Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 2
BOÐIÐ var upp á Heródesarkjúkling í Neskirkju
í gær, vel kryddaðan og ofnsteiktan. Séra Sig-
urður Árni Þórðarson stendur fyrir biblíulegri
matseld í hádeginu á fimmtudögum og fræðir þá
gesti um matinn í hinni miklu veislubók, biblí-
unni. Áður hefur verið borin á borð freisting Ís-
aks og í næstu viku verður veisla týnda sonarins,
kálfakjöt. Í þann rétt ætlar Sigurður að lauma
rósmaríni, basilíku, döðlum, lauk, apríkósum,
hvítlauk og perum. Alls mættu um 80 manns í
hádeginu í gær. „Matur þessara fornaldarþjóða
var fjölbreytilegur. Þetta var mjög svipað og nú-
tímafæði sem fólk kaupir í heilsubúðum,“ segir
Sigurður, sem kallar matseldina máltíð með inn-
tak, rétt eins og biblían er bók með inntak.
Biblíuleg matseld er á boðstólum í Neskirkju á fimmtudögum
Morgunblaðið/RAX
Heródesarkjúklingur og freisting Ísaks
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
„KOMIÐ hefur í
ljós að einu vinir
Íslendinga í öll-
um heiminum
eru Færeyingar.
Því munu Ís-
lendingar aldrei
gleyma.“
Þetta er yf-
irlýsing nýrrar
vefsíðu sem opn-
uð hefur verið
undir yfirskriftinni „Færeyingar!
Íslendingar segja takk“. Á síðuna
geta þeir ritað nafn sitt sem óska
eftir að þakka bræðraþjóð okkar
fyrir þann hlýhug, sem sýndur
var í verki þegar Færeyingar
veittu Íslendingum 300 milljóna
danskra króna lán á dögunum.
Tæplega 14.400 manns höfðu rit-
að nafn sitt á síðuna í gærkvöldi
þegar Morgunblaðið fór í prentun
en slóðin er http://faroe.auglys-
ing.is/
Færeyingum
þakkað á netinu
Takk Færeyingar
sýndu mikið örlæti.
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
ÞEIR sem lögðu í viðbótarlífeyr-
issparnað hjá Lífeyrissjóði verslun-
armanna hafa tapað 23,4 prósentum
af uppsöfnuðum sparnaði sínum.
2.800 greiða reglulega í séreigna-
sjóðinn. 60 eru byrjaðir að taka reglu-
lega út úr honum og skerðast
greiðslur þeirra.
Guðmundur Þórhallsson, for-
stöðumaður eignastýringar Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, segir að
hamfarir sem áttu sér stað í kjölfar
hruns bankanna hafi leitt til 14,4 pró-
senta lækkunar. „Auk þess sem er-
lendir og innlendir markaðir, að-
allega hlutabréfamarkaðir, hafa
lækkað á árinu. Það þýðir að heild-
arlækkun á árinu á séreign er 23,4%,“
segir Guðmundur.
Hjá Gildi-lífeyrissjóði skerðast
tvær af þremur viðbótarlífeyris-
sparnaðarleiðum um tólf prósent.
Leiðirnar nefnast Framtíðarsýn I og
II. Þetta segir Örn Arnþórsson, skrif-
stofustjóri hjá sjóðnum. Framtíð-
arsýn III skerðist ekki þar sem hún
er verðtryggður innlánsreikningur.
Um 2.000 hafa greitt reglulega inn á
séreignarsjóði Gildis-lífeyrissjóðs.
Kaupþing mun greina frá stöðu líf-
eyrissjóða bankans í næstu viku, en
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur þeg-
ar reiknað út skerðingu séreignarlíf-
eyrissjóða sinna. Ævisafn I lækkar
um 21,7 prósent. Ævisafn II um 13,5
prósent, Ævisafn III um 15,5% og
Ævisafn IV lækkar um 7,1 prósent.
Að jafnaði hafa 13 manns safnað við-
bótarlífeyrissparnaði hjá sjóðnum á
mánuði.
Missa 23% af séreigninni
Mismikið tap hjá þeim sem hafa valið að
leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnaði
Morgunblaðið/Golli
Aukasparnaður til efri áranna Það er val að greiða í séreignarsjóði.
„ÞAÐ dynja á
okkur uppsagn-
irnar. Síðustu
daga seinasta
mánaðar fengum
við til okkar
[upplýsingar um]
rúmlega 500
uppsagnir. Þar
af voru um 190
sem tengdust er-
lendum kennitölum,“ segir Sigurð-
ur Bessason, formaður Eflingar
stéttarfélags.
