Morgunblaðið - 30.10.2008, Síða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Elsku amma.
Nú skiljast okkar
leiðir og ég mun sakna þín ótrúlega
mikið. Ég man allar yndislegu stund-
irnar sem ég átti í sveitinni hjá ykkur
afa þar sem ég lék mér úti allan dag-
inn með bræðrum mínum og frænd-
systkinum og að loknum leikjum
dagsins bauðstu okkur alltaf upp á
nóg að borða og enginn fór svangur í
háttinn, þú sást til þess.
Eftir því sem ég varð eldri eyddi ég
meiri tíma í að spjalla við þig og mér
þótti alltaf gaman að heyra gömlu
sögurnar úr sveitinni og þegar þú
varst að leggja mér línurnar. Ég man
svo vel hvernig þú passaðir upp á alla,
að þeim yrði ekki kalt og væru vel
klæddir. Það lá við að maður kæmi
alltaf í rúllukragabol og ullarsokkum
í heimsókn.
Þú byrjaðir snemma að ræða við
mig um barneignir og spurðir mig í
sífellu hvenær ég ætlaði að byrja að
eignast börn. Þegar ég benti þér á að
þú hefðir nú ekki eignast þitt fyrsta
barn fyrr en 32 ára sagðist þú ekki
vilja byrja 17 ára að eignast börn eins
og mamma þín. Þú talaðir mikið um
að ég ætti að eignast mikið af börnum
og ætti helst að gera samning við
hann Sævar um að eignast í það
minnsta sjö börn. En ég held að á
endanum höfum við komist að sam-
komulagi um að fimm börn væru nú
alveg nóg og vonandi náum við Sævar
að standa við það.
Svo 29. júní 2007, á afmælisdaginn
hennar mömmu, eignaðist ég mitt
fyrsta barn, hann Lúkas Blæ, og er
ég svo ótrúlega þakklát fyrir það að
þú náðir að sjá allavega eitt af mínum
börnum. Þú varst svo ótrúlega glöð
og ánægð þegar ég kom með Lúkas
Blæ í heimsókn og það sást hversu
stolt þú varst af langömmubarninu
þínu og urðuð þið miklir vinir, enda
var Lúkas Blær duglegur að kyssa
þig og knúsa og bjóða þér cheerios.
Auðvitað reyndir þú að bjóða honum
Opal og varst að reyna að sannfæra
mig um hversu gott það er fyrir börn
að sjúga suðusúkkulaði.
Ég veit að það verður tekið vel á
móti þér og veit að þú munt fylgjast
vel með okkur, vaka yfir Lúkas Blæ
og öllum börnum sem við munum
eignast. Við munum sakna þín mjög
mikið.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Halla Björk og Lúkas Blær.
Elsku mamma mín. Nú er komið
að kveðjustund hjá okkur þar til við
sjáumst aftur í ljósinu hinum megin
eins og við ræddum stundum um.
Hugurinn reikar og margs er að
minnast.
Aðfangadagskvöld og við erum að
Elín Þórunn
Bjarnadóttir
✝ Elín ÞórunnBjarnadóttir
fæddist á bænum
Þorkelsgerði í Sel-
vogi í Árnessýslu 17.
september 1923. Hún
lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Víðinesi 14.
október síðastliðinn
og fór úför hennar
fram frá Lágafells-
kirkju 24. október.
borða jólasteikina
hennar mömmu sem
hún hefur nostrað við í
marga klukkutíma. Í
útvarpinu hljómar jóla-
messan og við krakk-
arnir spariklædd með
frið í hjarta og stemmn-
ingin er þannig að há-
tíðleikinn og friðurinn
eru nánast áþreifanleg.
Reyndar er mamma
ekki ennþá komin í
sparifötin en það gerir
hún eftir matinn á með-
an við krakkarnir
sjáum um uppvaskið, á mettíma og
pabbi klárar að pakka inn.
Nú bíðum við eftir mömmu því
ekki má taka upp pakkana fyrr en
hún hefur fengið sinn tíma til að
punta sig.
Kvöldið yndislega líður hratt og
allt of snemma eru mamma og pabbi
farin að geispa. En við vissum ekki þá
að mamma er búin að vaka fram eftir
nóttu síðustu nætur við jólaundirbún-
ing og pabbi að hendast um allt í leit
að jólagjöfum í Reykjavík með inn-
kaupamiðann frá mömmu í vasanum.
