Morgunblaðið - 22.10.2008, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008
Sudoku
Frumstig
6 4 7 3 1
2 9 3 5
3 1 2
7 5 3 4
1 4
1 9 8 5
1 6 2
9 2 4 7
5 3 4 8 1
Efsta stig
4 3 6
5 3 9 2
1 6
2 9 5 4 6 7
8 5
9 5 4 7 2 3
8 6
5 3 8 4
8 7 9
Miðstig
7 3 9 5
6 1 4
4 5 7
3 8
9 3 4
2 9
7 9 5
9 8 1
4 7 6 8
3 9 1 4 7 5 6 8 2
8 6 4 3 2 1 9 7 5
2 7 5 6 9 8 1 4 3
6 1 7 2 8 3 4 5 9
4 5 3 7 1 9 8 2 6
9 8 2 5 6 4 3 1 7
7 4 8 9 3 2 5 6 1
1 2 9 8 5 6 7 3 4
5 3 6 1 4 7 2 9 8
Lausn síðustu Sudoki
4 3 1 8 2 5 6 7 9
5 7 9 3 1 6 4 8 2
6 2 8 4 9 7 3 1 5
7 1 6 9 8 2 5 3 4
9 5 3 1 7 4 8 2 6
8 4 2 5 6 3 1 9 7
3 9 4 2 5 1 7 6 8
2 6 5 7 3 8 9 4 1
1 8 7 6 4 9 2 5 3
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
9 1 7 6 5 8 4 2 3
4 8 3 1 2 9 7 6 5
2 6 5 4 3 7 1 8 9
7 4 2 8 9 5 6 3 1
5 3 8 2 6 1 9 4 7
6 9 1 3 7 4 8 5 2
3 7 9 5 4 6 2 1 8
8 5 4 9 1 2 3 7 6
1 2 6 7 8 3 5 9 4
dagbók
Í dag er miðvikudagur 22. október,
296. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heil-
agir í allri hegðun, eins og sá er heil-
agur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15)
Íslendingar hafa sennilega aldreifylgst jafn vel með fréttum og
umræðu um fréttir og þessa dag-
ana. Erlend blaðakona, sem hér var
á dögunum, sagði Víkverja að hún
hefði komið inn á nánast tóman
veitingastað í liðinni viku og vertinn
hefði sagt sér að þetta væri alltaf
svona á kvöldfréttatíma. Staðurinn
tæmdist þegar fréttirnar byrjuðu
og svo birtust viðskiptavinirnir aft-
ur að þeim loknum.
x x x
Fyrstu dagana eftir að Glitnir fórá hliðina var eins og umræða í
landinu lamaðist, en nú er hún kom-
in á flug á ný og væri hæglega hægt
að liggja yfir netskrifum allan dag-
inn. Vitaskuld er margt misjafnt
bloggað, sumt er ekki þess virði að
eyða tíma í lesturinn, aðrir skrifa af
innsæi, varpa fram beittum spurn-
ingum og finna athyglisverðar hlið-
ar á málum. Bloggarar fá líka
margir heilmikil viðbrögð og þeim
eru oft ekki vandaðar kveðjurnar.
x x x
Sennilega hefur þörfin fyrir opnaog hreinskilna umræðu aldrei
verið meiri á Íslandi en nú. Það
kom því á óvart þegar Árni Snæv-
arr, sem hefur bloggað af miklum
móð frá meginlandinu, tilkynnti að
hann væri farinn í bloggbindindi.
x x x
Árni hefur verið óvæginn í skrif-um sínum og því eðlilegt að
sitt sýnist hverjum, en hann hefur
talað fyrir munn margra. Bar hann
í sínum síðasta pistli við að skrif sín
hefðu vakið svo ofsafengin við-
brögð. Hans næstsíðasti pistill
fjallaði um viðtalið, sem birtist við
Dorrit Moussaieff forsetafrú í
Morgunblaðinu á sunnudag. Ef til
vill býr meira undir en sést á yfir-
borðinu, en það er afleitt þegar
raddir þagna, ekki síst nú þegar að-
halds er þörf.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 mögur, 8 veik-
in, 9 skjálfa, 10 þræta,
11 erfingjar, 13 veisla,
15 refsa, 18 lægja,
21 hlemmur, 22 háski,
23 fugls, 24 pretta.
