Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 2

Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 ostahusid.is Mokka og súkkulaði Ostaterta Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STARFSFÓLK Mæðrastyrksnefndar var í óðaönn að útdeila mat og aðstoða fólk við að finna sér föt í gær. Mikið var að gera enda leitaði fólk frá 263 mismun- andi heimilum eftir aðstoð. Þetta er gríðarleg aukn- ing frá því fyrir nokkrum vikum, en þá leituðu að meðaltali 160-170 heimili aðstoðar í hverri viku, að sögn Ragnhildar G. Guðmundsdóttur, formanns nefndarinnar. Yfirleitt er þó mest að gera í síðustu viku hvers mánaðar, en nú er töluvert um að fólk sem nýverið hefur misst vinnuna sæki hjálp þangað. „Við útbúum matarpakka hér á miðvikudögum, fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Fólk kemur til okk- ar og skráir sig. Við fáum að vita hvað fjölskyldan er stór og reynum að miða matarpakkann við það hversu margir eru í heimili,“ segir Ragnhildur. Mæðrastyrksnefnd hefur opið einn dag í viku og býður þar upp á matvörur sem uppfylla grunnþarfir fólks, auk þess sem þar er hægt að fá föt. Mjólk, brauð, kartöflur, fiskur og ávextir eru á meðal þess sem þar er að fá. Úthlutað er einu sinni í viku, á milli klukkan tvö og fimm á miðvikudögum, í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Hátúni. Þar sem nú er farið að harðna á dalnum hjá ís- lenskum fyrirtækjum liggur við að spyrja hvernig gangi að afla styrkja og matvæla. „Við kaupum mat- inn fyrir söfnunarfé og tekst yfirleitt að fá hann með mjög góðum kjörum. Það má segja að aðdrættirnir gangi bara ljómandi vel,“ segir hún. Fé er mikið til safnað á haustin. Þá er fólki og fyrirtækjum kynnt starf nefndarinnar og leitað til vina og vandamanna. „Við eigum víða hauk í horni,“ segir Ragnhildur. Hátt í þrjú hundruð heimili fá hjálp hjá Mæðrastyrksnefnd Enn gengur ágætlega að safna styrkjum til nefndarinnar Morgunblaðið/RAX Hjálp Ragnhildur G. Guðmundsdóttir (t.v.) og aðrir sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrksnefnd standa í ströngu við að aðstoða fólk sem ekki á til hnífs og skeiðar. Þær anna enn sem komið er eftirspurn, sem er mikil og vaxandi. inn áfram í vinnu, að minnsta kosti næstu mánuði. BYGG var stofnað 1984 og hefur komið víða við. Vinna við Norður- turninn hófst í fyrra, en hún stöðvast af fyrrgreindum ástæðum. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að stjórnvöld fari að horfa á það sem er að gerast,“ segir Gunnar og vísar til fjölda- uppsagna í byggingariðnaði og víð- ar. „Þetta er grafalvarlegt ástand.“ Gunnar bendir á að fjöldi undir- verktaka starfi fyrir BYGG, efnis- salar og fleiri, og uppsagnir hafi alls staðar áhrif. Staðan var kynnt fyrir starfs- mönnum BYGG á fundi í gær. „Ég er gríðarlega ánægður með okkar fólk,“ segir Gunnar. Hann bætir við að það hafi sýnt málinu mikinn skiln- ing, en ekki verði við neitt ráðið nema bankarnir fari að vinna með atvinnulífinu en stöðvi það ekki. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VEGNA erfiðra rekstrarskilyrða var um 160 manns sagt upp hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars, BYGG, í gær. Um 200 manns starfa hjá fyrirtækinu og var 27 þeirra sagt upp fyrir um mánuði. Grafalvarlegt mál Gunnar Þorláksson, annar eig- enda BYGG, segir að uppsagnar- frestur sé allt að sex mánuðir og góð verkefnastaða. Hins vegar hafi bankinn ekki staðið við lánasamning vegna byggingar Norðurturns Smáralindar, 15 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæðis með kjallara, og því hafi orðið að taka þessa erfiðu ákvörðun. Hann áréttar að þótt flestum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp haldi meirihlut- Annar eigenda BYGG segir að bank- arnir verði að vinna með atvinnulífinu Víða fjöldauppsagnir Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VALTÝR Sig- urðsson ríkissak- sóknari og Bogi Nilsson, fyrrver- andi ríkissaksókn- ari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrann- sókn