Morgunblaðið - 04.10.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.10.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Katrín Árna-dóttir fæddist í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi 26. maí 1910. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands 21. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason, frá Hörgs- holti í Hrunamanna- hreppi, f. 24. júlí 1877, d. 10. maí 1936 og Elín Stein- dórsdóttir Briem, frá Hruna í sömu sveit, f. 20. júlí 1881, d. 30. ágúst 1965. Katrín var fjórða í röð níu systkina. Hin eru: 1) Steindór, f. 17. júní 1904, d. 1. apríl 1906, 2) Kamilla Sigríður, f. 3. maí 1907, d. 7. september 1998, 3) Steindór Briem, f. 3. október 1908, d. 4. ágúst 1937, 5) Ólafur, f. 21. september 1912, d. 25. febrúar 1913, 6) Ólafur, f. 23. maí 1915, d. 19. maí 1996, 7) Guðmundur, f. 26. nóvember 1916, d. 27. október 2007, 8) Jóhann Kristján Briem, f. 28. ágúst 1918, og 9) Ólöf Elísabet, f. 31. janúar 1920. Uppeldissystir þeirra er Jónína Guðbjörg Björns- gift Indriða Birgissyni, f. 16. októ- ber 1955. Börn þeirra eru Steinar, f. 19. maí 1982, Birgir, f. 2. októ- ber 1986, og Árni, f. 4. febrúar 1991. Katrín ólst upp í Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi. Hún nam við Héraðsskólann að Laugarvatni að loknu skyldunámi. Hún sótti sér menntun í vélprjóni og fór til Skot- lands einn vetur til að kynna sér rekstur prjónastofa. Hún ferðaðist um landið og kenndi vélprjón um nokkurra ára skeið. Katrín stofn- aði og rak sína eigin prjónastofu á Selfossi frá 1945 til 1949. Eftir það gerðist hún húsfreyja í Hlíð í Gnúpverjahreppi en stundaði áfram framleiðslu og sölu á ullar- fatnaði og minjagripum. Hún var frumkvöðull í hönnun og vinnslu fatnaðar úr íslensku ullinni. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi sveit- ar sinnar og sat í stjórn Kven- félags Gnúpverja, bæði sem ritari og formaður. Katrín var víðlesin og hafði skoðanir á flestu. Hún var einnig vel hagmælt og gaf meðal annars út ljóðaheftið Kátir krakk- ar, auk þess sem ljóð eftir hana birtust í bókinni Vængjatök: Hug- verk sunnlenskra kvenna og fleiri ritum. Útför Katrínar fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttir, f. 21. maí 1929. Katrín giftist hinn 8. janúar 1949 Stein- ari Pálssyni, bónda í Hlíð í Gnúpverja- hreppi, f. 8. janúar 1910, d. 8. mars 1997. Börn þeirra eru: 1) Páll Ragnar, f. 26. júní 1950, sambýlis- kona Sigfríður Lár- usdóttir, f. 8. janúar 1951. Börn hennar eru a) Reynir Smári Reynisson, f. 11. febrúar 1971, sonur hans er Ísak Máni, f. 12. febrúar 2004 og b) Helga Rós Reynisdóttir, f. 15. júlí 1981, börn hennar eru Hugrún María, f. 20. desember 2002 og Frosti Þór Scheving, f. 1. ágúst 2005. 2) Tryggvi, f. 9. mars 1954, kvæntur Önnu Maríu Flygenring, f. 6. ágúst 1956. Börn þeirra eru a) Jóhanna Ósk, f. 12. ágúst 1981, gift Róberti Páli Chiglinsky, f. 22. desember 1978, dóttir þeirra er Kolbrá Kara, f. 29. ágúst 2005, b) Helga Katrín, f. 21. júní 1984, og c) Guðný Stefanía, f. 16. janúar 1991. 3) Elín Erna, f. 30. desember 1956, Það er margt sem minnir á Kötu, tengdamóður mína, þessa haust- daga. Hún hefði verið ánægð að sjá uppskeruna úr garðinum, sem við Helga Katrín roguðumst með heim í haustsólinni. Risastórar gulrætur, ilmandi kryddjurtir, gulrófur, kart- öflur og fleira. Og við ræddum um hvað Kata hafði haft sterk áhrif með nærveru sinni og lifandi áhuga á ræktun og öllu lífi. Það hefur smitað út frá sér og er alfarið henni að þakka að við Tryggvi gerðum til- raunir til matjurtaræktunar. Það var alltaf hægt að leita til Kötu um ráð í ræktuninni og læra af henni. Hún hafði sannarlega græna fingur því það óx allt hjá henni. Byrjað var snemma vors að undirbúa vermi- reitinn. Í honum voru aldar upp kál- plöntur til útplöntunar, síðan var gulrótum sáð og breitt plast yfir til að hjálpa þeim af stað í hinum harða heimi þegar vorhret gátu eyðilagt allt. Eins var til lítils unnið ef allt kafnaði í