Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 19

Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is VAXANDI áhugi er á því í Dan- mörku að efna til nýrrar atkvæða- greiðslu um upptöku evrunnar. Er ástæðan fjármálakreppan, sem nú ríður húsum um allan heim, en í henni hefur komið berlega í ljós hve litlir gjaldmiðlar eru berskjaldaðir. Fjármagnið flýr þá og leitar skjóls hjá þeim stóru, evru og dollara. Í Svíþjóð eru flestir sammála um, að taki Danir upp evruna, sé röðin kom- in að þeim og í öðrum löndum Evr- ópusambandsins, sem standa enn ut- an við myntbandalagið, er verið að vinna áætlanir um skjóta aðild. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, gerði evruna og fjármálakreppuna að um- talsefni í „Go’ Morgen Danmark“ á TV2 í fyrradag og sagði þá, að nú fyndu Danir í alvöru fyrir afleið- ingum þess að vera ekki með evruna. „Þegar órói er á fjármálamörk- uðum, svo ekki sé talað um kreppu, þá sogast fjármagnið frá löndum með lítinn, sjálfstæðan gjaldmiðil og til þeirra stóru, t.d. evrunnar. Það hefur einfaldlega í för með sér mik- inn og stöðugan kostnað að vera ekki með hana,“ sagði Rasmussen og nefndi m.a., að þrýstingurinn á dönsku krónuna birtist í verulegum vaxtamun á milli hennar og evr- unnar. Taldi hann líklegt, að vaxta- munurinn myndi aukast á næstu mánuðum og hafa þar með slæmar afleiðingar fyrir almenning, ekki síst húseigendur, einkum þá, sem eru með lán á breytilegum vöxtum. SF enn á móti og þó Á danska þinginu er raunar góður meirihluti fyrir því að efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um upptöku evr- unnar en Rasmussen leggur áherslu á, að vegna þess, að henni var hafnað með 53% atkvæða árið 2000, verði að vera nokkurn veginn alger samstaða um nýja atkvæðagreiðslu meðal þingflokkanna. Þar stendur hins vegar upp á SF, Sósíalíska þjóðar- flokkinn. Afstaða SF vegur þungt og þyngra en svarar til stærðar flokks- ins því að hann hefur haft forystu um að segja nei í öllum atkvæða- greiðslum um Evrópumál í Dan- mörku. Villy Søvndal, formaður SF, ítrekaði eftir viðtalið við Rasmussen, að afstaða SF til evrunnar væri óbreytt en margt bendir þó til, að á því geti orðið breyting. Anne Grete Holmsgaard, talsmaður flokksins í Evrópumálum, er hlynnt nýrri at- kvæðagreiðslu og svo er einnig um Margrete Auken, sem er efst á lista SF í kosningum til Evrópuþingsins, og þingkonuna Piu Olsen Dyhr. Svíar fylgjast með Í Svíþjóð er fylgst af áhuga með evruumræðunni í Danmörku enda augljóst, að taki Danir upp evru, muni þrýstingurinn á Svía stórauk- ast. Þeir eru líka með fljótandi gengi á sinni krónu öfugt við Dani, sem binda sína krónu evrugenginu með ákveðnum vikmörkum. Hefur sænska krónan veikst töluvert að undanförnu en þess er þó ekki enn farið að gæta fyrir alvöru í almennu vöruverði. Aftur á móti hafa vextir hækkað töluvert. Í Svíþjóð var upp- taka evrunnar felld 2003 og þá var talað um, að ekki yrði efnt til nýrrar næstu tíu árin, í fyrsta lagi 2013. Af- staða Dana kann þó að breyta því. Í öðrum ESB-ríkjum, sem standa utan við myntbandalagið, er nú unn- ið hörðum höndum að því að fá aðild sem fyrst. Þann lærdóm draga menn af fjármálakreppunni. Það á við um Eistland, Lettland og Litháen og nú í vikunni lagði Donald Tusk, for- sætisráðherra Póllands, fram áætl- un um eins konar flýtimeðferð, þ.e., að Pólland fái aðild innan þriggja ára. Slóvakía fær aðild að mynt- bandalaginu um áramót og Ung- verjaland og Tékkland eru næst. Í Svíþjóð gera menn sér grein fyrir því, að það gengur ekki upp, að land- ið verði eins konar eyja umkringd