Morgunblaðið - 04.10.2008, Side 45

Morgunblaðið - 04.10.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 45 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VILTU VITA HVERNIG DAGURINN MINN VAR? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... ALLAR SÖGURNAR ÞÍNAR ERU FREKAR LEIÐINLEGAR SJÁÐU ÞESSA MYNDASÖGU... FINNST ÞÉR HÚN EKKI FYNDIN? HVER TEIKNAÐI HANA? ÉG! ÞÁ FINNST MÉR HÚN EKKI FYNDIN STÓRAR SYSTUR ERU ARFI Í GARÐI LÍFSINS VÆRI ÞAÐ SLÆMT EF ÉG MUNDI KASTA SNJÓBOLTA AÐ EINHVERJUM ÁN ÞESS AÐ HITTA? JÁ, ÞÚ MUNDIR SAMT ÖGRA VIÐKOMANDI, ÞANNIG AÐ ÞAÐ VÆRI SLÆMT EINS SLÆMT OG EF ÉG HEFÐI HITT? EKKI EINS SLÆMT, EN SLÆMT ENGU AÐ SÍÐUR EN EF BOLTINN MUNDI BARA STRJÚKA VIÐ- KOMANDI ? BARA NÓG TIL AÐ HANN MUNDI MISSA HÚFUNA SÍNA OG GLERAUGUN SÍN... ÞÁ FENGIR ÞÚ AÐ KENNA Á ÞVÍ ÞEGAR ÞAU GIFTU SIG LOFAÐI HRÓLFUR ÞVÍ AÐ ÞAU MUNDU HALDAST Í HENDUR Í GEGNUM LÍFIÐ... HANN GLEYMDI AÐ MINNAST Á ÞAÐ AÐ HANN YRÐI MEÐ BJÓR Í HINNI HÖNDINNI HÆ, RAGGI! HÆ, ATLI! LANGAR ÞIG AÐ KOMA ÚT AÐ VEIÐA FUGLA? NEI, SÁ HLUTI LÍFS MÍNS ER LIÐINN SORGLEG SAGA... KONAN HANS LÉT KLIPPA AF HONUM KLÆRNAR ÉG GET EKKI HÆTT AÐ HUGSA UM AÐ EIGNAST ANNAÐ BARN EN ÉG VIL ÞAÐ BARA ALLS EKKI ER EITTHVAÐ SEM GÆTI FENGIÐ ÞIG TIL AÐ SKIPTA UM SKOÐUN? EKKERT ENN SEM KOMIÐ ER Ó, LALLI! MIG DREYMDI AÐ PETER VÆRI Í HÆTTU ÉG VONA AÐ ÞETTA HAFI BARA VERIÐ DRAUMUR VERTU VELKOMINN ÉG VAR AÐ BÍÐA EFTIR ÞÉR Á TÖKUSTAÐ ÚTI Í EYÐIMÖRKINNI VAKNAR MARY JANE EFTIR HRÆÐILEGA MARTRÖÐ... Velvakandi ÞAÐ eru vissulega of margir bílar fyrir göturnar í miðbæ Reykjavíkur, eins og sést kannski á þessari mynd, þar sem einhver hefur fundið sér bíla- stæði á einkennilegum stað. Morgunblaðið/Golli Gangstéttir og bílastæði Kemur að skulda- dögum EFTIR að hafa opnað leiðir fyrir útlendinga inn í landið þá stendur ekki á viðbrögðunum. Hingað hafa streymt og munu streyma þús- undir útlendinga á næstu árum. Á tímabili komu um tvö hundruð nýir á mánuði. Ef litið er yfir heim- inn þá er það óumdeil- anlegt að stærstur hluti fólks býr við hroðalegan skort. Mér finnst ekkert skrýtið að fólk sem hefur hugrekki, þor og dug, leggi leið sína til Íslands. Vit- anlega er þetta fólk sett í lægstu störf þjóðfélagsins og það er allt í lagi þegar það á við tungumálaerf- iðleika að stríða. En það er eitthvað óeðlilegt við það þegar slíkir hafa verið hér um hríð, náð að festa ræt- ur og góðum tökum á íslenskunni að þeir fái ekki tækifæri til að nýta menntun sína eins og við sem búum hérna. En skúringakonulaun hér eru víst skömminni skárri en 25 þúsund krónur á ári eins og tíðkast t.d. úti í Kongó. Mér finnst að við þurfum að nýta menntun þessa fólks meira en raun ber vitni. Við megum halda við séum gáfaðasta þjóð í heimi. Á síð- ustu tíu árum hefur trúlega marg- faldast sá fjöldi sem útskrifast ár- lega úr háskólum landsins. Það hrun sem hefur átt sér stað efna- hagslega í augnablikinu er kannski ekki tilviljun og mögulega tengt þessum síðustu tíu árum ákveðinna háskólaborgara sem vaðið hafa út um hinn stóra heim, fjárfest hingað og þangað og eru svo að súpa seyðið af afleiðingum. Það sem verra er að íslensk al- þýða hefur verið plötuð til þess að taka stórfelld lán til íbúðarkaupa sem auðveldlega hækka upp úr öllu valdi núna. Auðkýfingar geta vissu- lega tekið þessu, en lítilmagninn ekki. Þegar fasteignamarkaðurinn er skoðaður þá kemur í ljós að hann