Morgunblaðið - 04.10.2008, Side 14

Morgunblaðið - 04.10.2008, Side 14
14 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HELDUR dauft var yfir fyrstu umræðu um fjár- lagafrumvarpið á Alþingi í gær og mun færri tóku til máls en búist var við. Forseti Alþingis hafði til- kynnt að fundur gæti staðið fram eftir kvöldi en umræðunum lauk klukkan 17. VG og Frjálslyndi flokkurinn vildu reyndar helst að þeim yrði alfarið slegið á frest þar sem forsendur frumvarpsins væru brostnar og „út í hött“ að ræða málið undir þeim kringumstæðum. Hinir flokkarnir lögðu hins vegar áherslu á að frumvarpið væri rætt og því vísað áfram til fjárlaganefndar. Raunar má segja að efnahagsástandið hafi verið fyrirferðameira í ræðum þingmanna en efni frum- varpsins. Stjórnarandstöðuþingmenn gerðu at- hugasemd við málsgrein í upphafi frumvarpsins þar sem segir: „Eftir eitt mesta hagvaxtarskeið um langt árabil er hagkerfið tekið að færast nær jafn- vægi á ný.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, kallaði þetta roknabrandara og Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknar, sagði orðalagið út í hött. „Það er ekki afsökun fyrir því að þetta skuli svona orðað að frumvarpið hafi verið samið fyrir nokkr- um vikum síðan vegna þess að sá ólgusjór sem hér ríkir, hann hefur verið okkur alveg ljós um nokk- urra missera skeið,“ sagði Bjarni og bætti við að ekki væri haft rétt við þegar sagt væri að kreppan kæmi öllum að óvörum. Þýðir ekki að kenna útlendingum um Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, áréttaði að Ísland væri nú inni í miðri alþjóðlegri fjár- málakreppu. „Og þó að við getum rifist um það að þetta og hitt hefði getað verið öðruvísi hjá okkur á fyrri misserum eða fyrri árum þá er það staðreynd hjá okkur að langsamlega mestur hluti af þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í dag er af or- sökum hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu,“ sagði Árni. Jón Bjarnason, þingmaður VG, var hins vegar ekki hrifinn af þessum orðum og þótti ráðamenn stinga höfðinu í sandinn. „Það skiptir núna gríð- arlegu máli að við viðurkennum mistökin. Það þýðir ekkert að segja við unga fólkið sem er að missa hús- in sín núna, eða stendur frammi fyrir því, að þetta sé allt útlendingum að kenna,“ sagði Jón. Dauflegar um- ræður á þingi VG og Frjálslyndir vildu fresta umræðum um fjárlaga- frumvarpið þar sem forsendur þess væru brostnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Talað í símann Ráðherrar og þingmenn tala mikið í símann þessa dagana enda ástandið í efnahagsmálum þannig að margir vilja við þá ræða. Þá koma símaherbergin í Alþingishúsinu að góðu gagni. ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Alþingi var sett að nýju í vikunni ískugga dramatískra efnahagsmála.Stemmningin hefur verið eftir þvíog mikill órói í loftinu. Eins og öll- um fyndist þeir vera að missa af einhverju. Margvíslegar sögur fóru eins og eldur í sinu um fjölmiðlaheiminn á fimmtudag og föstu- dag. Sumar verða til eins og hverjar aðrar kjaftasögur en öðrum er hreinlega komið af stað af þeim sem hagsmuna eiga að gæta. Aldrei er mikilvægara fyrir fjölmiðla að hlaupa ekki á eftir sögum sem kannski enginn fótur er fyrir. En það eru ekki eingöngu íslenskir fjöl- miðlar sem fylgjast með