Morgunblaðið - 17.10.2008, Side 10
10|Morgunblaðið
Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur
sibba@mbl.is
„Þetta er auðvitað mjög spennandi og rómantísk
litalína sem hentar konum með ljósa húð sérlega
vel,“ segir Björg Alfreðsdóttir, förðunarmeistari
hjá MAC, um hina nýju línu MAC sem dregur dám
af Vatnaliljunum, málverki franska listmálarans
Monet, og hinum unga tískuhönnuði Esteban
Cortazas sem hannar fyrir tískuhúsið Emanuel
Ungaro. „MAC er þarna að feta sig inn á aðeins
nýrri slóðir, með því að vera með þessa léttu og fín-
legu litatóna því hingað til hafa áherslurnar verið
þyngri,“ segir Björg.
„Þetta er mjög einföld og fínleg förðun,“ segir
Björg þegar hún er spurð um förðunina á fyrirsæt-
unni Maríu Nielsen. Rakakrem var borið á andlitið
og léttur farði þar á eftir. Hyljari síðan settur á þau
svæði sem þurfti að hylja aðeins betur. Yfir allt
augnlokið var settur kremgrunnur sem teygðist út
frá gagnauganu og niður á kinnbeinin. Bleikur
augnskuggi var settur á augnlokið sjálft og aðeins
undir augun líka. Því næst var blár blýantur dreg-
inn meðfram efri og neðri augnháralínu og mýktur
aðeins. Brúnn maskari var borinn á augnhárin og
að lokum var bleikur kinnalitur notaður á kinn-
beinin og bleikur kremgrunnur notaður á varirnar.
Esteban Cortazar fæddist
árið 1984 í Bógóta í Kólumb-
íu. Hann var eina barn for-
eldra sinna. Móðir hans var
djasssöngvari og faðir hans
listamaður.
Hann fluttist 11 ára til
Miami í Bandaríkjunum. Þá
strax hafði hann áhuga á
tísku.
Þegar hann var 12 ára gam-
all var hann farinn að sjá um
gluggaútstillingar í tískubúð-
um Miami.
Þegar hann var 13 ára hitti
hann tískuhönnuðinn Todd
Oldham og sýndi honum
teikningar sínar. Oldham
hreifst af verkum hans og
bauð honum á tískusýningu
sína í New York. Eftir þá ferð
vissi Cortazar hvað hann vildi
gera í lífinu.
Cortazar frumsýndi sína
fyrstu fatalínu árið 1999, þá
aðeins 15 ára gamall, á al-
þjóðlegri tískusýningu í
Miami.
Árið 2002 var Cortazar
kominn með sína eigin
tískulínu undir merkinu
CORTAZAR.
Árið 2007 var Cor-
tazar ráðinn sem að-
altískuhönnuður
franska tískuhússins
Emanuel Ungaro, þá
aðeins 24 ára gamall,
og er hann yngsti hönn-
uðurinn til að sýna verk
sín á tískuvikunni í New
York.
Ljósmynd/Sissi
Gel fyrir
augnabrúnir,
Mink.
Vatnaliljur Monet Það má
sjá hvaðan innblásturinn
fyrir litaval MAC kemur.
Bleikt púður sem not-
ast eins og kinnalitur,
Flower Mist Dew.
Franskur
fínleiki Kremgrunnar, á varir ogaugu, Crushed Bougain-
villea og Fresh Morning.
Bleikur
augnskuggi,
Soft flower.
Allar vörur frá
MAC
Frumlegt Nýir straumar
og ásamt fallegu litavali
einkenndu hönnun Es-
teban Cortazar á sýning-
arpöllunu í vor.
Reuters
Hæfileikaríkur Esteban
Cortazar í lok tískusýn-
ingar sinnar fyrir haust
og vetur 2008 fyrir
franska tískuhúsið Em-
anuel Ungaro.
Undrabarnið
Esteban Cortazar
Reuters