Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
✝ Heiðrún SoffíaSteingríms-
dóttir fæddist á
bænum Myrkárdal í
Hörgárdal 15. ágúst
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð 18. októ-
ber síðastliðinn.
Heiðrún var dóttir
hjónanna Jóhönnu
Vilhjálmsdóttur og
Steingríms Egg-
ertssonar, sem þá
voru búandi í Myrk-
árdal ásamt for-
eldrum Steingríms, en Jóhanna
var ættuð frá Máskoti í Reykjadal.
Í maímánuði 1927 fluttist fjöl-
skyldan alfarið til Akureyrar og
þar ólst Heiðrún síðan upp hjá
foreldrum sínum, sem þar bjuggu
til æviloka, og þar átti hún sitt
heimili alla tíð. Eftir flutninginn
til Akureyrar eignaðist hún tvö
systkini, Karl Hróðmar, f. 25.9.
1927, og Cecelíu, f. 8.9. 1929.
Heiðrún giftist 1. maí 1948 Þor-
steini Jónatanssyni, f. 14.10. 1925,
sem lengi var ritstjóri vikublaðs-
ins Verkamaðurinn og síðar
starfsmaður verkalýðsfélaganna
ára í sambandsstjórn Lands-
sambands Sjálfsbjargar og var
fulltrúi þess á Norðurlandaþing-
um. Við stofnun Endurhæfing-
arráðs ríkisins 1970 tók hún sæti
í ráðinu sem fulltrúi Alþýðu-
sambands Íslands og átti þar sæti
til ársloka 1983 eða allan þann
tíma sem það ráð starfaði. Í for-
mannstíð Heiðrúnar stofnaði
Sjálfsbjörg á Akureyri m.a.
Plastiðjuna Bjarg, sem veitir fötl-
uðum atvinnu, og Endurhæfing-
arstöð Sjálfsbjargar, sem þá tald-
ist og væntanlega enn til
fullkomnustu stöðva sinnar teg-
undar í landinu. Hún var sæmd
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir störf sín að fé-
lagsmálum 1985.
Eftir að Heiðrún hætti for-
mennsku og störfum hjá Sjálfs-
björg starfaði hún um eins árs
skeið hjá Félagsmálastofnun Ak-
ureyrarbæjar og síðustu störf
hennar utan heimilis voru sem
leiðbeinandi við handavinnu á
Dvalarheimilinu Hlíð 1983 og
1984, hluta úr ári. En þá voru
starfskraftar hennar á þrotum.
Næstu árin reyndi hún þó að
sinna heimilisstörfum, en varð
smám saman einnig að gefast upp
við það. Hún dvaldi á hjúkr-
unarheimilinu Hlíð frá 9. apríl
2002.
Útför Heiðrúnar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
á Akureyri. Þau eiga
eina dóttur, Eddu
Hanneyju, f. 8.6.
1944. Afkomendur
hennar eru 10.
Heiðrún stundaði
nám við Gagnfræða-
skóla Akureyrar í
þrjá vetur og lauk
gagnfræðaprófi vor-
ið 1940. Eftir það tók
við vinna á ýmsum
vinnustöðum, einna
lengst við af-
greiðslustörf í versl-
un, en einnig í Slát-
urhúsi KEA á haustin, og svo við
fiskflökun og síldarsöltun. Árin
1953 til 1963 sá hún ásamt föður
sínum um rekstur Alþýðuhússins
við Gránufélagsgötu á Akureyri,
sem þá var í eigu verkalýðsfélag-
anna í bænum og rekið sem al-
hliða funda- og skemmtistaður.
Heiðrún var í hópi þeirra sem
unnu að stofnun Sjálfsbjargar, fé-
lags fatlaðra á Akureyri, 1958, og
skrifaði fundargerð stofnfund-
arins. Þar var hún kosin í stjórn
hins nýja félags og átti þar sæti í
samfellt 23 ár, þar af formaður í
15 ár, 1966-1981. Sat einnig fjölda
Til þín, elsku amma.
Í gleði lífsins kenndir mér,
að gera ávallt betur.