því sem fram fer á Alþingi. Erlendir fjölmiðlamenn hafa verið á vappi um húsið og bæði Norska ríkisútvarpið og BBC fylgdust með umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra á fimmtudag. Ísland er í heimspressunni. Stefnuleysi og sökudólgsleit Ræðunnar var beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Smáskilaboðasendingar gengu milli fólks þar sem hvatt var til þess að fjölmenni yrði á þingpöllum og ráðaleysi forsætisráð- herra mótmælt. Fáir mættu en sennilega hafa fleiri fylgst með heima í stofu en oft áður. Venjan er að talsmenn þingflokka fái ræðu forsætisráðherra til yfirlestrar með ákveðnum fyrirvara þannig að þeir geti í sínum ræðum brugðist við því sem þar kemur fram. Stuttu áður en fundur var settur á fimmtudag spurð- ist út að ræðan yrði endurrituð og vakti það enn meiri væntingar um innihaldið. En lítið var um yfirlýsingar og stjórnarandstæðingar átöldu ráðamenn fyrir stefnuleysi. Staða ríkisstjórnarinnar er ekki öfundsverð. Hvað er hægt að gera? Í það minnsta væri varla ráðlagt að gefa út innantómar yfirlýs- ingar um að allt verði í góðu lagi á morgun. Af því hafa ráðherrar ekki góða reynslu. Stjórnarliðar skamma stjórnarandstöðuna fyrir að leita bara að sökudólginum en leggja ekki til neinar lausnir. Við þessar aðstæður væri mjög undarlegt að líta ekki til baka og reyna að skilja hvað fór úrskeiðis. Alþjóðleg fjármálakreppa hefur mikil áhrif en hún segir aðeins hálfa söguna og eins og stjórnarand- stæðingar benda á þá verða ráðherrar að horfast í augu við það. Ekki margir „Mozartar“ Stjórnarandstaðan kallar eftir samráði og Steingrímur J. Sigfússon stakk upp á því í umræðunum að verkalýðshreyfingin, stjórn- málaleiðtogar, forystumenn í fjármálalífi og atvinnurekendur yrðu lokuð inni þar til sam- komulagi verður náð um hvernig vinna skuli út úr þessum vanda. Líklega væri það skyn- samleg leið. Fjölmiðlar eru ekki góður vett- vangur til að ræða mögulegar lausnir og það er erfitt fyrir landsmenn að hlýða á mis- hræðilegar lýsingar á því sem framundan er. Í litlu samfélagi eins og á Íslandi eru heldur ekki margir „Mozartar“. Nýta þarf alla fag- þekkingu sem til er í leit að lausn á vandanum. Það er komið nóg af leynifundum. Sögufölsunin um litlu þjóðina sem braust upp á sitt einsdæmi úr fátækt til bjargálna dugar skammt í að vinna á þessum erf- iðleikum. Og er satt að segja vandræðaleg; hvort sem hún er sett fram af forseta eða for- sætisráðherra. Davíð aftur í kastljósið Og nú er gamli landsfaðirinn kominn fram á sjónarsviðið. Davíð Oddsson sat við stýrið eft- ir kaupin á Glitni. Líklega kemur það fæstum af minni kynslóð á óvart – kynslóðinni sem las um óðaverðbólgu í kennslubókum og hélt kannski í barnslegri einfeldni sinni að svona yrði þetta aldrei aftur. Það reyndist ekki satt. Þetta er kynslóðin sem ólst upp við nær- veru Davíðs Oddssonar; sumum til gleði, öðr- um til ama. Ég var eins árs gömul þegar hann varð borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var allt- af í Áramótaskaupinu. Ætli hann verði ekki í Skaupinu í ár? Hvernig verður Áramótaskaupið? ÞETTA HELST... Blikkandi gemsar Klukkan 10:30 í gærmorgun, þegar þingfundur átti að hefjast, var ekki hræða í þingsal. Á fjölmiðlapall- inum stóðu þrír blaðamenn og horfðu niður í tóman