Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Bótasjóðir skoðaðir  Þrjú stærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá, Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands, eru nú til nákvæmrar skoðunar hjá Fjár- málaeftirlitinu vegna þess að ekki þykir tryggt að bótasjóðir þeirra standi jafn traustum fótum og haft var eftir forstjórum félaganna í Morgunblaðinu sl. mánudag. »Forsíða Innherjaviðskipti skoðuð  Fjármálaeftirlitið, FME, er nú með til skoðunar hvort innherja- viðskipti hafi átt sér stað í aðdrag- anda falls bankanna. Þetta á einnig við um viðskipti starfsmanna ráðu- neyta, sem geta búið yfir inn- herjaupplýsingum. »6 Fjöldauppsagnir  Meira en 450 manns hefur verið sagt upp í byggingariðnaðinum í vik- unni og búast má við fleiri upp- sögnum áður en mánuðurinn er úti. Í gær var meðal annars sagt upp um 160 manns hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars og um 70 manns hjá Formaco. »2 Mikið tap lífeyrissjóða  Óttast er að eignarýrnun lífeyr- issjóðanna vegna bankahrunsins geti orðið nálægt 80 milljörðum króna en engin skerðing verður á líf- eyri á árinu. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Þörf áminning Forystugreinar: Sparað til öryggis Lífshættulegt fikt Ljósvaki: Fjölhæfur útvarpsnýliði UMRÆÐAN» Uppgjör við Litla-Bretland … Sökudólgurinn er Alþingi Eru Íslendingar vitrir? Andóf eða einelti? !3 3!  3 3" "3" 4 %5*' / *, % 6# #**&*  /* !3! 3!  3 3! "3 3!  3! . 7 1 ' !3 3  3 3!! "3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7*7<D@; @9<'7*7<D@; 'E@'7*7<D@; '2=''@&*F<;@7= G;A;@'7>*G?@ '8< ?2<; 6?@6='2,'=>;:; Heitast 1 °C | Kaldast -10 °C  N og NV 3-10 m/s, hvassast við a-strönd- ina. Skýjað að mestu norðan til en annars víða bjartviðri. » 10 Birgi Erni Stein- arssyni finnst krútt- in hafa óþarfa áhyggjur og veltir fyrir sér af hverju þau kvarta. »38 AF LISTUM» Sært lista- mannastolt LEIKHÚS» Stefán kynnir töfraheim brúðuleikhússins. »39 Gríðarleg viðbrögð hafa orðið við grein Bjarkar Guðmunds- dóttur í The Times þar sem hún fjallar um Ísland. »36 TÓNLIST» Björk skrif- ar í Times FÓLK» Pitt hyggst ekki giftast barnsmóður sinni. »41 FÓLK» Bond-stúlkan er tvífrá- skilin. »42 Menning VEÐUR» 1. Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokks 2. Starfsmannafundur hjá BYGG 3. Símahrekkur dregur dilk á e. sér 4. Svört mánaðamót  Íslenska krónan styrktist um 0,8% Íslensku óperunni Janis Joplin ÞRÁTT fyrir kreppu seldu all- ar plötubúðir í miðbænum meira í október en á sama tíma í fyrra. Talsmenn búð- anna segja helstu ástæður aukinnar sölu vera tvær: Að erlendir ferðamenn hafi nú fleiri krónur á milli handanna en áður vegna falls krónunnar og að ís- lensk plötuútgáfa sé í blóma. Sölu- hæstu plöturnar í öllum búðum eru nýútkomnar íslenskar plötur. Verslunarstjóri Skífunnar spáir því að flestir kaupi íslenskar bækur og geisladiska í jólapakkana í ár. | 41 Aukin plötu- sala í kreppu Plötur Rokseljast þessa dagana. ELLEFU skotvopnum hefur verið stolið að undanförnu í fjórum að- skildum málum sem eru í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Þegar hafa þrír menn verið handteknir vegna eins