Þakka þér fyrir, elsku mamma. Þið
pabbi kennduð okkur hvernig sönn
jól eiga að vera. Með gleði og umfram
allt með frið í hjarta.
Mamma var alltaf að. Endalaus
matseld, þvottar og þrif eins og var í
þá daga á stórum heimilum og oft
þurfti hún að sjá um gegningar í fjár-
húsinu á kvöldin og ekki kunni hún
mamma að hlífa sér, var hamhleypa
til allra verka.
Þegar gesti bara að garði þá svign-
uðu borð undir kræsingum og þá átti
hún til að afsaka þetta „lítilræði“.
Mikið erum við búnar að spjalla
saman um heima og geima í gegnum
árin. Spá í bolla, hlæja og skemmta
okkur. Það sem öðrum var hulið það
sá mamma.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Mikið hlýtur að hafa verið tekið vel
á móti þér, elsku mamma, í ljósinu
hinum megin, hún Ella mín hefur
verið þar í broddi fylkingar, einnig
Þórdís systir ásamt Elínu og Myrru
og eins Frikki bróðir og pabbi ásamt
bræðrum og systrum þínum.
Saknaðarkveðjur.
Þín dóttir,
Sigrún Bryndís Pétursdóttir.
Á DÖGUM lausa-
fjárvandræða, gjald-
þrota bankanna og
sparifjárrýrnunar er
eðlilegt að fólk sé
áhyggjufullt. Það er
því enn mikilvægara en
áður að huga að ljósu
punktunum í tilver-
unni. Þrátt fyrir að erf-
itt geti verið að kaupa bíl, endur-
innrétta heimilið eða fara til útlanda
er margt annað sem við getum
glaðst yfir.
Enn höfum við fjölmörg tækifæri
til að gleðjast og tímanum er svo
sannarlega betur varið í gleði en
áhyggjur sem ekkert uppskera. Góð
leið til að gleðjast og gleðja aðra er
að taka þátt í verkefninu Jól í skó-
kassa sem nú fer af stað í fimmta
sinn. Verkefnið snýst um að gefa
munaðarlausum börnum í Úkraínu
jólagjafir. Skókassa er pakkað inn í
jólapappír og í hann settar marg-
víslegar gjafir handa börnum sem
annars fengju engar jólagjafir.
Framkvæmdin er einföld og fjöl-
margir Íslendingar hafa á liðnum ár-
um tekið þátt í að gleðja fátæk úkra-
ínsk börn með því að taka þátt í
verkefninu.
Fyrir síðustu jól fengu 5.000 börn
gjöf frá íslenskum vinum sem þau
höfðu aldrei hitt. Þau tóku gjöfunum
fagnandi og fyrir þeim
er Ísland gjafmild þjóð
sem hugsar vel um þá
sem minna mega sín.
Þeir sem hafa tekið
þátt í verkefninu
þekkja þá tilfinningu
að gefa og vita að verk-
efnið er ekki eingöngu
til þess gert að færa
gleði inn á úkraínsk
heimili, heldur einnig
íslensk.
Þrettán manna hóp-
ur stendur að verkefn-
inu í samstarfi við KFUM og KFUK
og hefur séð um að safna saman
gjöfunum og dreifa þeim í Úkraínu.
Ekki er hægt að lýsa með orðum
spennunni og ánægjunni í andlitum
munaðarlausu barnanna þegar þau
taka við gjöfunum. Þau eru himinlif-
andi með tannbursta og tannkrem
og gleðjast eins og um væri að ræða
fínustu leikjatölvur! Þau taka upp
handprjónaða vettlinga frá Íslandi
og dást að þeim. Þegar þau sjá gam-
alt, heilt leikfang frá íslensku barni
hlaupa þau til vina sinna og sýna
stolt það sem þau hafa fengið. Marg-
ir sem gefið hafa gjafir á síðustu ár-
um hafa jafnframt skrifað stutta
kveðju á ensku til þess barns sem
tekur við gjöfinni, jafnvel sett mynd
af sér og upplýsingar um heim-
ilisfang. Það gefur viðkomandi barni
tækifæri til þess að senda þakk-
arkort til baka. Þá hafa börnin jafn-
framt sýnt þakklæti sitt með því að
semja ljóð um Ísland, syngja lög eða
segja „jakújú“ – takk á úkraínsku –
eina úkraínska orðið sem Íslending-
arnir sem dreifa gjöfunum muna eft-
ir ferðina, þeir heyrðu það svo oft.
