Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 12
12|Morgunblaðið Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að er nauðsynlegt að vera fínn í tauinu þegar alþjóð horfir á, eins og María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður hjá Rík- isútvarpinu, finnur fyrir en þegar hún er heima skipta þægindin höf- uðmáli. Hvað er tíska í þínum augum? „Snyrtilegur fatnaður sem hæfir til- efninu og dregur það besta fram hjá þeim sem fötunum klæðist.“ Fylgirðu tískunni? „Upp að vissu marki, ég er ekki þræll hennar en ég hef áhuga á tísku alveg eins og sumir hafa áhuga á blómum eða fuglum. En ég reyni að vera skynsöm og velja föt sem nýtast mér vel við rétt tilefni. Ég tel mig vera nokkuð klassíska í fatavali og geng aldrei út í neinar öfgar í neinu. Sumir vinir mínir ganga lengra og gera góðlátlegt grín að því að ég sé gamaldags. Ég tek því sem hrósi. Mér finnst gamalt fallegt.“ Skiptir klæðnaður og útlit miklu máli? „Þegar ég er í vinnunni já en alls ekki þegar ég er heima. Ég verð að vera fín í vinnunni starfs míns vegna, það sést í mig. En þegar ég er heima nýt ég þess að vera ótil- höfð. Mér líður best þegar ég er ómáluð í jogginggalla eða nátt- fötum. Ég fer ekki í neinar graf- götur með það. Þeir sem segja að sér líði best í sparifötum eru að plata.“ Hvar kaupirðu helst föt? „Ég á mér enga eina uppáhalds- búð. Fataskápurinn minn er mest- megnis samsuða fata úr Karen Mil- len, H&M, Express, Abercrombie & Fitch og notuð föt. Mér finnst gam- an að blanda saman og ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt og fer mér vel. Nafnið á búðinni skiptir mig engu máli.“ Hvað eyðirðu miklu í föt á mán- uði? „Það er ýmist í ökkla eða eyra. Hingað til hef ég keypt mikið af skóm, fötum og fylgihlutum þegar ég er í útlöndum. Þá nýti ég tímann vel í búðum, vanda valið og haga mér stundum eins og veiðimaður sem safnar forða fyrir veturinn. Þess á milli líða oft margir mánuðir þar sem ég kaupi ekki spjör. Þá lifi ég eins og nánös, fer með fötin mín í viðgerð, skóna til skósmiðs og safna fyrir næsta flugmiða. Ef krónan hressist ekkert af veikindum sínum gæti þó orðið breyting á þessari hegðun.“ Mér finnst gamalt fallegt María Sigrún Hilmarsdóttir María keypti sér nýlega þennan fallega kjól frá Prada sem er fínasta dulan hennar um þessar mundir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Klassísk föt í kreppunni Í miðri kreppu þegar fjármunir eru litlir er mikilvægt að kaupa réttu flíkurnar þegar þörf er á nýjum föt- um. Flíkur sem endast lengi, passa við hvað sem er og hægt er að nýta oft. Rachel Echuru, stílisti hjá De- benhams, segir að klassísk föt séu alltaf góð eign. „Það er nauðsyn- legt að eiga föt sem hægt er að nota á hverjum degi því það er dýrt að kaupa sér ný föt reglulega. Það get- ur því verið gott að eiga nokkrar flíkur sem eru notaðar oft, á mis- munandi hátt og með mismunandi fylgihlutum. Klassískar flíkur eru líka alltaf í tísku, án þess þó að vera beinlínis í tísku,“ segir Rachel sem hefur mikinn áhuga á tísku enda bæði fatahönnuður og hár- greiðslukona. „Það er algengt að fólk fái aðstoð við að velja föt en þó hefur verið aðeins minna að gera undanfarið. Í kreppu kaupir fólk minna af fötum og veltir verðinu meira fyrir sér.“ Rétt nærföt mikilvæg Rachel segir það vera misjafnt hverju fólk sé að leita eftir. Sumir vilji koma sér upp fullkomnum fata- skáp á meðan aðrir leita að vinnu- fötum. „Ég fer eftir því sem við- skiptavinurinn vill. Það er ekki mitt hlutverk að breyta um stíl heldur gef ég einungis ráð um hvað fari best. Ég sýni viðskiptavininum hvað mér finnst passa saman og ákvörðunin er hans. Ég byrja á að kanna hvaða snið hentar best og finn svo út hvað viðskiptavininum finnst flottast,“ segir Rachel og bætir við að undirföt skipti gríð- arlega miklu máli. „Nærfötin þurfa að passa vel og styðja við á réttum stöðum því það hefur áhrif á hvern- ig föt líta út á manni. Svo eru til alls kyns aðhaldsnærbuxur sem halda við og eru mjög vinsælar hjá kon- um. En umfram allt verða nærfötin að passa vel.“ svanhvit@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Rachel Echuru: „Klassísk föt eru alltaf góð eign.“ Sérverslun fyrir konur á hvaða aldri sem er því stíll spyr ekki um aldur! Laugavegi 44 • Sími 561 4000 Opið virka daga kl. 10:30-18:00 laugard. kl. 11:00-16:00 www.diza.is Diza Engri lík! Gerið Dalvegi 18, 201 Kópavogur, sími 568 6500, fondra.is Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16. jólagjafirna r sjálf Fataefni og snið Prjóna- garn Allt til skartgripa- gerðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.