Því hver sinnar gæfusmiður er
og hrós frá ömmu hvetur.
Að eiga ömmu eins og þig,
er besta gjöf í heimi.
Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig,
og aldrei því ég gleymi.
Elsku hjartans amma mín,
nú tregi hjartað fyllir.
Ljúfar stundir og hlýjan þín,
sál og hjarta gyllir.
Þú veitir styrk þó farin sért,
til veraldar hæstu hæða.
Því ávallt í hjarta hjá mér ert,
og árin sár mun græða.
Ég þakka fyrir okkar fund,
og blómakrans ég sendi.
Veit að þú munt hverja stund,
halda í mína hendi.
Gullabörnin þín,
Heiðdís, Fanndís og Þórdís.
Þegar vorar og blóm og gróður
lifna er sá tími ársins sem allir
hlakka til að upplifa. Þrátt fyrir
það er haustið fallegt með sína fal-
legu liti og tákn um að vorið muni
koma á ný. Þessi samanburður á
einnig við líf okkar allra. Það er
vor og sumar þegar við erum við
góða heilsu og okkur líður vel.
Þegar heilsa og þróttur brestur
kemur haust í lífi okkar. Nú hefur
hetja kvatt sér hljóðs og sofnað
eftir erfiða tíð, Heiðrún Stein-
grímsdóttir sem við nú kveðjum.
Missti heilsu á besta aldri en tókst
að halda vori og sumri í hjarta
sínu alla sína lífstíð. Hún er hetjan
okkar og bros hennar og viðmót
gladdi alla sem hana þekktu.
Heiðrún og maður hennar Þor-
steinn bjuggu alla sína tíð á Ak-
ureyri. Þegar ég kynntist konu
minni Fanndísi skynjaði ég hversu
mikils virði þau voru henni. Þegar
við fórum í fyrstu heimsókn okkar
saman norður og ég hitti þau hjón-
in varð ég þess áskynja hversu
Fanndís var rík að eiga þau að.
Heiðrún var þá komin á hjúkr-
unarheimili og hafði hlotið mörg
líkamleg áföll. Í veikburða líkama
var kona sem var mjög opin og já-
kvæð persóna. Fann ég strax hlýju
hennar og viðmót í minn garð. Þar
komu tengsl sem munu aldrei
rofna. Að finna handtak hennar,
hlýju og nærveru er í fjársjóði
minninga minna. Þegar ég fór
norður í eitt sinn með drengi mína
tvo heimsóttum við hana. Hún tók
mér og strákunum opnum örmum.
Hinn 15. ágúst 2004 varð Heið-
rún 80 ára og fórum við norður og
var það yndislegt að sjá er Þor-
steinn endurnýjaði hjúskap þeirra
með því að þau settu upp nýja og
fallega giftingarhringi. Má segja
að hjörtu þeirra hafi slegið í takt
og sú umhyggja sem Þorsteinn bar
til hennar einstök og fögur. Edda
tengdamóðir mín fór í öllum sínum
fríum norður til að vera hjá móður
sinni og Þorsteini. Hún er eina
barn þeirra og þrátt fyrir að allir
vissu hvert stefndi er erfitt að sjá
á eftir Heiðrúnu Steingrímsdóttur.
Nú er haustið komið og sigur í
höfn. Gott er að fá hvíld eftir lang-
an dag.
Ég votta Þorsteini, Eddu,
barnabörnum, barnabarnabörnum,
öðru skyldfólki og vinum mínu
dýpstu samúð.
Guðmundur Ingi Ingason.
Kveðja frá Sjálfsbjörg,
félagi fatlaðra
á Akureyri og nágrenni
Hugurinn leitar aftur í tímann
og til minna fyrstu kynna af
Sjálfsbjörg. Ég var þá lítil stelpa
að selja merki félagsins með Ingi-
björgu systurdóttur Heiðrúnar.
Ekki hvarflaði það að mér þá að
ég ætti eftir að verða formaður fé-
lagsins og þar með önnur konan
sem gegnir starfinu í 50 ára sögu
félagsins.
