Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008
Kári Sturluson umboðsmaður
hitti varaforseta Warner Music,
Seymore Stein, á ráðstefnunni
Musexpo í London í gær og var sá
hugsi yfir efnahagsástandi þjóð-
arinnar. Þetta ráðlagði hann okk-
ur: „Búið til fleiri tónlistarmenn
eins og Björk. Þá lagast allt.“
Varaforseti Warner
ræður Íslandi heilt
Fólk
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
JEFFREY er ungur Bandaríkjamaður á Íslandi sem tekur
þátt í sjálfshjálparnámskeiði í þeirri von að vinna kærustu
sína til baka. Námskeiðinu er stjórnað af Betu, sjálfmennt-
uðum nýaldar þerapista sem notast við óhefðbundnar að-
ferðir til að ná fram markmiðum sínum. Eftir því sem líður
á námskeiðið á Jeffrey æ erfiðara með að átta sig á hvort
Beta sé í raun að hjálpa honum að fá kærustu sína aftur eða
ekki.
Þannig hljómar söguþráður stuttmyndarinnar Jeffrey &
Beta sem verður frumsýnd í Regnboganum á morgun. „Þetta
Hljómsveitin Jeff Who? hefur
sent frá sér nýja smáskífu sem ber
titilinn „Congratulations“. Lagið er
fyrsta lag nýrrar plötu sem sveitin
hefur tekið upp en erfiðlega gekk
að koma plötunni í framleiðslu.
Mun ástæðan hafa verið greiðslu-
örðugleikar Smekkleysu, útgáfu-
fyrirtækis Jeff Who? til handa upp-
tökustjóranum Axel Árnasyni sem
neitaði lengi vel að sleppa hendinni
af frumupptökunum nema hann
fengi að fullu greitt fyrir sína
vinnu. Ef marka má gæði lagsins er
von á að nýja platan seljist nokkuð
vel fyrir jólin og því hlýtur það að
vera bagalegt fyrir fjárhag útgáfu-
fyrirtækisins að hafa ekki getað
komið plötunni út í framleiðslu
fyrr.
Ný plata Jeff Who?
loksins í framleiðslu
Heimildarmyndin Hér er draum-
urinn eftir Jón Egil Bergþórsson
verður frumsýnd í Háskólabíói á
morgun og verður sýnd þar alla
helgina. Myndin, sem er í fullri
lengd, fjallar um stærstu sveita-
ballasveit lýðveldisins, Sálina hans
Jóns míns, sem fagnar 20 ára
starfsafmæli í ár. Hún lengi lifi,
húrra …
Glæný heimildarmynd
um Sálina frumsýnd
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„HÚN er mikil stjarna hérna og á sér
fjölmarga aðdáendur. Flestir þeirra
aðdáenda eru auðvitað líka stuðnings-
menn CSKA Sofia, liðsins sem mað-
urinn hennar spilar með,“ segir Pavel
Kolev, blaðamaður hjá búlgarska
glanstímaritinu Max. Kolev tók viðtal
við Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, fyr-
irsætu og eiginkonu Garðars Gunn-
laugssonar, knattspyrnumanns hjá
CSKA Sofia, og birtist það í nýjasta
tölublaði Max sem kom út í gær. Svo
vinsæl virðist Ásdís vera orðin í Búlg-
aríu að ákveðið var að setja hana á
forsíðu tímaritsins.
„Það er mjög stutt síðan hún varð
þekkt andlit hérna í Búlgaríu, og þess
vegna þótti okkur skemmtilegt að
setja hana á forsíðuna, fólki finnst
hún mjög áhugaverð. En svo er hún
náttúrlega mjög falleg stúlka frá Ís-
landi, og það hefur enginn íslenskur
knattspyrnumaður spilað áður hérna
í Búlgaríu,“ segir Kolev og bætir því
við að eiginkonur tveggja annarra
knattspyrnumanna hafi verið í við-
tölum í blaðinu, en ákveðið hafi verið
að setja Ásdísi á forsíðuna. Hún fetar
þar með í fótspor stórstjarna á borð
við Charlize Theron, Monicu Bellucci
og Gisele Bündchen sem allar hafa
prýtt forsíðu tímaritsins.
Að sögn Kolevs sóttust fimm eða
sex önnur búlgörsk tímarit eftir því
að taka forsíðuviðtal við Ásdísi, en
hún hafi ákveðið að velja Max.
Líkt við Beckham
Aðspurður segir Kolev að enginn
vafi leiki á því að Ásdís sé mun fræg-
ari í Búlgaríu en eiginmaður hennar.
„Allavega enn sem komið er, en
það er kannski vegna þess að Garðar
hefur ekki enn spilað fyrir CSKA
Sofia, þannig að það vita ekki allir
hver hann er. En næsta vor, þegar
hann fer að spila fyrir liðið, fer hann
vonandi að skora mörk og verður þá
mikil stjarna í borginni. En í augna-
blikinu er Ásdís aðalstjarnan,“ segir
Kolev og bætir því við að Ásdísi hafi
oft verið líkt við Victoriu Beckham,
eiginkonu knattspyrnukappans Dav-
ids Beckhams.
