Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Að skipta um peru Það er betra að allar perur séu í lagi í götuvitunum. Til að allt gengi vel fyrir sig voru fjórir borgarstarfsmenn fengnir til verksins.
Frikki
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir | 29. okt.
Eignir og skuldir
Nú er fólk að fá einhverja
afganga af því sem það
lagði í sparnað en sama
fólk sér skuldir sínar þjóta
upp í bönkunum vegna
vaxtahækkana og verð-
bólgu. Er ekkert undarlegt
við það að nú er verið að hirða eignirnar
af fólki og bæta þeim við skuldir þeirra?
Ég er sprenglærður viðskiptafræðingur
en get ekki skilið hvernig þetta getur verið
réttlætanlegt. Ég held að þetta tengist
viðskiptafræði götunnar og að við séum
með götustráka við stjórnvölinn. Búum
við ekki bara við einhvern nýfasisma. ...
Meira: kreppan.blog.is
Arnþór Helgason | 29. október
Geta Kínverjar leyst
krónubréfavandann?
Almenningi er nú meira en
nóg boðið. Stjórnvöld
verða að upplýsa Alþingi
og almenning um ýmis
skilyrði sem eru uppi á
borðinu vegna samning-
anna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Stýri-
vaxtahækkunin kom eins og rothögg og
virðist vera ávísun á að framlengja það
hættuástand sem krónubréfin sköpuðu.
Fjölmargir efast um að hún hafi mikil áhrif
á eftirspurn eftir íslenskum krónum.
Lilja Mósesdóttir hefur lýst því að þessi
aðgerð sé varasöm. Hvers vegna er hag-
fræðingum eins og henni ekki gefið tæki-
færi til þess að gera tillögur um nýja fjár-
málastefnu? Ástandið er orðið svo
grafalvarlegt að setja verður stjórnendur
Seðlabankans frá hið fyrsta. ...
Meira: arnthorhelgason.blog.is
MISMUNANDI markmið
hagsmunaaðila innan við-
skiptabanka gera starfsemi
þeirra í grundvallaratriðum
frábrugðna hefðbundinni fyr-
irtækjastarfsemi. Hagsmunir
áhættufælinna innlánseig-
enda ganga öndvert hags-
munum áhættusækinna hlut-
hafa sem aftur samræmast
ekki hinum áhættuhlutlausu
stjórnendum bankanna.
Hluthafar hafa tæki í fórum
sínum til að skikka stjórnendur til að sækja
fram fyrir sína hönd og taka áhættu sem
þeir ella hefðu ekki tekið. Þetta tæki er ár-
angurstenging launa. Eftirlitsstofnanir svo
sem seðlabanki og fjármálaeftirlit hafa það
hlutverk að gæta hagsmuna innlánseigenda.
Kerfislægur veikleiki hefur komið fjár-
málakerfum í þann vanda sem hann nú finn-
ur sig í. Þetta þýðir að löggjafinn vanrækti
að setja fjármálakerfunum nægilega fastar
skorður til þess að minnka líkur á óæski-
legri hegðun. Þannig má segja að annars
gott fólk hafi verið dregið áfram af fjárhags-
legum hvötum sem að lokum leiddi til gjald-
þrots banka og verðbréfasjóða með tilheyr-
andi tapi sparifjáreigenda og hugsanlega
skattborgara.
Árangurstenging bankastjóralauna hefur
verið á þann veg að stjórnendur banka hafa
haft hag af því að lána fé til viðskiptavina,
nýrra og gamalla, af miklum krafti; bæði
mikið og hratt. Með mikilli lántöku, yfirtöku
annarra banka og útlánaþenslu ná stjórn-
endur að stækka efnahagsreikning og
markaðshlutdeild bankanna sem aftur
hækkar markaðsvirði hlutabréfa. Aukin
ávöxtun hluthafanna skilaði sér í háum
launagreiðslum og bónusum til bankastjóra.
