Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 34
Rithöfundur Ian McEwan.
ÓPERA sem er byggð á texta eftir
rithöfundinn og Booker-verðlauna-
hafann Ian McEwan hefur verið
frumsýnd í óperuhúsinu í Linbury í
London.
Óperan For You fjallar um
hrokafullt tónskáld sem þráir
spenning æskuáranna.
McEwan segir að hann hafi verið
hálfplataður til að vinna með tón-
skáldinu og höfundi óperunnar,
Michael Berkeley, sem er gamall
vinur hans. Rithöfundurinn segir
að hann hafi vísvitandi valið þemu
með kynlífi, þráhyggju og hórdóm í
verkið vegna þess að honum finnst
þau tilheyra óperu.
McEwan og Berkeley hafa unnið
saman áður að óratoríunni Or Shall
We Die? fyrir 25 árum.
McEwan vann að texta For You á
sama tíma og hann skrifaði skáld-
söguna The Atonement sem færði
honum Booker-tilnefningu.
McEwan
semur
óperutexta
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
MÁLVERK eftir Pablo Picasso, sem
átti að bjóða upp hjá Sotheby í New
York í næstu viku, hefur verið dreg-
ið til baka af uppboðinu. Búist var
við því að verkið, sem ber heitið
Arlequin, færi á yfir 30 milljónir
dollarar.
Mörg þekkt verk hafa ekki selst á
eins háa upphæð og búist var við á
uppboðum að undanförnu, og er
efnahagskreppu heimsins kennt um.
Í tilkynningu frá Sothebys segir
að eigandi verksins hafi ákveðið að
taka það af uppboðinu af persónu-
legum ástæðum. Verkið var í eign
súrrelíska málarans Enrico Donati
sem lést fyrr á þessu ári, 99 ára að
aldri. Hann keypti það í París á
fimmta áratugnum fyrir 12.000 doll-
ara. Arlequin hefur ekki komið fyrir
sjónir almennings í 45 ár.
Í seinasta mánuði sagði Emm-
anuel Di-Donna hjá Sothebys að
þetta væri eitt stórfenglegasta verk
frá kúbisma-tímanum sem hefur
komið á opinn markað.
Menningaritstjóri The Art
Newspaper segir að listamarkaður-
inn í New York sé í meiri lægð um
þessar mundir en í öðrum borgum
en reyndar hafi haustuppboðin í
London, Sydney og Hong Kong ekki
staðið undir væntingum.
Arlequin Verk eftir Picasso.
Listaverka-
sala í lægð
Verk eftir Picasso
tekið af uppboði
HELGA Kress flytur fyrirlest-
urinn „Sifjaspell á 15. öld:
Hvassafellsmál í samtíð, sögu
og bókmenntum“ hjá RIKK
(Rannsóknastofu í kvenna- og
kynjafræðum) í dag. Fjallað
verður um svokölluð Hvassa-
fellsmál á síðari hluta 15. aldar
þar sem feðgin voru kærð fyrir
sifjaspell. Gerður verður grein-
armunur á hugtökunum sifja-
spellum (skyldleika aðila) og pedofílíu (barna-
girnd) sem geta fallið saman en merkja ekki það
sama. Bæði eru þessi minni algeng í íslenskum
bókmenntum.
Fyrirlesturinn fer fram á Háskólatorgi HÍ, í
stofu 104, milli kl. 12-13.
Hugvísindi
Hvassafellsmál
í samtíð og sögu
Helga Kress
VÖKUDAGAR, menningar-
hátíð Akraness, hefjast í dag og
standa til 9. nóvember.
Hátíðin er nú haldin í sjötta
sinn og hefur aldrei verið eins
umfangsmikil. Hún er borin
uppi af listviðburðum heima-
fólks með aðkomu listamanna
annars staðar frá. Meðal dag-
skrárliða má nefna Jass- og
blúshátíð Akraness, Kirkjuviku
og þá taka allir skólar bæjarins þátt. Rúmlega 20
listamenn sem rætur eiga á Akranesi opna sam-
sýningu undir yfirskriftinni „Skagalist 08“. Á opn-
unarhátíðinni í dag, í Hafbjargarhúsi á Breið kl.
16, verða sérstök menningarverðlaun Akraness
veitt í fyrsta sinn.
Menningarhátíð
Vökudagar
í sjötta sinn
Frá Akranesi.
Á HVERJU fimmtudagskvöldi
fram að jólum stendur bóka-
forlagið Salka fyrir fjölbreyttri
og gefandi dagskrá í fallegu
umhverfi í Gyllta salnum á
Hótel Borg.
Í kvöld hefst gamanið með
hálfgerðu konukvöldi: Sigrún
Baldvinsdóttir frá Tarotlest-
ur.is spáir í spilin, Inga María
Valdimarsdóttir leikkona les úr
Síðasta fyrirlestrinum og Borða, biðja, elska,
Heiða Dóra trúbatrixa er með tónlistaratriði og
Þóra Sigurðardóttir kynnir bókina Japanskar
konur hraustar og grannar.
Þessi notalega kvöldstund hefst kl. 20 og er frítt
inn.
Bókmenntir
Sölkukvöld
á Hótel Borg
Borða, biðja, elska.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi, ekki
einu sinni á hverju ári, sem boðið er
upp á brasstónlist í höfuðstað Norð-
urlands. En í kvöld heldur Brass-
sextett Norðurlands tónleika í Akur-
eyrarkirkju ásamt Eyþóri Inga
Jónssyni orgelleikara og Hjörleifi
Jónssyni sem spilar á pákur.
