Morgunblaðið - 30.10.2008, Page 32
Bjarni Hansson
frá Kirkjubóli í
Langadal í Ísa-
fjarðardjúpi er
áttræður í dag,
30. október.
Hann býður vin-
um og vanda-
mönnum að
fagna með sér á
Hilton-hóteli við Suðurlandsbraut í
Reykjavík, annarri hæð, laugar-
dagskvöldið 1. nóvember frá kl. 20
til 23.
80 ára
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að
þér elskið hver annan, eins og ég hef
elskað yður. (Jh. 15, 12.)
Skiptar skoðanir eru um hvortvetur leggist óvenjusnemma að
en Víkverji er í hópi þeirra sem
finnst veturinn alveg á réttum tíma.
Það var jú fyrsti vetrardagur á laug-
ardaginn og byrjað að frysta nokkr-
um dögum fyrr. Nú í fyrstu viku
vetrar hefur verið snjór hér í borg-
inni sem þó er varla til að tala um
miðað við vetrarríkið úti á landi með
tilheyrandi ófærð.
Víkverji veltir því samt fyrir sér
hvort hann sem höfuðborgarbúi
myndi vilja skipta um veður við Ís-
firðinga eða Akureyringa. Stað-
reyndin er nefnilega sú að þegar
Víkverji á erindi á þessa staði að
vetrarlagi finnst honum allt veðurfar
skyndilega vera orðið stöðugra og
áreiðanlegra. Hér fyrir sunnan veit
maður aldrei hvar maður hefur veðr-
ið. Að lifa með sunnlenskum vetri er
svipað og að ræða við mann sem get-
ur varla klárað setningu án þess að
frussa, hlæja eða hágrenja á sama
tíma. En til dæmis á Akureyri væri
viðmælandinn yfirvegaður, rökfast-
ur og vel máli farinn. Auk þess væri
hann með þunga í málflutningi sín-
um og gæti fryst mótrökin hjá
manni með feiknakrafti. Sá ísfirski
væri ósköp svipaður, nema hvað
hann gæti verið aðsópsmeiri þegar
norðanáttin dettur í hann.
x x x
Víkverji er ekki frá því að sunn-lenska veðurfarið hafi þessa
fyrstu viku vetrar aðeins reynt að
taka sér höfðingjana fyrir norðan
sér til fyrirmyndar enda hefur
verðrið í borginni verið stöðugt að
minnsta kosti tvo morgna í röð. En
dæmigert er að það verði brostið á
með útsynningi og þrýstingsfalli áð-
ur en maður lýkur við þessa setn-
ingu.
Víkverji ætlar að fá sér nagladekk
á hjólið sitt í vetur og prófa sig
áfram með vetrarhjólreiðar – að því
gefnu að svoleiðis dekk fáist í hjóla-
búðum á þessum síðustu og verstu.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 ömurlegt, 8
sárs, 9 mergð, 10 elska,
11 angan, 13 aulann, 15
andvara, 18 karldýr, 21
forfeður, 22 fær af sér,
23 yndis, 24 vikudags.
Lóðrétt | 2 bárum, 3
ýlfrar, 4 kranka, 5 koma
að haldi, 6 eldur, 7 fall,
12 blóm, 14 blása, 15
gjálfur, 16 gerðu sam-
komulag, 17 benin, 18
stúlka, 19 fáni, 20 gang-
setja.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 vomar, 4 hlass, 7 lensu, 8 felds, 9 fes, 11 aðan,
13 fróa, 14 ældir, 15 gaur, 17 íman, 20 ári, 22 rytan, 23
gulls, 24 aflar, 25 akrar.
Lóðrétt: 1 vilpa, 2 munda, 3 rauf, 4 hafs, 5 aular, 6
sessa, 10 endur, 12 nær, 13 frí, 15 garða, 16 umtal, 18
mylur, 19 nusar, 20 ánar, 21 igla.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Skipt um lit.
Norður
♠64
♥K
♦ÁK752
♣D10974
Vestur Austur
♠G7 ♠10982
♥DG1096 ♥8743
♦D1064 ♦G
♣K2 ♣ÁG86
Suður
♠ÁKD53
♥Á52
♦983
♣53
Suður spilar 3G.
Með bestu spilamennsku og góðri
vörn verður niðurstaðan sú að sagn-
hafi fær fjóra slagi á spaða, tvo á
hjarta og þrjá á tígul. Hvernig má það
vera? Útspilið er hjartadrottning.