salinn. Fyrsti þingmaður sem gekk inn var undr- andi á svip en smám saman fjölgaði í hópnum og allt færðist nær því sem venjulegt er. Ráðherrar komu hlaupandi beint af ríkisstjórnarfundi, forseti hringdi inn og umræða um fjárlagafrumvarpið hófst. Stemmningin í þinghúsinu var sér- stök. Gsm-símar blikkuðu á flestum borðum og víða var fólk að tala í símann. Það var eins og stórtíðinda væri að vænta. Þegar leið á daginn færðist hins vegar ró yfir og viðstöddum þing- mönnum fækkaði mjög eftir því sem umræðan lengdist. Efnahagsráð Þingmenn Framsóknar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að komið verði á fót samvinnu- og efnahagsráði sem eigi að leita leiða til að styrkja atvinnulífið og efnahag þjóðarinnar til frambúðar. Lagt er til að í ráðinu sitji forystumenn allra þingflokka auk fulltrúa atvinnulífs, launþega, sveitarfélaga, fjármálafyr- irtækja og Bændasamtaka Íslands. Efnahagsstofnun Sérstakri efnahagsstofnun verður komið á fót ef frumvarp sem þing- flokkur VG hefur lagt fram verður að lögum. Henni er ætlað að starfa á vegum Alþingis og m.a. að semja þjóðhagsspár og sinna hagrann- sóknum. Vinstri græn leggja einnig til að Íbúðalánasjóði verði gert kleift að veita þeim einstaklingum fyrir- greiðslu sem hafa að hluta eða öllu leyti fjármagnað íbúðakaup sín með lánum frá viðskiptabönkunum. Þorskafli verði aukinn Þrír þingmanna Frjálslynda flokks- ins hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um að leyfilegur þorskafli verði aukinn um 90 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2008-2009. „Nú hag- ar svo til í þjóðmálum að höfuð- nauðsyn er að auka tekjur og at- vinnu í landinu. Útflutningsverðmæti þess þorsk- afla sem hér er lagður til gæti verið um 40–50 milljarðar kr. í nýjum tekjum fyrir þjóðina,“ segir í tillög- unni. Dagskrá þingsins Næsti þingfundur er á þriðjudag kl. 13:30. Mánudagur er nýttur til þingflokksfunda. „Eins og kom svo rækilega fram í ræðu hæstvirts ráðherra hér áð- an er þetta frum- varp að öllum grunnforsendum orðið úrelt og talnaleg meðferð á því eða um- ræða hér á Alþingi er því líka út í hött.“ Rugl að ræða úrelt mál Jón Bjarnason. „Fjárlaga- frumvarpið sem hér er lagt fram er sögulega mjög merkileg heim- ild, því það er heimild um þá af- neitun sem við í stjórnarandstöð- unni höfum glímt við.“ Heimild um afneitun Bjarni Harðarson. „Það er engum blöðum um það að fletta að á öðr- um og þriðja árs- fjórðungi þessa árs hafa stýri- vextir Seðla- bankans haft áhrif. [...] Og meðan þeir eru svo háir munu þeir draga úr um- svifum atvinnulífsins. En það er hlutverk Seðlabankans að ákveða hverjir þeir eru og hvenær þeir eru lækkaðir.“ Vextir minnka umsvif Árni M. Mathiesen. „Það sem við stöndum frammi fyrir í dag – og gerir það að verkum að um- ræða um fjár- lagafrumvarp verður ómark- viss – er að við vitum ekki með hvaða hætti og hvernig gjaldmiðill- inn sveiflast. Það höfum við í raun aldrei vitað síðan hann var settur á flot árið 2001.“ Gjaldmiðill á floti Jón Magnússon. „Hér hafa menn kannski ekki tal- að mjög lausna- miðað í um- ræðunni heldur meira kannski verið að lýsa ástandinu eins og það er, farið hér í söguskoðun og velt fyrir sér hver eigi sök á vanda.“ Engar lausnir ræddar Gunnar Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.