Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
AÐ undanförnu hef-
ur orðið vart við mikla
reiði í þjóðfélaginu,
skiljanlega, en gæta
verður þess að hengja
ekki bakara fyrir smið.
Í þessu tilviki almennt
starfsfólk fjármálafyr-
irtækja fyrir að hafa
starfað undir stjórn-
endum sem sumir
hverjir misstu sig í dansi í kringum
gullkálfinn.
Í þessari grein langar mig til að
rifja upp könnun um líðan, vinnu-
umhverfi og heilsu starfsfólks á
fjármálamörkuðum sem gerð var
árið 2001. Með því er ég að vekja at-
hygli á að þessi starfshópur, sem
hefur það m.a. að markmiði að há-
marka eignir skjólstæðinga sinna
samkvæmt bestu sannfæringu,
vinnur í mjög krefjandi vinnuum-
hverfi, undir miklu álagi og streitu
sem kemur niður á líðan fólksins og
heilsufari, e.t.v. vegna þess að það
tekur starf sitt alvarlega. Ekki er
sanngjarnt að treysta starfsfólkinu
fyllilega þegar vel gengur en hella
sér yfir einstaka starfsmann þegar
illa fer.
Líðan, vinnuumhverfi og
heilsufar kannað
Árið er 2001 og verðbréfamark-
aðir ung starfsgrein á Íslandi. Orð-
ræðan í þjóðfélaginu er sú að innan
þessa geira starfi fólk undir miklu
andlegu álagi, þar sem
í starfinu felst að vera
ráðgefandi um
ákvarðanir vegna fjár-
magns viðskipavina
sinna eða vera með
eigur þeirra í fjár-
vörslu og taka að ein-
hverju leyti sjálf-
stæðar ákvarðanir um
hvernig best sé að
ávaxta féð.
Þá eins og nú höfðu
ytri aðstæður, eins og
þróun hlutabréfa- eða
gjaldeyrismarkaða, þau áhrif að
ekki var fyrirséð hvort ákvarð-
anirnar voru réttar eða rangar fyrr
en síðar. Orðræðan var einnig sú að
starfsgreinin væri uppfull af ungu,
vel menntuðu fólki, en vegna mikils
álags væru líkur á því að það brynni
fljótt út í starfi og að starfsmann-
velta fjármálafyrirtækjanna væri
þar af leiðandi há.
Til að kanna líðan, vinnuumhverfi
og heilsu þessa hóps, sem ekki hafði
verið gert áður hér á landi, var
spurningalisti lagður fyrir þá sem
unnu annars vegar á mörkuðum/
viðskiptastofu og hins vegar við
eignastýringu þriggja stærstu fjár-
málafyrirtækjanna sem voru starf-
andi í júní 2001. Svarhlutfall var
87%.
Mánuðina áður en spurningalist-
inn var lagður fyrir höfðu verið
miklar sveiflur bæði á gjaldeyris- og
hlutabréfamörkuðum og því mátti
gera ráð fyrir að niðurstöðurnar
endurspegluðu mikið álag.
Niðurstöðurnar á sínum tíma
voru sláandi bæði varðandi aldurs-
skiptingu og andlega og líkamlega
líðan starfsfólksins. Rétt tæp 60%
starfsmanna voru á aldrinum 21-30
ára og einungis 4% voru 41 árs og
eldri. Aðeins 6% höfðu unnið 6 ár
eða lengur hjá því fyrirtæki sem
þau störfuðu hjá þegar spurn-
ingalistinn var lagður fyrir og tæp
60% höfðu einungis unnið samfellt í
tæp tvö ár hjá verðbréfafyr-
irtækjum.
Fimmtungur starfsfólks hafði
verki fyrir brjósti
Þar sem gert er ráð fyrir því að
störf fólks í fjármálafyrirtækjum
séu fremur bundin við andlegt álag
en líkamlegt voru nokkur sállík-
amleg einkenni skoðuð sérstaklega.
Athygli vakti að 21% starfsfólks
(ath. að 96% voru undir fertugu)
hafði fundið verk fyrir brjósti eða
hjarta, sem gefur sterka vísbend-
ingu um streitu. Karlar voru líklegri
til að finna fyrir brjóst- eða hjarta-
verk en konur og heldur fleiri yf-
irmenn en sérfræðingar. Tæplega
helmingur starfsmanna hafði fengið
kvíðaköst á undanförnum 12 mán-
uðum og voru konurnar þrisvar
sinnum líklegri til að fá kvíðaköst
en karlkyns samstarfsmenn þeirra.