Lóðrétt | 2 leyfi, 3 látn-
ar, 4 órétt, 5 fíngerði,
6 hóta, 7 týni, 12 gott
eðli, 14 bókstafur,
15 draga, 16 afréttur,
17 gömul, 18 sundfugl,
19 eldstæði, 20 leðju.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 afnám, 4 hoppa, 7 vagns, 8 lesta, 9 alt, 11 garn,
13 hrín, 14 ýkjur, 15 bjór, 17 æfar, 20 hró, 22 aðall,
23 víkur, 24 titra, 25 remma.
Lóðrétt: 1 alveg, 2 nógur, 3 mása, 4 holt, 5 posar,
6 akarn, 10 lýjur, 12 nýr, 13 hræ, 15 bjart, 16 ólatt,
18 fákum, 19 rorra, 20 hlúa, 21 óvær.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
STAÐAN kom upp meistaramóti
bresku samveldanna sem lauk fyrir
skömmu í Nangpur á Indlandi. Ind-
verski stórmeistarinn Surya Shekhar
Ganguly (2.631) hafði hvítt gegn landa
sínum Vikramaditya Kamble (2.376).
41. Rxf5! Rb5 42. Rd6 Rxd6 43. exd6
Dd7 44. Ha2 Ka7 45. De5 Bg8 46. Bc1
Ra4 47. Hxa4! Dxa4 48. Dxg7+ Hb7
49. Dxg8 Da1 50. Kg2 Dxc1 51. Dxe6
Dg5 52. Bxd5 og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Vandræðaleg vörn.
Norður
♠D10
♥1083
♦ÁD1096
♣D63
Vestur Austur
♠4 ♠G93
♥D7 ♥Á96542
♦852 ♦K74
♣ÁKG10752 ♣4
Suður
♠ÁK87652
♥KG
♦G3
♣98
Suður spilar 4♠.
Í úrslitaleik opna flokksins á heims-
leikunum í Kína fundu Ítalarnir Fan-
toni og Nunes réttu vörnina gegn 4♠.
Fantoni tók fyrst tvo slagi á ♣Á-K, spil-
aði svo þriðja laufinu og lét makker
trompa drottninguna. Sagnhafi yfir-
trompaði, en gat síðan ekki annað en
svínað í tígli og fór óhjákvæmilega einn
niður.
Á hinu borðinu þróaðist vörnin vand-
ræðalega hjá Englendingunum David
Gold og Tom Towsend. Gold lagði niður
♣Á í byrjun og gat reiknað út að austur
væri með einspil (há-lág köll). Með til-
liti til þess ákvað Gold að spila litlu laufi
í öðrum slag og Towsend trompaði ♣D
blinds. Þetta virðist í lagi, en þegar
austur tók næst á ♥Á og spilaði meira
hjarta, féll ♥D vesturs undir og tían í
borði fríaðist. Sagnhafi gat þar með
hent tígli í ♥10 og sleppt svíningunni.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hausinn þinn er fullur af snilldar-
legum hugmyndum. Það mun minnka
spenninginn að segja öðrum frá þeim, þar
sem það munu ekki allir skilja þig.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert nógu skynsamur til að gefa
vissum vini þínum ekki fleiri tækifæri. Þið
getið verið vinir áfram ef þú hættir að
ætlast til að hann sé öðruvísi en hann er.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Nokkrir vinnufélagar setja
þrýsting á þig. Samvinna er besta leiðin
til að allt endi vel. Leyfðu þínu innra rat-
kerfi að leiða þig að félögum sem auð-
velda lífið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú verður sífellt spenntari vegna
sambands sem verður betra eftir sem á
líður. Þessi tilfinning er gagnkvæm.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Fáðu fólkið í kringum þig í að gera
áætlun og hrinda henni í framkvæmd. Til
þess þarftu þolinmæði og skilning.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert vinsæll. Í stað þess að láta
það stíga þér til höfuðs, notarðu sjarmann
til að eignast nýja vini. Þeir segja þér frá
mistökum sínum og þú lærir af þeim.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er tilgangslaust að argast út í það
sem er. Það veitir frelsi að sætta sig við
hlutina. Ef þú verður síðan ástfanginn af
raunveruleikanum, öðlastu hamingjuna.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Vinnan krefst þess að þú
skiljir og náir tökum á erfiðum hug-
myndum. Það er gott að þú ert að betr-
umbæta þig. Hentu þér út í djúpu laug-
ina.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Verkið sem bíður þín er ekki í
uppáhaldi hjá þér, reyndu að finna eins
margt jákvætt við það eins og þú getur.
