Morgunblaðið - 30.10.2008, Side 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
BJÖRGVIN G. Sigurðsson við-
skiptaráðherra sótti í gær fyrir
hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur utanríkisráðherra fyrsta ut-
anríkisráðherrafund hinnar norð-
lægu víddar Evrópusambandsins,
sem haldinn er í St. Pétursborg í
boði Rússlands. Norðlæga víddin er
samvinnuvettvangur ESB og aðild-
arríkja þess ásamt Rússlandi, Ís-
landi og Noregi. Bandaríkin og
Kanada eru áheyrnarfulltrúar.
Á fundinum var m.a. rætt um
mikilvægi þess að samhæfa sam-
starf svæðisbundinna stofnana, að
því er segir í fréttatilkynningu.
Norðlæg vídd
Eftir Láru Ómarsdóttur
lom@mbl.is
GEIR H. HAARDE, forsætisráð-
herra segir fyrirhugaða lánsþörf Ís-
lendinga vera 6 milljarða dollara eða
sem nemur um 700 milljörðum
króna miðað við gengi gærdagsins.
Peningana þurfi Íslendingar til að
koma á eðlilegum gjaldeyrismarkaði
hér á landi. Á óformlegum blaða-
mannafundi í ráðherrabústaðnum í
gær fór forsætisráðherra yfir at-
burði liðinna vikna og þær björg-
unaraðgerðir sem áætlaðar eru.
Geir er nýkominn heim af Norður-
landaþingi þar sem hann átti meðal
annars fundi með hinum norrænu
forsætisráðherrunum. Niðurstaða
þeirra funda var sú að sérstakur
embættismannahópur mun fara yfir
beiðni Íslendinga um lán. „Við leggj-
um áherslu á að það verði unnið
mjög hratt,“ segir Geir en vill ekki
tala um sérstakar upphæðir í þeim
efnum.
Færeyingar fyrstir
Geir segir Færeyinga hafa nokkuð
óvænt óskað eftir fundi með íslensk-
um stjórnvöldum í gær. Ekki hafi
verið tekið fram fyrirfram um hvað
fundurinn ætti að snúast en það hafi
komið skemmtilega á óvart. Þeir hafi
boðið fram aðstoð sína: „Sem er
mjög höfðinglegt af þeim, 300 millj-
ónir danskra króna eru ekkert smá-
ræði miðað við stærð samfélagsins
þarna. Þeir eru semsagt fyrstir til að
koma með eitthvað öruggt.“
Geir segir Norðurlandabúa vilj-
uga til að koma Íslendingum til að-
stoðar:„Ég finn mikinn velvilja með-
al kollega minna á Norðurlöndum,
ekki síst hjá Norðmönnum. Það var
mikill fjölmiðlaáhugi í Noregi,
stjórnarandstaðan í Noregi og al-
menningur eru mjög á því að þeir
ættu að stíga fram og leggja okkur
til lánsfé. Við erum ekki að biðja um
gjafir heldur lánsfé, sem verður
greitt til baka.“
Þurfum 700 milljarða króna
Umsókn Íslands um lán hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum verður
væntanlega tekið fyrir á þriðjudag.
Umsóknin hljóðar uppá 2,1 milljarð
dollara eða um 250 milljarða ís-
lenskra króna. Geir segir það vera
um þriðjung þess sem ríkið þarf til
að koma gjaldeyrismarkaðnum af
stað svo eðlilegt gengi myndist á
krónunni. Hann segir peningana
ekki eiga að fara í að borga skuldir
né eigi að kaupa inn vörur fyrir þær
því útflutningurinn fjármagni það:
„Hann fer í að kaupa krónur á gjald-
eyrismarkaðnum og svo fer hann í að
byggja upp varnargarð sem hægt er
að grípa til.“
Bretadeilan
Ekki stendur til að nota lánin sem
ríkið er nú að sækjast eftir til að
borga Icesave reikninga Lands-
bankans. Geir vildi ekki svara því
hvort rétt væri að íslensk stjórnvöld
væru að reyna að komast hjá því að
borga þá reikninga. Hann sagði hins
vegar ákveðin lög gilda á Íslandi og
svo ákveðnar tilskipanir á Evrópska
efnahagssvæðinu. Tryggingasjóður
innistæðueigenda hefði verið stofn-
aður í samræmi við það. „Síðan er
deilt um það lögfræðilega hvort rík-
inu sé skylt að bæta við sjóðinn svo
hægt sé að borga hverjum og einum
eða ekki,“ segir Geir. Hann segist
hins vegar vona að eignir Lands-
bankans dugi fyrir inneignunum.
Efast um EES
Geir segist ennfremur í fyrsta
sinn hafa fundið fyrir efasemdum
varðandi samninginn um EES. Glufa
sé í honum þannig að íslensku bank-
arnir gátu stofnað útibú erlendis á
ábyrgð ríkisins. Í því hafi verið fólg-
in áhætta fyrir Ísland sem deila
megi um hvort menn hafi haft leyfi
til að taka. „Upp úr þessu hefur
komið einhver erfiðasta milliríkja-
deila sem við höfum lent í á seinni ár-
um.“
Vantar 700 milljarða
Morgunblaðið/RAX
Óformlegur Forsætisráðherra bauð blaðamönnum á óformlegan fund.
Nota á peningana til að koma á gjaldeyrisviðskiptum
Eiga ekki að fara í skuldir Efasemdir um EES-samning
Í HNOTSKURN
»Lán Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins sem og önnur lán
sem ríkið hyggst taka á næst-
unni fer í að koma á eðlilegum
gjaldeyrisviðskiptum.
»Ekki á að nota peninganatil að borga skuldir bank-
anna né til að endurfjármagna
Seðlabanka Íslands.
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
kvartbuxur
20%
afsláttur
VETRARLÍNAN 2008
ST. 42-54
KYNNINGARDAGAR
30. OKT. - 8. NÓV.
MaxMara, HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862
Sængur og koddar
margar stærðir
GRENNINGARNUDD
sem virkar
hringdu
strax og
tryggðu þér
flottan
líkama núna
sími 577 7007
Stórhöfða 17
TILBOÐ
24.900 kr.
Skeifan 11d
108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Stærðir 42-56
Flottar
úlpur frá
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15