arfa yfir sumarið. Ég hef líka grun um að Kötu hafi þótt stund- irnar sem hún fór höndum um plöntur og moldina endurnærandi á vissan hátt. Hún var hagsýn hús- móðir sem veitti vel og þau Steinar og Kata samhent í að taka vel á móti gestum. Af sömu umhyggju sinnti hún mörgum börnum, sem hún tók inn á heimilið um lengri eða skemmri tíma. Þau voru eins og litlu plönturn- ar sem reisa þurfti við og hlúa að eft- ir áföll lífsins. Hún bar hag Kvenfélags Gnúp- verja mjög fyrir brjósti og var í stjórn þess um allnokkurt skeið og var einnig formaður þess. Kata var óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljósi og var fylgin sér. Þegar ég var nýkomin í sveitina var ekkert um það að ræða hvort ég gengi í Kven- félagið, það var bara sjálfsagt mál. Enda vissi hún að þar var gott starf unnið. Þær eru margar vísurnar og ljóðin hennar enda ólst hún upp við kveð- skap í Oddgeirshólum. Hún var oft fengin til að semja bálka fyrir þorra- blótin og í ferðum ýmissa félaga voru ortar vísur. Þá er ekki síðra að minn- ast á handverk hennar. Hún var sí- vinnandi við ýmiss konar handa- vinnu og var mjög umhugað um að halda á lofti gæðum íslensku ullar- innar. Þar var hún mjög framsýn, enda tískuvörur úr ull hátt metnar í dag. Hún vann mest úr lopa og ein- girni og hannaði allt frá grunni, bæði snið og mynstur. Ótrúlegt var hvað hún kom miklu í verk með öllu því daglega starfi, sem hún innti af hendi samhliða þessu. Það er margs að minnast og margt ber að þakka eins og stendur í sálm- inum. Dætur okkar Tryggva voru í uppvextinum með annan fótinn í austurbænum og alltaf var jafn vel tekið í að passa þær ef við þurftum að bregða okkur frá. Í mörg ár byrj- uðu þær daginn á að fara austurí og borða grautinn með afa og ömmu á meðan við sinntum fjósverkum. Það er ómetanlegur fjársjóður, sem við höfðum aðgang að og virtist ótæm- anlegur. En allt tekur enda. Nú er Kata lögð til hinstu hvílu, orðin 98 ára. Ég kveð hana með hjartans þökkum fyrir allt, sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Það er indælt að eiga sér hæli. Og einkum í fagurri sveit. Það er heppni, svo heilshugar mæli að hugsa um gróandi reit. (Katrín Árnadóttir.) Anna María Flygenring. Nú er hún amma Kata fallin frá, 98 ára að aldri. Það voru mikil for- réttindi fyrir okkur systurnar að alast upp með þau afa í næsta húsi og fá að kynnast þeim merku hjónum. Amma var mikill karakter og hafði einhvern innri styrk sem ekki allir hafa. Hún bar alltaf hag annarra fyr- ir brjósti, féll aldrei verk úr hendi og hafði sterkar skoðanir sem hún leyndi ekki. Hún og afi ráku stórt heimili í mörg ár og átti hópur barna og unglinga þar heimili sumarlangt. Það hefur verið heilmikil vinna að halda utan um það og búa öllum þessum börnum gott heimili enda var hún iðulega komin á fætur milli fimm og sex á morgnana og búin að hrista fram úr erminni fleiri en eina tegund af bakkelsi áður en klukkan sló átta. Þess á milli var hún alltaf með einhverja handavinnu, prjónaði bæði á vél og í höndunum og bjó til ýmsa sniðuga hluti sem hún ýmist seldi eða gaf. Hún var frumkvöðull í vélprjóni og að vissu leyti var hún á undan sinni samtíð í framleiðslu á ís- lenskum minjagripum, þar sem hún bjó til litla vettlinga og sauðs- skinnsskó með heimagerðum vísum til að selja. Gott dæmi um hennar endalausa dugnað var að vorið sem hún varð ní- ræð bað hún eitt sinn sonardóttur sína um að slá garðinn sinn. Eitthvað fannst henni dragast að úr því yrði, því nokkrum klukkutímum síðar var hún ekki bara búin að slá garðinn sjálf með orfi og ljá, heldur einnig búin að raka saman grasinu, setja það í poka og var á leiðinni með það út í fjós þegar unglinginn bar að með sláttuvélina. Amma var líka ótrúlega skemmti- leg kona og er ekki hægt að minnast hennar án þess að tala um vísurnar sem hrukku fram af vörum hennar í leik og starfi. Sumar runnu beint inn í óminnið en aðrar voru hripaðar nið- ur á blaðsnepla hér og þar. Flestar áttu það þó sameiginlegt