Morgunblaðið - 30.10.2008, Side 14

Morgunblaðið - 30.10.2008, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is NOKKUR dæmi eru um það að fólk sem nýlega hefur fengið arf eftir látna ættingja, sem áttu hluta- bréf í íslensku bönkunum, hafi þurft að greiða skatt vegna bréfanna, þótt þau séu verðlaus eftir fall bankanna. Skatturinn miðast við verðmæti arfs á dánardegi arfleifanda. „Það eru tilvik þar sem um háar fjárhæðir er að ræða,“ segir Eyrún Guð- mundsdóttir, deildarstjóri hjá sifja- og skiptadeild sýslumannsins í Reykjavík. Þess séu dæmi að erf- ingjar hafi nýlega greitt hundruð þúsunda króna í slíkan skatt vegna bréfa sem nú eru verðlaus. „Við höfum sent fjármálaráðuneytinu ábendingu um að svona tilvik hafi komið upp,“ segir Eyrún. Eftir andlát fá erfingjar leyfi til einkaskipta vegna dán- arbús, en erfðafjárskatt skal greiða ekki síðar en ári eftir andlát arfleifanda. Að sögn Eyrúnar kjósa þó margir að ljúka skiptum fyrr og greiða erfðafjár- skattinn. Hún bendir á að þegar leyfi til einkaskipta sé fengið hafi erfingjar rétt til þess að ráðstafa eign- um úr dánarbúinu, hlutabréfum þar á meðal. Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, segir ráðuneytið hafa fengið ábendingu um þetta, en málið hafi ekki verið skoðað. Hann bendir á að meðan eignir hækkuðu mikið í verði hafi skattlagning ekki verið endurskoðuð, þótt eignir hefðu hækkað frá því að arfleifandi lést og þar til bú viðkomandi var gert upp. „Það getur orðið verðmætabreyting á eignum eftir dánardægur og fram að uppgjöri og það getur orðið í báðar áttir,“ segir hann. Hann geri ekki ráð fyrir því tekið verði sérstaklega á málum sem þessum. Hægt að neita að gangast við búi Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að aðstæður erfingja geti verið mis- jafnar í málum sem þessum. Sumir kunni að hafa selt bréf áður en til hruns kom, en aðrir ekki. Al- mennt sé það svo að sé gerður einkaskiptasamn- ingur í erfðamáli og erfingjar hafi talið að eign væri í búinu, en svo komi í ljós að svo sé ekki, geti fólk ákveðið að gangast ekki við búinu. Það fari þá í op- inber skipti og sé gert upp hjá bústjóra. Hún segir fremur ólíklegt að í búum sem hluta- bréf eru í séu ekki jafnframt aðrar eignir. Erfðaskattur af verðlausum bréfum Morgunblaðið/Frikki Erfðir Nýleg dæmi eru um að fólk hafi greitt skatt af verðlausum hlutabréfum bankanna. Í HNOTSKURN »Erfðafjárskattur er 5%,en eftirlifandi maki arf- leifanda greiðir þó ekki slík- an skatt. »Þá eru ívilnandi reglurum að fyrsta milljónin í hverju dánarbúi er skatt- frjáls. » Í erfðamálum gildir aðerfingjar sem gangast við eignum í búi gangist um leið við skuldum þess. Fólk getur ákveðið að gangast ekki við dánarbúi viti það að skuldir þess séu meiri en eignir. VARASAMT er fyrir börn og aðra vegfarendur að vera á ferð við Hvaleyrarvatn þessa dagana þar sem ísinn er mjög ótraustur, eins og myndin ber með sér. Af ummerkjum á vatninu mátti sjá að einhverjir hefðu hætt sér út á ísinn en ekki þarf að fjölyrða um hve mikið hættuspil það er. Rysjótt veður er framundan en þó mun hlýna það mikið að vötnin kringum höfuðborgarsvæðið verða enn varasamari fyrir vegfarendur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ótraustur ís á Hvaleyrarvatni Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÉG held að það sé rétt hugmynda- fræði að verðleggja lóðir miðað við þann stofnkostnað sem fylgir því að byggja upp hverfi,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsókn- arflokksins og formaður fram- kvæmda- og eignaráðs Reykjavík- urborgar. Borgin hefur þurft að end- urgreiða á þriðja milljarð króna vegna innskila á byggingarlóðum á þessu ári. Einkum eru það lóðir í Úlfarsárdal sem hefur verið skilað en þeir sem áður höfðu greitt fyrir þær allt að sautján milljónir króna, fá þær endurgreiddar að fullu ásamt verðbótum lögum samkvæmt. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa sveitarfélög þurft að endurgreiða um tíu millj- arða króna vegna innskila á lóðum það sem af er ári. Þetta kemur illa við rekstur sveit- arfélaga þar sem umtalsverður kostnaður hefur þegar farið í að út- búa og skipuleggja íbúðahverfi. Sér- staklega eru innskilin á lóðunum íþyngjandi fyrir Kópavogsbæ og Hafnarfjarðarbæ, en mörg hundruð lóðum hefur verið skilað inn þar. Lóðaverðið hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fór stighækk- andi samhliða mikilli uppsveiflu á fasteignamarkaði, einkum frá haust- mánuðum ársins 2004 þegar bank- arnir hófu að bjóða fasteignalán. Sveitarfélögin ákváðu á þessum tíma að færa inn í lóðaverðið kostn- að við heildræna