Morgunblaðið - 22.10.2008, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
UNGT fólk notar yfirdráttarlán bankanna í
miklum mæli en vextir á slíkum lánum eru nú í
kringum 22%. Tæplega 53% ungs fólks á aldr-
inum 18-35 ára eru með slíkan yfirdrátt og eru
þar karlar í meirihluta. Þetta kemur fram í
könnun sem Alþýðusamband Íslands lét gera í
tilefni af ársfundi sambandsins sem hefst næst-
komandi fimmtudag, en þar verður sjónum sér-
staklega beint að málefnum ungs fólks.
Það vekur athygli að samkvæmt könnuninni
eru 12% þeirra sem eru með yfirdrátt á annað
borð með heimild upp á 900 þúsund krónur eða
meira á slíkum reikningi. Tæplega 5% eru með
meira en milljón í yfirdrátt.
Yfirdráttur tíðari
á höfuðborgarsvæðinu
Þá er barnafólk iðulega með hærri yfirdrátt-
arheimildir en barnlaust fólk. Þannig reyndust
hlutfallslega fleiri þeirra sem áttu barn á grunn-
skólaaldri vera með samtals milljón og meira í
yfirdráttarheimild en þeir sem ekki voru með
barn á þeim aldri.
Samkvæmt könnuninni er notkun yfirdráttar
tíðari meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu en á
landsbyggðinni og notkunin eykst með aldr-
inum.
Þá kemur fram að ríflega 84% ungs fólks eru í
stéttarfélögum og mikill meirihluti þess telur að
stéttarfélög séu nauðsynleg til að gæta hags-
muna fólks. jmv@mbl.is
Yfirdráttarlán tíð hjá ungu fólki
Í HNOTSKURN
»Tveir þriðju hlutar þeirrasem svöruðu könnuninni
eru með laun undir 300 þús-
und krónum á mánuði.
»Rúmlega 9% nemendaeru með 900 þúsund til
einnar milljónar króna yf-
irdráttarheimild samtals.
»96,5% ungs fólks teljastéttarfélög nauðsynleg
til að gæta hagsmuna launa-
fólks.
»Ársfundur ASÍ hefst ámorgun og ber hann yf-
irskriftina Áfram Ísland –
fyrir ungt fólk og framtíðina.
Morgunblaðið/Sverrir
Framtíðin Alþýðusambandið mun beina sjónum sínum að málefnum ungs fólks á næsta ársþingi.
Könnun ASÍ sýnir að 12% ungs fólks, sem er með yfirdrátt, eru með 900.000 kr. heimild eða meira
Yfirdráttarlán eru tíðari meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu en úti á landsbyggðinni
DÓTTURFÉLAG Icelandair
Group, SmartLinx, ætlar að
ráða að minnsta kosti 7 flug-
menn og flugstjóra sem eru í
vetraruppsögn hjá Icelandair.
Þetta kemur fram á heima-
síðu Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna. Þar kemur fram
að FÍA hafi lengi leitað leiða
til að fá Icelandair Group til
að samþykkja að flugmenn
Icelandair ehf. nytu forgangs
til annarra starfa dótt-
urfélaga innan samstæð-
unnar, án mikilla undirtekta.
FÍA hafi enga milligöngu haft um þessar ráðningar en lýsir þó yfir ánægju
með að félagið skuli sýna þessa viðleitni.
Þá kemur fram að 5 flugmenn hafa fengið vinnu hjá flyLAL, sem gerir út
Boeing 757-flugvél frá Vilnius í Litháen. Aðrir 3 flugmenn hafa fengið
vinnu hjá AirNiugini og fljúga Boeing 757-vél Icelandair frá Port Moresby
í Papúa Nýju Gíneu. Sú flugvél hefur verið þurrleigð til AirNiugini, sem
þýðir að vélin er leigð án áhafna og eru þessir flugmenn því nú starfsmenn
AirNiugini. Loks er þess getið að nokkrir flugmenn hafi fengið vinnu hjá
öðrum félögum í Evrópu. sisi@mbl.is
SmartLinx ræður
íslenska flugmenn
VÍKURSKARÐ, á milli Eyjafjarðar og Fnjóska-
dals, var lokað fram eftir degi í gær vegna þess
að nokkrir bílar sátu þar fastir. Veður var mjög
slæmt í skarðinu í fyrrinótt og gærmorgun og
þegar fulltrúar Vegagerðarinnar hugðust moka
veginn í bítið kom í ljós að við Hrossadal, í miðju
skarðinu vestan megin, voru fastir tveir stórir
flutningabílar og síðar kom í ljós að fimm fólks-
bílar að auki voru fastir aðeins ofar. Það tók
nokkrar klukkustundir að losa alla bílana og
ryðja veginn en hægt var að aka yfir skarðið síð-
degis. Bílarnir á myndinni, sem biðu snemma í
gærmorgun vestan megin við skarðið, komust
austur um með því að aka norður með ströndinni
og síðan inn Fnjóskadal um Dalsmynni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bílar fastir klukkutímum saman í Víkurskarði
FIMMTUDAGINN 23. október
verða liðin 50 ár frá stofnun Banda-
lags háskólamanna. Í tilefni tíma-
mótanna verður ný og endurbætt
heimasíða opnuð (www.bhm.is),
saga BHM eftir Friðrik Olgeirsson
kemur út, BHM tíðindi koma út í
rafrænni mynd og haldið verður
málþing um menntun með yfir-
skriftinni „Farseðill til framtíðar“.