Það mun þó ekki vera nýmæli að
eiginkonur knattspyrnumanna kom-
ist í fréttirnar í Búlgaríu, hinar svo-
kölluðu „footballers’ wives“ séu mjög
vinsælar í landinu – og þá sérstaklega
eiginkonur leikmanna CSKA Sofia.
„Sem dæmi má nefna Vladimir
Manchev, sem spilaði meðal annars á
Spáni og í Frakklandi, en er núna
kominn heim til Búlgaríu til að spila
fyrir CSKA Sofia. Konan hans heitir
Eleonora Mancheva og var krýnd
ungfrú alheimur árið 2007. Fólk fylg-
ist rosalega mikið með þeim, en svo
eru einhverjir þrír eða fjórir leik-
menn í liðinu til viðbótar sem eiga
svona fallegar eiginkonur,“ segir
Kolev og hlær.
Í Slavi Show
Dagurinn í gær var annars stór hjá
Ásdísi, því það var ekki nóg með að
hún prýddi forsíðu Max, heldur kom
hún fram í einum vinsælasta sjón-
varpsþættinum í Búlgaríu – Slavi
Show.
„Hann er sýndur á stærstu sjón-
varpsstöðinni í Búlgaríu þannig að
það má alveg segja að það gangi allt í
haginn hjá Ásdísi um þessar mundir,“
segir Kolev.
Ásdís frægari en Garðar
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í forsíðuviðtali í búlgarska tímaritinu Max sem
kom út í gær Kom einnig fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins
Forsíðan Ásdís Rán tekur sig vel út á forsíðu búlgarska tímaritsins. Fimm
eða sex búlgörsk tímarit til viðbótar óskuðu eftir forsíðuviðtali við hana.
Garðar Gunnlaugsson Spilar ekki
með liði sínu fyrr en næsta vor.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ hafa verið alveg gríðarleg
viðbrögð, allt frá Grikklandi til
Japans,“ segir Einar Örn Bene-
diktsson, einn af aðstandendum
Náttura.info, þegar hann er spurð-
ur um viðbrögð við grein sem
Björk birti í breska dagblaðinu The
Times á þriðjudag. Í greininni seg-
ir Björk meðal annars að Íslend-
ingar ættu að nota tækifærið sem
nú gefst til þess að hafna efnahags-
legum yfirráðum erlendra stórfyr-
irtækja og styðja í staðinn við um-
hverfisvæn grasrótarfyrirtæki.
„Það hefur áður sýnt sig að það
er of áhættusamt fyrir okkur að
geyma öll eggin í sömu körfunni,
eins og við rákum okkur t.d. á þeg-
ar 70% af innkomu okkar voru háð
fiskveiðum. Nú horfum við fram á
hörmulegar afleiðingar þess að
veðja öllu okkar á viðskiptageirann.
Ef við reisum tvö álver í viðbót
verður Ísland ekki þekkt fyrir neitt
annað en að vera stærsti álbræð-
andi í heimi. Það yrði lítið rými eft-
ir fyrir nokkuð annað. Ef álverð
fellur svo – eins og það er þegar
byrjað að gera – myndi það valda
öðru hörmungarskeiði,“ segir Björk
meðal annars í grein sinni.
Einar Örn segir að Björk ætli
ekki í frekari viðtöl vegna grein-
arinnar. „Hún fór í sjónvarpsviðtal
fyrir ITN og það fer inn á ein-
hverjar 50 sjónvarpsstöðvar. Þann-
ig að það eru bæði mikil og jákvæð
viðbrögð við þessu öllu saman.“
Gríðarleg viðbrögð við grein
Bjarkar í The Times
Morgunblaðið/G.Rúnar
Björk Vakti gríðarlega athygli fyrir grein sína í The Times.
Blaðamenn frá öllum heimshornum óska eftir viðtali
Sjá má grein Bjarkar í heild sinni á
vefsíðunni nattura.info.
Fer á námskeið til að ná kærustunni aftur
byrjaði sem lítið verkefni þegar ég var að læra myndlist í LHÍ
árið 2006,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leik-
stjóri og handritshöfundur myndarinnar. „Þá stofnaði ég
leikfélag með leikurunum sem eru í þessari mynd. Við
ákváðum að gera smálokaverkefni í þessu leikfélagi.
Þannig að ég fékk þau til að þróa sína karaktera og ég
spann svo söguþráð upp frá því. Ég notaði þá mynd sem
lokaverkefni upp úr LHÍ, og ári seinna ákváðum við að
taka þessa karaktera og búa til nýja mynd.“
Jeffrey & Beta er 25 mínútna löng. Um er að ræða aðra
mynd Guðmundar sem var tilnefndur til Edduverðlaunanna
árið 2005 fyrir teiknimyndina Þröng sýn. Stefnt er að því að
Jeffrey & Beta verði sýnd á kvikmyndahátíðum hér á landi á
næsta ári, en áður en að því kemur verður hún væntanlega
sýnd á hátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Frumsýningin
á morgun hefst kl. 17 og eru áhugasamir velkomnir.Sjálfshjálp Bandaríski leikarinn og söngvarinnSeth Sharp í aðalhlutverkinu í Jeffrey & Beta.