Morgunblaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
HRUNIÐ á hlutabréfamarkaðnum í
Rússlandi hefur orðið til þess að
auður 25 ríkustu manna landsins
hefur minnkað um 240 milljarða
dollara á síðustu fimm mánuðum.
Fyrirtæki auðkýfinganna hafa
því þurft að segja upp starfsfólki,
lækka laun og fresta verkefnum.
Vladímír Pútín forsætisráðherra
stendur nú frammi fyrir þeirri
spurningu hvort hann eigi að koma
auðkýfingunum til bjargar.
Stjórn Pútíns hefur þegar lofað
að verja sem svarar 200 milljörðum
dollara í lán, skattalækkanir og
fleiri aðgerðir til að aðstoða banka
og fyrirtæki.
Erlendar skuldir rússneskra
banka og fyrirtækja hafa stóraukist
síðustu árin. Þær námu 150 millj-
örðum dollara árið 2002 en voru
komnar í nær 500 milljarða í júlí.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
GENGI rúblunnar gagnvart doll-
arnum hefur lækkað um 10-12% frá
7. ágúst þegar fimm daga stríð
Rússlands og Georgíu hófst. Er
þetta meðal annars rakið til þess að
verðið á hráolíu hefur lækkað um
helming og gengi hlutabréfa í helstu
fyrirtækjum Rússlands lækkað um
tvo þriðju frá því í maí þegar það var
hæst.
Talið er að seðlabanki Rússlands
hafi afstýrt enn meiri gengislækkun
rúblunnar með því að gera ráðstaf-
anir til þess að verja gjaldmiðilinn.
Fréttastofan AP hefur eftir Anton
Strútsjenevskí, hagfræðingi hjá
fjárfestingarbankanum Trojka Dia-
log, að rússneski seðlabankinn hafi
keypt rúblur fyrir 600 milljónir doll-
ara á dag að meðaltali eða fyrir alls
20 milljarða dollara á tveimur mán-
uðum. Aðrir sérfræðingar í rúss-
neskum fjármálum segja að aðgerðir
seðlabankans til að bjarga rúblunni
hafi kostað allt að 50 milljarða doll-
ara.
Ekki ótæmandi sjóðir
„Þetta getur ekki gengið enda-
laust,“ sagði Strútsjenevskí og bætti
við að varasjóðir seðlabankans væru
ekki ótæmandi. Gríðarlegar tekjur
Rússlands af olíusölu síðustu árin
hafa orðið til þess að gjaldeyrisvara-
sjóður landsins nemur um 530 millj-
örðum dollara.
Gengi rúblunnar hækkaði nokkuð
á mánudaginn var þegar seðlabank-
inn gerði ráðstafanir til þess að
stemma stigu við spákaupmennsku
fyrirtækja sem reyna að hagnast á
gengislækkuninni. Nokkrir alþjóð-
legir bankar hafa þó spáð því að
gengi rúblunnar haldi áfram að
lækka.
Seðlabanki Rússlands tengir rúbl-
una við dollarann og evruna, þannig
að hann heimilar aðeins lítils háttar
breytingar á genginu til að koma í
veg fyrir skyndilegar gengissveiflur.
Alexander Shokhín, formaður
Samtaka rússneskra iðnrekenda,
hefur varað við því að aðgerðir
stjórnvalda til að bjarga rúblunni,
bönkum og fyrirtækjum geti orðið til
þess að gjaldeyrisvarasjóðurinn
tæmist á tveimur árum.
Rússar reyna að bjarga rúblunni
Taldir hafa notað allt að 50 milljarða
dollara af gjaldeyrisvarasjóðnum
Reuters
Kreppir að Vladímír Pútín og Elvíra Nabjúllína, efnahagsmálaráðherra
Rússlands, á fundi með erlendum fjárfestum í Moskvu á mánudag.
LÉTI fólk franskar kartöflur og
saltan mat eiga sig en borðaði
þess í stað salat, væri unnt að
fækka hjartaáföllum um heim all-
an um 30%. Er það niðurstaða
rannsóknar á 16.000 manns í 52
löndum.
Það er fyrst og fremst hið vest-
ræna mataræði, sem er sökudólg-
urinn þegar kemur að hjartasjúk-
dómum, en uppistaðan í því er
kjöt, feitur matur og steiktur og
allt of mikið af salti. Saltríkur
matur getur ýtt undir aukinn
blóðþrýsting og of mikið feitmeti
veldur æðaþrengslum. Við rann-
sóknina kom í ljós, að þeir, sem
ástunda vestræna mataræðið, eru
35% líklegri en aðrir til að fá
hjartaáfall.
„Það skiptir ekki mál hvort fólk
býr í Bolton eða Bombay. Það sem
máli skiptir er að draga úr salt-
neyslu og sneiða sem mest hjá
feitmetinu. Á hinn bóginn á fólk
að auka verulega neyslu ávaxta og
grænmetis,“ segir Ellen Mason,
ein þeirra, sem unnu að rannsókn-
inni. svs@mbl.is
Franskar Ekki sérstaklega hollar.
