Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 21

Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 21
Daglegt líf 21ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 ÞAÐ ER SJÚKRAÞJÁLFARI Í VERSLUN OKKAR alla fimmtudaga frá kl. 16 til 18 sem aðstoðar þig við val á dýnu. Bónus Gildir 30. ok.-2. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Ali ferskur heill kjúklingur ............ 598 698 598 kr. kg Holta ferskar piri piri kjúklingabr. . 1.869 2.379 1.869 kr. kg Ali ferskur grísabógur ................. 499 599 499 kr. kg Ali reyktur grísabógur ................. 698 798 698 kr. kg Ks frosinn lambabógur ............... 683 759 683 kr. kg Ks lambasvið ............................ 194 299 194 kr. kg Bónus lýsi, 500 ml .................... 359 398 718 kr. l Pepsi max dósir, 10 stk. ............. 498 598 50 kr. stk. Bónus spelt pitsudeig, 400 g...... 198 279 495 kr. kg MY fjölkornabrauð, 375 g ........... 98 139 261 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 30. okt.-1. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.498 1.778 1.498 kg Lamba innralæri úr kjötborði....... 2.398 2.898 2.398 kg Móa krydduð læri ...................... 597 865 597 kg Fjallalambs blandað súpukjöt ..... 534 628 534 kg Fjallalambs lifrarpylsa, ósoðin..... 558 797 558 kg Fjallalambs blóðmör .................. 530 757 530 kg FK bayonne skinka ..................... 998 1.175 998 kg Hagkaup Gildir 30. okt.-2. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýsl. úr kjötborði .... 998 1.698 998 kr. kg Grísakótilettur úr kjötborði .......... 998 1.482 998 kr. kg HM kjúklingavængir ................... 419 599 419 kr. kg Íslandsgrís svínalundir................ 1.439 2399 1.439 kr. kg Íslandsgrís hnakkasneiðar, úrb.... 1.079 1.798 1.079 kr. kg Íslandsgrís svínagúllas ............... 1.121 1.869 1.121 kr. kg Íslandgrís svínasnitsel ................ 1.121 1.869 1.121 kr. kg Kjúklingaleggir í texas mariner .... 506 779 506 kr. kg Folaldasaltkjöt með beini ........... 561 748 561 kr. kg Krónan Gildir 30. okt.-2. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Ungnauta roastbeef ................... 2.159 3.095 2.159 kr. kg Ungnauta piparsteik .................. 2.159 3.095 2.159 kr. kg Grísahnakki, úrb. sneiðar............ 849 1.696 849 kr. kg Goða grísabógur ........................ 498 498 498 kr. kg Danskt beikon ........................... 198 498 198 kr. pk. Danskur hamborgarhryggur, úrb. . 1.299 1.998 1.299 kr. kg Super snittubrauð, frosin, 3 stk. .. 198 269 198 kr. pk. Fiskibollur forsteiktar .................. 599 599 599 kr. kg Krónusalat ................................ 229 249 229 kr. pk. Tuborg grön léttöl ....................... 69 92 69 kr. stk. Nóatún Gildir 30. okt.-2. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Ungnautahakk........................... 798 1.398 798 kr. kg Grísakótilettur............................ 998 1.498 998 kr. stk. Grísafille með ostafyllingu .......... 2.198 2.798 2.198 kr. kg Nóatúns ítalskar hakkbollur ........ 998 1.594 998 kr. kg Ungnautaglóðaborgari, ca 120 g. 149 199 149 kr. stk. Stórlúða í sneiðum..................... 1.698 2.298 1.698 kr. kg Nóatúns kjúkl.bringur m/chilli..... 1.189 1.698 1.189 kr. kg Speltbrauð................................ 199 369 199 kr. stk. Maryland rauður/ blár/ fjólublár . 89 125 89 kr. pk. Kea skyrdrykkir, 3 teg. ................ 129 147 129 kr. stk. Þín Verslun Gildir 30. okt.-5. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Toppur sítrónu, 2 l...................... 179 239 90 kr. l Myllu speltbrauð, 500 g ............. 315 359 630 kr. kg Myllu hvítlauksbr. fín/gróf, 2 stk.. 349 439 349 kr. pk. Weetos heilhveitihringir, 375 g .... 469 545 1.251 kr. kg Filippo Berio ólífuolía, 500 ml..... 598 698 1.196 kr. ltr Orville örb.popp venjulegt, 281 g 229 319 815 kr. kg Swiss Miss kakó pk., 284 g ........ 349 459 1.229 kr. kg Swiss Miss kakó sykursk., 284 g . 369 489 1.300 kr. kg Helgartilboðin Speltbrauð og slátur Morgunblaðið/Kristinn Veisla Lambakjöt er víða á tilboði um helgina og því til- valið að klæða það í sparibúning og bjóða í mat. Það var býsna kalt í höfuðborg Norðurlands í gærmorgun. Suðaust- anstrekkingur, ef ég man rétt. Ef- laust ættaður frá London.    