Síðasti skiladagur gjafanna á höf-
uðborgarsvæðinu í ár er 8. nóv-
ember en tekið er við þeim í að-
alstöðvum KFUM og KFUK að
Holtavegi 28. Skiladagur á Akureyri
er 1. nóvember á Glerártorgi. Nán-
ari upplýsingar um verkefnið má
finna á heimasíðunni www.skokass-
ar.net. Hópurinn sem stendur að
verkefninu vill koma á framfæri
þökkum til allra sem hafa lagt hönd
á plóg undanfarin ár. Þeirra á meðal
eru börn í leikskólum og grunn-
skólum landsins, saumaklúbbar,
vinnustaðir og ýmis félagasamtök.
Einnig viljum við hvetja alla til að
taka þátt í gleðinni í ár og nýta tæki-
færið til að leiða hugann að öðru en
fjárhagsvandræðum þjóðarinnar –
þó ekki sé nema um stundarsakir.
Gleðjumst í kreppunni!
Björg Jónsdóttir
biður fólk að leggja
söfnuninni Jól í
pakka lið
» Fjallað er um
verkefnið Jól
í skókassa sem nú fer
fram í fimmta sinn.
Landsmenn eru hvattir
til að búa til jólagjöf
handa fátækum
börnum í Úkraínu.
Björg Jónsdóttir
Höfundur er einn af skipuleggjendum
verkefnisins Jól í skókassa
HRINA gjaldþrota
blasir við okkur. Lána-
stofnanir munu þurfa
að leysa til sín þúsundir
heimila. Þetta mun
leiða til algers verð-
hruns fasteigna sem
mun leiða af sér fleiri
gjaldþrot. Almenningur
gæti safnast saman í
íþróttahúsum landsins
þar sem bæjarfélög
myndu veita fólki athvarf. Heimili
landsins stæðu mannlaus. Þau væru
minnisvarðar um þjóð sem eitt sinn
var.
Þetta er svört spá en minnist þess
að fáir trúðu að bankarnir færu í
þrot á einni viku. Það þarf strax að
kasta líflínum til sökkvandi heimila
landsins. Þó þarf að gæta sanngirni í
því ferli.
Við búum við verðtryggingu. Það
eru settar leikreglur og það þarf
helst að standa við þær. Ef verð-
tryggingin yrði afnumin án fyr-
irvara væri verið að beita fjárfesta
óréttlæti. Hluti þessara fjárfesta er-
um við öll í gegnum lífeyrissjóðina.
Það yrði að bæta fjárfestum upp það
tjón sem þeir yrðu fyrir og þær bæt-
ur yrðu greiddar með skattfé. Það
væri tilfærsla á skuldum sem gæti
reynst bjarnargreiði til lengdar.
Í dag standa yfir umdeildar
björgunaraðgerðir. Þegar þeim er
lokið og uppbygging hafin verður
tímabært að afnema verðtrygg-
inguna.
Hvað er til ráða fyrir heimilin?
Sveigjanleiki í innheimtu lána
Jóhanna á þakkir skildar vegna
aðkomu sinnar að skipulagningu að-
gerða til að auðvelda heimilunum
róðurinn. Hún ætlar að taka öll
íbúðalán undir verndarvæng Íbúða-
lánasjóðs. Til dæmis vill hún gefa
fólki kost á að lengja lánin, sækja
um greiðslustöðvun í allt að 3 ár og
fleira sem kemur sér vel. Það verður
bara að hafa hraðari hendur, á næst-
unni er ekki nóg. Hver dagur sem
líður kostar sjálfsagt nokkrar fjöl-
skyldur heimilið sitt. Krafan er
skýr, aðgerðir strax. Ríkisstjórnin
hefur sýnt okkur að
lagasetning þarf ekki
að taka nema einn sól-
arhring. Er ekki
örugglega vilji á Al-
þingi til að bjarga
heimilunum?
Fjárnám í heim-
ilum verði bannað
Að hjálpa fólki að
leysa vandann sem
fasteignalánin skapa
er ekki nóg. Skjald-
borg heimilanna þarf
að ná allan hringinn ef
fullnægjandi árangur á að nást. Það
myndi bjarga mörgum fjölskyldum
frá þeim ömurlegu örlögum að vera
kastað út úr sínu eigin húsi ef heim-
ilið yrði griðastaður fyrir ágangi sið-
blindra innheimtulögfræðinga.
