Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 ÞINGFLOKKUR Frjálslynda flokksins mótmælir hækkun stýri- vaxta Seðlabanka Íslands og telur hækkunina sýna að ekki sé um markvissa stefnu að ræða í efna- hagsmálum af hálfu stjórnvalda. „Brýna nauðsyn bar til að lækka stýrivexti til þess að vinna gegn at- vinnuleysi og styrkja grundvöll framleiðslufyrirtækjanna. Með hækkun stýrivaxta er unnið gegn framfarasókn og endurreisn ís- lensks atvinnulífs. Þessi stýrivaxta- hækkun stuðlar að fjöldaatvinnu- leysi og vegur að hagsmunum heimilanna. Þingflokkur Frjáls- lynda flokksins lýsir ábyrgð á hend- ur stjórnvöldum vegna háskalegrar vaxtastefnu. Seðlabankar flestra landa lækka nú stýrivexti til að efla atvinnustarfsemi í löndum sínum,“ segir í tilkynningu. Mótmæla vaxtahækkun VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, telur að um mismunun sé að ræða í úthlutunarreglum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Mis- mununin felist í því að íslenskir skiptinemar sem sækja um fram- færslulán neyðast til að taka á sig gengistap sem fellur hins vegar ekki á íslenska nema í föstu námi erlendis. Félagið getur ekki séð að um málefnalega mismunun sé að ræða og krefst þess að úthlutunar- reglunum verði strax breytt. Námsmönnum mismunað STYRKTARFÉLAGIÐ Göngum saman gaf í síðustu viku samtals fjórar milljónir króna til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þeir sem styrkina hlutu eru; Rósa Björk Barkardóttir, Aðalgeir Arason, Þórarinn Guðjónsson og Magnús Karl Magnússon. Göngum saman er grasrótafélag sem leggur áherslu á hreyfingu bæði til heilsueflingar og til að afla fjár til styrktar rann- sókna á brjóstakrabbameini. Gáfu styrki til rannsókna PRESTSVÍGSLA verður í Dóm- kirkjunni á allra heilagra messu, 2. nóvember nk., kl. 11. Biskup Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, vígir fjóra kandídata í guðfræði til prest- þjónustu í þjóðkirkjunni. Vígð verða Árni Svanur Daní- elsson sem kallaður er til prestþjón- ustu á Biskupsstofu að trúfærslu á vefnum með sérstakar skyldur við Dómkirkjuna í Reykjavík, Elína Hrund Kristjánsdóttir sem sett hef- ur verið sóknarprestur í Reykhóla- prestakalli, Hjörtur Pálsson sem ráðinn hefur verið sérþjónustu- prestur á Biskupsstofu með sér- stakar skyldur við Hóladómkirkju og Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir sem kölluð er til prestsþjón- ustu á Biskupsstofu að samkirkju- málum með sérstakar skyldur við Dómkirkjuna í Reykjavík. Fjórir nýir prestar verða vígðir FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er lífsnauðsynlegt að bretta upp ermar og setja stóraukið fé í markaðssetningu, vegna þess að það eru gríðarlega mikil tækifæri í ferða- þjónustunni. Hér eru allir innviður styrkir og strax hægt að flytja heim meiri gjaldeyri,“ segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu (SAF). Fulltrúi samtakanna mun ásamt fleiri fulltrúum ferðaþjónustunnar ganga á fund ráðherra iðnaðar- og ferðamála í dag til þess að ræða stöðu ferðaþjónustunnar og viðbrögð í framhaldi af fjármálakrísunni hér- lendis og neikvæðrar fjölmiðlaum- fjöllun um Ísland að undanförnu. Erna bendir á að eftir hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001 hafi íslensk stjórnvöld sett allt að 300 milljónum króna í land- kynningu sem skilaði hafi góðum ár- angri. Að mati Ernu þyrfti ríkið nú að setja a.m.k. 300-500 milljónir króna í landkynningu til þess að vega upp á móti þeirri neikvæðu fjölmiðlaum- fjöllun sem Ísland hefur fengið í er- lendum miðlum og til þess að leiðrétta ranghugmyndir. „Það þarf gríðarlegt átak til þess að snúa við þessari öm- urlegu umfjöllun um Ísland, enda er búið að skaða ímynd og orðstír lands- ins,“ segir Erna. Ranghugmyndir um Ísland Fleiri viðmælendur Morgunblaðs- ins í ferðaþjónustunni nefndu hættu af því að fólk erlendis hefði fengið ranga mynd af Íslandi og þyrði því ekki að leggja leið sína hingað af ótta við vöru- skort í búðum og að verða stranda- glópar hér færu íslensku flugfélögin á hausinn. Hjá bæði Kristjáni Daníelssyni, hótelstjóra Radisson SAS hótel Sögu, og Ingólfi Haraldssyni, hótelstjóra Hótel Nordica, fengust þær upplýs- ingar að nokkuð hefði borið á fyrir- spurnum erlendis frá að undanförnu þar sem Ísland væri, í kjölfar geng- isbreytinga, allt í einu orðið með ódýr- ari áfangastöðum og gæti því orðið vinsælla til t.d. ráðstefnuhalds. Nokk- uð væri einnig um það að undanförnu að ferðamenn væru að bóka ferðir og gistingu með skömmum fyrirvara og væri þá að koma hingað í helgarferðir í þeim tilgangi að versla. „Hins vegar er alveg ljóst að orðspor Íslands hefur beðið hnekki og því þarf að svara fljótt og örugglega,“ segir Kristján. „Strax hægt að flytja heim meiri gjaldeyri“ Morgunblaðið/RAX Strokkur heillar Fjöldi erlendra ferðamanna leggur á ári hverju leið sína um hinn gullna hring með viðkomu á Þingvöllum, við Gullfoss og ekki síst Geysi þar sem fylgjast má með Strokki gjósa með nokkurra mínútna millibili. Aðstæður nú kalli á meiri landkynningu en í kjölfar hryðjuverkanna 11. september Hversu margir erlendir ferða- menn leggja leið sína hingað til lands á ári hverju? Samkvæmt tölum Ferðamálaráðs Ís- lands er áætlað að 485 þúsund er- lendir gestir hafi lagt leið sína til Ís- lands árið 2007. Erlendum ferða- mönnum fjölgaði að jafnaði um 11% milli ára á tímabilinu 1995-2004. Hvernig fá erlendir gestir upplýsingar um Ísland? Samkvæmt samantekt Ferða- málaráðs er upplýsinga um Ísland aflað með ýmsum hætti. Langflestir eða rúm 50% fá upplýsingar í gegn- um Netið, ríflega 30% fá upplýs- ingar í bæklingum, ferðahandbókum og á ferðaskrifstofum eða í gegnum vini og ættingja. Hversu umfangsmikil er ferða- þjónustan á Íslandi? Árið 2005 var ferðaþjónustan rúm 5% af landsframleiðslu og áætlað að fjöldi starfa í greininni væri 6.800. Hversu miklum tekjum skila erlendir ferðamenn til þjóðar- búsins? Tekjur af erlendum gestum námu tæpum 40 milljörðum króna árið 2004, sem var tæplega 30% aukn- ing frá árinu 2000. S&S STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.