Ég er ekki hryðjuverkamaður þó breska ríkisstjórnin haldi því fram. Bara svo það sé á hreinu.    Geir setur mig vonandi ekki á svart- an lista þó ég haldi áfram að horfa á Liverpool í sjónvarpinu hér fyrir norðan. En ég lofa auðvitað að fara ekki á völlinn strax og ekki tala ensku nema í laumi.    Eins og vænta mátti er kreppan komin til Akureyrar. Því miður. Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur af- lýst leiguflugi til London í nóv- ember; á fréttavef Vikudags segir Ragnheiðar Jakobsdóttir hjá FA að tveimur mánuðum fyrir brottför hafi 110 verið búnir að bóka sig en í síð- ustu viku einungis 40 verið eftir.    Stjórnendur og starfsmenn útvarps- stöðvarinnar Voice á Akureyri hafa ákveðið að ekki verði fjallað um kreppuna á stöðinni.    „Með þessu erum við ekki að draga úr alvarleika málsins, heldur lítum við svo á að fólk sé komið með yf- irdrifið nóg af þessari umræðu,“ seg- ir í tilkynningu. Þeir sem vilja hvíla sig á krepputali geta stillt á fm 98,7.    Eiginkona mín og vinnufélagar hennar ákváðu að taka makana með í helgarferð til Madrídar en útlenskt flugfélag fór á hausinn um daginn svo hætt var við. Ég hef líklega grætt um 200 þúsund á því og finnst það satt að segja góður árangur.    Kristján Jóhannsson var í banastuði þegar hann söng á dögunum fyrir móður sína og aðra íbúa dvalar- heimilisins Hlíðar hér á Akureyri. Hann kemur aftur heim í heiðardal- inn eftir helgi og syngur með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í íþróttahúsi Síðuskóla.    Petri Sakari stjórnar Sinfó í Síðu- skóla þar sem Kristján syngur ís- lenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Á tón- leikunum verður auk þess leikin fimmta sinfónía Beethovens, karni- valforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut. Og það kostar bara þús- undkall inn.    Ung akureyrsk stúlka spurði föður sinn um daginn hvort kreppan væri honum að kenna. „Við eigum ekki einu sinni flatskjá.“ Er einhver möguleiki að svara þessu?    100 ár verða liðin á laugardaginn síðan formlegt skólastarf hófst í Glerárþorpi, sem þá var hluti Glæsi- bæjarhrepps. Hann sameinaðist síð- ar Akureyri og þess vegna höldum við upp á daginn hér í höfuðstaðn- um. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kalt Frostið bítur en er líka fallegt, eins og við Strandgötuna í gærmorgun. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Páll Bergþórsson yrkir limru ítilefni atburða síðustu vikna: Er forsið úr Hólm-Steini fokið? Er frjáls-æði úr Þor-Steini rokið? Fellir íslensk þjóð sitt stóriðjustóð? Er Stein-öld á Hólmanum lokið? Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd rakst á ljóðið „Handa Steini“ í Lesbókinni og skrifar um það: „Burt með alla persónudýrkun!“: Einatt sigla út og suður orð hjá Steini. Er þar hrygla og ófögnuður oft að meini! Beiskjan situr svo í honum sár að vana, að hann flytur veikum vonum vísan bana. Rúnar hefur nokkuð gaman af kvikmyndum, einkum gömlum, sí- gildum myndum. Hann orti nýlega: Síst á tjaldi tel ég vonda, títt þá fyrir sjónir ber, Charlton Heston, Henry Fonda, Hudson, Peck og Lancaster! Góður oft er gamli Wayne, gervilegri en John McCain. Og spurning er það ekki nein að Alan Ladd er fínn í Shane! Sigurður Helgason á Keldum hjó eftir því bankarnir voru gefnir og teknir aftur, vextir lækkaðir og hækkaðir aftur, og yrkir: Kaupahéðna kreppan skók kunnur er vandi slíkur; Davíð gaf og Davíð tók drottni sjálfum líkur. Af steinöld á Hólmanum VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Ekkert er nýtt undir sólinni en vissulega vakti klæðnaður sá sem boðinn var upp í uppboðshúsi Christie’s í vikunni mikla athygli. Það voru ekki eingöngu rauðir litir og plastáferð sem fékk fólk til að staldra við heldur ekki síður verðið sem búist var við að fengist fyrir „fatnaðinn“, lítil 6.000 pund. Höf- undur þessa listræna klæðnaðar er Pierre Cardi og kallar hann afurð sína gervitunglakápuna. Reuters Framandi fatnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.