Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Meðal efnis er: • Skemmtilegir og kósý hlutir fyrir heimilið. • Matarboð á veturna. • Hvernig má verjast kvefi og öðrum leiðindakvillum sem fylgja vetrinum. • Bíllinn í vetrarbúning. • Góð og hlý föt fyrir alla aldurshópa. • Andleg heilsa. • Utanlandsferðir yfir vetrartímann. • Skemmtileg afþreying innanlands. • Vetraríþróttir - góð hreyfing og útivera. • Hvað má gera sér til skemmtunar í vetur, leikhús fleira. • Teppi, kerti, bækur og annað hlýlegt. • Haustskreytingar. Vertu viðbúin(n) vetrinum Á morgun fylgir Morgunblaðinu glæsilegt sérblað tileinkað vetrinum. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. BYKO hefur brugðist við samdrætti með því að stytta afgreiðslutíma verslana, fresta viðhaldi og einnig hefur starfsmönnum verið sagt upp störfum þótt ekki hafi komið til hópuppsagna. Starfsmenn Húsa- smiðjunnar og dótturfyrirtækja hennar munu hætta að vinna yf- irvinnu en hvorki á að segja upp fólki um mánaðamótin né stytta afgreiðslutíma. Stærstu verslanir BYKO í Breidd, Kauptúni og Garðabæ hafa verið opnar til 18.30 en nú verður opið til klukkan 18.00. Þá styttist af- greiðslutími um helgar um eina klukkustund. Rætt hafi verið við starfsfólk um breytingar á vöktum. Sigurður sagði þessar ráðstafanir nauðsynlegar enda væru líkur á verulegum samdrætti á næstu mán- uðum. Fyrstu sparnaðarráðstaf- anirnar hafi verið að því lækka laun forstjóra og framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. „Launadeildin hefur fyr- ir þónokkru fengið fyrirmæli þar að lútandi,“ sagði hann. Eftirvinna endurskoðuð Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, sagði að stjórn- endur fyrirtækisins hefðu ákveðið, í ljósi afar erfiðs ástands, að endur- skoða ákvæði í samningum um eft- irvinnu. Hér eftir myndu starfs- menn Húsasmiðjunnar, Blómavals, Ískrafts og H.G. Guðjónssonar ekki vinna meira en sem nemur átta klukkustundum á virkum dögum. Ekki yrði gripið til uppsagna og af- greiðslutími yrði að svo stöddu óbreyttur. Í sumum tilvikum hent- aði það starfsmönnum vel að fækka vinnustundum. Þeir sem hefðu áhuga gætu hugsanlega unnið upp vinnustundamissinn með aukinni helgarvinnu. Þetta væri mildasta leiðin sem væri fær. Aðgerðirnar hefðu verið unnar í samvinnu við verkalýðsfélögin. runarp@mbl.is Morgunblaðið/Golli Minna Húsasmiðjan og Byko draga saman seglin enda ekki vanþörf á. Stytta vinnutíma starfsfólks Þakklæti til Færeyja Þingmenn eru ánægðir með velvild Færeyinga í garð Íslands en þeir fyrrnefndu vilja veita Íslandi lán upp á 300 milljónir danskra króna. Í upphafi þingfundar í gær lýstu fulltrúar allra flokka yfir ánægju með þetta vinabragð og var því beint til forseta Alþingis að koma á framfæri þökkum fyrir hönd þings- ins. Dómi áfrýjað Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem jákvæður úrskurður umhverf- isráðherra vegna lagningar Vest- fjarðavegar milli Bjarkalundar og Eyrar í Reykhóla- hreppi er felldur úr gildi, verður áfrýjað að því er fram kom í svari samgöngu- ráðherra við fyr- irspurn Álfheiðar Ingadóttur, VG, á Alþingi í gær. Landeigendur, Náttúrverndarsamök Íslands og Fuglavernd höfðuðu málið en í um- ræðum á þingi í gær voru nokkrir þingmenn Norðvesturkjördæmis mjög ósáttir og fannst stefnendur vera að tefja löngu tímabærar fram- kvæmdir. Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu, vildi meina að þarna hefðu nokkrir einstaklingar farið of- fari og væru jafnvel „bókstaflega að reyna að sækjast eftir einhverjum bótum sjálfum sér til handa.“ Þing- menn VG mótmæltu þessu harð- lega og sagði Árni Þór Sigurðsson alvarlegt ef þingmenn gerðu at- hugasemdir við að fólk nýtti sér lög- formlegar leiðir og lýðræðislegan rétt sinn. Áhyggjur arkítekta Iðnaðarnefnd fékk Arkitektafélag Íslands á sinn fund í gær og segir Katrín Júlíusdóttir, formaður nefnd- arinnar, að arkí- tektar hafi lýst þungum áhyggj- um en einnig séð tækifæri í stöð- unni. „Það stefnir í að um 45% arkítekta missi vinnuna núna og félagið lagði fram tillögur á fund- inum um hvernig mætti rétta þann kúrs af,“ segir Katrín og nefnir þá tillögu að ekki verði dregið úr opinberum fram- kvæmdum. