Morgunblaðið - 30.10.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
VINNUHÓPUR
Landssamtaka
lífeyrissjóða
skilar tillögum
um úrræði
vegna greiðslu-
erfiðleika sjóð-
félaga nú í lok
vikunnar.
Áhersla er lögð
á að aðstoða þá einstaklinga sem
eru eða kunna að verða í vand-
ræðum með skil á afborgunum
vegna sjóðfélagalána. Það er svo
á valdi einstakra sjóða að ákveða
hvernig þessu verður háttað. Örn
Arnþórsson hjá Gildi, sem á sæti í
hópnum, segir aðallega um að
ræða möguleika á að fresta
greiðslum vaxta og afborgana.
„Það er það helsta sem við viljum
geta boðið upp á.“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„ÞAÐ verða ekki neinar skerðingar
á lífeyri á þessu ári og það kemur
fyrst til álita á fyrstu mánuðum
næsta árs,“ segir Arnar Sigur-
mundsson, formaður Landssamtaka
lífeyrissjóða. Hafa sjóðirnir verið
beðnir að flýta tryggingafræðilegri
úttekt á stöðu sjóðanna svo hún
liggi fyrir ekki síðar en í febrúar.
Þá standa menn frammi fyrir því
hvort skerða þarf lífeyrisréttindi og
hversu mikið.
Engar upplýsingar liggja enn
fyrir um hversu miklu tapi lífeyr-
issjóðirnir verða fyrir eftir banka-
hrunið. Að flestra mati er eign-
arýrnunin mjög mismunandi eftir
sjóðum. Samanlögð hlutabréfaeign
sjóðanna í viðskiptabönkunum
þremur var um 5% af eignasafni
þeirra, sem nam um 1.800 millj-
örðum í sumar.
Margir óttast að eignarýrnun
vegna fjármálafyrirtækjanna gæti
því orðið nálægt 80 milljörðum, þó
enginn vilji enn staðfesta þá tölu.
Menn leggja nú nótt við dag að
meta í hverjum sjóði fyrir sig hvert
hugsanlegt tap verður og ráða í
óvissuna. Þá hafa forsvarsmenn líf-
eyrissjóðanna fundað með forsvars-
mönnum skilanefnda bankanna.
Kröfur lífeyrissjóðanna á banka
vegna skuldabréfa banka, sem eru
um 8% af heildareignum sjóðanna,
voru settar aftar í forgangsröð en
innistæður. Standa yfir viðræður
við ríkisstjórnina um uppgjör vegna
þeirra og gjaldmiðlasamninga.
„Við búumst við því að okkar er-
indi verði tekið fyrir hjá stjórnvöld-
um í þessari viku,“ segir Hrafn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Allir þeir sem fá greitt úr
lífeyrissjóðunum fá óskertar
greiðslur nú um mánaðamótin og
hækka upphæðirnar til samræmis
við hækkun vísitölu neysluverðs.
Þegar tryggingafræðilegt uppgjör
lífeyrissjóðanna fer fram, gera þeir
ekki eingöngu upp áunnar skuld-
bindingar, sem kunna að lækka,
heldur einnig framtíðarskuldbind-
ingarnar um leið, en það ætti að
bæta stöðuna. Er að lágmarki mið-
að við að sjóðirnir nái að meðaltali
3,5% raunávöxtun í framtíðinni.
Engin skerðing á lífeyri á árinu
Óttast að tap sjóðanna af hlutafjár-
eign í bönkunum verði um 80 milljarðar
Morgunblaðið/Ómar
Óvissa Lífeyrissjóðir launafólks meta nú eignarýrnun sjóðanna. Þá ætla
þeir að aðstoða sjóðfélaga í vandræðum með skil á afborgunum lána.
„VIÐ höfum ekki skipt um skoðun.
Við erum algerlega andsnúnir því að
gengið verði inn í Evrópusamband-
ið,“ segir Sævar Gunnarsson, for-
maður Sjómannasambands Íslands
(SSÍ), um afstöðu sambandsins gagn-
vart aðild að ESB.
Á nýafstöðnum ársfundi ASÍ var
samþykkt ályktun um aðgerðir til að
endurheimta fjármálastöðugleika en
þar eru stjórnvöld hvött til að fara í
aðildarviðræður við ESB.
Tillagan var lögð fyrir þingið af
landssamböndum ASÍ en Sjómanna-
sambandið er eitt þeirra. Af um 280
ársfundarfulltrúum sem greiddu at-
kvæði um ályktunina voru sex á móti.
Sat hjá við atkvæðagreiðsluna
Sævar sat hjá við atkvæðagreiðslu
um ályktunina á ársfundinum vegna
málsgreinarinnar um að sækja beri
um aðild að ESB.
„Þetta plagg var í heild sinni mjög
gott um ástandið í efnahagsmálun-
um. Þar var þetta ákvæði um að
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu, en Sjómannasambandið hefur
ekkert breytt um afstöðu í því máli.
