Morgunblaðið - 22.10.2008, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
Aðgerðir vegna hamfara
Velferðarráð undirbýr mögulega vaxandi þjónustuþörf og fjölgun notenda
Skoða m.a. hvort börn hafi verið tekin úr mat í grunnskólum borgarinnar
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
VELFERÐARRÁÐ hefur samþykkt aðgerða-
áætlun til þess að bregðast við breyttum þjóð-
félagaðstæðum í ljósi efnahagshamfara undan-
farnar vikur. Þetta kom fram í máli Jórunnar
Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs Reykja-
víkurborgar, í borgarstjórn í gær.
„Á velferðarsviði hefur verið farið yfir aðgerðir
til þess að undirbúa mögulega vaxandi þjónustu-
þörf notenda og fjölgun í notendahópum. Leið-
arljós velferðarsviðs er að efla ráðgjöf og velferð-
arþjónustu til að koma til móts við tímabundna
erfiðleika Reykvíkinga,“ sagði Jórunn og tók fram
að nauðsynlegt væri að hægt yrði að mæta ein-
staklingum þegar og ef þeir þyrftu á því að halda.
Í máli Jórunnar kom fram að helstu verkefni
sem unnið hefur verið að á velferðarsviði síðustu
vikur feli í sér aukið samstarf við heilbrigðis- og
félagsmálaráðuneyti. Einnig hefur verið aukið
samstarf við m.a. Vinnumálastofnun, Rauða kross
Íslands og Ráðgjafarstofu heimilanna. Auk þessa
hefur starfsfólki borgarinnar og mun verða boðið
upp á námskeið til að efla það í starfi.
Að sögn Jórunnar hefur viðbragðsteymi borg-
arinnar farið yfir lykiltölur til að skoða t.d. hvort
fólk hafi í auknum mæli tekið börnin sín úr mat í
skólunum eða úr íþróttum og tómstundastarfi.
Haldnir hafi verið samráðsfundir í hverfum borg-
arinnar með starfsmönnum kirkju, lögreglu,
skóla, íþróttahreyfingar og frjálsra félagasam-
taka. Víða hafi verið fundað með starfsmönnum
leikskóla og skóla borgarinnar til það meta hvern-
ig best sé að styðja við börnin. Að sögn Jórunnar
hefur verið tekið saman yfirlit yfir öll þau úrræði
sem til staðar séu þannig að starfsmenn borg-
arinnar hafi á einum stað gott yfirlit yfir úrræðin,
en listinn rati fljótlega inn á vef borgarinnar.
Einnig sagði hún að verið væri að skoða möguleika
þess að fjölga félagsráðgjöfum á vakt í félagsmið-
stöðvum.
„Við ætlum að standa vörð um grunnþjón-
ustuna. Það er mikilvægasta verkefnið sem við
stöndum frammi fyrir núna. Við á velferðarsviði
vitum sem er að það eru ákveðnar líkur á því að
það verði meiri þörf fyrir viðtöl, stuðning og þjón-
ustu í nærsamfélaginu. Við erum að búa okkur
undir það og munum geta brugðist við því ef á þarf
að halda,“ sagði Jórunn.
„ALÞÝÐUSAMBANDIÐ krefst þess að settur verði á
laggirnar sérstakur starfshópur aðila vinnumarkaðarins
og stjórnvalda og sveitarstjórna er skili áliti áður en end-
urskoðun kjarasamninga hefst – um til hvaða leiða er
unnt að grípa til að hamla gegn vaxandi fátækt og afleið-
ingum hennar,“ segir í tillögu sem Afl Starfsgreinafélag
leggur fyrir ársfund ASÍ á morgun.
Lýst er yfir að aðkoma alþýðufólks að sátt á vinnu-
markaði og uppbyggingu verði ekki án skilyrða. Krafist
er að óháður aðili verði fenginn til að framkvæma ýt-
arlega rannsókn á atburðum í fjármálakerfinu og gefið
vald til yfirheyrslna, húsleita og annarra rannsóknarúr-
ræða. Lýst er yfir að hrun efnahagskerfisins sé m.a.
vegna stjórnleysis og brenglaðs verðmætamats í fjár-
málakerfi landsins.
„Alþýðusamband Íslands varar við hættu á stórauk-
inni misskiptingu í þjóðfélaginu þar sem þeir sem ráða
yfir fjármagni notfæri sér neyð hinna efnaminni.
Tryggja verður ráðgjöf og aðstoð til láglaunafólks er
verður fyrir áföllum í yfirstandandi efnahagshörmung-
um. Alþýðusambandið krefst þess að settur verði á lagg-
irnar sérstakur starfshópur aðila vinnumarkaðarins og
stjórnvalda og sveitastjórna er skili áliti áður en endur-
skoðun kjarasamninga hefst – um til hvaða leiða er unnt
að grípa til að hamla gegn vaxandi fátækt og afleiðingum
hennar,“ segir í tillögunni.
Óháður aðili fái vald til
yfirheyrslna og húsleitar
„BORGARSTJÓRN öll sendir út
mjög skýr skilaboð til borgarbúa
og samfélagsins alls um að við
munum standa vörð um grunn-
þjónustu borgarinnar, “ sagði
Hanna Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri á borgarstjórnarfundi í
gær þar sem fram fóru áframhald-
andi umræður um grunnþjónustu
við núverandi efnahagsaðstæður.