Þegar fjármálastormurinn, svokallaði, fór
yfir landið 2006 þá fengu bankastjórar ís-
lensku bankanna alvarlega aðvörun frá er-
lendum kaupendum skuldabréfa íslensku
bankanna um að of hratt væri farið; ginn-
ungagapið eitt biði bankanna ef héldi áfram
sem horfði. Tryggingaálög á skuldabréfaút-
gáfu bankanna endurspegluðu og staðfestu
þetta. Vegna þeirra launasamninga sem
hluthafar höfðu gert við
bankastjórana höfðu þeir hins
vegar engan hvata til þess að
draga saman seglin, selja eign-
ir og minnka áhættu; launa-
samningarnir umbunuðu þeim
fyrir að taka meiri áhættu –
ekki minni. Þar sem skulda-
bréfaútgáfa reyndist erf-
iðleikum bundin þá sóttust
bankastjórarnir eftir annars
konar fjármögnun með því að
bjóða uppá hávaxtainnlán í
milljónasamfélögum. Áhættan
af innlánum var hins vegar
ekki borin að fullu af bönkunum og innláns-
eigendunum sjálfum heldur var henni deilt
með skattborgurum. Þessi áhættusama
fjármögnun var mjög í takt við þá hvata sem
hluthafar bankanna höfðu lagt fyrir banka-
stjórana sína; að taka meiri áhættu, halda
útþenslustefnu sinni áfram og njóta þeirrar
ávöxtunar sem hlaust af áhættu sem þeir
báru ekki einu sinni sjálfir að öllu leyti.
Seðlabankinn þjónar því hlutverki að
vera lánveitandi til þrautavara og stuðla að
fjármálastöðugleika, auk þess að ákvarða
stýrivexti. Sem slíkur hefur hann aðstöðu til
að taka ofurháa vexti fyrir lán sín til þrauta-
vara og bestu hugsanleg veð þurfa að vera
þeim til tryggingar – enda eru slík lán
einkar áhættusöm. Seðlabankinn hefur auk
þess vald til að hlutast til um rekstur þess
banka sem þiggur lán til þrautavara og eftir
atvikum t.d. að koma sínum manni í stjórn
bankans. Þannig getur þrautavaralánveit-
andi dregið úr völdum bankastjóra. Vegna
hinna íþyngjandi úrræða sem seðlabankinn
hefur gagnvart bankastjórnendum draga
hinir síðarnefndu það í lengstu lög að leita á
náðir þrautavaralánveitanda – miklu lengur
en hagur heildarinnar kallar eftir. Svo aftur
er það í takt við þá hvata sem hluthafar
leggja fyrir bankastjóra sína að leita ekki á
náðir þrautavaralánveitenda fyrr en það
skiptir þá ekki máli hvort þeir missa völdin
fyrir eigin handvömm eða hvort seðlabank-
inn tekur þau af þeim.
Ein kerfislæga villan til viðbótar lýtur svo
að eftirlitsaðilunum. Seðlabankar hafa einn-
ig sinn lánveitanda til þrautavara; enda
komust menn að því eftir kreppuna miklu að
smitáhrif eins veikburða kerfis (eða lands)
eru fljót að fella annað á kné. Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum, einni af systurstofnunum
Sameinuðu þjóðanna, var fengið þetta hlut-
verk árið 1948. Rétt eins og bankastjórar
viðskiptabanka vilja ekki lúta skilyrðum og
láta völd sín í hendur seðlabankastjóra, þá
vilja seðlabankastjórar ekki láta völd sín í
hendur á alþjóðlegum lánveitanda til þrauta-
vara. Þeir draga það líka í lengstu lög og
miklu lengur en almannahagsmunir krefjast
af þeim.