á starfsemi viðskiptabank- anna þriggja, í að- dragandanum að falli þeirra. Valtýr Sigurðsson sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær- kvöldi að starf þeirra Boga nú fælist í því að safna gögnum. Hins vegar væri ekki verið að taka neinar skýrslur af fólki, rannsókn beindist ekki að neinum ákveðnum og enginn hefði stöðu sakbornings. Kæmi til þess yrði það í höndum við- komandi yfirvalds, efnahagsbrota- deildar, skattayfirvalda eða annarra. Synir starfa í útrásarfélögum Sonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyr- irtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni. Í október 2005 lýsti Bogi sig vanhæfan til að stýra at- hugun á gögnum í Baugsmálinu, þar sem óhlutdrægni hans var dregin í efa. Það var vegna starfstengsla bróð- ur hans og sona við ákærða endur- skoðendur hjá KPMG Endurskoðun hf., þar sem þeir störfuðu á þeim tíma. „Ég held að hvergi sé hægt að finna nokkurn mann [til að rannsaka þetta] sem er ekki í tengslum við einhvern sjóð, banka eða fyrirtæki. Ég held það verði að stíga varlega til jarðar áður en farið er að tala um vanhæfi á þessu stigi,“ sagði Valtýr. Hann minnir á að verið sé að vinna að því að fá óháða erlenda aðila til að aðstoða við rannsóknina. Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. „...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni,“ sagði Björn. Álíta sig hæfa til að rannsaka Valtýr Sigurðsson Bogi Nilsson Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HVERJUM steini verður á næst- unni velt í utanríkisráðuneytinu í því skyni að spara, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkis- ráðherra. Sparn- aðarnefnd hefur tekið til starfa í ráðuneytinu og segir ráðherra að hún skili væntan- lega einhverju af sér um miðjan nóvember. Loft- rýmiseftirlit er meðal þess sem kannað verður, en ákveðið var í fyrra að slíkt yrði gert fjórum sinn- um á ári. Bretar eiga að sinna eft- irlitinu í desember. „Við verðum að meta það út frá okkar hagsmunum hvort við teljum þörf á þessu eða ekki. Ég tel sjálf- gefið að miðað við stöðu mála núna og þá áherslu sem við hljótum að leggja á efnhagslegar varnir, og þá fjármuni sem við setjum í þær, þá séu þessar hefðbundnu varnir eitt- hvað sem við hljótum að skoða. Aðr- ar varnir eru í forgangi núna.“ Eftirlitið kostar um 200 milljónir króna ári. Því er sinnt þrjár vikur í senn. Ný Varnarmálastofnun átti að fá 1.439 milljónir króna á fjárlögum næsta árs. Sparað í sendiráðum Rekstur utanríkisþjónustunnar á að kosta rúma 11,4 milljarða á næsta ári, samkvæmt fjárlögum. Ingibjörg Sólrún segir ljóst að víðar þurfi að skera niður í utanrík- isþjónustunni, til að mynda þróun- araðstoð. Aðstoðin sé raunar bundin þjóðarframleiðslu. Haft var eftir ráðherra í síðasta mánuði að hlut- fallið yrði 0,3% í ár, en 0,35% á því næsta. Verg þjóðarframleiðsla í fyrra nam tæpum 1.300 ma. kr. Ingibjörg segir að jafnframt verði skoðað hvernig hægt verði að skera niður í sendiráðum og sendiskrif- stofum, en samkvæmt fjárlagafrum- varpi ársins 2009 áttu rúmir 2,5 milljarðar að renna til sendiráða og fastanefnda. Áhersla á efnahags- varnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Íhugar að spara loft- rýmiseftirlit Breta Finnbjörn Hermannsson, for- maður Samiðnar, sagði í byrjun vikunnar að búast mætti við að um 400 manns í byggingariðn- aði myndu missa vinnuna um þessi mánaðamót. Hann hefur nú þegar reynst sannspár. Íslenskir aðalverktakar til- kynntu 151 uppsögn auk til- færslu á 19 manns í starfi. Byggingafélag Gylfa og Gunnars sagði upp um 160 manns í gær, Formaco sagði upp rúmlega 70 manns og Eykt hefur sagt upp um 20 manns, þar af bauðst helmingi önnur störf hjá fyrir- tækinu. Verkalýðsfélag Akra- ness hefur fengið upplýsingar um 42 uppsagnir í vikunni, Bár- an stéttarfélag á Selfossi veit af um 20 uppsögnum og Atafl hf. hefur sagt upp tugum manna. Yfir 450 manns úti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.