Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 58
42 17. apríl 2009 FÖSTUDAGUR KÖRFUBOLTI Dwyane Wade, leik- maður Miami Heat, varð stiga- hæsti leikmaður NBA-deildar- innar í vetur en hann skoraði 30,2 stig að meðaltali í 79 leikjum á tímabilinu. Miami leyfði sér að hvíla Wade í lokaleikjunum en hann gulltryggði sér titilinn með því að skora 55 stig í sínum síð- asta leik á tímabilinu. Stigakóngar síðustu tveggja tímabila, LeBron James (30,0 - 2007-08) og Kobe Bryant (31,6 - 2006-07), komu í næstu sætum á eftir Wade. James skoraði núna 28,4 stig í leik og Kobe var með 26,8 stig en í 4. sæti kom síðan Þjóðverjinn Dirk Nowitzki. - óój NBA-deildarkeppnin í vetur: Wade varð stigakóngur FRÁBÆRT TÍMABIL Dwyane Wade fékk að hvíla sig í lokaleikjunum eftir að hann var öruggur. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Kevin Garnett verður líklega ekki með NBA-meisturum Boston Celtics í titilvörninni í úrslitakeppni NBA sem hefst um helgina. Það er að minnsta kosti ljóst að hann verður ekki með í fyrstu leikjunum. „Hann verður ekki klár það sá ég eftir að hafa horft á hann á æfingu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Boston í gær. Garnett var einn aðalmaðurinn á bak við sigur Boston í fyrra enda sann- kallaður andlegur leiðtogi liðsins. Hann er með 15,8 stig og 8,5 frá- köst á leik með Boston í vetur. Garnett meiddist á hægra hné 19. febrúar síðastliðinn og missti af næstu þrettán leikjum. Hann kom aftur til leiks og spilaði í fjórum leikjum en aldrei í meira en 18 mínútur. Rivers ákvað þá að hvíla hann fyrir lokabaráttuna en Garnett hefur lítið lagast. „Ef hann getur ekki hjólað eða hreyft sig án þess að bólgna upp þá sé ég ekki hvernig hann á að geta verið með í úrslitakeppn- inni,“ sagði Rivers. -óój Áfall fyrir meistara Boston: Garnett úr leik HNÉÐ BÓLGNAR ALLTAF UPP Kevin Gar- nett er líklega úr leik. NORDICPHOTOS/GETTY Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 9. apríl til 3. maí G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T KÖRFUBOLTI Deildarkeppni NBA lauk í fyrrinótt og fyrir lokaum- ferðina var ljóst hvaða sextán lið kæmust í úrslitakeppnina en ekki hver myndu mætast. Lokaumferðin bauð upp á svipt- ingar og engar meiri en fyrir lið San Antonio, New Orleans og Houston. Öll þessu lið áttu mögu- leika á að vinna Suðvesturdeild- ina og tryggja sér heimavallarrétt í fyrstu umferð og þau tvö síðar- nefndu voru bæði í góðum málum þegar skammt var til leiksloka. Það voru hins vegar gömlu refirnir í San Antonio sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Michael Finley var hetja San Antonio Spurs, sem var á góðri leið að byrja úrslitakeppnina á útivelli í fyrsta sinn síðan á nýliðatímabili Tim Duncan árið 1998. San An- tonio mætti New Orleans, sem var fimm stigum yfir þegar aðeins 47,6 sekúndur voru eftir. Spurs náði að minnka muninn í þrjú stig og Fin- ley tryggði Spurs framlengingu með þriggja stiga körfu um leið og klukkan rann út. Tim Duncan fór síðan mikinn í framlenging- unni og San Antonio vann 105-98 og tryggði sér sigur í Suðvestur- deildinni og 3. sætið inn í úrslita- keppnina. New Orleans datt hins vegar alla leið niður í 7. sætið og mætir Denver í fyrstu umferð. Houston Rockets var með 14 stiga forskot á móti Dallas í upp- hafi seinni hálfleiks en sigur hefði skilað liðinu fyrsta deildartitlinum í fimmtán ár og möguleika á að koma í 2. sæti inn í úrslitakeppn- ina. Dallas náði hins vegar að snúa leiknum sér í vil og vinna 95-84, ekki síst þökk sé þrefaldri tvennu frá Jason Kidd. Portland tryggði sér 4. sætið með sigri á Denver, sem hefði misst annað sætið til Houston ef Dallas hefði ekki sigrað. Dallas komst aftur á móti upp í 6. sætið (úr 8. sæti) og mætir San Antonio í fyrstu umferð en Portland mætir Houston. Lokaeinvígi vesturdeild- arinnar er síðan á milli Los Ang- eles Lakers og Utah Jazz en hið síðarnefnda datt niður í neðsta sætið. Minna var um dramatík í Aust- urdeildinni en slæmt tap Chicago Bulls á móti Toronto og sigur Philadelphia í Cleveland þýddi að liðin höfðu sætaskipti og leikmenn Bulls-liðsins mæta Boston í fyrstu umferð á meðan Philadelphia spil- ar við Orlando. Cleveland Cavaliers leyfði sér að hvíla lykilmenn sína (þar á meðal LeBron James) í lokaleiknum og varð fyrir vikið að horfa á eftir því að jafna met Boston frá 1985- 86 yfir bestan árangur á heima- velli. Cleveland átti möguleika á að enda tímabilið 40-1 á heima- velli en tapaði lokaleiknum á móti Philadelphia eftir framlengingu. Cleveland mætir Detroit Pistons í fyrstu umferð en lokaviðureignin er síðan á milli Atlanta og Miami. Miami var öruggt með fimmta sætið og leyfði sér að hvíla Dwya- ne Wade í síðustu tveimur leikjum sínum. Úrslitakeppnin hefst á laugar- daginn þegar fjögur af átta ein- vígunum fara af stað. Fyrsti leik- urinn verður á milli NBA-meistara Boston og Chicago. - óój Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fer af stað um næstu helgi og bíða margir spenntir. Finley kom San Antonio liðinu til bjargar HETJA SAN ANTONIO SPURS Michael Finley hleypur á bekkinn eftir að hafa tryggt San Antonio framlengingu. NORDICPHOTOS/GETTY ÚRSLITAKEPPNI NBA VESTURDEILD: LA Lakers (65-17)-Utah (48-34) Innbyrðis í vetur: Lakers 2-1 Denver (54-28)-New Orleans (49-33) Innbyrðis í vetur: Jafnt, 2-2 San Antonio (54-28)-Dallas (50-32) Innbyrðis í vetur: Jafnt, 2-2 Portland (54-28)-Houston (53-29) Innbyrðis í vetur: Houston 2-1 AUSTURDEILD: Cleveland (66-16)-Detroit (39-43) Innbyrðis í vetur: Cleveland 3-1 Boston(62-20)-Chicago (41-41) Innbyrðis í vetur: Boston 2-1 Orlando (59-23)-Philadelphia (41-41) Innbyrðis í vetur: Orlando 3-0 Atlanta (47-35)-Miami (43-39) Innbyrðis í vetur: Atlanta 3-1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.