Hanna Birna gerði góða sam-
stöðu meiri- og minnihlutans um
aðgerðaáætlun þá sem kynnt var
og samþykkt á fundi borg-
arstjórnar fyrir hálfum mánuði
sérstaklega að umtalsefni á fund-
inum. Sagði hún mikilvæg skila-
boð felast í því að sitjandi borg-
arstjórn hefði kraft og þor til að
vinna öðruvísi við þessar óvenju-
legu aðstæður.
Dagur B. Eggertsson, borg-
arfulltrúi Samfylkingarinnar,
gerði samstöðu, ábyrgð og trún-
aðartraust að umtalsefni á fund-
inum. Sagði hann samstöðu í
stjórnmálum aldrei mega snúast
um að sópa skipbroti fjár-
málakerfis Íslands undir teppið.
„Það er aldrei brýnna en einmitt
nú að stjórnmálin standi fyrir rétt-
læti í því hvernig menn gera upp
þá hluti sem á okkur hafa dunið,“
sagði Dagur og tók fram að sam-
staðan í stjórnmálum þyrfti að
snúast um heiðarlegt uppgjör við
fortíðina.
Kraftur og
þor til nýrra
vinnubragða
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt karlmann í 4 mánaða fang-
elsi fyrir brot gegn frjálsræði og
líkamsárás í febrúar 2007. Ákærði
tók mann nauðugan viljugan upp í
bíl við Garðskagavita og misþyrmdi
honum í bílnum á meðan félagi hans
keyrði bílinn heim til sín í Sand-
gerði. Inni á heimilinu héldu bar-
smíðar áfram og að þeim loknum
var ekið með fórnarlambið í verslun
Samkaupa/Úrvals í Sandgerði, og
það neytt til að stela 50 þúsund
krónum úr peningaskáp þar.
Fórnarlambið slasaðist töluvert í
árásinni og hlaut bólgu í andliti,
glóðarauga, stór blóðhlaup og
skrámur á báðum upphandleggjum,
bólgur, mar og skrámur á baki,
mikið mar og bólgu við herðablöð
auk þess sem brjóstkassinn var
aumur.
Við ákvörðun refsingar var haft í
huga að brotið var talið mjög
fólskulegt.
Ákærði var einnig sakfelldur af
ákæru fyrir að stela humri fyrir 680
þúsund kr. og tölvubúnaði fyrir
tæpar 300 þúsund kr.
Sveinn Sigurkarlsson héraðs-
dómari dæmdi málið. Verjandi var
Hilmar Ingimundarson hrl. og
sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir,
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Dæmdur fyrir
frelsissvipt-
ingu og árás
VELFERÐARSVIÐ borgarinnar er, að mati
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra,
lykilsvið um þessar mundir. Borgarstjóri sagði
í umræðum um grunnþjónustu borgarinnar í
borgarstjórn í gær að velferðarsvið mundi
njóta ákveðinnar sérstöðu í allri þeirri fjár-
hagsvinnu sem framundan væri.
„Með nýrri aðgerðaáætlun velferðarráðs á
að efla aðgengi að þeirri ráðgjafarþjónustu
sem í boði er á þjónustumiðstöðvum Reykja-
víkur og bæta í þar sem telja má líklegt að
þörfin verði mest,“ sagði Hanna Birna.
Lykilsvið á erfiðum tímum
VERÐHRUN
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti lagersala
kr.29.900,-
verð frá
90 x 200 cm
120 x 200 cm
150 x 200 cm
180 x 200 cm
Stærðir:
ÞRÁTT fyrir fjármálakreppu er stefnt að því að
ljúka við byggingu fyrri áfanga Háskólans í
Reykjavík í Vatnsmýrinni næsta haust eins og
áætlað var. Framkvæmdir við fyrri áfangann,
sem verður 23 þúsund ferm., eru í fullum gangi,
að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra þróunarsviðs Háskólans í Reykja-
vík.
„Þegar þessum áfanga verður lokið flytjum
við þá starfsemi skólans sem er við Höfðabakka
og í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni, það
er að segja tækni- og verkfræðideild, tölv-
unarfræði- og viðskiptadeild auk hluta af ann-
arri starfsemi. Við verðum hins vegar áfram í
Ofanleiti 2 þar til byggingu seinni áfangans, sem
er 12 þúsund ferm. að stærð, verður lokið sem
áætlað er að verði haustið 2010.“
Það er Eignarhaldsfélagið Fasteign sem bygg-
ir húsnæðið en Háskólinn í Reykjavík mun verða
með það á leigu til framtíðar, að því er Þorkell
greinir frá.
„Þetta er mikil framkvæmd og það skiptir
máli fyrir svæðið að hún klárist. Ég held að
menn séu áhugasamir um að efla menntakerfið
og klára þær framkvæmdir sem eru í gangi. Við
höfum ekki séð nein merki um annað en að þetta
gangi eftir.“
Háskólabygging í Vatnsmýrinni á áætlun
Klára framkvæmdir og efla menntir
Morgunblaðið/RAX