Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 1
F I M M T U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
297. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Ómissandi
í veisluna!
Leikhúsin
í landinu >> 37
DAGLEGTLÍF
UNNIÐ ÚR REYNSLU
AF JARÐSKJÁLFTUNUM
TÓNLISTINNLAGALISTINN
Íslendingar eru
sjúkir í Lay Low
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
ÞRJÚ stærstu tryggingafélögin eru nú til ná-
kvæmrar skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu
(FME) samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, vegna þess að ekki þykir tryggt að bóta-
sjóðir félaganna standi jafntraustum fótum og
forstjórar félaganna sögðu að þeir gerðu hér í
Morgunblaðinu sl. mánudag. Sömu heimildir
herma að umtalsverða fjármuni vanti í bóta-
sjóðina, sem eiga að nema um 48 milljörðum
króna.
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, var í gær
spurður um þá skoðun sem nú fer fram á starf-
semi tryggingafélaganna hjá FME. „Það er
ekki annað en eðlilegt þegar fjármálamarkaður
verður fyrir jafnmiklu áfalli og nú að FME sé í
nánu samstarfi við okkur. Mikilvægt er að til
séu nægar eignir í bótasjóðum og undirliggj-
andi rekstur í vátryggingafélögum sé góður.
Við höfum ávallt verið í góðu samstarfi við
FME og teljum mjög eðlilegt að eftirlitið sé eflt
enn frekar á tímum sem þessum,“ sagði Þór.
Hann sagði jafnframt að staða vátrygginga-
félaga réðist af gæðum eigna á móti tjónaskuld
og afkomu í vátryggingastarfseminni. „Við
teljum að félagið eigi ágætar eignir á móti
tjónaskuld. Við erum einnig dótturfélag
sænska fjármála- og tryggingafyrirtækisins
FME skoðar tryggingafélögin
„Eðlilegt þegar fjármálamarkaður verður fyrir jafnmiklu áfalli og nú að FME sé í nánu samstarfi
við okkur,“ segir forstjóri Sjóvár FME kannar hve mikið fé vantar í bótasjóði tryggingafélaganna
Moderna í Svíþjóð en það félag stendur traust-
um fótum. Við erum þess vegna með góðan
bakhjarl.“ Ekki náðist í forstjóra TM og VÍS í
gær.
Vandi vegna fjárfestingarstefnu
Samkvæmt upplýsingum úr Fjármálaeftir-
litinu er þar talið að aðsteðjandi vandi trygg-
ingafélaganna vegna fjárfestingarstefnu
þeirra sé umtalsverður og því eru málefni fé-
laganna nú í gagngerri skoðun hjá FME.
Tvennt er sagt koma til: eigin fjárfestingar-
stefna félaganna og hins vegar það að þau hafi
lent í erfiðleikum vegna tengsla við önnur fjár-
málafyrirtæki og fjárfestingar þeirra.
Í HNOTSKURN
»Þrjú stærstu tryggingafélögin eruSjóvá, Tryggingamiðstöðin og Vá-
tryggingafélag Íslands.
»Milestone, í eigu Karls Werners-sonar og fjölskyldu, er að baki
Sjóvá, Stoðir að baki TM og Exista að
baki VÍS.
»Bótasjóðir tryggingafélaganna eruvátryggingaskuld, þ.e. skuld félag-
anna við tjónþola.
VART verður komist hjá því að sjá spaugilegu
hliðina á því að í annað skipti í vetur leggja
menn hart að sér við að skafa snjó af þjóðar-
leikvangi Íslendinga, Laugardalsvellinum, en
þar á að fara fram í dag seinni umspilsleikur Ís-
lands og Írlands um sæti í Evrópukeppninni í
knattspyrnu næsta sumar. Sumir létu sér fátt um
finnast og sváfu værum svefni meðan fullorðna
fólkið var sveitt að. | Íþróttir
Morgunblaðið/Kristinn
Skafa og vona það besta fyrir Íraleikinn
Barnaleg barátta við vetur konung í Laugardalnum?
GÚSTAF Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Ice Fresh Seafood,
dótturfyrirtækis Samherja sem ann-
ast meðal annars sölu á fiski á er-
lendum mörkuðum, einkum í Bret-
landi, segir að markaðsaðstæður hafi
breyst hratt í Bretlandi til hins verra
á undanförnum þremur mánuðum.
„Við höfum fundið fyrir mikilli
sölutregðu á þorski og ýsu,“ segir
Gústaf. „Árferðið er erfitt og þessar
dýrari afurðir hafa selst illa á öllum
helstu mörkuðum.“
Gústaf segir almenna niðursveiflu
í efnahagslífi Breta hafa mikil áhrif á
sölu gæðavöru eins og fisks.
Heildarverðmæti sjávarútvegsaf-
urða, sem seldar hafa verið úr landi,
hefur verið um 120 milljarðar króna
að meðaltali á ári á undanförnum ár-
um. Þar hefur þorskur vegið þyngst
eða tæplega 40%. Með auknu aðhaldi
almennings minnkar eftirspurn eftir
dýrari vörum og þó meira fáist fyrir
afurðirnar vegna stöðu krónunnar
bætir það ekki upp slæma stöðu á
mörkuðunum. magnush@mbl.is | 22
Sölutregða
á þorski og
ýsu ytra
Breyttar markaðs-
aðstæður í Bretlandi
Nýtt eigið fé bankanna, sem ríkið
þarf að leggja þeim til, verður hátt í
400 milljarðar króna. Endurfjár-
mögnunarþörf ríkisins á næsta ári
er um 700 milljarðar króna.
400 milljarðar
settir í bankana
Bretar telja að íslensku neyðar-
lögin mismuni kröfuhöfum eftir
þjóðerni. Þeir segja það ekki stand-
ast alþjóðalög að íslensk innlán séu
forgangskröfur í þrotabú banka.
Bretar segja
Ísland mismuna
Þakklæti til viðskiptavina er ofar-
lega í huga hjá hjónunum sem rekið
hafa verslunina Þingholt undan-
farin ár. „Maður á eftir að sakna
fólksins sem kom til okkar.“
Hverfisverslun
víkur fyrir Bónus
VIÐSKIPTI