uppbyggingu nýrra hverfa, þar með talinn kostn- að við uppbyggingu skóla, íþrótta- mannvirkja, göngubrúa, þjónustu- miðstöðva og þess háttar. Haft var eftir Halldóri Halldórssyni, for- manni Sambands íslenskra sveitar- félaga, í Morgunblaðinu 22. október að sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu hefðu tekið til sín fé í gegnum lóðasölu til að standa undir öðrum verkefnum en sveitarfélög á lands- byggðinni. Þau hafi einungis inn- heimt gjald fyrir gatnagerð, lýsingu og gangbrautir. Óskar segir Reykjavíkurborg ekki hafa farið offari í því að inn- heimta hátt verð í gegnum lóðaút- hlutun. „Það voru margir tilbúnir að borga hátt verð fyrir lóðir þannig að það var úr vöndu að ráði í þessu efni. Engin ein leið var óumdeild þegar kom að lóðúthlutun en ég held að sú leið sem farin var hafi ekki verið ósanngjörn. Kostn- aðarverð á einbýlishúsalóð var áætl- að ellefu milljónir og svo settum við fimm milljónir ofan á í viðbótargjald til að koma í veg fyrir að það skap- aðist eftirmarkaður með lóðirnar. Þetta stendur en nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hefur það á stefnuskrá sinni að endurskoða úthlutunar- reglur. Sú vinna fer af stað þegar um hægist. Nú eru önnur mál mik- ilvægari sem öll sveitarfélög þurfa að leysa vegna efnahagsvanda,“ seg- ir Óskar. Segir lóðir ekki of dýrar  Lóðakaupendur fjármögnuðu uppbyggingu skóla og íþróttamannvirkja í nýjum hverfum  Stendur til að endurskoða úthlutunarreglur fyrir byggingarlóðir Sveitarfélög á landsbyggðinni höfðu allt annan hátt á, þegar kom að lóðaúthlutunum, heldur en sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu. Lóðaverðið tók mið af gatna- gerðargjöldum, lýsingu og gang- stéttum en ekki almennum kostnaði við uppbyggingu nýrra hverfa. Þannig kostuðu lóðir á Ak- ureyri, og kosta í raun enn, marg- falt minna en á höfuðborgarsvæð- inu. Lóð á Akureyri kostar innan við tvær milljónir á Akureyri en á höfuðborgsvæðinu hafa sveitar- félög verið að selja lóðirnar á allt að átján milljónir króna. Munurinn skýrist, eins og áður segir, af því að sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu hafa sett kostnað við uppbyggingu mannvirkja og þjón- ustu í nýjum hverfum inn í lóða- verðið. Þannig hafa lóðakaupendur í raun borgað fyrir byggingu skóla, íþróttamannvirkja og opinbera þjónustu, til viðbótar við gatna- gerð, lýsingu og gangbrautir. Í öðr- um sveitarfélögum en á höfuð- borgarsvæðinu hefur uppbygging bygginga og þjónustu verið borin uppi af skatttekjum. Margfaldur verðmunur milli sveitarfélaga 1. NÓVEMBER ár hvert eru haldn- ar guðþjónustur í öllum kirkjum Færeyja til að minnast þeirra sem látist hafa á sjó. Um komandi helgi heimsækir séra Sverri Steinhólm færeyska sjómannaheimilið Örkina og af því tilefni verður færeysk guðsþjónusta í Háteigskirkju á laugardag, 1. nóvember, kl. 14. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffi í sjómannaheimilinu Örkinni sem er í næsta nágrenni. Færeysk messa í Háteigskirkju REIÐHJÓLAVERSLUNIN Hvellur í Kópavogi færði börnunum úr pal- estínsku flóttafjölskyldunum sem búa á Akranesi reiðhjólahjálma að gjöf eftir að Rauði krossinn leitaði til þeirra um það. „Við höfum út- vegað Rauða krossinum hjálma um árabil og brugðumst að sjálfsögðu vel við þeirri beiðni að gefa þessum hópi barna hjálma,“ segir Guð- mundur Tómasson hjá Reiðhjóla- versluninni Hvelli. Guðmundur kom ásamt fulltrú- um frá Rauða krossinum í heim- sókn í Brekkubæjarskóla og færði krökkunum hjálmana að gjöf. Jón- as Ottósson, lögreglumaður á Akra- nesi, var með í för og veitti hann krökkunum fræðslu um umferð- arreglurnar. Börnin fengu hjálma að gjöf VEGAGERÐIN stefnir að því að bjóða út á næstunni nokkur stór verk, sem vinna skal á næstu tveim- ur til þremur ár- um. Þá verða boðin út nokkur smærri verk, sem framkvæma skal á næsta ári. Fram kemur í Framkvæmda- fréttum Vega- gerðarinnar, að næsta stórverk- efni verði tenging Norðausturvegar um Vesturárdal til Vopnafjarðar. Þetta verður 39 km langur vegur með tengingum. Verkið hefur þegar verið auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Verklok eru áætluð 2011. Önnur stór verkefni, sem áformað er að auglýsa á næstu vikum, eru Vestfjarðavegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð, sem er 15 km langur kafli, og hringvegur í Skriðdal fyrir ofan Egilsstaði. Sá vegarkafli liggur frá Litla-Sandfelli að Haugá og er 11 km langur. Að auki þarf að brúa þrjár ár á þessum kafla. Nú er mal- arvegur á þessum kafla í Skriðdal. sisi@mbl.is Vegagerðin býður út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.