Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 17. apríl 2009 43 KÖRFUBOLTI Brenton Birmingham náði ekki því takmarki sínu að vinna loksins KR í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en hann varð hins vegar stigahæsti leikmaður lokaúrslita úrslita- keppninnar frá upphafi. Brenton komst upp fyrir Guðjón Skúlason og Teit Örlygsson í oddaleiknum magnaða sem fram fór á annan í páskum. Brenton Birmingham hefur nú skorað 625 stig í 29 leikjum eða 21,6 stig að meðaltali í leik. Þetta var í sjöunda skiptið á ferlinum sem hann spilaði til úrslita um titilinn og í fjórða skiptið sem hann verð- ur að sætta sig við silfrið. Brenton varð Íslandsmeistari með Njarðvík 2001, 2002 og 2006 en hefur tvisv- ar lent í 2. sæti með bæði Njarðvík (1999 og 2007) og Grindavík (2000 og 2009). Þrjú af þessum fjórum silfurverðlaunum hafa komið eftir einvígi á móti KR. Brenton Birmingham bætti stigamet Guðjóns Skúlasonar þegar hann skoraði sitt tíunda stig í leiknum en það gerði hann úr vítaskoti sem hann fékk eftir að brotið var á honum um leið og hann minnkaði muninn í 73-71. Guðjón Skúlason hafði náð met- inu af Teiti Örlygssyni vorið 2003 þegar hann fór alla leið með Kefla- víkurliðinu í síðasta sinn á ferlin- um. Það munaði þó ekki miklu á félögunum því Guðjón hefur skor- að einu stigi meira. Nick Bradford er þegar kominn í 8. sæti listans þrátt fyrir að hafa aðeins spilað þrettán leiki í úrslita- einvígum en hann hefur skorað 23,2 stig að meðaltali í lokaúrslit- um sem er aðeins minna en Damon Johnson gerði í sínum fjórtán leikj- um. Tveir til viðbótar fyrir utan Brenton, Nick og Damon hafa náð að skora yfir 20 stig að meðaltali í lokaúrslitum af þeim leikmönn- um sem hafa náð að spila tíu leiki í úrslitaeinvígi: Rodney Robinson skoraði 23,6 stig að meðaltali í sex- tán leikjum með Njarðvík og Jón- atan Bow skoraði 20,1 stig að með- altali í tólf leikjum fyrir Keflavík og KR. - óój Brenton Birmingham fór upp fyrir Guðjón Skúlason og Teit Örlygsson í oddaleiknum á móti KR á mánudag: Brenton sló stigametið í lokaúrslitunum 625 STIG Brenton Birmingham hefur skorað 21,6 stig að meðaltali í úrslitaein- vígum um Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLEST STIG Í LOKAÚRSLITUM UM ÍSLANDSMEISTARATITILINN: Brenton Birmingham 625 stig (21,6) Guðjón Skúlason 622 (13,8) Teitur Örlygsson 621 (15,5) Valur Ingimundarson 400 (19,0) Rondey Robinson 378 (23,6) Falur Harðarson 360 (11,6) Damon Johnson 349 (24,9) Nick Bradford 302 (23,2) Nökkvi Már Jónsson 269 (9,6) Friðrik Ragnarsson 255 (8,2) Gunnar Einarsson 254 (8,8) Helgi Jónas Guðfinnsson 248 (12,4) Marel Guðlaugsson 247 (10,7) Jón Kr Gíslason 245 (9,8) STIG BRENTONS Í LOKAÚRSLITUM: 1999 Njarðvík 5 leikir/143 stig (28,6) 2000 Grindavík 4/95 (23,8 í leik) 2001 Njarðvík 4/93 (23,3) 2002 Njarðvík 3/58 (19,3) 2006 Njarðvík 4/84 (21,0) 2007 Njarðvík 4/69 (17,3) 2009 Grindavík 5/83 (16,6) KÖRFUBOLTI Ágúst Björgvinsson ætlar ekki að þjálfa áfram lið Hamars sem vann sér sæti í Ice- land Express-deildinni undir hans stjórn í vetur. Ágúst tók við félaginu af Pétri Ingvarssyni á síðasta tímabili en liðið féll þá úr deildinni. Hamar fór hins vegar beint upp aftur eftir að hafa unnið 15 af 18 leikj- um sínum í 1. deildinni í vetur. Ágúst er ekki búinn að ákveða hvar hann þjálfar næsta vetur en hann hefur fengið tilboð frá nokkrum félögum sem vilja nýta krafta hans. -óój Karlalið Hamars án þjálfara: Ágúst hættir með Hamar SENDI HAMAR AFTUR UPP Ágúst Björgvinsson stýrði Hamars-mönnum til sigurs í 1. deildinni í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR HANDBOLTI Í kvöld hefst umspil um eitt laust sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Um er að ræða fyrirkomulag sem svipar til úrslitakeppninnar nema að liðin sem þarna taka þátt eru Stjarn- an, sem varð í 7. sæti N1-deildar karla, og svo liðin sem urðu í 2.-4. sæti í 1. deildinni. Stjarnan mætir ÍR á heimavelli sínum í kvöld klukkan 19.30 en ÍR varð í fjórða sæti 1. deildar- innar. Í hinum leiknum mætast Selfoss og Afturelding. Þau tvö lið sem verða fyrst til að vinna tvo leiki eigast svo við í úrslitarimmunni þar sem einn- ig þarf tvo sigurleiki til þess að tryggja sér þátttökurétt í N1- deild karla á næsta tímabili. - esá Umspil um laust sæti: Stjarnan mætir ÍR í kvöld PATREKUR JÓHANNESSON Tímabilið hjá Stjörnunni er ekki búið enn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.