að vera full- ar af glettni og oftar en ekki gerði hún grín að sjálfri sér í vísum sínum. Við fengum líka að heyra rammpóli- tískar vísur fluttar við eldhúsborðið löngu áður en við vissum hvað var vinstri og hægri, rautt eða blátt. Margar urðu þær að miklu uppá- haldi eins og sú sem hún samdi um eitt langömmubarnið í skírnarveisl- unni og ótrúlegt að þó minnið væri orðið dapurt undir það síðasta, þá týndust vísurnar ekki. Það er því eiginlega ekki er hægt að enda þessa grein nema með vísu. Upphaflega er hún þó ekki samin af ömmu en var, er og verður í miklu uppáhaldi hjá öllum þeim sem kynntust henni og ýmsar nýjar útgáfur hafa orðið til, hver annarri betri. Gott er að vera góðum hjá og geta sneitt hjá hinum. Sárt er að vera sviptur frá sínum bestu vinum. Í dag er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari merku konu og vonandi munum við mæta lífinu af sama hugrekki og æðruleysi og hún. Við vitum að góður Guð er nú með þér, elsku amma. Þínar sonardætur, Jóhanna Ósk og fjölskylda, Helga Katrín og Guðný Stefanía. Katrín móðursystir mín og fóstra var um margt sérstök kona. Hún var hugmikil og drífandi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Skapandi hann- yrðakona og einn af frumkvöðlum í framleiðslu vélprjónaðra ullarvara. Katrín hélt námskeið í vélprjóni víða um land og rak um tíma prjónastofu í félagi með öðrum konum áður en hún flutti að Hlíð tæplega fertug að aldri. Katrín hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og var ötull talsmaður jöfnuðar og þeirra sem minna máttu sín í lífinu. Hún var félagslynd og naut sín í mannfagnaði þar sem hún flutti gjarnan frumort ljóð og kastaði fram vísum enda framúrskarandi hagyrðingur. Á uppvaxtarárum mínum var ég níu sumur á heimili Katrínar og Steinars í Hlíð. Andrúmsloftið á heimilinu mótaðist af léttri glettni þeirra hjóna, gagnkvæmri virðingu og reglusemi. Á þessum árum var tvíbýli í Hlíð, mannmargt á báðum bæjum og vel tekið á móti gestum. Áður en fjárrekstrarleiðinni um Skarð var lokað var réttardagurinn mikill hátíðardagur hjá frænku minni. Ekki vegna þess að hún færi í Skaftholtsréttir heldur vegna þess að von var á góðum gestum. Um morguninn rann Vesturleitarsafnið niður Rothústúnið og fjallmönnum, sem voru flestir sveitungar hennar úr Flóanum,var boðið að hlöðnu veisluborði í austurbænum. Ekkert var til sparað og ríkti þar mikil kát- ína og gleði sem enn er vitnað til. Þrátt fyrir minnistap á síðustu æviárum sínum var Katrín alltaf létt í lund og í góðu skapi. Hún missti aldrei hæfileikann að setja saman vísu og talaði gjarnan í hendingum. Nú er löngu og farsælu æviskeiði lokið. Við sem áttum því láni að fagna að vera henni og Steinari sam- ferða í lífinu eigum góðar minningar um merk, glaðlynd og samhent hjón sem voru sveit sinni til sóma. Ég votta börnum Katrínar og fjöl- skyldum þeirra samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Ólafur Jónsson. Með láti Katrínar Árnadóttur eru horfnir af sjónarsviðinu allir hús- bændurnir í Hlíð í Gnúpverjahreppi sem stunduðu þar búskap um miðja og ofanverða síðustu öld. Þá á ég við föðurbræður mína Lýð og Steinar Pálssyni, og konur þeirra Guðbjörgu Steinsdóttur og Katrínu. Ég var kaupakona hjá Kötu og Steinari í fjögur sumur frá 12 ára aldri á ár- unum fyrir 1960, en hafði þá oft áður heimsótt og dvalið í Hlíð hjá ættingj- um mínum. Á báðum bæjunum, Austurbæn- um og Vesturbænum, var mikill fjöldi barna og ungmenna í kaupa- mennsku. Heimilisfólk á Hlíðarbæj- unum var oft á þriðja tug yfir sum- armánuðina og mikill gestagangur, bæði ættingja og óvandabundinna. Þeir sem einu sinni höfðu dvalið í Hlíð rötuðu þangað aftur. Við kaupa- fólkið sinntum heimilisstörfum og þeim fjölbreyttu verkum sem tengd- ust sveitabúskap á þessum árum. Tæknin hafði vissulega sett mark sitt á sveitastörfin, en samt ekki á þann afgerandi hátt sem síðar hefur orðið. Ekki var vandalaust fyrir hús- bændur að kenna börnum og ung- lingum til verka