Þá höfðu um 65% starfsfólks fundið
fyrir áhyggjum og dapurleika og
helmingur átt við svefnleysi að
stríða að einhverju marki (sjá töflu).
Að horfa á tapið „tikka inn“
Síðar sama ár tók ég viðtöl við
nokkra starfsmenn til að fá betri
innsýn í líðan þeirra og vinnuskipu-
lag og var hvort tveggja, könnunin
og viðtölin, hluti af BA-verkefni
mínu. Þegar ég spurði út í streitu
og álag sagði einn starfsmannanna:
„Ja, mesta álagið er þegar þú bara
stendur fyrir framan skjáinn og
horfir á tapið tikka inn […] Þegar
verst er geta það verið einhverjir
tugir milljóna.“ Annar sagði: „Þegar
þú ert í þessum geira þarftu að vera
að taka ákvarðanir allan daginn.
Það er alltaf eitthvað að gerast og
þú ert alltaf að ákveða hvað þú eigir
að gera.“ Sá þriðji sagði: „… en allir
fjárfestar á markaðnum eru nátt-
úrlega brjálaðir … kenna okkur um
auðvitað […] Í rauninni getur eng-
inn sagt fyrir um þetta og sérfræð-
ingar úti alveg eins og hér heima
voru með stórar yfirlýsingar.“
Um það hvernig gengi að ráða við
álagið lýsti einn starfsmanna því
svona: „Svo eitt kvöldið þegar ég
kom heim náði ég ekki andanum,
sem er bara álag […] Líkaminn var
náttúrlega búinn að gefa alls konar
viðvaranir, sem maður hlustaði bara
ekki á. Ég var oft búin að finna fyrir
því að ég var stundum að springa,
þannig að ég þurfti bara að fara út í
bíl í hádeginu, bara keyra, bara sko
til að springa ekki.“
Hafi líðanin verið slæm árið 2001
þá má gera ráð fyrir að hún sé mun
verri nú þegar sveiflur eru ekki
bara á mörkuðum heldur algjört
hrun. Verum þess meðvituð að
beina reiðinni ekki að einstökum
þjónustufulltrúum eða þeim ein-
staklingi á verðbréfamarkaði sem
reyndi að gera sitt besta í umhverfi
sem ég held að enginn einn hafi haft
yfirsýn yfir.
Andleg og líkamleg líðan
fólks á fjármálamörkuðum
Hildur Friðriks-
dóttir skrifar um
streitu
»Ekki er sanngjarnt
að treysta starfs-
fólkinu fyllilega þegar
vel gengur en hella sér
yfir einstaka starfs-
mann þegar illa fer.
Hildur Friðriksdóttir
Höfundur er félagsfræðingur og for-
stöðumaður Rannsóknastofnunar í
hjúkrunarfræði.
21%
21%
26%
26%
36%
46%
50%
52%
59%
65%
66%
67%
72%
80%
brjóst- eða hjartaverk
lystarleysi
óvenju andstutt(ur)
svima
þembu í maga
kvíðaköstum
svefnleysi
magaverk
vöðva- eða liðverkjum
áhyggjum eða dapurleika
bakverk
þreytu eftir nætursvefn
verk í hálsi
höfuðverk
ÍSLENDINGAR
standa vel að vígi til að
komast út úr ólgusjó al-
þjóða fjármálakrepp-
unnar. Íslensku útrás-
arvíkingarnir sem gerðu
Ísland að virkum aðila í
alþjóðlega fjármálakerf-
inu í fyrsta sinn í sögu
þjóðarinnar unnu ein-
stakt afrek. Þeir hafa sannað fyrir
okkur og umheiminum hvað lítil þjóð
getur náð langt með duglegum sölu-
mönnum. Þetta hefði aldrei verið
kleift nema með stjórnfarslegum að-
gerðum sem veittu íslenskum at-
hafnamönnum frelsi til að reyna
krafta sína.
Þessi þáttur í sögu okkar Íslend-
inga er einstæður á heimsmæli-
kvarða. Íslendingar voru um nokk-
urra ára skeið samkeppnishæfasta
þjóð Evrópu með hæstu lífskjör í
heimi. Hvaðanæva í heiminum vakti
útrásin bæði aðdáun og undrun en
líka öfund og reiði. Það síðastnefnda
vegna þess hversu margir í alþjóða-
fjármálageiranum voru ósáttir við að
hafa ekki sjálfir séð tækifærin sem
víkingarnir okkar sáu og nýttu sér.
