Morgunblaðið - 17.10.2008, Page 6
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
H
austið er spennandi
tími þegar kemur að
hártískunni og marg-
ir sem prófa þá eitt-
hvað nýtt. Ásgeir
Hjartarson, hárgreiðslumaður á
Supernova, leggur hér línurnar í
hártísku haustsins og segir mjúkar
línur verða ráðandi í bland við
pönk, rokk og ról.
Heilir og mjúkir tónar
„Burtséð frá allri tísku á klipping
að undirstrika persónuleika og lífs-
stíl hvers og eins, en við erum dá-
lítið í þessari rokk-, ról- og pönk-
London-stemningu á stofunni núna.
Í kvenklippingum verða bæði
mjúkar línur í haust svo og form-
fastar klippingar með pínu pönk-
ívafi. Hjá herrunum er það ann-
aðhvort stíliseruð klipping með
sídd í hárinu eða knallstutt snoð-
klipping með ljósu hári. Hreinir og
mjúkir tónar verða vinsælir hjá
báðum kynjum í haust en þó fara
strípur aldrei úr tísku. Þær eru í
raun hjálpartæki okkar hár-
greiðslufólks og tilvaldar til dæmis
fyrir konur með mjög fíngert og
lint hár þar sem strípurnar belgja
út hárið og gera það viðráðanlegra.
En þessar strípur sem eru eins og
KR-búningurinn eru algjört stíl-
brot,“ segir Ásgeir. Bæði hvað
varðar hár og föt segir Ásgeir að
sér finnist ekki nógu margir Ís-
lendingar þora að skera sig úr og
fólk vilji vera öruggt um að eitt-
hvað sé í tísku áður en látið er til
skarar skríða. Almennt sé fólk of
klassískt með hárið á sér og mætti
sýna meira sjálfstæði og þor þegar
hárstíll er annars vegar.
Hárgreiðslufólkið í liði Ásgeirs
leggur sig fram um að klippa fólk
þannig að það geti auðveldlega
meðhöndlað hárið heima fyrir. Það
sé hlutverk hárgreiðslufólks að
sýna kúnnanum hvað hann geti
gert heima og hvaða efni þurfi til.
Hvað varðar hárþvott segir Ásgeir
að slíkt sé mjög persónubundið en
mikilvægast sé að nota sjampó sem
henti hártegund hvers og eins svo
og að nota öfluga hitavörn þegar
hárið er sléttað og þurrkað. Til að
verja hárið gegn þurrki sé einnig
nauðsynlegt að nota djúpnæringu í
hárið að minnsta kosti tvisvar í
mánuði til að loka því og næra að
innan.
Klippingin hennar
„Þetta módel er með dálítið
mjúkar línur í andlitinu og því
völdum við klippingu í millisídd
sem dregur fram það besta í and-
litinu. Toppar eins og þessi með
sjötta áratugar áhrifum verða vin-
sælir í vetur og þá er flott að augn-
málningin sé dökk. Í hnotskurn má
segja að kvenklippingar í haust
verði klassíkar, mjúkar og kæru-
leysislegar, það er að segja ekki
gerðar þannig að hárið þurfi mikla
fyrirhöfn. Liturinn er mjúkur
súkkulaðibrúnn litur en í haust
verður rúbínrautt líka vinsælt fyrir
meiri glamúr,“ segir Ásgeir.
Klippingin hans
„Liturinn er hans náttúrulegi lit-
ur en poppaður upp með nokkrum
hvítum lokkum. Annars verða
hreinir og brúnir litir vinsælir fyrir
herrana í haust. Það má segja að
klippingin sé að hluta til byggð á
hefðbundinni snoðklippingu þar
sem hárið er allt klippt jafnt og
knallstutt en hún er hér með nýju
ívafi þar sem skil eru á milli hliða
og hárs að ofan. Klippingin er
svona sambland af snoðklippingu í
anda Eurythmics og bítlaklipp-
ingar. Strákar mega alveg vera
svolítið djarfir, hafa lengd í toppn-
um og setja á sig smá augnblýant,“
segir Ásgeir.
Mikil mýkt í bland
við rokk og ról
Pönkað
Strákar eiga
að vera ór-
hæddir við
að nota
augnblýant
til að undir-
strika útlitið.
Morgunblaðið/Frikki
Nákvæmni Ásgeir heldur sídd í hárinu í herraklippingunni.
Morgunblaðið/Frikki
Klippt og skorið Klipping undirstrikar persónuleika hvers og eins.
Mjúkt Haustinu
fylgja kæruleys-
islegar, mjúkar
línur í dömu-
klippingum.
6|Morgunblaðið
Á vefversluninni ladyluckrulesok.com má finna skraut-
legt samansafn af skemmtilega púkó glingri og dóti.
Meðal annars sænska partíkjóla og skemmtilega skrýtna
fylgihluti eins og spangir skreyttar með píanólyklum og
hjartalöguð sólgleraugu. Frá eigin merki vefsíðunnar er
einnig hægt að kaupa skartgripi og sólgleraugu í 70s stíl
og skærum litum. Á vefsíðunni er líka hægt að kaupa sér
bækur, tímarit og hluti fyrir heimilið.
Hófst á Portobello markaðnum
Rekstur fyrirtækisins hófst á Valentínusardag árið
2003 þegar stofnendur þess settu upp bás á Portobello
markaðnum í London og seldu þar vörur undir nafninu
Lady Luck, skartgrípalínu í pop art stíl. Skartgripirnir
voru búnir til úr ýmiss konar skrautlegum smáhlutum frá
áttunda ártugnum og áður en langt um leið var fjallað
um vörurnar í hinu þekkta bandaríska tískutímariti Ny-
lon. Síðan þá hefur boltinn haldið áfram að rúlla og nú í
ár opnaði verslun Lady Luck Rules Ok á Brick Lane í
London. maria@mbl.is
Skemmtilega
púkalegt
Getty Images
Pífur Kjólar í
þessum stíl fást
hjá ladyluck-
rulesok.com.
! " #!