Það á ekki að heimila fjárnám í
heimilum fólks. Heimilið á að vera
heilagt og öruggt skjól fyrir börn og
fullorðna, þó að þeir síðarnefndu
kunni að misstíga sig stöku sinnum.
Það hjálpar engum að rústa heim-
ilum. Fyrir utan harmleikinn fylgir
því mikill kostnaður sem allir þurfa
að greiða með sköttum.
Ábyrgðir þriðja aðila
felldar úr gildi
Ábyrgðarmenn eru eitt af okkar
sérstöku fyrirbrigðum í fjármálum
einstaklinga. Að hafa ábyrgðarmenn
fyrir hverri einustu skitnu krónu
sem fólk þarf eða hefur tekið að láni
er fáránlegt. Þessar ábyrgðir þriðja
aðila hafa eingöngu valdið fjölskyldu
harmleikjum og öðrum ófögnuði.
Lánadrottnar eiga að sýna ábyrgð
til jafns við lántakandann og setjast
niður með honum ef illa fer, semja
og leysa málin. Ef skuldarinn er
kominn í þrot þarf einfaldlega að af-
skrifa skuldina.
Í dag þurfa lánadrottnar ekki að
hafa fyrir því að tala of mikið við
fólk, þeir byrja bara að ganga á
næsta heimili og setja fólkið þar líka
á hausinn. Fáránlegt.
Þak á innheimtukostnað
Innheimtukostnaður er öfga-
kenndur á Íslandi, oft margfaldur
höfuðstóll skulda. Til dæmis má
nefna að stofnanir sem veita grunn-
þjónustu eins og leikskóla og hádeg-
ismat í grunnskólum nýta þjónustu
innheimtufyrirtækja. Ég hef leitað
svara við því hvers vegna þessir að-
ilar skipta við innheimtufyrirtæki
sem gjarnan margfalda höfuðstól
skulda. Þau svör hafa fengist að ár-
angurinn hjá þeim sé svo góður. Það
skal engan undra góðan árangur
þegar innheimtuaðferðirnar eru
ekkert annað en ofbeldi, fjárhags-
legt ofbeldi.
Þak á innheimtukostnað gæti fal-
ist í því að kostnaðurinn megi aldrei
vera hærri en 20% af höfuðstól
skuldar, auk vaxta. Þá yrði til dæmis
ekki hægt að rukka meira en
1000kr. fyrir að innheimta skuld
sem væri 5000 kr., það er einfald-
lega sanngjarnt.
Þegar einstaklingar lenda á van-
skilaskrá vegna skulda sinna lokast
þeim allar dyr. Það skiptir gríð-
arlegu máli að geta hagrætt við-
skiptum sínum á sem bestan máta
þegar glímt er við fjármálaerf-
iðleika. Til dæmis það eitt að skipta
um símafyrirtæki getur sparað tugi
þúsunda á mánuði. Þeir sem eru á
vanskilaskrá geta ekki stofnað til
nýrra viðskipta við fyrirtæki þó svo
að engin skuld sé til staðar hjá því
eldra. Fólki er alltaf flett upp í van-
skilaskrá við stofnun viðskipta og
það vill enginn taka við þeim sem
eru brennimerktir.
Það er gríðarlega mikilvægt að
heimila eingöngu fjármálafyr-
irtækjum aðgang að vanskilaskrám
á meðan unnið er að því að koma á
jafnvægi, og jafnvel lengur.
Hjólin mega ekki stöðvast
Það verður að halda heimilunum á
floti. Þau eru grunnurinn að þjóð-
félaginu. Ef við höfum ekki fjármuni
til að eiga viðskipti við hvert annað
mun allt stöðvast. Ef það gerist
munum við ekki að hugsa um upp-
byggingu næstu árin. Þeir fáu sem
verða eftir munu fyrst og fremst
hugsa um að halda lífi.
Líflínur til heimilanna
Halldór Gunnar
Halldórsson skrifar
um efnahagsmál
» Það verður að halda
heimilunum á floti.
Þau eru grunnurinn að
þjóðfélaginu.
Halldór Gunnar
Halldórsson
Höfundur starfar sem smiður.