Til að byrja með reynir sagnhafi að
skapa sér fjóra tígulslagi, sem er auð-
velt verk ef liturinn fellur 3-2 og ekki
vonlaust í 4-1-legu eigi austur stakt
mannspil. Fyrst er ♦Á lagður niður
og áttan látin undir heima, síðan er
smáum tígli spilað á níuna. Ef vestur
drepur fást fjórir slagir á litinn með
því að svína sjöunni næst, þannig að
vestur gerir því best í því að dúkka.
En sá krókur á móti bragði dugir
vörninni ekki, því sagnhafi skiptir nú
um líflit, snýr sér að spaðanum og
tryggir sig gagnvart 4-2-legu með því
að spila smáum spaða á undan
♠ÁKD.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Einbeittu þér að grunnþáttunum:
vinnu og ást. Ef þig skortir hvorugt vant-
ar þig bara þakklæti í hjarta til að vera
hamingjusöm. Ef ekki – er lífið fullkomið!
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er meira áríðandi að vita hvað
þarf að gera en að gera það. Það er vit-
urlegt að hefjast ekki handa við verkefni
dagsins án þess að skipuleggja sig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert sleip í félagslífinu. Þú get-
ur komið fólki saman án þess að það eigi
nokkuð sameiginlegt. Í lok dags er heim-
urinn vinalegri, þér að þakka.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert föst í rútínu þar til þú gerir
þér grein fyrir að þú þarft ekki að vera
það. Hvernig væri að gantast og dansa
meira? Þú sérð ekki eftir því.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Verkið krefst þess að þú farir þér
hægt og vandir þig. Að gera hlutina rétt
tekur helmingi lengri tíma en að gera þá
rangt – en svo þarftu að laga allt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Verkin hlaðast upp og þér líður sí-
fellt verr. Hvernig væri að hefjast handa?
Það tekur þig nokkra klukkutíma.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Undirmeðvitundin skemmtir þér all-
an daginn. Myndirnar sem birtast í
hausnum á þér eru oft sprenghlægilegar.
Haltu upp á brjálað ímyndunarafl þitt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú stendur á tímamótum. Það
sem var vinaleg samkeppni breytist í
stríð. Taktu rökrétta ákvörðun: Er þess
virði að reyna að vinna þetta stríð?
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur misst trúna á vissum
aðila. Kannski er ekkert sem hann hefur
gert rangt. Tiltrú er eins og vöðvi; ef þú
notar hann ekki rýrnar hann.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Leyndar staðreyndir koma í
ljós. Líklega tengdar vitneskju frá árum
áður. Þú hefur getað gleymt þeim sjálf en
það er ástæða fyrir því að þú manst þær.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Nú er ekki tíminn fyrir
kænsku. Fólk skilur ekki það sem þú ýjar
að. Talaðu hátt og snjallt, skrifaðu stóra
stafi og biddu um einmitt það sem þú vilt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Allt mun enda vel, ef þú neitar að
hafa áhyggjur. Þegar þú finnur að þú ert
að keyra út af í huganum, beindu þá hugs-
ununum aftur inn á beinu leiðina.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
30. október 1796
Dómkirkjan í Reykjavík var
vígð. Hún hafði verið átta ár í
smíðum. Kirkjan var end-
urbyggð árið 1848 en miklar
endurbætur voru gerðar á
henni rúmum þrjátíu árum
síðar.
30. október 1952
Íslenskir tónar gáfu út „fyrstu
íslensku dansplöturnar“, eins
og það var orðað í Þjóðvilj-
anum. Þetta voru þrjár
tveggja laga plötur með söng
Svavars Lárussonar. Meðal
laganna voru Hreðavatnsvals-
inn, Ég vildi ég væri og Fiski-
mannaljóð frá Kaprí.
30. október 1981
Kvöldgestir, útvarpsþáttur
Jónasar Jónassonar, hóf
göngu sína. Hann hefur síðan
verið á dagskrá Rásar 1 á
föstudagskvöldum.