Heiðrún var ein af stofnendum
Sjálfsbjargar á Akureyri og ná-
grenni og formaður félagsins frá
árinu 1966 til 1981, lengst allra
sem þar hafa komið við sögu. Við
Sjálfsbjargarfélagarnir eigum
henni mikið að þakka. Heiðrún var
frumkvöðull, framsýn og hugdjörf.
Þegar Plastiðjan Bjarg var stofnuð
voru þau hjón Heiðrún og Þor-
steinn þar aðalhvatamenn, jafn-
framt við stofnun endurhæfingar-
innar og byggingu Bjargs við
Bugðusíðu. Fórnfýsi hennar var
ótrúleg og ómæld sjálfboðavinna
unnin.
Ég heimsótti Heiðrúnu á Hlíð
hinn 11. október sl. eftir 50 ára af-
mælishóf félagsins. Þá var hún
orðin mikið veik. Ekki er ég viss
hvað hún meðtók af því sem ég
sagði, en ég sá nokkrum sinnum
blik í augum og bros á vör. Ég vil
að lokum þakka Heiðrúnu fyrir
það mikla og góða starf sem hún
vann í þágu félagsins. Sjálfsbjarg-
arfélagar senda fjölskyldu Heið-
rúnar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
F.h. Sjálfsbjargar á Akureyri og
nágrenni,
Herdís Ingvadóttir,
formaður.
Heiðrún Soffía
Steingrímsdóttir
Samúðarkerti/hólkar með
huggunarorðum fást í blómabúðum.
isdecor@isdecor.is
Samúðarkerti
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR K. BERGSTEINSSON
fyrrverandi forstjóri,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en
þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Brynja Þórarinsdóttir,
Þórarinn Gunnarsson,
Ragnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Magnússon,
Bergsteinn Gunnarsson, Anna S. Björnsdóttir,
Theódóra Gunnarsdóttir, Garðar Þ. Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn,
barnabarnabarn og frændi,
BJARNI SALVAR SIGURÐSSON,
til heimilis að
Stuðlabergi 76,
Hafnarfirði,
andaðist á Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn
23. október.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
Rakel Hrund Matthíasdóttir, Sigurður Þór Björgvinsson,
Þórunn Lea Sigurðardóttir,
Elsa Bjarnadóttir, Matthías Eyjólfsson,
Þórunn Ólafsdóttir, Daníel Magnús Jörundsson,
Ragnheiður Reynisdóttir, Björgvin Helgi Halldórsson,
Sigríður Þorleifsdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Þökkum innilega alla þá vináttu og samúð sem
okkur var sýnd við fráfall móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SVÖVU GUÐJÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis í Bakkahlíð 45,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Börn hinnar látnu.
✝
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
KRISTJÁNS HÁLFDÁNSSONAR,
Brimnesvegi 16,
Flateyri.
Guðmundur Helgi Kristjánsson, Bergþóra Ásgeirsdóttir,
Hinrik Kristjánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Hálfdán Kristjánsson, Hugborg Linda Gunnarsdóttir,
Kristjana Kristjánsdóttir, Birgir Laxdal,
Ragnar Hjörtur Kristjánsson, Þórunn Ísfeld Jónsdóttir,
Guðríður Rúna Kristjánsdóttir, Gunnar Ævar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma,
HERDÍS BJÖRG GUNNGEIRSDÓTTIR,
Ársölum 3,
Kópavogi,
lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins
28. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Friðrik Björnsson,
Gunngeir Friðriksson, Edda Björg Sigmarsdóttir,
Ásgeir Friðriksson, Helga Lára Ólafsdóttir,
Sigurrós Friðriksdóttir,
Sigurrós Eyjólfsdóttir,
Viðar Gunngeirsson, Halla Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Elsku mamma, tengdamamma, amma og lang-
amma,
MARGRÉT GUÐNADÓTTIR,
Herjólfsgötu 36,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 24. október, verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 31. október kl. 15.00.
Elín Gísladóttir, Gunnar Linnet,
Guðni Gíslason, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir,
Ingunn Gísladóttir, Halldór Jónas Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.