Morgunblaðið - 30.10.2008, Side 17

Morgunblaðið - 30.10.2008, Side 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 HAGFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hag.hi.is Hagfræðideild HÍ – Málstofa í efnahagsmálum Föstudaginn 31. október, kl. 12:00-13:30 Háskólatorg HT 102 Fjármálakreppan í útlöndum: orsakir, staða mála og líkleg framtíðarþróun Jón Daníelsson, London School of Economics Sú fjármálakreppa sem nú geisar í heiminum er sú versta síðan heimskreppan mikla skall á árið 1929. Á undanförnum árum hefur fjármálaheimurinn orðið sífellt flóknari og ógagnsærri og þetta hefur átt sinn þátt í því að búa til mestu eignaverðbólu sögunnar sem nú er að springa. Hingað til hafa hremmingarnar átt sér stað innan fjármálageirans sjálfs en upp á síðkastið hefur hagvöxtur og atvinnustig einnig orðið fyrir áhrifum. Sem betur fer er bæði vilji og þekking fyrir hendi til þess að endurtaka ekki þau mistök sem gerð voru í heimskreppunni miklu. Ísland varð illa fyrir barðinu á þessari heimskreppu, meðal annars vegna þess að stjórnvöld tóku ekki þær ákvarðanir sem teknar voru erlendis. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. GREIN Jóns Steinar Gunnlaugs- sonar, sem ríkissaksóknari byggir kröfu sína um að hann víki sæti á, birtist í Lögréttu, 2. hefti 2008. Yf- irskrift hennar er „Mál af þessu tagi“ og í henni svarar Jón Steinar grein sem Eiríkur Tómasson skrif- aði í afmælishefti Úlfljóts sem kom út árið 2007. Í greininni segir Jón Steinar m.a. að hann hafi tilfinningu fyrir því að verulega hafi verið slakað á kröfum um sönnunarfærslu í kyn- ferðisbrotamálum. Í einstökum málum láti nærri að sönnunarbyrði hafi verið snúið á haus og mönnum gert að sanna sakleysi sitt. Í loka- orðum greinarinnar segir orðrétt: „Kynferðisbrot eru mjög alvar- leg afbrot. Þau eru sérstaklega svívirðileg, þegar þau beinast gegn börnum, svo ekki sé talað um þau tilvik að ætlaður brotamaður misnotar barn sem býr hjá honum og hann á jafnvel að annast. Sönn- unarstaða er oft erfið í málum af þessu tagi. Þessar kringumstæður mega samt ekki valda því að horf- ið sé frá meginreglum um rétt- arvernd þeirra sem sakaðir eru um afbrot. Þar er öll sömu rök og endranær fyrir því að leitast verði við að hindra að saklausir menn verði sakfelldir fyrir brot sem þeir hafa ekki framið. Útgjöldin felast í því að sekir menn sleppa stundum. Við hljótum að vilja að rann- sóknar- og réttarkerfi virki svo vel sem kostur er til að draga megi brotamenn til ábyrgðar á glæpum sínum. Leiðin til þess getur á hinn bóginn ekki falist í að slaka á sönnunarkröfum í þessum mála- flokki.“ Ekki hægt að slaka á sönnunarkröfum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FRAMKVÆMDUM sem staðið hafa yfir við Egilshöll hefur verið slegið á frest, að sögn Haralds L. Haraldssonar, framkvæmdastjóra Egilshallar, en Borgarhöllin sem er dótturfyrirtæki Nýsis á Egilshöll- ina. „Við höfum þurft að stöðva [fram- kvæmdirnar] vegna erfiðleikanna í þjóðfélaginu,“ segir Haraldur. Í kringum húsið eru slysagildrur sem ekki hefur verið gengið frá eftir að framkvæmdir stöðvuðust. Haraldur segir Borgarhöllina bera ábyrgð á að ganga frá svæðinu, sem og að- alverktaka við framkvæmdirnar, sem er Jáverk. Vegna erfiðrar efna- hagsstöðu hafi Borgarhöllin ekki getað staðið í skilum með greiðslur til verktakans. „Við erum að vinna í þessum málum,“ segir Haraldur og kveðst vonast til þess að í næstu viku verði hægt að hefja fram- kvæmdir við frágang í kringum höll- ina. Haraldur segir Nýsi hafa verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um það að borgin nýti höllina meira en hún hefur gert, það eigi að geta dregið úr framkvæmdum og aukið sparnað fyrir borgina. Það myndi jafnframt þýða hækkun á leigu- og þjónustugjöldum. „Þetta var samningur sem var forsenda fyrir áframhaldandi rekstri á höllinni,“ segir Haraldur. Samningsferlið hafi verið langt kom- ið þegar efnahagshrunið varð. „Út af þessu ástandi, sem er al- mennt í þjóðfélaginu, hafa samn- ingaviðræðurnar dregist á langinn.