Sextettinn skipa trompetleikar-
arnir Vilhjálmur Ingi Sigurðarson,
Sveinn Sigurbjörnsson og Hjálmar
Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson
sem leikur á horn, Kaldo Kiis á bás-
únu og Helgi Þorbjörn Svavarsson á
túbu.
„Þetta er endurreisnar- og
barokktónlist; verk eftir Bach,
Händel og Telemann, svo einhverjir
séu nefndir,“ sagði Vilhjálmur Ingi í
samtali við Morgunblaðið.
Mörg þekkt verk hljóma í Akur-
eyrarkirkju í kvöld og að minnsta
kosti eitt þeirra þekkja allir; Euro-
vision-stefið fræga. „Þetta er mjög
spennandi verkefni, ekki síst að hafa
páku- og orgelleikara með okkar.
Tónlistin er í kirkjulegri kantinum,
mjög hátíðleg og það á vel við að
leika hana í kirkjunni,“ sagði Vil-
hjálmur.
Hann er nýfluttur heim, hinir
höfðu starfað eitthvað saman sem
kvintett en hann hafði áhuga á að
vera með og úr varð sextett. Allir
eru tónlistarmennirnir í Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands og stefna að
því að leika saman undir merkjum
sextettsins. „Við viljum festa okkur í
sessi og koma reglulega fram; halda
að minnsta kosti tvenna tónleika á
ári. Ég geri ráð fyrir því að við verð-
um næst með jólatónleika. Svo getur
vel verið að við förum í eitthvað róm-
antískara eða klassískara.“
Aðgangseyrir á tónleikana er
1.500 kr. en frítt fyrir nemendur
Tónlistarskólans á Akureyri.
skapti@mbl.is
Brass í Akureyrarkirkju
Trompetleikari flutti heim og kvintettinn varð að sextett
Morgunblaðið/Sverrir
Brass Eyþór Ingi Jónsson leikur á
orgelið í Akureyrarkirkju í kvöld.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
MAGNÚS Sigurðsson er 24 ára bók-
menntafræðingur sem hefur undan-
farið fengist við ljóðaþýðingar, ljóða-
gerð og smásagnaskrif. Hann fékk í
gær afhent bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar fyrir
ljóðabókina Fiðrildi, mynta og spör-
fuglar Lesbíu, sem meðal annars
hefur að geyma þýðingar Magnúsar
á fornbókmenntum.
„Þessi bók hefst á þýðingum úr
latínu á kvæðum Katúllusar og end-
ar á þýðingum úr Eneasarkviðu eftir
Virgil, en í miðjukaflanum eru frum-
ort ljóð,“ segir Magnús.
Það er ekki algengt að ungskáld
séu svona niðursokkin í fornbók-
menntir, en Magnús kynntist þeim
eftir krókaleiðum. „Ég sæki mikið til
módernista, Ezra Pounds og T.S.
Elliots, sem voru á kafi í fornöldinni
á sama tíma og þeir voru nýskap-
andi. Þessi aðferð var þeim mjög eðl-
islæg og náttúruleg, að leita þessara
sammannlegu almennu gilda í hinni
klassísku fornöld.“
Tvöþúsund ára hefð
„Ljóð Katúllusar og Virgils eru
þessi kunni ástarkveðskapur sem
hefur verið gegnumgangandi í vest-
rænni bókmenntahefð þessi tvöþús-
und ár sem liðin eru síðan þau voru
samin og ég máta þá hefð við eigin
upplifanir. Ég byrjaði á því að þýða
þessi ljóð eftir Katúllus svona af
áhuga og persónulegri reynslu sem
rímaði svo vel við það sem hann var
að skrifa um.“ Lesbía, sem vísað er
til í heiti bókarinnar var einmitt ást-
kona Katúllusar.
Magnús vakti fyrst athygli í fyrra
Á kafi í
fornöldinni
Magnús Sigurðsson hlaut bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhrif úr bókmenntasögunni „Ég sæki mikið til módernista, Ezra Pound og
T.S. Elliot, sem voru á kafi í fornöldinni,“ segir Magnús Sigurðsson.
fyrir þýðingar sínar á Söngvunum
frá Pisa eftir Pound. Auk ljóðabók-
arinnar er Magnús nýbúinn að
senda frá sér smásagnasafnið
Hálmstráin. Sögurnar gerast víða, í
Barcelona, á Ísafirði og á Nýja-
Íslandi. „Það er sagt að ljóðin séu
vettvangur hinnar einlægu tján-
ingar, en ég held að í mínu tilfelli séu
það miklu frekar smásögurnar sem
gegna því hlutverki. Ljóðin gera það
að einhverju leyti líka, en það er
meiri heildarhugsun á bakvið ljóða-
bókina en smásögurnar. Smásög-
urnar voru sem form betur til þess
fallnar að fjalla um sjálfan mig.“
Í HNOTSKURN
»Verð-launin
hafa verið
veitt frá því
1994 og síð-
ustu þrjú ár-
in hefur óút-
gefið ljóða-
handrit verið
verðlaunað
ár hvert. Alls
bárust 28
handrit að þessu sinni.
»Auk út-gáfu á handriti sínu hlýtur
höfundurinn sem ber sigur úr
býtum 600.000 krónur í verð-
launafé.
»Dómnefnd skipa þau Kol-brún Bergþórsdóttir, Þor-
steinn Davíðsson og Ingibjörg
Haraldsdóttir
Tómas
Guðmundsson
„Ég skal játa að
við fyrstu hlustun
á þessa plötu vissi ég
varla hvaðan á mig stóð
veðrið.“ 40
»