30. október 1998
Helmingshlutur ríkissjóðs í
Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins, FBA, var seldur fyrir
4,7 milljarða króna. Þetta var
þá talin mesta einkavæðing á
Íslandi. Bankinn var síðar
sameinaður Íslandsbanka.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„ÞETTA eru ekki tímamót af neinu tagi,“ segir
Mörður Árnason um afmælisdaginn í dag. „Ég ætla
að vera í minni eigin vinnu við ýmis verkefni, s.s. að
undirbúa kennslu og lesa yfir bókarhandrit. Síðan
ætla ég að mæta á fund hjá Samfylkingunni um fjár-
hagskreppuna.“ Sjálfur ætlar hann því ekki að gera
sér sérstakan dagamun. „Ég þori ekki að segja hvað
konan mín leggur til málanna en ég á ekki von á að
það verði neitt stórkostlegt.“
Það má búast við líflegum umræðum á fundinum
sem Mörður nefnir. „Þetta eru svo sannarlega sér-
stakir tímar og það er smám saman að síast inn hversu afdrifaríkir þeir
geta orðið fyrir fólkið og fyrirtækin. Fyrir okkur, sem höfum áhuga á
pólitík, verður líka fróðlegt hvað gerist eftir þetta því nú hefur hug-
myndafræði frjálshyggjunnar og græðginnar orðið fyrir áfalli. Eins á
eftir að sjá hvernig spilast úr praktískum hlutum eins og ríkisstjórninni
á Íslandi og útkomu fjárlaga. Framtíðin er óvissari en nokkru sinni
fyrr.“
Mörður hlær þegar hann er beðinn að segja fyrir um ástandið að fimm
árum liðnum, þegar hann verður sextugur. „Ég hef ekki hugmynd um
það en ég vona að bæði heimurinn og ég verðum enn á róli.“ ben@mbl.is
Mörður Árnason íslenskufræðingur er 55 ára
Sannarlega sérstakir tímar
Sudoku
Frumstig
7 2 5
8 1 4 7
5 7 3 1
2 5 1 9
1 6 3 4
4 6 8 1
3 1 6 2
1 9 4 7
2 3 6
1 2 3
7 3 8
5 3 8 7
4 1 9 6
9 2 3 4
4 8 5 6
2 7 4 5
6 7 3
3 8 4
4 6 2
1 3 8 4
2 7 9
2 5 9 4 8
9 1 3 5 7
3 1 2
9 4 6 1
8 9 4
2 1 7 5 4 9 6 3 8
3 4 5 2 6 8 1 9 7
8 6 9 3 7 1 4 5 2
4 5 8 7 1 2 9 6 3
9 7 1 4 3 6 8 2 5
6 3 2 8 9 5 7 1 4
7 9 4 1 5 3 2 8 6
5 2 6 9 8 7 3 4 1
1 8 3 6 2 4 5 7 9
9 7 8 6 5 3 4 2 1
3 4 6 2 7 1 8 9 5
1 2 5 8 4 9 6 7 3
5 3 9 1 8 6 2 4 7
4 8 2 3 9 7 5 1 6
7 6 1 4 2 5 3 8 9
6 1 4 9 3 2 7 5 8
8 5 3 7 1 4 9 6 2
2 9 7 5 6 8 1 3 4
1 3 7 8 6 9 5 2 4
9 6 4 3 2 5 7 8 1
8 2 5 4 7 1 3 9 6
3 4 6 7 8 2 9 1 5
7 9 2 5 1 4 8 6 3
5 1 8 9 3 6 2 4 7
4 5 1 2 9 3 6 7 8
2 7 3 6 4 8 1 5 9
6 8 9 1 5 7 4 3 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 30. október,
304. dagur ársins 2008
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7
5. d3 Rh6 6. Bg5 f6 7. Bd2 d6 8. Dc1
Rf7 9. Rf3 Bd7 10. 0-0 Dc8 11. Rd5 0-0
12. h4 Bh3 13. Kh2 Bxg2 14. Kxg2 b5
15. Hh1 Hb8 16. Rh2 b4 17. f4 f5 18. h5
e6 19. hxg6 hxg6 20. Re3 Db7 21. exf5
Rd4+ 22. Kf2 exf5 23. Df1 Hfe8 24.
Dh3
Staðan kom upp í Evrópukeppni
taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í
Halkidiki í Grikklandi. Kristján Eð-
varðsson (2.245) sem tefldi fyrir Tafl-
félagið Helli hafði svart gegn Rudi
Mauquoi (2.032) frá Lúxemborg.
24. … Hxe3! 25. Bxe3 Rxc2 26. Rf3
Rh6 27. Re5 dxe5 28. fxe5 Rg4+ 29.
Ke2 Rcxe3 30. Dh7+ Kf8 31. Hag1
Rxe5 og hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Nýirborgarar
Keflavík Vilborg Anna
fæddist 4. mars kl. 6.39.
Hún vó 2.735 g og var 45
sm löng. Foreldrar henn-
ar eru Þórður Þór Sig-
urjónsson og Karen Ingi-
mundardóttir.
Reykjavík Adrían Daði
fæddist 30. júlí kl. 13.01.
Hann vó 3.450 g og var 50
sm langur. Foreldrar hans
eru Kristín Ósk Högna-
dóttir og Aron Daníel
Arnarson.
Selfoss Kristján Rúnar
fæddist 27. júní á Selfossi.
Hann vigtaðist 4.005 g og
var 53 sm langur. For-
eldrar hans eru Sturla
Bergsson og Sveinbjörg
Kristjánsdóttir.