Þessi nýja atvinnugrein hefur
bæði skapað fjölda manns atvinnu,
ekki einungis á Íslandi heldur einnig
í fjölmörgum öðrum löndum. Þegar
núverandi fjármagnskreppa skellur á
bitnar hún hvað harðast á Íslend-
ingum sem upplifa í fyrsta sinn fjár-
magnskreppu sem virkir þátttak-
endur í greininni. Það verður vonandi
mikið hægt að læra af þessari
reynslu fyrir útrásir framtíðarinnar.
Stjórnvöld hafa einnig talað um að
láta gera úttekt og skilgreiningu þeg-
ar storminn lægi, til þess að finna út
hvað lagfæra megi til að standa enn
betur að vígi í framtíðinni.
Við sem búum erlendis erum ekki
óvön fjármálasveiflum,
ég minnist niðursveifl-
unnar 1992 þegar fast-
eignamat hrundi 50% í
Svíþjóð og Götabank-
inn varð gjaldþrota.
Litlu munaði að
Skandinaviska Ensk-
ilda bankinn og aðrir
sænskir stórbankar
færu sömu leið.
Ástæðan þá var m.a.
að bankarnir höfðu
stofnað fjármálafélög
til að komast fram hjá takmörkunum
í útlánum vegna húsakaupa (90% af
húsaverðinu). Um tíma gátu menn
fengið lánsfé sem dugði til að kaupa
nýtt hús, nýjan bíl og að auki 200 þús.
sænskar kr í vasapening gegn veði í
keyptum eignum. Þegar bólan
sprakk tók ríkið yfir banka og fjár-
málafélög, stofnaði félög til að reka
veðhæfar skuldir (eignir sem síðar
voru seldar) og félög til að vinna að
uppgjörum ótraustra skulda. Margir
hér fóru illa út úr þessu en Svíar sem
þjóð náðu sér fljótt á strik aftur.
Næsta niðursveifla – „IT kreppan“ –
kom upp úr aldamótunum. Munurinn
á núverandi niðursveiflu og þeim
fyrri er að nú eru upptökin í stærstu
fjármálavél heimsins, Bandaríkj-
unum. Starfsmaður eins bílafyr-
irtækis sem verður að loka, sagði í
sjónvarpsviðtali hér, að húsnæðis-
málastefna demókrata væri ástæðan
fyrir fjármagnsleysi dagsins. Í tíð
Clintons var lánastofnunum gert
skylt að lána gegn lægri tryggingu
svo allir gætu eignast eigið húsnæði.
Minnst 10% bílasala í USA fara í þrot
og hætta rekstri um þessar mundir.
Sumar spár eru um að samanlagðar
aðgerðir stjórnvalda og annarra nú
dugi fyrir tæpum þriðjung vandans
og tvo þriðju hluta vanti enn til að
fullnægjandi lausn fáist.
Þótt þessi niðursveifla fái víðtæk-
ari áhrif en þær fyrri vegna umfangs
síns vitum við að Bandaríkjamenn
kalla ekki allt ömmu sína. Líkt og
hjá okkur eru þeir mjög sveigj-
anlegir og laga sig fljótt að nýjum
aðstæðum. Það er aðdáunarvert að
sjá hvernig stjórnvöld Íslands hafa
tekið á málunum og stýra skútunni
með styrkri hendi gegnum versta
sjóinn. Önnur stjórnvöld, t.d. þau
bresku, hafa með sínum aðgerðum
gert illt verra og aukið á vanda
landsmanna sinna. Sem Íslendingurí
Svíþjóð líður ekki sá dagur að ekki
sé verið að ræða um Ísland. Svíum
er hugleikið að vita hvernig Íslend-
ingum reiðir af og ég vildi að sendi-
ráðið okkar hefði meiri tök á að
mæta þessum gífurlega áhuga.
Það er alfarið út í hött að kenna
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra
um ástandið núna. Hans á eftir að
verða minnst sem stærsta stjórn-
málamanns Íslands gegnum tíðina á
eftir Jóni Sigurðssyni. Davíð leiddi
þjóðina og lagði grundvöllinn að
stærsta þróunar- og blómaskeiði í
sögu Íslands. Það er einnig vara-
samt að einblína á evruna sem alls-
herjarlausn. Hvorki Svíar, Bretar né
Danir hafa orðið því myrkri að bráð
sem spáð var í upphafi, þegar þjóð-
irnar ákváðu að viðhalda gjald-
miðlum sínum. Sannleikurinn er sá,
að þessar þjóðir hafa klárað sig mjög
vel, vegna eigin sveigjanleika í fjár-
málum.