Sigurður greindi frá þessu á
málþingi Alþjóðahúss og mannrétt-
indaskrifstofu Reykjavíkurborgar
um atvinnumál útlendinga í gær.
Hann segir ljóst að meirihluti
þeirra félagsmanna í Eflingu, sem
hafa fengið uppsagnarbréf að und-
anförnu, sé Íslendingar.
„En það verður að hafa í huga að
áður höfðu gengið yfir miklar upp-
sagnir og ég tel að þá hafi stóri
hópurinn sem var að missa vinnuna
verið erlendir starfsmenn,“ sagði
hann.
Í sumar voru rúmlega 40% allra
félagsmanna Eflingar af erlendum
uppruna.
Þeir setja mark sitt á starfsemi
stéttarfélagsins og eru mun dug-
legri en Íslendingar að sækja sér
fagmenntun sem félagið býður upp
á. 80% allra þeirra sem sækja fag-
námskeið Eflingar eru af erlendum
uppruna. omfr@mbl.is
Uppsagnir
dynja yfir
Sigurður Bessason
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA
(ESA) hefur sent íslenskum yfirvöld-
um fyrirspurnir sem varða neyðarlög-
in sem Alþingi samþykkti í síðasta
mánuði. Þetta staðfestir Per Sand-
erud, forseti stjórnar stofnunarinnar,
í samtali við Morgunblaðið. Að sögn
Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns
forsætisráðherra, óskaði ESA upp-
lýsinga frá stjórnvöldum um hvernig
þau teldu aðgerðir sem gripið var til
vegna bankakreppunnar samrýmast
EES-samningnum. Hún segir að á
þriðjudag hafi svar við fyrirspurn
ESA verið sent úr ráðuneytinu. „Það
er reiknað með að það verði áfram-
hald á samskiptum Íslands og ESA
vegna málsins,“ segir Gréta sem segir
samskiptin trúnaðarmál á þessu stigi.
Að sögn Sanderuds eru það einkum
tvö mál sem ESA vill fá nánari skýr-
ingar á frá íslenskum stjórnvöldum.
Annað snúi að innistæðum spari-
fjáreigenda í íslenskum bönkum og
jafnræðis milli þeirra, burtséð frá því
í hvaða landi sparnaður þeirra var
geymdur. Þetta mál tengist innri
markaði Evrópusambandsins. „Okk-
ur ber skylda til að tryggja að aðgerð-
ir Íslendinga brjóti ekki í bága við
reglur innri markaðarins,“ segir
Sanderud.
Hitt málið sem ESA hafi óskað
svara vegna varði stofnun nýju bank-
anna þriggja á Íslandi og hvernig
staðið hafi verið að henni.
Einhver svör hafi borist frá Íslandi,
þar sem útskýrt hafi verið til hvaða
aðgerða íslensk stjórnvöld hafi gripið
og hvers vegna. „Við vitum ekki enn
hver verður lokaniðurstaðan,“ segir
Sanderud.
Vilja vita hvort aðgerðir stjórn-
valda standast EES-samning
ESA hefur fyrirspurnir varðandi neyðarlögin sem Alþingi samþykkti í síðasta mánuði
Í HNOTSKURN
»Fulltrúar ESA og ís-lenskra stjórnvalda hafa
hist til að ræða þessi mál.
»Á næstunni má gera ráðfyrir frekari samskiptum
milli ESA og Íslands.
»Að sögn Sanderud er ekkiljóst hversu miklar eignir
liggja í gömlu íslensku bönk-
unum.
ÞEIM sem hafa leitað til Vinnumála-
stofnunar til að sækja um bætur
vegna lækkaðs starfshlutfalls hefur
verið vísað frá. Lögin, sem Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
boðaði og ná til slíkra greiðslna eru
óafgreidd frá þinginu. Frumvarpið
var lagt fyrir á Alþingi í gær. Bað Jó-
hanna um að það fengi hraða af-
greiðslu þingsins. Þau eiga að gilda
frá 1. október.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málstofnunar, segir að fólkið haldi að
lögin séu þegar virk. Hann ítrekar
þó að fyrirtæki geti ekki tekið ein-
hliða ákvörðun um að lækka starfs-
hlutfall starfsmanna sinna. Hann lít-
ur lögin jákvæðum augum.
„Ég lít svo á að það sé þjóðhags-
legur ávinningur að fólk haldi
vinnunni og sinni uppbyggilegum
verkefnum. Mikilvægt er að fólk
koðni ekki niður.“ Stefnt er að því að
lögin gildi í sex mánuði og verði svo
endurskoðuð. gag@mbl.is
Spyrja um
ósett lög