evruhafi. Utanveltu Fredrik Reinfeldt, forsætisráð- herra Svíþjóðar og leiðtogi Hægri- flokksins, og Mona Sahlin, leiðtogi jafnaðarmanna, hafa að undanförnu hrósað mjög viðbrögðum Evrópu- sambandsins við fjármálakreppunni en þau hafa að sjálfsögðu gagnast Svíum líka. Harma þau bæði, að Sví- ar skuli ekkert hafa haft um þetta að segja og minna nú á, hver voru helstu rök evrusinna í kosningunum 2003. Þau voru „Stöðugur gjaldmið- ill“ og „Aukin, pólitísk áhrif“. Danir ræða evruna á ný Lehtikuva Í evruhugleiðingum Anders Fogh Rasmussen, Fredrik Reinfeldt og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, á þingi Norðurlandaráðs í vikunni.  Fjármálakreppan hefur sýnt hve litlir, sjálfstæðir gjaldmiðlar eru berskjaldaðir á erfiðum tímum  Fjármagnið flýr þá og leitar skjóls hjá þeim stóru með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslífið Í HNOTSKURN » Tíu ár eru nú liðin síðanevran, sameiginlegur gjaldmiðill margra Evrópu- landa, kom til og þykir hún ekki síst hafa sannað sig í fjármálakreppunni nú. » Danir hafa verið í Evr-ópusambandinu frá 1973 en felldu upptöku evrunnar í atkvæðagreiðslu árið 2000. » Svíar hafa verið í ESBfrá 1995 en felldu upp- töku evru 2003. Átti að bíða með aðra atkvæðagreiðslu í 10 ár en það kann að breyt- ast. AÐ MINNSTA kosti 170 manns létu lífið í hörðum jarðskjálfta sem reið yfir Pakistan í gærmorgun. Nær öll hús í a.m.k. átta þorpum í grennd við borgina Quetta jöfnuðust við jörðu í náttúruhamförunum. Yf- irvöld sögðu að tala látinna kynni að hækka þegar björgunarsveitir kæm- ust til þorpa í afskekktu fjallahéraði við landamærin að Afganistan. Grátandi þorpsbúar grófu með berum höndunum í rústum íbúðar- húsa í örvæntingarfullri leit að ætt- ingjum sínum í Wam, einu af þorp- unum sem urðu verst úti í hamförunum. Skólar og sjúkrahús urðu einnig fyrir miklum skemmd- um. Jarðskjálftinn mældist 6,4 stig á Richters-kvarða og olli skriðuföllum. Honum fylgdu nokkrir eftirskjálftar og sá stærsti var 6,2 stig. Mannskæðir jarðskjálftar hafa verið algengir á þessum slóðum. Um 74.000 manns létu lífið og 3,5 millj- ónir manna misstu heimili sín í 7,6 stiga skjálfta sem reið yfir norðvest- urhluta Pakistans og Kasmír fyrir þremur árum. Um 30.000 manns fór- ust í Quetta árið 1935. bogi@mbl.is Jarðskjálfti lagði átta þorp í rúst Reuters Örvænting Íbúar þorpsins Ziarat leita í rústum íbúðarhúsa sem hrundu í mannskæðum landskjálfta í Pakistan í gærmorgun.               ! " !# # $ !  $ %   & ' (  " ' #!   )'*  #%  +'  ,# (                            )"" 30CK0C -J0       ! + %&03M. R  -(./ !  7 ? <  B 8   $  $  ?" R  Einars vaka Ben á Elliðavatni laugardaginn 1. nóvember kl. 14-18 Einars vaka Ben UnnurJökulsdóttir Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Ávarp KristinnH.Þorsteinsson Orkuveitu Reykjavíkur. Ávarp GuðjónFriðriksson sagnfræðingur Þættir úr sögu Elliðavatns, Benedikts Sveinssonar og Einars Benediktssonar SiljaAðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur “Hugar míns þorsta var aldrei svalað”: Ævisöguleg kvæði Einars Ben BenediktErlingsson leikari flytur Einræður Starkaðar og fleiri kvæði Einars Kaffihlé AndriSnærMagnason rithöfundur Hvar ertu Einar? SvalaArnardóttir afkomandi Einars “Blóðið sama er í okkur” - til fundar við nokkrar formæður “Svarta túlípanans” Umræður BergurogSnorriúrSprengjuhöllinniflytja lag um Einar Ben HalldórGuðmundsson rithöfundur kynnir og stjórnar umræðum Dagskrá heidmork.is Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjá kort á heidmork.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.