Íslendingar eru þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa svo stóra meiri-
hlutastjórn sem nú fer með völd.
Engan gat grunað, hvílíkt próf rík-
isstjórn okkar og allir landsmenn
þurftu að gangast undir, þegar kosið
var. Förum vel með mannkosti okk-
ar og snúum bökum saman í þessu
mikla verkefni. Þegar í gegnum
þetta verður komist skín sólin björt
á ný og við verðum í undir það búin
til að takast á við enn viðameiri verk-
efni.
Ísland og alþjóða
fjármálakreppan
Gústaf Adolf Skúla-
son skrifar um efna-
hagsmál hérlendis
og erlendis
» Förum vel með
mannkosti okkar og
snúum bökum saman í
þessu mikla verkefni
núna.
Gústaf Adolf Skúlason
Höfundur er ritari Evrópska smáfyr-
irtækjabandalagsins og formaður
Sænska smáfyrirtækjabandalagsins
VALDAGRÆÐGI
ýmissa ráðamanna
sem birtist í því að vilja
viðhalda krónunni sem
gjaldmiðli Íslands er
orsök þess að Ísland
stendur nú í ljósum
logum. Sinnuleysi
þeirra gagnvart lán-
astöðu íbúðaeigenda
og fyrirtækja í landinu er þeim ekki
sæmandi. Græðgi þeirra í að halda í
völdin sem fylgja því að vera með eig-
in krónu sem gjaldmiðil er orsökin
fyrir því að ekki er búið að sækja um
aðild að ESB og upptöku evrunnar
fyrir löngu.
En krónan er steindauð, þeir eiga
bara eftir að átta sig á því. Margra
ára óstjórn þeirra í peningamálum
hér á landi drap hana. Á meðan þessu
fer fram er kominn á kreik draugur
sem fer eins og eldibrandur um land-
ið. Draugur sá er gráðugur og nefnist
verðbólga. Erfitt er að slökkva í hon-
um þrátt fyrir margar og misheppn-
aðar tilraunir ríkisrekna brunaliðs-
ins. Standa þeir nú ráðþrota og bálið
brennur sem aldrei fyrr. Ef þetta er
ekki nóg er annar illskeyttur púki
kominn á kreik, klónaður af þessum
sömu mönnum og kallast sá verð-
trygging. Hann étur jafnt og þétt upp
eignir landsmanna og
það sem eftir er lendir í
gini hávaxtastefnunnar.
Eignir fólksins í landinu
eru á brunaútsölu, bálið
brennur og það logar
skært.
Lántaka á vegum Al-
þjóða gjaldeyr-
isvarasjóðsins mun bæta
stöðu þjóðarinnar í ein-
hvern tíma en hætta er á
því að gengi krónunnar
muni á endanum lækka
þegar upp er staðið. Sú
ákvörðun ráðamanna að viðhalda
krónunni sem gjaldmiðli landsins
mun á endanum reynast okkur dýr-
keypt, eins og ekki sé komið nóg.
Fólk er að flýja landið í stórum stíl og
ástand á vinnumarkaðnum fer sífellt
versnandi. Algjört hrun og eignaupp-
taka blasir við ef þetta heldur áfram.
Fólkið stendur gleymt og ráðþrota á
meðan lánin hækka stöðugt.
Þeir sem komu verðtryggingunni á
á sínum tíma bera hér mikla ábyrgð.
Nú ríður á að grípa þær útréttu
hendur sem okkur eru réttar, láta
gamalt sigla sinn sjó og losa okkur við
afdankaða og úrbrædda pólitíkusa.
Unga og framsækna fólkið í Sjálf-
stæðisflokknum verður að ganga
fram fyrir skjöldu og taka af skarið
hvað varðar málefni ESB og upptöku
evrunnar því annars er hætta á að
flokkurinn klofni í tvennt.
Tvö og hálft ár er stuttur tími í
kosningar og málin verða að fara að
skýrast tafarlaust. Úlfarnir eru
komnir á kreik, látum þá ekki éta
okkur út á gaddinn.
Brunaútsala hvað?
Sigurjón Gunn-
arsson fjallar um
efnahagsástandið
almennt
Sigurjón Gunnarsson
» Á meðan þessu fer
fram er kominn á
kreik draugur sem fer
eins og eldibrandur um
landið. Draugur sá er
gráðugur og nefnist
verðbólga.
Höfundur er matreiðslumeistari.Sími 551 3010