málsins og tvö skotvopn endurheimt en þeim hafði verið stolið í síðustu viku. Í öðru máli er lýst eftir karli og konu vegna þjófnaðar á Mauser-riffli úr íbúð í Mosfellsbæ. Segir lögreglan að ekki hafi verið tekin skot með rifflinum. Þá voru tekin riffill og haglabyssa úr bílskúr á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkru og er sá þjófnaður í rannsókn. Á mánudag voru sex skotvopn tek- in úr íbúð í Breiðholti en þar hafði þjófur fundið lykil að byssuskáp og stolið vopnunum. Um er að ræða fimm haglabyssur og riffil. Að sögn lögreglunnar er undirrót skotvopnaþjófnaða vanalega sú að þjófarnir reyna að skipta gripunum fyrir fíkniefni. Slæmt sé þó til þess að vita að vopnin séu í höndunum á óþekktum aðilum. orsi@mbl.is Ellefu skotvopn- um stolið Morgunblaðið/Þorkell FJÖLDI fólks lagði leið sína niður í Aðalstræti 6 í gær. Þar bauð viðbragðshópurinn In defence upp á símaver með ókeypis símtölum til útlanda. Tilgangurinn er að auðvelda Íslendingum að upplýsa vini og kunningja er- lendis um stöðu Íslands og vekja athygli á herferðinni „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“, sem hópurinn stendur fyrir. Herferðin hófst eftir að bresk yfirvöld beittu hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum. „Ég er sko enginn hryðjuverkamaður“ Íslendingar taka upp hanskann fyrir land og þjóð Morgunblaðið/Ómar FYRIRSÆTAN Ásdís Rán Gunn- arsdóttir prýðir forsíðu búlgarska glanstímaritsins Max sem kom út í gær. Ásdís flutti nýlega með eigin- manni sínum, knattspyrnukapp- anum Garðari Gunnlaugssyni, til Búlgaríu þar sem hann gekk til liðs við fótboltaliðið CSKA Sofia. Inni í blaðinu er líka viðtal við Ás- dísi sem blaðamaðurinn Pavel Kolev tók. Hann segir engan vafa leika á því að Ásdís sé mun frægari í Búlg- aríu en eiginmaður hennar. „Allavega enn sem komið er, en það er kannski vegna þess að Garð- ar hefur ekki enn spilað fyrir CSKA Sofia, þannig að það vita ekki allir hver hann er,“ segir Kolev. Eiginkonurnar vinsælar Það mun þó ekki vera nýmæli að eiginkonur knattspyrnumanna kom- ist í fréttirnar í Búlgaríu, þær eru mjög vinsælar í landinu og þá sér- staklega eiginkonur leikmanna CSKA Sofia. Með því að prýða forsíðu Max fetar Ásdís í fótspor ekki minni kvenmanna en Charlize Theron, Monicu Bellucci og Gisele Bünd- chen. Dagurinn í gær var annars stór hjá Ásdísi, því það var ekki nóg með að hún prýddi forsíðu Max, heldur kom hún fram í einum vinsælasta sjónvarpsþættinum í Búlgaríu. „Hann er sýndur á stærstu sjón- varpsstöðinni í Búlgaríu þannig að það má alveg segja að það gangi allt í haginn hjá Ásdísi um þessar mund- ir,“ segir Kolev. jbk@mbl.is | 36 Prýðir forsíðu Max Ásdís Rán er í forsíðuviðtali í búlgörsku tímariti og kom einnig fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins Morgunblaðið/Valdís Thor Farsæl Ásdís Rán Gunnarsdóttir gerir það gott í Búlgaríu. Í HNOTSKURN »Fyrir utan Max sóttu fimmeða sex önnur búlgörsk tímarit eftir því að taka for- síðuviðtal við Ásdísi. » Hægt er að fylgjast meðlífi og fyrirsætuferli Ásdís- ar Ránar á heimasíðunum: www.asdisran.com og www.asdisran.blog.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.