Niðurstaðan í kerfi sem þessu getur að-
eins orðið á einn veg ef lykil-leikendur í kerf-
inu hafa ekki þeim mun meira innsæi og
ábyrgðarkennd til að bera. Þessu má líkja
við að þegar bát hvolfir fara allir í sína björg-
unarhringi; vandamálið við þessar aðstæður
er að hringirnir eru færri en farþegarnir og
gagnast engum þegar of margir leggjast á
þá. Öllum farþegum hefði verið borgið ef
komið hefði verið í veg fyrir að bátnum
hvolfdi. En hvatinn til að kasta aflanum
(hinni góðu ávöxtun) fyrir borð og þiggja
dælu að láni (aðstoð aðila eins og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins) var ekki til staðar fyrir
þá sem stýrðu bátnum.
Það er vandasamt verk að búa til reglu-
verk sem slær á rétta hvatastrengi. Við upp-
byggingu þá sem við stöndum frammi fyrir
þarf að tryggja að kunnáttufólk komi þar að
og hvatakerfi verði komið þannig fyrir að all-
ir farþegar og áhöfn sjái hag sínum borgið
með því að koma bátnum í var þegar blikur
eru á lofti.
Eftir Guðrúnu Johnsen » Þessu má líkja við að
þegar bát hvolfir fara
allir í sína björgunarhringi;
vandamálið við þessar að-
stæður er að hringirnir eru
færri en farþegarnir og
gagnast engum þegar of
margir leggjast á þá.
Höfundur er hagfræðingur og lektor við
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Þegar gott fólk bregst
við röngum hvötum
Guðrún Johnsen
BLOG.IS
ALLIR þeir lögfræðingar sem ég hef rætt við
eru sammála um að ábyrgð ríkissjóðs Íslands nái
ekki lengra en Tryggingasjóður innistæðueig-
enda getur staðið undir. Það sé algjörlega skýrt í
tilskipun Evrópusambandsins frá 1999 og Al-
þingi innleiddi. Í því ljósi má segja að Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi teygt sig
fulllangt með bréfi sínu til breskra yfirvalda þar
sem hann sagði að íslensk stjórnvöld myndu, ef á
þyrfti að halda, styðja Tryggingasjóð innistæðu-
eigenda til að afla nægra fjármuna þannig að
sjóðurinn gæti staðið við lágmarksbætur færi
svo að Landsbanki og útibú hans í Bretlandi
féllu.
Í kjölfar bréfsins segir fjármálaráðherra Árni
M. Mathiesen svo í margumræddu símtali við Al-
istair Darling fjármálaráðherra Bretlands að
bankarnir hafi tryggingarsjóð sem íslenska ríkið
muni styðja við.
Með þetta tvennt í farteskinu hefði átt að vera
útilokað fyrir Darling að segja að Íslendingar
ætluðu ekki að borga og beita síðan hryðjuverka-
lögunum og frysta eignir Landsbankans með öll-
um þeim afleiðingum sem það hafði í för með sér.
Í ljósi þeirrar valdbeitingar tel ég að yfirlýs-
ingar viðskipta- og fjármálaráðherra séu úr gildi
fallnar. Með aðgerðum sínum brenndu bresk
stjórnvöld upp nánast allar eigur íslensku bank-
anna og í raun allra Íslendinga. Með aðgerðum
sínum hafa Bretar gert íslenska ríkinu ókleift að
gangast við þeim skuldbindingum sem bresk
stjórnvöld fara fram á. Þau verða að taka afleið-
ingum eigin gjörða. Bresk stjórnvöld hafa fyr-
irgert öllum rétti sínum á hendur íslenska rík-
inu, bæði lagalegum og siðferðilegum.
Uppgjör við Litla-Bretland vegna Icesave hef-
ur farið fram. Það uppgjör átti sér stað þegar
hryðjuverkalögunum var beitt gegn Íslendingum
og eigur Landsbankans hirtar. Uppgjör að öðru
leyti mun fara fram síðar.
Ármann Kr. Ólafsson
Uppgjör við
Litla-Bretland
hefur farið
fram
Höfundur er alþingismaður.