var í mikilli uppsveiflu og auðvitað fylgdi því mikil freisting fyrir hinn venjulega mann að leita að skjót- fengnum lánum. En að skuldadög- unum kemur og það er það sem er að gerast núna. Sveiflurnar í efna- hagslífinu eru öllum óhagstæðar. Ríkir kunna að fela fé og geta því mögulega bjargað sér úr krepp- unni en fátækir finna sjaldan leiðir því þeir kunna ekki neitt nema að taka lán sem geta haft hörmulegar af- leiðingar í för með sér. Ég skora á fólk að skoða hin helgu rit. Það vill svo til að ef við skoðum boðorð Móse, Orðskviði Salómons Davíðssonar og fagn- aðarboðskap Krists, þá kemur einfaldlega í ljós að í heilagri ritningu má finna miklu betri leiðir og farsælli til þess að fylgja. Ekki síst í peningamálum og almennu siðferði og þannig eiga möguleika á farsælu og fengsælu lífi sem er eftirsóknarvert og gjöf- ult og eykur möguleika okkar á að fara rétt í gegnum þetta líf í stað þess að svíkja og pretta. Jóna Rúna Kvaran. Bestu þakkir MIG langar að koma á framfæri þökkum til húsgagnaverslunarinnar Sett í Kópavogi. Ég hafði keypti sófa þar sem reyndist gallaður og þeir voru snöggir að bregðast við og létu mig fá nýjan í staðinn. Mig langaði bara að þakka öllu starfs- fólkinu þar hjartanlega fyrir frá- bæra þjónustu og skjót viðbrögð. Þeir vildu allt fyrir mig gera og voru afar jákvæðir, takk fyrir mig. Helga Ágústsdóttir. Kostar ekkert NÚNA þegar allir eru með hnút í maganum yfir efnahagsástandi þessa lands er rétt að minna fólk á að staldra aðeins við og hlúa að þeim sem okkur þykir vænt um. Það að faðma einhvern eða segja „ég elska þig“ kostar ekki neitt og er eitthvað sem allir þurfa á að halda á þessum síðustu og verstu. Kona í Vesturbænum.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Breiðfirðingabúð | Fundur verður í Breiðfirðingabúð mánudaginn 6. október kl. 20. Gestur fundarins er Þórhallur Guðmundsson miðill. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús verður í Gullsmára kl. 14. Upplestur, ferðafrásögn, Mattý Jóhanns syngur og leikur á gítar. Veitingar eru í boði félags- ins. Skvettuball kl. 20-23. Miðaverð er 750 kr., Þorvaldur Halldórsson syngur og leikur undir dansi. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í dag kl. 13.30-16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Ganga kl. 10, opið hús kl. 14, skemmtiatriði og kaffiveitingar. Skvettuball kl. 20. Fyrir dansi leikur Þorvaldur Halldórsson. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 eru vinnustofur opnar. Mánudag kl. 8.15 og föstudag kl. 13 er fjölbreytt leikfimi í ÍR-heimilinu við Skóg- arsel, á eftir er kaffi. Miðvikudaginn 8. október er haustlitaferð í Heiðmörk og fleira, kaffiveitingar í Jónshúsi í Garða- bæ, lagt af stað kl. 13. Sími og upplýs- ingar í síma 575-7720. Hæðargarður 31 | Ókeypis tölvuleið- beining mánud. og miðvikud. kl. 13-15. Ættfræðinámskeið þriðjud. kl. 16. Laust á smurbrauðsnámskeið á miðvdag kl. 16-20. Leiðbeinandi er Marenza Poulsen. Fundur verður í notendaráði kl. 10 á mánudag. Kynningarfundur um Kan- adaferð sem farin verður í vor er kl. 16, fimmtd. 9. október. Fastir liðir eins og venjulega. Sími og nánari uppl. í síma 4112-790. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fyrsti fundur deild- arinnar í vetur verður á morgun, sunnu- daginn 5. október kl. 10, á Grettisgötu 89 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.