Morgunblaðið - 30.10.2008, Síða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Bókunarsími: 555‐3565 www.elding.is
Tveggja tíma ferð með leiðsögn
Friðarsúlan skoðuð frá sjó og landi
Viðeyjarstofa opin með kaffiveitingar
Sunnudaga til fimmtudaga kl 20:00
IMAGINE PEACE
siglingar
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
8
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI Á STIGAGANGINN
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
GÍFURLEG áhætta fylgir því að
sniffa gas, bæði vegna þess að líf-
færi geta skaðast sökum súrefn-
isskorts auk mikillar eldhættu sem
skapast þegar gasi er hleypt út í
rými innandyra. Talið er að á hverju
ári slasist fólk í gassprengingu hér-
lendis vegna sniffs þótt ekki séu af-
leiðingarnar í líkingu við það fjölda-
slys sem varð í vinnuskúrnum í
Grundargerðisgarðinum á mánu-
dagskvöld.
Að sögn Þórarins Tyrfingssonar,
yfirlæknis á sjúkrahúsinu Vogi, er
gas þeim eiginleikum gætt að það
ryður frá sér súrefni og þegar ein-
hver úðar gasinu ofan í lungun get-
ur skapast súrefnisskortur í líf-
færum með tilheyrandi krampa-
hættu.
Geta lent í líffærabilun
„Við þessar aðstæður geta menn
lent í líffærabilun,“ bendir hann á.
Hjarta- og æðakerfi getur bilað auk
þess sem heilinn verður fyrir súr-
efnisskorti. „Síðan er það eldhættan
sem skapar enn meiri ógn,“ bætir
hann við og segir það nánast árleg-
an viðburð hérlendis að sprenging
verði við sniff á jarðgasi.
Sniff sem aðferð til að komast í
vímu varð áberandi hérlendis í byrj-
un 9. áratugarins og ýmis efni hafa
verið notuð, s.s. lím, þynnir, lakk og
ýmsar gerðir af rokgjörnum efnum.
Öll eru þessi efni stórhættuleg fyrir
líffæri og þar er gasið engin undan-
tekning. Gasið er afar fátítt meðal
eldri notenda en helst hefur það
verið tengt yngstu aldurshópunum
og jafnframt er um mjög tíma-
bundna neyslu að ræða. Mynstrið
virðist vera þannig að unglingar í
yngri kantinum fikta með gas, eink-
um á haustin, þegar skólar eru að
byrja. Nefnir Þórarinn að varla sé
hægt að tala um meira en nokkurra
vikna fikttímabil í þessu sambandi.
Hvað snertir vímuáhrif gass á
fólk virðist ekki sem gasið valdi vel-
líðunarkennd, heldur rugli fremur
skynfæri og valdi um leið töluverðri
vanlíðan. Að áliti Þórarins er því
fremur illskiljanlegt hvers vegna
fólk leitar í að sniffa gas. Helstu
ástæðurnar gætu verið þær að gasið
er einfaldlega oft innan seilingar.
„Það á eftir að rannsaka tengsl
gassniffs við aðra vímugjafa,“ segir
hann. „En yfirleitt er neyslan tengd
ungum aldri og tímabundnum að-
stæðum með því að fólk á ekki völ á
öðrum efnum. Það eru því unglingar
sem eru að prófa þetta í mjög stutt-
an tíma.“
Þórarinn gerði eitt sinn könnun á
gassniffi meðal vímuefnanotenda og
leiddi hún í ljós að afar sjaldgæft
var að fólk væri að nota gas lengur
en í einn mánuð.
„Þótt það séu undantekningar frá
því er gassniff þó sem betur fer
tímabundið fikt – en slysahættan er
engu að síður rosaleg.“
„ÞETTA er mikill heiður og búið að
vera mjög góð stund og gaman að
upplifa þetta,“ segir Jón Ágúst Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Mar-
orku sem á þriðjudag hlaut nátt-
úru- og umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir orkuspar-
andi tækni. Verðlaunaafhendingin
fór fram í Helsinki í Finnlandi.
„Þetta skiptir miklu máli fyrir
Marorku, sérstaklega varðandi
okkar viðskiptavini, tengslin við þá
og trú þeirra á vörunni því þetta er
mikil viðurkenning á því sem við
höfum verið að gera og erum að
gera,“ segir Jón Ágúst. „Þetta
styrkir því tengsl okkar við við-
skiptavinina sem eru flestir hér á
Norðurlöndum svo það er virkilega
gaman að þessu.“
Verðlaun
mikill
heiður
Ljósmynd/Magnus Fröderberg
Verðlaun Jón Ágúst segir verðlaunin viðurkenningu á starfi Marorku sem framleiðir orkustjórnunarkerfi í skip.