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 og í dag flytur forsætisráðherra þinginu skýrslu um efnahagsmál. Álfheiður Ingadóttir Katrín Júlíusdóttir ÞETTA HELST … TIL greina kemur að endurskoða lög um fæðingarorlof þannig að einhleypar konur sem fara í tæknifrjóvgun geti fengið níu mánaða orlof. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þing- manns VG, á Alþingi í gær. Á síðasta þingi voru samþykkt lög um að einhleypar konur mættu fara í tæknifrjóvgun. Katr- ín benti á að lög um fæðingar- orlof hefðu ekki verið endurskoð- uð með tilliti til þess. Konurnar sem um ræðir fá að hámarki sex mánaða orlof og börn þeirra njóta því samvista við foreldri sitt þremur mánuðum skemur en börn sem eiga tvö foreldri. Jó- hanna sagði mikilvægt að koma til móts við þessar sérstöku að- stæður. halla@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Níu mán- aða fæð- ingarorlof Sex mánuðir Einhleypar konur geta farið í tæknifrjóvgun en fá aðeins sex mánaða fæðingarorlof í stað níu mánaða hjá tveimur foreldrum. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ var ljóst þegar gengið var til samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn (IMF) að hér myndi þurfa að hækka stýrivexti. Þetta sagði Arn- björg Sveinsdóttir, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær, og áréttaði að allir flokkar nema VG hefðu viljað samstarf við sjóðinn. „Það kom hins vegar töluvert á óvart að þessi hækkun þyrfti að vera svo mikil sem raun bar vitni,“ sagði Arn- björg. Ósjálfstæður Seðlabanki? Stjórnarandstöðuþingmenn vildu vita hvort stjórnarflokkarnir stæðu að baki stýrivaxtahækkuninni og hver afstaða Samfylkingarinnar væri. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra, sagði ekki ganga að rík- isstjórnin talaði tungum tveim. Á meðan allir segðust styðja aðgerðina kæmi menntamálaráðherra fram með efasemdir. Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingar, áréttaði að Seðlabankinn tæki ákvörðun um stýrivaxtahækkun enda væri hann sjálfstæð stofnun. Það þyrfti hins veg- ar ekki að koma á óvart að þingmenn væru hugsi þar sem Seðlabankinn hefði kynnt hækkunina sem hún væri gerð vegna samkomulags ríkisstjórn- arinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Væri það rétt væri Seðlabankinn í raun að lýsa því yfir að hann væri ekki lengur sjálfstæður. „En á sama fundi lýsti Seðlabankinn því yfir að hann væri sjálfstæður,“ sagði Lúðvík. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði þjóðina ráð- villta varðandi hver færi með völd í landinu. „Það að fulltrúar Samfylk- ingarinnar skjóti sér á bak við hið svo- kallaða sjálfstæði Seðlabankans þykir mér ekki mjög stórmannlegt,“ sagði Bjarni og bætti við að Seðlabankinn fylgdi stefnu stjórnvalda. Varla viðunandi skilyrði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina áður hafa haldið því fram að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefði engin óvið- unandi skilyrði sett fyrir aðstoð. Þessi mikla hækkun væri hins vegar varla viðunandi. „Réttilega er hægt að færa hagfræðileg rök fyrir því að hún sé sett fram til þess að styrkja gengi ís- lensku krónunnar. En margar ákvarðanir af þessum toga í gegnum tíðina hafa haft þveröfug áhrif víða um heim,“ sagði Árni Þór. Samstarf við IMF þýddi stýrivaxtahækkun Hafi Seðlabankinn hækkað vexti vegna IMF er hann ekki sjálfstæður, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar Í HNOTSKURN »Stýrivextir voru hækkaðirí 18% í fyrradag. »Óljóst virðist vera hvorthækkunin er hluti af sam- komulaginu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn eða ekki. »Samkomulagið bíður ennsamþykktar framkvæmda- stjórnar sjóðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.