“ Haraldur kveðst vonast til þess að það takist að ná samningunum við borgina, enda leysist þá ýmis mál sem tengjast rekstri Egilshallar. Morgunblaðið/Kristinn Höll Ýmislegt er ófrágengið á byggingasvæðinu við Egilshöll, en stefnt er að því að byrja að bæta úr í næstu viku. Stopp í Egilshöll Framkvæmdum við Egilshöllina hefur verið slegið á frest en enn á eftir að ganga frá slysagildrum sem finna má á svæðinu NÝSIR sér um rekstur Egilshallar og þjónustar borgina og aðra sem nýta aðstöðuna í höllinni. Í Egilshöll er bæði inni- og útiknattspyrnuvöllur – „þetta er eina knattspyrnuhúsið í Reykjavík,“ bendir Haraldur á. Þar er líka inniskautasvæði, sem borgin notar að hluta, sem og fimleikahús. Fleiri íþróttir eru iðkaðar í höllinni. Í haust var unnið að því að koma upp bíósal í Egilshöll og einnig var gert ráð fyrir keiluhöll, en þær framkvæmdir hafa nú verið stöðvaðar í bili. Margs konar íþróttastarfsemi FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DÓMARAR hér á landi tjá sig sjaldnast á opinberum vettvangi um einstök atriði í sönnunarfærslu í dómsmálum, heldur láta yfirleitt nægja að fjalla um dómsmál í þeim dómum sem þeir kveða upp. Á und- anförnum árum hefur töluvert verið eftir því kallað að dómarar útskýri betur sjónarmið sín en á móti hefur verið bent á að slíkt sé vandasamt því óhlutdrægni þeirra gæti seinna verið dregin í efa. Grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómari skrifaði í Lögréttu fyrir skömmu hefur einmitt vakið slíkan efa og það á æðstu stöðum í rétt- arvörslukerfinu. Eins og ýtarlega var fjallað um í Morgunblaðinu í gær krafðist Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari að Jón Steinar viki sæti í máli sem varðar meinta nauðgun á salerni Hótels Sögu. Þessu hafnaði Hæstiréttur. Í lögum um einkamál er að finna ákvæði um hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að dómari geti talist vanhæfur. Hann er t.a.m. van- hæfur ef hann er skyldur málsaðila eða tengdur honum með öðrum hætti, hefur starfað fyrir hann eða veitt honum ráðleggingar. Að lokum segir að ef fyrir hendi séu önnur at- vik eða aðstæður en þegar hafi verið taldar upp sem séu fallnar til þess að „draga óhlutdrægni hans með réttu í efa“ teljist hann vanhæfur. Þetta er svokölluð matskennd hæfisregla. Krafa frá ríkissaksóknara um að hæstaréttardómari víki af þessum sökum mun vera einsdæmi og hlýtur að hafa verið tekin að mjög vel at- huguðu máli. Eins og fyrr segir hafnaði Hæsti- réttur kröfu Valtýs. Það gerði rétt- urinn munnlega og því er ekki hægt að fá nánari rökstuðning. Hefði dómurinn fallist á vanhæfi Jóns Steinars hefði mátt álykta sem svo að hann væri einnig vanhæfur í öðrum málum þar sem reynir á sam- bærileg álitaefni.. Almennt ekki vanhæfur Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segist vera þeirrar skoðunar að þegar komi að almennum lögfræðilegum við- horfum dómara, sem hann hefur lát- ið opinberlega í ljós í ræðu eða í fræðiskrifum, án þess að það tengist beinlínis rekstri tiltekins máls, verði að jafnaði að ganga út frá því að slík umfjöllun leiði ekki til vanhæfis dómara. Dómari geti á hinn bóginn orðið vanhæfur ef hann fjallar efnislega um atvik í tilteknu máli sem er til meðferðar í dómskerfinu. Sú rök- ræða sem hafi átt sér stað á milli Ei- ríks Tómassonar prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og Jóns Steinars Gunnlaugssonar um sönn- unarmat dómara í ákveðnum teg- undum sakamála, og um túlkun á 47. grein laga grein laga um meðferð opinberra mála í því sambandi, sé í grundvallaratriðum fræðileg og beinist ekki að atvikum í fyrirliggj- andi máli sem bíður dómsúrlausnar. Þótt ekki sé með öllu útilokað að dómari geti talist vanhæfur vegna opinberrar umfjöllunar þá þurfi mikið til að koma að þátttaka dóm- ara í umfjöllun um lögfræðileg við- fangsefni leiði til vanhæfis hans. Efasemdir um hæfi dómara á æðstu stöðum Byggir á matskenndri hæfisreglu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Ríkissaksóknari telur dómara vanhæfan í nauðgunarmáli. Í HNOTSKURN » Ríkissaksóknari vildi aðJón Steinar Gunnlaugsson viki sæti þegar mál gegn manni sem sakaður er um nauðgun á salerni Hótels Sögu verður tekið fyrir í Hæstarétti. » Málið er á dagskrá Hæsta-réttar 17. nóvember næst- komandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.