Ég hef túlkað [þá afstöðu] inn í alla
þessa vinnu,“ segir Sævar.
Þing Sjómannasambandsins verð-
ur haldið eftir rúman mánuð og segir
Sævar að þar verði rætt hvort ein-
hver ástæða sé til að breyta um af-
stöðu í málinu en hún hefur verið al-
veg skýr. Sambandið er andvígt aðild
að ESB. „Ástæðan er sú að við
treystum ekki Evrópusambandinu
fyrir fiskveiðistjórnuninni,“ segir
Sævar.
„Sambandið hefur ekki skipt um
stefnu í þessu máli og ég hef ekki
skipt um skoðun hvað þetta varðar,“
segir hann. omfr@mbl.is
Ekki
skipt um
skoðun
Morgunblaðið/Jim Smart
Engin stefnubreyting SSÍ treystir
ekki ESB fyrir fiskveiðistjórnuninni.
SSÍ styður ekki
ESB-stefnu ASÍ
SKRÁÐUM umferðaróhöppum á
fyrstu níu mánuðum ársins fækkaði
um 23% frá fyrra ári. Óhöppin voru
líka 46% færri í september síðast-
liðnum en í sama mánuði 2007.
Þetta kemur fram í mánaðar-
skýrslu umferðardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir
september. Fækkunin er m.a. rakin
til samkomulags tryggingafélaga
og Neyðarlínu í júní um aðstoð á
vettvangi til handa þeim er lenda í
minniháttar óhöppum.
Skráðum umferðarslysum fækk-
ar um 37% frá fyrra ári. Slys eru
35% færri í september 2008 en í
sama mánuði 2007.
Þá fækkar kærum vegna umferð-
arlagabrota um 22% frá því í fyrra,
kærum vegna ölvunaraksturs þar
af um 15% og hraðaksturs um 21%.
Góð þróun í
umferðinni
SÚ trú ætlar að reynast lífseig að húðsjúkdóm-
urinn psoriasis sé smitandi og að fólk sem hefur
hann eigi ekki erindi á opinbera baðstaði. Þess
vegna var efnt til göngu psoriasissjúklinga og
aðstandenda þeirra í Reykjavík í gær. Gengið
var frá Grand hóteli að Laugardalslaug þar sem
göngufólkið skellti sér í laugina. Fordómar hafa
hrakið psoriasissjúklinga frá sundiðkun í gegn-
um tíðina og því eru margir þeirra illa syndir
eða jafnvel ósyndir. Sundferðin var því táknræn
fyrir sjúklinga og tilgangur hennar að efla vit-
und almennings um sjúkdóminn. Í tilefni dagsins
bauð Bláa lónið psoriasissjúklingum og aðstand-
endum þeirra ókeypis aðgang.
Alheimsdegi psoriasissjúklinga hefur verið
fagnað síðan árið 2004 í yfir 50 löndum um heim
allan. Engin lækning er til við sjúkdómnum og
þurfa sumir ævilanga meðferð vegna hans.
Húðsjúkdómurinn psoriasis er ekki smitandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fóru í sund á alþjóðlegum baráttudegi
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ skoðar
hvort innherjarviðskipti hafi átt sér
stað í aðdraganda falls bankanna.
Það á einnig við um viðskipti starfs-
manna ráðuneyta sem geta búið yfir
innherjaupplýsingum. Þetta segir
Íris Björk Hreinsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins,
FME. Íris svarar því ekki hvort
viðskipti Baldurs Guðlaugssonar,
ráðuneytisstjóra fjármálaráðu-
neytisins, séu í rannsókn. Eftirlitið
svari ekki til um einstök mál. Baldur
seldi hlut sinn í Landsbanka hálfum
mánuði eftir að hann sat fund með
Björgvini G. Sigurðssyni viðskipta-
ráðherra og Alistair Darling, fjár-
málaráðherra Bretlands, í byrjun
september.
Baldur segir í tölvupósti að hann
hafi ekki nýtt sér innherjaupplýsing-
ar. Hann hafi tekið ákvörðun um að
selja hlutabréf sín í Landsbankanum
eftir að birst höfðu fréttir í íslensk-
um blöðum um erfiða stöðu bankans,
meðal annars vegna fyrirsjáanlegra
stórra útlánatapa.
FME skoðar innherja-
viðskipti í bönkunum
Ráðuneytisstjóri seldi í Landsbanka eftir mikilvægan fund
Í HNOTSKURN
»Allir með innherjaupplýs-ingar eru innherjar. Þeim
er óheimilt að eiga viðskipti
og skulu fylgja reglum eftir
því sem við getur átt.
»Baldur segir Darling ekkihafa gert athugasemdir er
Björgvin sagði á fundinum
stöðu Landsbankans nokkuð
góða í alþjóðlegum saman-
burði.
Frysta
afborganir