Málþingið verður á Grand hóteli
Reykjavík, gyllta sal, og hefst kl.
13. Það er öllum opið og ókeypis. Á
dagskrá eru erindi þar sem gildi
menntunar er umfjöllunarefnið.
Sigríður Snævarr stýrir pallborðs-
umræðum en faðir hennar, Ármann
Snævarr, var einmitt einn stofn-
enda BHM og fyrsti formaður.
50 ár liðin frá
stofnun BHM
BROT 118 ökumanna voru mynduð
í Hvalfjarðargöngum frá fimmtu-
degi til mánudags eða á tæplega 96
klukkustundum.
Vöktuð voru 10.009 ökutæki og
því ók lítill hluti ökumanna, eða
1,2%, of hratt eða yfir afskipta-
hraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var 83
km/klst. en þarna er 70 km há-
markshraði. Fjórir óku á 90 km
hraða eða meira en sá sem hraðast
ók mældist á 107.
Óku of hratt
í göngunum
STJÓRN Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga (FÍH) fagnar mark-
miðum viljayfirlýsingar heilbrigð-
isráðherra og borgarstjórans í
Reykjavík um þriggja ára þjón-
ustusamning um sameiginlega
stjórnun heimahjúkrunar og fé-
lagslegrar heimaþjónustu Reykja-
víkurborgar. Í ályktun FÍH segir
m.a. að grundvöllur þess að aldr-
aðir og sjúkir geti dvalið sem
lengst á eigin heimili sé að fagleg
þjónusta standi þeim ávallt til
boða heima fyrir. FÍH fagnar
þeirri hugmyndafræði að sam-
þætta þjónustuna þannig að hún
nýtist sem best hverjum ein-
staklingi.
Stjórn FÍH leggur áherslu á að
við þessar breytingar verði þess
sérstaklega gætt að hugmynda-
fræði hjúkrunar verði leiðarljós
þjónustunnar og henni stýrt af
hjúkrunarfræðingum, enda heima-
hjúkrun grundvöllur starfsins.
FÍH er fúst til samstarfs um þær
breytingar sem framundan eru.
Hjúkrun verði
leiðarljósið
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
„ÞETTA gengur út á að sýna fram á
fáránleika þess að beita Íslendinga
hryðjuverkalögum,“ segir Þorkell
Þorkelsson ljós-
myndari en Ís-
lendingum verður
í dag boðið að
koma í húsnæði
Sönglistar í Borg-
artúni 1 og mynda
sig með „vopnin“
sín sem geta verið
verkfæri, fartölv-
ur eða annað sem
fólk notar við
vinnu. Ætlar Þorkell að setja mynd-
irnar á sýningu eins fljótt og hægt er.
„Þetta er gert til að hæða og benda
á fáránleikann en jafnframt er þetta
grafalvarlegur undirtónn. Það er búið
að gera þarna mjög alvarlega aðför
að okkur þó að nafninu til sé þetta
gert gegn bönkunum. Við verðum
bara að svara þessu og þetta er mitt
pínulitla sandkorn í því. Ég er ekki
lögfræðingur eða stjórnmálamaður
heldur beiti ég því sem ég kann og
það er myndavélin,“ segir Þorkell.
Stór orð gegn lítilli þjóð
„Þessi hryðjuverkalög beinast
gegn öllum Íslendingum og þá hljóta
menn að álykta sem svo að Íslend-
ingar séu hryðjuverkamenn og þá
langar mig að sjá framan í þá og
vopnin þeirra,“ segir Þorkell en hann
fékk hugmyndina eitt kvöldið þegar
hann var svo reiður að hann festi ekki
svefn. „Mér fannst svo illa vegið að
okkur. Það á enginn með það að slá
sig til riddara eins og Gordon Brown
gerði með að nota stór orð gegn lítilli
þjóð sem allir vita að er friðsöm.“
Myndar Íslendinga
og „vopn“ þeirra
Þorkell Þorkelsson