Mataræðið
fyrir öllu
SENDIHERRA Rússlands hjá
Sameinuðu þjóðunum kveðst hafa
synjað beiðni frá John McCain,
forsetaefni repúblikana, um
framlag í kosningasjóð hans.
Sendiherrann, Vítalí Tsjúrkín,
og fleiri fengu staðlað bréf þar
sem óskað var eftir aðstoð við að
„koma í veg fyrir að demókratar
settust að völdum í Washington“.
Brian Rogers, talsmaður
McCains, sagði að forsetaefnið
hefði ekki fengið kvörtun frá
sendiherranum eða starfs-
mönnum hans vegna málsins.
„Svo virðist sem þeir séu að grín-
ast með þetta á kostnað okkar,“
sagði talsmaðurinn. „Þetta voru
bara mistök.“
Bandarísk lög kveða á um að
forsetaefni megi ekki þiggja fé
frá útlendingum. bogi@mbl.is
McCain fær
ekki Rússagull
HENNI líkar það ekki illa litlu stúlkunni að láta
hann pabba sinn moka yfir sig laufinu. Haustið
býr nefnilega ekki yfir minni töfrum en aðrar
árstíðir og litadýrðin getur jafnvel verið meiri
þá en í annan tíma. Ef grannt er skoðað má sjá,
að laufið er af hlyn en af honum er mikið í Ver-
mont í Bandaríkjunum þar sem myndin er tekin.
Hér á landi má nú víða finna myndarlegan hlyn
og dæmi eru um, að hann hafi sáð sér sjálfur.
Þótt líklegt sé, að við Íslendingar munum
minnast þessa hausts fyrir annað en fallandi
lauf, þá er full ástæða til að hvetja fólk til að
drepa af sér drungann og nota góðviðrisdaga til
að njóta náttúrunnar. Á Suðvesturlandi svo
dæmi sé tekið eru uppvaxandi skógar þar sem
áður voru blásin holt og berir melar og margir
eru á því, að fátt sé hollara sálinni en að njóta
kyrrðarinnar innan um trén. svs@mbl.is
Leikur að laufi og litum
AP
Haustverkin í garðinum
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
STJÓRNVÖLD í Frakklandi og
Þýskalandi hófu í gær herferð fyrir
því, að skattaskjólin svokölluðu yrðu
neydd til að lúta sömu reglum um
bankastarfsemi og aðrar fjármála-
stofnanir. Kynntu þau þessa ætlun
sína á fundi í París en á hann er litið
sem fyrsta skrefið í því að endur-
skipuleggja fjármálalíf heimsins.
OECD, Efnahags- og framfara-
stofnunin, boðaði til fundarins en
Sviss og Liechtenstein, þau tvö
Evrópuríki, sem segja má að hafi sitt
framfæri af leynilegri bankastarf-
semi, ákváðu að mæta ekki. Skatta-
skjólin víða um heim eru a.m.k. 40 og
í þeim eru vistaðir margir vogunar-
sjóðir. Hefur þeim að hluta til verið
kennt um fjármálakreppuna. Þá má
nefna, að það voru skattaskjól, sem
auðvelduðu breska bankanum Nort-
hern Rock og þeim bandaríska Bear
Stearns að fela tapið.
Frakkar leggja áherslu á, að for-
sendan fyrir uppstokkun fjármála-
lífsins í heiminum sé útrýming
skattaskjóla.
Áhersla lögð á að
útrýma skattaskjólum
Það er sagt forsenda fyrir uppstokkun fjármálalífsins
Í HNOTSKURN
» Þýska stjórnin hóf barátt-una gegn skattaskjólum í
fyrra er henni barst í hendur
listi yfir skattsvikara, sem
földu fé sitt í Liechtenstein.
» Áætlað er, að 10 billjónumdollara, fjórfaldri, vergri
þjóðarframleiðslu Frakklands,
hafi verið komið fyrir í skatta-
skjólum.
Auðkýfingum
bjargað?
HUGSANLEGT er, að Crohns-
sjúkdóminn, sem lýsir sér í miklum
bólgum í meltingarvegi, megi rekja
til þess, að of lítið sé þar að finna af
ákveðinni bakteríutegund.
Hópur franskra vísindamanna
hefur leitt líkur að þessu en þeir
segja, að umrædd baktería, Fae-
calibacterium prausnitzii, gefi frá
sér efni, sem vinni gegn bólgum. Sé
of lítið af henni í meltingarveg-
inum, kalli það á of mikil viðbrögð
ónæmiskerfisins og það valdi síðan
bólgunum.
Enn er margt ókannað en reynist
kenningin rétt hillir undir nýja
meðferð, sem sagt, að sjúkling-
unum verði gefin bakterían með
einum eða öðrum hætti. svs@mbl.is
Mikilvæg
baktería