Verðlaunaðu þig fyrir vel unninn dag.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Slakaðu á og hættu að verja
þína útgáfu af sannleikanum. Það eru
margar útgáfur af sannleikanum sem
aldrei heyrast. Ekki eyða orku í þetta.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Of mikill hraði og hreyfing að
morgni gæti sýnt sig í mikilli þreytu
seinni partinn. Hafðu réttan hraða á og
ekki setja markið of hátt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur verið mjög gjafmildur
upp á síðkastið. En ertu kannski að gefa
þeim sem þú vilt ganga í augun á? Hvern-
ig væri að gefa hungruðum heimi?
Stjörnuspá
Holiday Mathis
22. október 1903
Ásgrímur Jónsson opnaði
fyrstu málverkasýningu sína í
Melsteðshúsi við Lækjargötu í
Reykjavík og sýndi fimmtíu
myndir. „Virðist hann vera
mjög gott efni í listamann,“
sagði í Þjóðólfi. Í Ísafold var
sagt að Íslendingar væru að
eignast listmálara „sem til
fulls skilur íslensku náttúruna
og getur því túlkað hana“.
22. október 1965
Radar var notaður í fyrsta
sinn til hraðamælinga, á
Miklubraut í Reykjavík. Sá
sem hraðast ók var á 95 kíló-
metra hraða. Tekið var fram í
fréttum að ökumaðurinn hefði
verið utan af landi.
22. október 1985
Fimm aurskriður féllu úr
Bíldudalsfjalli niður í kaup-
túnið og hlutust af nokkrar
skemmdir. Gífurleg úrkoma
var dagana á undan eða um
200 millimetrar á 36 stundum.
22. október 1995
Tveir létust og þrjátíu manns
slösuðust þegar rúta valt í
Hrútafirði. Mikil hálka var og
sviptivindasamt.
22. október 2004
Holtasóley var valin þjóðar-
blóm í atkvæðagreiðslu á veg-
um nefndar um leitina að þjóð-
arblómi Íslendinga. Í næstu
sætum urðu gleym-mér-ei og
blóðberg.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
STEINÞÓR Jónsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi í
Reykjanesbæ, er 45 ára í dag. Hann kvaðst ætla að
verja deginum með fjölskyldunni. Hitta stórfjöl-
skylduna í hádeginu á Hótel Keflavík og fara svo í
sumarbústað með sínum nánustu. En stendur ein-
hver afmælisdagur upp úr í minningunni?
„Já, fertugsafmælið var mjög ánægjulegt. Þá
héldum við veislu í Stapa og var mjög skemmtilegt
að sjá hve margir komu til að heilsa upp á okkur,“
sagði Steinþór. „Þessi fimm ár síðan þá hafa verið
mjög góð líkt og lífshlaupið allt. Ég er þakklátur
fyrir það sem komið er og ef framtíðin verður eitt-
hvað í líkingu við það sem er liðið þá verð ég sáttur við hana.“
Steinþór barðist fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og var síðasti
áfanginn tekinn í notkun s.l. sunnudag. „Það var ekki síður ánægju-
legt að taka þátt í þeirri gleðistund en að gleðjast yfir afmælum eða
öðru persónulegu. Það gleður mig sérstaklega hvað slysatíðni á
Reykjanesbraut hefur minnkað og fækkun banaslysa er mikil,“ sagði
Steinþór. Hann sagði að sér hafi lærst um ævina að maður kunni bet-
ur að njóta þess sem hafa þarf fyrir í lífinu en þess sem kemur sjálf-
krafa upp í hendurnar á manni. gudni@mbl.is
Steinþór Jónsson hótelstjóri 45 ára
Gleðst yfir fækkun slysa
Nýirborgarar
Reykjavík Hrefna María
fæddist 11. júní kl. 12.33.
Hún vó 3.325 g og var 51,5
cm löng. Foreldrar henn-
ar eru Katrín Lillý
Magnúsdóttir og Gylfi Þór
Þórisson.
Sauðárkrókur Gunnar
Bjarki fæddist 5. júlí kl.
1.58. Hann vó 4.125 g og
54 cm langur. Foreldrar
hans eru Sigrún Heiða
Pétursdóttir Seastrand og
Hrannar Freyr Gíslason.
Reykjavík Linda Dögg
fæddist 3. júní. Hún vó
3.985 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Elmar Már Einars-
son og Stella Björk
Fjeldsted.