Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.10.2008, Qupperneq 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Jólablað Morgunblaðsins Stórglæsilegt sérblað tileinkað jólunum fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. nóvember. Meðal efnis er: • Jólafötin á alla fjölskylduna. • Hátíðarförðun litir og ráðleggingar. • Uppáhalds jólauppskriftirnar. • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. • Smákökur. • Kökuuppskriftir • Eftirréttir. • Jólakonfekt. • Jólauppskriftir frá kokkum. • Vín með jólamatnum. • Laufabrauð. • Gjafapakkningar. • Jólagjafir. • Kertaskreytingar. • Jól í útlöndum. • Jólakort. • Jólabækur og jólatónlist. • Jólaundirbúningur með börnunum. • Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, föstudaginn 21. nóvember. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Á SUNNUDAGINN kemur 180 manna kór fram í Skagafirði og með þeim tveir píanóleikarar, slagverks- sveit og fríður flokkur einsöngvara. Verkefnið er líka ekki af minni gerð- inni, Carmina Burana eftir Carl Orff. „Það er mikil hefð fyrir söng hérna og þetta er bara smá viðbót í flotta flóru,“ segir Kristján F. Val- garðsson söngkennari sem hefur staðið í ströngu við undirbúning tón- leikanna. Hann segir verkið ekki hafa verið flutt áður í Skagafirði og að þetta sé stærsti kór sem hann viti til að hafi komið þar saman. Reyndar er um sex kóra að ræða sem sameinast á sunnudaginn, Óperukór Reykjavík- ur, Skagfirsku söngsveitina, kvenna- kór úr Domus vox, kór Flensborg- arskóla í Hafnarfirði, Landsvirkj- unarkórinn og Carminuhópinn í Skagafirði sem varð til fyrir um ári. „Ég stofnaði þennan hóp í kringum flutninginn á þessu verki og svo kemur í ljós hvort hópurinn lifir. Þetta er ekki stór hópur, en góður og að hluta til eru þetta nemendur mínir.“ Stjórnandi er Garðar Cortes og einsöngvarar þau Þóra Einarsdóttir, Bergþór Pálsson og Þorgeir J. Andrésson. Búin að syngja í Carnegie Hall Svipaður hópur, að undanskildum kór Flensborgarskóla, flutti verkið á tónleikum í Langholtskirkju og Carnegie Hall í New York í vor og sumar. „Ég hef gengið með það í maganum í mörg ár að koma þessu verki á laggirnar hérna og var búinn að koma mér í samband við Garðar Cortes til þess að fá ráð,“ segir Kristján sem er gamall nemandi Garðars. „Hann hafði svo samband við mig síðasta haust og bauð mér að bland- ast í hópinn hans með Carnegie Hall í huga. Ég gerði samkomulag við hann um að þetta yrði flutt í Skaga- firði líka og þar með fór boltinn af stað.“ Margir þekkja Carmina Burana af þekktum hljóðupptökum með hljómsveit og kór. Í Skagafirðinum verður önnur útsetning eftir lærling höfundarins notuð, sem Orff sjálfur lagði blessun sína yfir. „Þetta er minni útgáfan af verkinu. Hann gerði stóru útgáfuna fyrst sem krefst stórrar hljómsveitar. Ekki allir hafa efni á henni, svo hann lét gera þessa útgáfu til viðbótar.“ Kristján segir mikla stemningu fyrir tónleikunum í Skagafirði. „Þetta bara auðgar lífið hérna, það er bara fyrst og fremst metnaður- inn.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Risakór Garðar Cortes stjórnaði stórum hluta kórins þegar hann söng Carmina Burana á tvennum tónleikum í Lang- holtskirkju í vor og í Carnegie Hall í New York í sumar, en þessi mynd var tekin við undirbúning þeirra tónleika. Fimmtíu manna kór Flensborgarskóla hefur síðan bæst í hóp þeirra sem syngja verkið í Skagafirði um helgina. 180 manna kór í Skagafirði  Carmina Burana eftir Carl Orff flutt á sunnudaginn í íþróttahúsinu í Varmahlíð  Sex kórar sem sameinast í einn Í HNOTSKURN »Slagverkssveit frá Sinfón-íuhljómsveit Norðurlands leikur á tónleikunum og við flyglana tvo verða Kristinn Örn Kristinsson og Guðríður Sigurðardóttir. »Tónleikarnir fara fram ííþróttahúsinu í Varmahlíð klukkan 17 á sunnudaginn. Carmina Burana er kantata eftir þýska tónskáldið Carl Orff, sem samin var á árunum 1935 og 1936. Hún er byggð á 24 ljóðum úr miðaldahandriti með sama nafni sem fannst í þýsku klaustri snemma á 19. öld. Umfjöll- unarefnin eru af veraldlegum toga, meðal annars fallvaltleiki auðs og gæfu og þær hættur sem liggja í veraldlegum nautnum. Orff hlaut mjög lofsamlega dóma eftir frumflutning verksins í Frankfurt árið 1937 og sagði í bréfi til útgefenda síns: „Allt sem ég hef skrifað hingað til, og þú hefur því miður gefið út á prenti, er nú hægt að brenna. Carmina Burana markar upphafið á ferli mínum.“ Verkið hefur verið notað við ýmis tækifæri, til dæmis eru brot úr því leikin í kvikmyndunum Excalibur, Natural Born Killers og The General’s Daughter. Carmina Burana Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.