ÞAÐ þarf ekki nema einn lítinn neista í gasmettuðu herbergi til að valda
gífurlegri sprengingu. Jafnvel þótt enginn neisti verði, getur fólk beðið
bana þegar gas flæðir um því það ryður frá sér súrefni og veldur köfnun ef
fólk kemur sér ekki út undir bert loft.
Gaskútar í hundraða og þúsundatali eru geymdir í görðum við gasgrill
hjá fólki víða um land og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nokkrar
áhyggjur af því að auðvelt sé fyrir fólk að hnupla litlum handhægum kút-
um og bera þá á brott.
Að sniffa gas hefur í för með sér vanlíðan og veldur truflun á sjón og
heyrn en þar fyrir utan getur gas valdið súrefnisskorti í heila. Sjaldnast
sniffar fullorðið fólk gas en sérfræðingar hafa helst áhyggjur af yngstu
aldurshópunum sem fikta með gas og lenda í hrikalegum slysum við óvar-
kára meðhöndlun.
Þarf ekki nema einn neista
HJÁ fiskiðjuveri HB Granda á
Vopnafirði var í gær verið að vinna
síld sem Faxi RE kom með til hafn-
ar í fyrradag. Faxi var með um 800
tonn af síld, sem endist vinnslunni í
tæpa þrjá sólarhringa, er haft eftir
Magnúsi Róbertssyni vinnslustjóra
á heimasíðu fyrirtækisins. Þetta
gefur um 400 tonn af frystum afurð-
um.
Síldin veiddist á Breiðafirði, það-
an sem um 30 tíma sigling er til
Vopnafjarðar. Magnús segir þessa
síld vera ljómandi fínt hráefni.
„Þessi síld er heldur smærri en
norsk-íslenska síldin en mesti mun-
urinn er hins vegar sá að hún er
veidd í nót og því betra hráefni en sú
síld sem veidd er í flottroll,“ er haft
eftir Magnúsi á heimasíðu Granda.
Nú stefnir í um 1.200 tonn af fryst-
um síldarafurðum hjá fiskiðjuverinu
á Vopnafirði, þegar vinnslu farmsins
frá Faxa RE lýkur. onundur@mbl.is
Góð síld úr
Breiðafirði
Morgunblaðið/Sverrir
Stórhættulegt Gas ryður frá sér súrefni og við inntöku skapast hætta á líffærabilun og súrefnisskorti í heila.
Mjög áhættusamt
Að sniffa gas getur valdið alvarlegum súrefnisskorti í heila,
líffærabilun og krömpum Gífurleg eldhætta fylgir gassniffi
PILTURINN sem mest slasaðist í
gassprengingunni í vinnuskúrnum í
Grundargerðisgarðinum á mánudag
hafði nokkru fyrir slysið lánað
stúlku úr hópnum úlpuna sína og var
því illa varinn gegn eldinum þegar
hann blossaði upp síðar. Sami piltur
brenndist sýnu mest að sögn föður
hans, en auk þess jók það á bruna-
áverka piltsins að hann opnaði
brennandi dyrnar á skúrnum og
opnaði hinum krökkunum leið út að
sögn föður hans. Er ekki útséð um
hvernig og hvort börnin hefðu kom-
ist út að öðrum kosti.
Faðirinn á tvö börn sem brennd-
ust í slysinu. Sonur hans, 15 ára, er
enn á gjörgæslu en dóttir hans, 14
ára, er á lýtalækningadeild.
„Dóttur minni er mikið að skána
og er farin að sjá, en það er ekki al-
veg útséð með son minn,“ segir faðir
barnanna. „Hann er illa brunninn á
stórum hluta líkamans.“ Segir hann
börnin hafa verið svo bólgin í andliti
að þau hafi misst sjón.
Faðir barnanna segir börn sín
hafa verið í skúrnum í sitt fyrsta
skipti og jafnframt segi þau og eitt
barn til viðbótar að enginn hafi verið
að sniffa gas. Gas hafi þó lekið út af
einhverjum sökum og hafi spreng-
ingin orðið við það þegar einhver
kveikti sér í sígarettu, grunlaus um
hættuna af því. „En lögreglan segir
að um sniff hafi verið að ræða og ég
trúi því alveg,“ bætir hann við. „Ég
efast ekkert um að lögreglan hafi
grandskoðað málið.“
Hann segir að þrjú börn sem hann
hafi sjálfur talað við hafi borið um að
gaskúturinn hafi verið í skúrnum
þegar þau mættu þangað. Sex börn
hafi verið innandyra en nokkur til
viðbótar utan við vinnuskúrinn.
Segir faðirinn að á næstu tveim
dögum muni skýrast með batahorfur
hjá syni sínum. „Börnin eru að end-
urupplifa slysið ítrekað en það var
þó mikill léttir þegar í ljós kom að
bruninn hafði ekki náð niður í önd-
unarveginn hjá syni mínum.“
„Eru að endurupp-
lifa slysið ítrekað“