Morgunblaðið - 04.10.2008, Side 13

Morgunblaðið - 04.10.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 13 – bankinn þinn ...og viðskiptavina! UMFERÐARÓHÖPPUM þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækk- að nokkuð á höfuðborgarsvæðinu eða um 15% síðastliðna sjö mánuði samanborið við sama tíma á síð- asta ári, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Ef skoðaðir eru helstu slysastaðir höfuðborg- arsvæðisins síðastliðið eitt og hálft ár má sjá að flest hafa þau orðið á gatnamótum Suðurlands- brautar/Kringlumýrarbrautar og Laugavegar eða fjórtán talsins. Tíu slys hafa á sama tíma átt sér stað á gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Bústaðavegar austan Bústaðavegarbrúar. Lögreglan hefur haldið uppi sérstöku eftirliti á þeim gatnamót- um þar sem slysin hafa verið flest og á tímum þegar umferðarþung- inn er hvað mestur. Markmiðið er að hvetja ökumenn til aukinnar aðgæslu. Því verður haldið áfram. Þá hefur Vegagerðin og Reykja- víkurborg tekið þessa staði til skoðunar með úrræði í huga. Slysum fækkar í umferð Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HÁTT í fjögur þúsund lítrum af hráolíu var um síðustu helgi stolið úr tanki verktakafyrirtækisins G. Hjálmarssonar á Akureyri. Verð- mæti olíunnar sem hvarf er líklega hátt í 800 þúsund krónur. Töluvert hefur borið á eldsneytisstuldi á Ak- ureyri að undanförnu, að sögn lög- reglu. „Olíudreifing er að kanna málið en ég sé ekki betur en það hafi horfið þrjú til fjögur þúsund lítrar. Það kostar mig sex til átta hundr- uð þúsund. Mér finnst nú alveg nóg að borga hátt í 200 krónur fyr- ir lítrann þó svo að ekki sé stolið svona miklu af manni líka,“ sagði Guðmundur Hjálmarsson, eigandi fyrirtækisins, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Tankurinn, sem er við höfuð- stöðvar fyrirtækisins við Draupn- isgötu á Akureyri, tekur 5.500 lítra og var fylltur á fimmtudegi fyrir viku en var orðinn tómur á mánu- dagskvöldinu. „Þegar ég áttaði mig á því hringdi ég í Olíudreifingu og bað þá vinsamlega að drífa í því að fylla tankinn,“ sagði Guðmundur. Hann hélt að það hefði farist fyrir. „Þeir urðu undrandi; sögðu að það gæti ekki verið að tankurinn væri tómur því þeir hefðu fyllt hann á fimmtudeginum.“ Þegar Guðmundur athugaði mál- ið sá hann að lásinn af tanknum var horfinn. 5.500 lítrar duga Guðmundi yf- irleitt í eina viku á vörubíla fyr- irtækisins. Hann segist nú naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki verið búinn að koma fyrir eftirlits- myndavélum á staðnum en það hafi staðið til. „Kannski maður hætti bara að geyma olíuna sjálfur og láti af- greiða sig í staðinn. Það er betra að borga eitthvert afgreiðslugjald en að láta stela svona frá sér,“ sagði Guðmundur. Um er að ræða ólitaða hráolíu (dísilolíu) sem notuð er á vörubíla og jeppa. Tveir aðrir verktakar á Akureyri sem Morgunblaðið ræddi við í gær höfðu ekki lent í hinu sama og Guðmundur. Annar sagðist vera með niðurgrafna tanka og raf- magnið væri tekið af á kvöldin þannig að ekki væri hægt að dæla úr þeim. Þá væri hann með litla tanka úti um bæ þar sem unnið væri á vélum hans hverju sinni og líklega yrði enginn var við þótt smávegis væri stolið þar. Hinn sagðist vera með mynda- vélakerfi við fyrirtækið og það eitt dygði. Þar sem hann var áður með aðsetur var hvað eftir annað brot- ist inn, bæði í fyrirtækið og í vinnuvélar, og stolið tækjum, geislaspilurum og slíku, en aldrei olíu. „Þetta steinhætti eftir að við fluttumst og ég setti upp eftirlits- myndakerfi. Það er reyndar tölu- vert ráp hér fyrir utan á nóttinni en það fer aldrei neinn út úr bíln- um.“ Þúsundum olíulítra stolið frá verktakta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stuldur Frá athafnasvæði G. Hjálmarssonar við Draupnisgötu á Akureyri. BORGARRÁÐ hefur samþykkt deiliskipulag vegna Laugavegar 4 og 6. Tillagan var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, en Óskar Bergsson, borgarráðsfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sat hjá við af- greiðslu málsins. Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi bókaði að uppbygging á lóð- inni Laugavegi 4-6 í gömlum tíð- aranda á elsta hluta Laugavegarins væri fagnaðarefni og varpaði skýru ljósi á þá hugarfarsbreytingu sem orðið hefði varðandi verndun menn- ingarminja í miðborg Reykjavíkur. Samþykktu deiliskipulag FJÓRIR hafa sótt um starf rík- issáttasemjara, en umsóknarfrest- urinn rann út um mánaðamótin. Upphaflega voru umsækjendur fimm, en einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur eru Að- alheiður K. Þórarinsdóttir, Haukur Nikulásson, Magnús Pétursson og Valtýr Þór Hreiðarsson. Skipað verður í embættið til fimm ára, frá 1. nóvember næstkomandi. Fjórir sóttu um sáttasemjarann PILTAR á aldrinum 15-17 ára brut- ust í vikunni inn í húsnæði Útilífs- miðstöðvarinnar á Hömrum á Ak- ureyri og námu á brott lítinn peningaskáp. Þeir höfðu 400 þús- und krónur upp úr krafsinu en þýf- ið komst til skila þegar lögreglan hafði uppi á þjófunum. Stálu 400 þús- und krónum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.