Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Á
hrif hamfara á fólk geta
verið margvísleg og
þeirra getur gætt löngu
eftir að atburðir áttu sér
stað. Verkefnið gengur
fyrst og fremst út á eftirfylgd og sál-
rænan stuðning í kjölfar jarðskjálft-
anna hér á Árborgarsvæðinu í vor, í
Ölfusi og Hveragerði. Við förum í alla
grunnskóla, alla leikskóla og líka í
Fjölbrautaskólann. Með þessu erum
við að skapa tækifæri fyrir börn og
foreldra til að vinna úr reynslu sinni
vegna hamfaranna,“ segja þau Elín
Jónasdóttir og Jóhann Thoroddsen
frá Rauða krossinum, sem mætt voru
í Sunnulækjarskóla á Selfossi á fyrsta
degi verkefnisins. Elín er verkefnis-
stjóri þessa átaks en bæði eru þau
sálfræðimenntuð. Verkefnið er unnið
í samvinnu við bæjar- og skólayfir-
völd á svæðinu sem og deildir Rauða
krossins þar. „Við gerum þetta á já-
kvæðan og uppbyggjandi hátt. Börn-
in fá verkefni sem kennararnir leggja
fyrir þau en við höfum unnið þessi
verkefni í samvinnu við kennarana.
Til dæmis fáum við krakkana til að
tengja saman hugsun, tilfinningu og
hegðun. Að endingu fáum við þau til
að velta fyrir sér hvað þau geta lært
af þessu og hvað þau geti gert til að
hjálpa sér sjálf þegar þeim líður illa
og líka þegar öðrum líður illa.“
Verkefnin eru að sjálfsögðu mis-
jöfn eftir aldri og þroska nemenda.
„Kennari yngstu barnanna les fyrir
þau sögu um strák sem lendir í jarð-
skjálfta en bjargast og allt fer vel.
Kennarinn stoppar öðru hverju í sög-
unni og spyr börnin hvernig þau haldi
að drengnum líði og þá sýna þau
myndir af andlitum sem þau hafa
teiknað og lýsa ýmsum tilfinningum
eins og reiði, hræðslu eða gleði. Verk-
efni eldri krakkanna eru meira skrif-
leg og elstu börnin í áttunda, níunda
og tíunda bekk vinna þetta í hópvinnu
en þau fá auk þess beina fræðslu frá
okkur í upphafi, um áföll, afleiðingar
þeirra, viðbrögð og hvernig hægt er
að styðja sjálfan sig og aðra.“
Að finna sinn eigin styrkleika
Hugmyndin að verkefninu kemur
frá Rauða krossinum en þau segja að
framkvæmdin hafi ekki verið mögu-
leg nema vegna þess að Kiwanis-
hreyfingin lagði verkefninu lið með
því að leggja til eina milljón.
„Kennarar og starfsfólk skólanna
hafa tekið okkur mjög vel og sam-
vinnan hefur gengið frábærlega, en
það er mjög mikilvægt,“ segja þau El-
ín og Jóhann sem eru búin að vera
með undirbúningsfundi með öllum
kennurum í öllum skólum á svæðinu.
„Verkefnið nær til fimm grunnskóla á
þessu svæði en við verðum líka með
fræðslu fyrir allt starfsfólk leikskóla.
Einnig verðum við með sérstaka
fræðslu fyrir foreldra barnanna. Við
ætlum líka að vera með fræðslu í
lífsleikninámskeiði hjá framhalds-
skólanemum í Fjölbrautaskóla Suður-
lands. Verkefninu er meðal annars
ætlað að hjálpa krökkunum við að
finna sinn eigin styrkleika og hvernig
þau geta nýtt hann í framtíðinni, því
allir lenda einhvern tíma í erfiðum
tímabilum í lífinu.“ Rauði krossinn
hefur hug á að nýta módelið að þessu
verkefni síðar meir við svipaðar að-
stæður.
Unnið úr jarð-
skjálftareynslu
Morgunblaðið/ÓmarSamverustund Guðbjörg Kristjánsdóttir, kennari í 3.-4. bekk, fer yfir verkefnið með nemendum sínum.
Styrkveiting Marianne Brandsson Nielsen, formaður Rauða krossins í Árnesingadeild, tekur við einni milljón úr
hendi Sigurðar Péturssonar, formanns styrktarsjóðs Kiwanis, til stuðnings verkefninu. Helga Halldórsdóttir, sviðs-
stjóri RKÍ innanlands, stendur lengst til vinstri en hægra megin eru þau Eyrún Sigurðardóttir, formaður RKÍ í
Hveragerði, og Matthías G. Pétursson, umdæmisstjóri Kiwanishreyfingar Ísland-Færeyjar.
Á þriðjudag hóf Rauði krossinn fræðsluverkefni
fyrir börn, ungmenni og forsjáraðila þeirra, í kjöl-
far jarðskjálftanna á Suðurlandi í vor.
„Ég var heima hjá mér með mömmu þegar jarðskjálftinn var og varð
ekkert hrædd,“ segir Þóra Valdís og bætir við að ein frænka sín hafi aft-
ur á móti orðið mjög hrædd. Stefán Freyr bar sig líka vel og sagðist hafa
verið svo heppinn að vera ekki heima þegar ósköpin dundu yfir. „Ég var í
Skaftafelli sem er í um tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá Selfossi. Ég
var þar í sundi og við urðum vör við skjálftann í vatninu. Amma mín var
heima hjá mér og hún lét sér ekkert bregða. Það brotnaði nú ekki nema
ein stytta hjá okkur.“
Vorum ekkert hrædd
Andlit Þóra Valdís teiknaði andlit sem sýnir ánægju en Stefán Freyr
teiknaði andlit sem sýnir reiði. Þau eru nemendur í Sunnulækjarskóla.
Frá RKÍ Elín Jónasdóttir verkefn-
isstjóri og Jóhann Thoroddsem sál-
fræðingur voru ánægð með fyrsta
daginn í Sunnulækjarskóla.