
Það vinna ekki hverjir sem er hálfleik með níu mörkum
gegn Haukum,“ sagði Davíð Svansson sem var frábær eftir
að hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks en hann sá til
þess að forskot Hauka væri ekki enn meira í hálfleik.
Síðari hálfleikur var eign Fram sem var sterkara á öllum svið-
um leiksins. Vörn liðsins var gríðarsterk og liðið átti greiðan
aðgang í gegnum vörn Hauka sem hefur verið mjög sterk
síðustu mánuði en ljóst að Framarar unnu heimavinnuna
sína vel því liðið átti aldrei í vandræðum í sóknarleiknum
í síðari hálfleik og vann að lokum sanngjarnan og nokkuð
öruggan sigur.
„Seinni hálfleikur var frábær. Við spiluðum frábæra vörn á
kafla í síðari hálfleik og það var oft auðvelt að vera í mark-
inu fyrir aftan þessa vörn,“ sagði Davíð.
Viggó Sigurðsson þjálfari Fram tók út leikbann
en Davíð hældi þjálfara sínum fyrir frábæran
undirbúning. „Hann var búinn að undirbúa
okkur vel. Við höfum æft stíft fyrir þessa
leiki. Þeir eru þvílíkt góðir, sterkir og grófir.“
Davíð varði yfir helming skota Hauka sem
rötuðu á markið og mörg þeirra úr dauða-
færum. „Ég er sáttur. Hef æft vel og upp-
sker eftir því. Við markverðirnir höfum legið yfir
skotunum hjá Haukum og vitum hvar þeir skjóta helst.
Við skiluðum okkar í dag.“„Ég kom aðeins inná í fyrri
hálfeik og hitaði svo vel upp í hálfleiknum og var klár í
seinni hálfleikinn. Það gerði gæfumuninn,“ sagði kátur
Davíð Svansson í leikslok. -gmi
FRAMARINN DAVÍÐ SVANSSON: KOM Í MARK FRAM OG GJÖRBREYTTI LEIKNUM Á MÓTI HAUKUM Í GÆR:
Viggó var búinn að undirbúa okkur vel