og halda þeim að vinnu eins og sjálfsagt þótti að gera á þessum tíma. Óendanlegir möguleikar voru á að nýta frístundirnar í yndislegu um- hverfi. Hlíð eignaðist sérstakan sess í hjarta margra þeirra sem þar dvöldu, tákn friðar og kjölfestu. Þeg- ar ég kom til Kötu og Steinars höfðu þau eignast börn sín þrjú og oft dvaldi á heimilinu móðir Kötu, Elín Briem. Allt heimilishald var í föstum skorðum og með miklum myndar- brag; nýtni og vandvirkni alltaf höfð að leiðarljósi. Áhersla var lögð á ræktun. Trjálundurinn umhverfis bæinn óx og dafnaði, grænmetis- garðarnir voru til fyrirmyndar og mikið lagt upp úr hollustu í fæði. Málrækt var sameiginlegt áhugamál Kötu og Steinars og stundum þótti okkur krökkunum leiðréttingarnar óþarfa smámunasemi. Kata var mik- ill vísna- og ljóðaunnandi, hún kunni ógrynnin öll af kvæðum og orti gjarnan vísur sem við hin fengum að njóta með henni. Steinar og Kata voru komin undir fertugt þegar þau hófu sambúð. Samt sem áður hlotnaðist þeim löng og hamingjurík samvist. Eftir að um hægðist hjá þeim gátu þau sinnt áhugamálum sínum í ríkara mæli en áður. Kata varð afkastamikill hönn- uður. Hún hannaði og prjónaði kjóla, sjöl og aðra dýrgripi sem urðu eft- irsótt söluvara. Þau nutu samvista við börn sín og barnabörn, fylgdust einstaklega vel með allri þjóðmála- umræðu og tóku virkan þátt í henni. Þau voru bæði róttæk í skoðunum og gagnrýnin á margt sem gerðist í samfélaginu. Jafnframt voru þau umburðarlynd og skemmtileg. Það var unun að hitta þau á mannamót- um eða sækja þau heim. Umræðu- efnin voru óþrjótandi. Allt hefur sinn tíma. Nú er þessi tími liðinn og komið að því að kveðja Katrínu. Mér er efst í huga gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista og leiðsagnar hennar og þessa góða fólks. Ragnhildur Bjarnadóttir. „Oft þegar ég hef átt í einhverri þröng, hefur mér orðið það að dreyma, að ég væri á leið heim að Hlíð eins og í gamla daga, og hefur það vitað á gott“ segir Einar Jónsson myndhöggvari í endurminningum sínum og að „… einhver tilfinning friðar og samræmis hvíldi þar yfir mönnum og dýrum.“ Katrín Árnadóttir fluttist að Hlíð þegar hún giftist afabróður mínum, Steinari Pálssyni og sá friður sem Einar lýsir svo fallega ríkti áfram í Hlíð. Þó að friður og samræmi væri aðalsmerki bæjarins var daglegt líf þar oftast annasamt í meira lagi, þau hjón ráku lengst af mikið bú af myndarskap auk þess að sinna ýms- um félagsstörfum í hreppnum. Þeg- ar horft er til baka kemur skipulag og verkkunnátta upp í hugann en einnig smekkvísi, hófsemd og ein- stakur hæfileiki til að kynna sér og tileinka nýjungar sem gætu nýst til framfara í samfélaginu. Þeir fjöl- mörgu sem dvöldu á bænum í lengri eða skemmri tíma héldu tryggð við Hlíðarfólkið enda hjónin bæði ein- stök að góðvild og umburðarlyndi sem þau sýndu oft í verki án þess að vekja athygli á því eða ætla sér sér- stakar þakkir fyrir. Bæði voru víð- lesin og ræktuðu menningarræturn- ar, ekki síst á efri árum eftir að Tryggvi og Anna tóku við búinu og meiri tími gafst til lestrar og pæl- inga. Katrín var sérlega hagmælt og hélt þeim hæfileika allt fram á síð- ustu daga þótt minnið væri farið að bregðast henni að öðru leyti. Hún átti langt, fallegt og farsælt líf. Þeg- ar ég hitti hana síðast nú í sumar fór hún eins og oftast með vísur og síð- ustu vísuorðin sem ég heyrði af hennar vörum enduðu á: „… nú birt- ir fyrir blástjörnunni skærri“. Katrín Árnadóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR SWAN, Lindasíðu 4, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 28. september. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Guðmundur Þorberg Jósefsson Swan, Teri Swan, Jón David Swan, Katrín Jónína Swan, Kelli Ann Shoulders, Xanath Spengler, Kæja Rós Swan og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir mín, ELÍSABET ANNA GUNNLAUGSSON LORMAN, Hvassaleiti 20, andaðist á heimili sínu mánudaginn 15. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.