Morgunblaðið - 17.10.2008, Síða 23
Kvenlegar línur fá að njóta sín í dömulegum
klæðnaði í haust. Pils og blússur eru áberandi
og ýmislegt má finna í verslunum sem getur
undirstrikað fegurð okkar og dregið saman það
sem við viljum kannski ekki flagga of mikið.
Samfellur, aðhaldsbuxur og magabelti fást í
ýmsum gerðum og litum. maria@mbl.is
Fallegt Undirpils sem lyftir
upp rassinum. Systur
Laugavegi, 22.900 kr.
Stílhrein Aðhalds-
samfella sem fellur
þétt að líkamanum
og fæst einnig í húð-
lituðu, hlírana má
taka af. Verslunin
Ég og Þú Lauga-
vegi, kr 9.800 kr.
Látlaus Samfella sem heldur vel um læri,
maga og rass, hlíra er hægt að hafa á eða af.
Lífsstykkjabúðin Laugavegi, 10.500 kr.
Aðhald Nær-
buxur eftir hönn-
uðinn Josefine
Wing sem saumar
nærföt eftir gam-
aldags sniðum,
Systur Lauga-
vegi, 7.900 kr.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
V
al
dí
s
T
ho
r
Kvenleikinn í fyrirrúmi
Rómantískt Sam-
fella frá Josefine
Wing. Systur Lauga-
vegi, 14.900 kr.
T
il að brjóstahaldarar
endist vel og haldi lögun
sinni er mikilvægt að
gæta varkárni þegar þeir
eru þvegnir og þurrk-
aðir. „Það er ágætt að handþvo
brjóstahaldara en flestar setjum við
þá nú í þvottavélina og þá er nauð-
synlegt að þvo þá í þvottapoka á
stuttu prógrammi. Eins er mik-
ilvægt að passa sig á þvottaefnum
og nota mild efni til að þvo brjósta-
haldara. Til að þurrka þá er síðan
gott að hengja þá á herðatré til að
þeir haldi sér betur og endist leng-
ur,“ segir Sigrún Eðvarðsdóttir,
annar eigandi nærfataverslunar-
innar Systra.
Sérstök sokkabuxnaveski
Sigrún segir það fara eftir gerð
brjóstahaldarans hvort betra sé að
brjóta hann saman eða leggja í
skúffu. Sumir eigi plastskálar innan
úr brjóstahöldurum sem hægt sé að
nota til að geyma þá og láta fara vel
um á ferðalögum. Sigrún segist
kannast við að til séu sérstakar
ferðatöskur fyrir brjóstahaldara og
að hér áður fyrr hafi ýmislegt slíkt
tíðkast, til dæmis sérstök sokka-
buxnaveski. „Sum undirföt eru líka
með svo fallegu handverki að það er
flott að láta þau hanga uppi sem
skraut í svefnherberginu í stað þess
að loka þau niðri,“ segir Sigrún.
Djarft en fágað
„Í mörg ár hefur línan í nærfötum
verið klassísk með svipuðum form-
um, fallegu silki og blúndu. Fyrir
um 15 árum varð hins vegar Agent
Provocateur frumkvöðull í því að
hanna djarfari nærföt, skemmtileg
og ögrandi en samt fáguð. Í kjölfar-
ið fór af stað bylgja með nýjum
merkjum, sem sameina kynþokka,
daður og fágun. Í dag er í raun allt í
tísku, allt frá 19. aldar burlesque-
stíl til pinup-stíls fjórða áratugarins
og rómantísks stíls sjöunda áratug-
arins. Þessi gamla tíska hefur nú
verið smekklega endurgerð úr fal-
legum efnum sem er mjög gaman að
sjá. Nærföt eru í raun eins og bún-
ingur og hafa heilmikið að segja til
að skapa ákveðna stemningu,“ segir
Sigrún. Hún segir mikilvægt fyrir
konur að gefa sér nógan tíma í að
máta þegar kaupa skal brjóstahald-
ara og huga að því að endurskoða
stærðina reglulega þar sem brjóstin
breytist gjarnan með árunum.
maria@mbl.is
Best að hengja
haldarann upp
Hentugt Mikilvægt er að láta fara vel um brjóstahaldara.
Morgunblaðið |23
● Jakkar
● Úlpur
● Ullarkápur
● Dúnkápur
● Hattar
● Húfur
Mörkinni 6,
sími 588 5518.
Opið virka daga
frá kl. 10-18 og
laugardaga frá kl. 10-16
Frá París og Mílanó
La Perla • Eres • Leonor
Greyl • Chantal Thomass
undirföt sundföt sokkabuxur regnhlífar hárvörur
Í bestu gæðum í hæstu hæðum
Opið mánudaga-föstudaga 11:00-18:30, laugardaga 11-17
Garðastræti 17 101 Reykjavík linseri@linseri.is www.linseri.is
Nú er tími til að njóta