Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
50%
AFSLÁTTUR
90 x 200 cm
120 x 200 cm
150 x 200 cm
180 x 200 cm
Verð frá kr. 44.450,-
Verð frá Kr. 55.950,-
Verð frá Kr. 67.450,-
Verð frá Kr. 80.950,-
Verðdæmi með afslætti:
af öllum rúmum
út nóvember
VERÐHRUNPatti lagersala
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
LÖGREGLU berast reglulega ábendingar vegna
mynda sem áttu aðeins að sjást á læstum vefsíð-
um eða í tölvupósti milli tveggja aðila en hafa
verið afritaðar í óleyfi og dreift á vefnum. Nánast
ómögulegt er að stöðva slíka dreifingu og eina
ráðið er í raun þetta: Ekki setja myndir á netið
eða senda í tölvupósti nema allur heimurinn megi
skoða þær!
Morgunblaðið fékk í vikunni ábendingu um til-
tekna íslenska vefsíðu sem birtir myndir sem af-
ritaðar voru í óleyfi af vefsíðu 16 ára unglings.
Myndirnar eru þannig að viðkomandi vill ekki að
þeim sé dreift. Vefsíðan er læst, þ.e.a.s. aðeins af-
markaður hópur átti að geta komist þangað inn.
Annaðhvort hefur óviðkomandi komist yfir lyk-
ilorðið og afritað myndirnar eða að einhver „vin-
ur“ brást trausti unglingsins. Vefsíðan sem birtir
myndirnar er vistuð erlendis og tilraunir ung-
lingsins til að fá þann sem stjórnar vefsíðunni til
að taka þær niður hafa engan árangur borið held-
ur er þeim svarað með skætingi.
Lögregla getur lítið gert
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis-
brotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
segir að lögregla hafi fengið tilkynningar um all-
nokkur sambærileg mál. Árangur rannsókna sé
Nokkur dæmi hafa komið upp á undanförnum
árum þar sem unglingar hafa í hugsunarleysi sett
myndir af sér fáklæddum á vefsíður sínar. Þær
hafa síðan verið afritaðar og dreift á netinu.
Hlíf Böðvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Safti.is,
sem vinnur að vitundarvakningu um örugga net-
notkun, segir að slík dreifing geti verið mjög
þungbær fyrir óharðnaða unglinga. Nánast
ómögulegt sé að stöðva dreifinguna og því verði
unglingarnir að læra að sætta sig við að mynd-
irnar verði þar áfram um ókomna tíð.
því miður ekki mikill enda sé mjög erfitt að eiga
við þessi mál. Í flestum tilfellum sé nánast
ómögulegt að hafa uppi á stjórnendum vefsíðn-
anna. „Það er rosalega erfitt að eiga við þetta.
Við erum að drukkna í þessu og getum voðalega
lítið gert. Og ekki bara við heldur er staðan svip-
uð í nágrannalöndunum,“ segir hann. „Við horf-
um ofan í hyldýpið.“ Eina leiðin til að verjast
svona atvikum sé að setja alls engar myndir netið
sem ekki megi hugsanlega rata á aðrar vefsíður
og verða í raun aðgengilegar öllum netnotendum.
„Horfum ofan í hyldýpið“
Lögreglu berast reglulega ábendingar vegna mynda sem stolið er af læstum
vefsíðum Þegar mynd kemst á netið er ósennilegt að hún hverfi þaðan aftur
Morgunblaðið/Kristinn
Hætta Mynd sem fer á Netið getur hugsanlega
ratað á aðrar vefsíður en upphaflega var ætlunin.
Í HNOTSKURN
» Afritun og birting mynda, án heim-ildar eigandans, er bönnuð.
» Ef myndin sýnir barn sem er yngraen 18 ára í klæðnaði eða í stellingum
sem hægt er að túlka sem kynferðislegar,
getur sá sem birtir slíkar myndir verið
sekur um að dreifa barnaklámi. Engu
máli skiptir hver tók myndina, dreifingin
er bönnuð.
» Samhengi myndbirtingarinnar skiptirverulegu máli, mynd sem er saklaus í
sínu eðlilega samhengi getur fengið aðra
merkingu þegar hún birtist á klámsíðu.
SÍLDVEIÐISKIPIN sem eru að veiðum rétt fyrir
utan höfnina í Stykkishólmi vekja stöðugt at-
hygli bæjarbúa. Hægt er að fylgjast með skip-
unum kasta nótinni og síðan sigla fullhlaðin í
burtu nokkrum klukkustundum síðar. Heima-
mönnum þykir slæmt að sjá þau fara til annarra
landshluta án þess að skilja nokkuð eftir en við
því er ekkert að gera. Á myndinni sést Hoffellið
frá Fáskrúðsfirði dæla síld úr nótinni.
Síldveiðar uppi í kálgörðum Hólmara
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
HÓPUR stjórnenda úr gamla Kaupþingsbankanum
stendur að baki tillögu til stjórnar nýja bankans um að
lán starfsmanna vegna hlutafjárkaupa í bankanum verði
innheimt í samræmi við almennar reglur bankans.
Í yfirlýsingu frá Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra
Nýja Kaupþings, segir að 22. október sl. hafi stjórn bank-
ans borist tillaga, fyrir hönd starfsmanna bankans, um að
hún leiti samninga við starfsmenn um greiðslu á lánum
sem veitt voru til hlutafjárkaupa í bankanum.
„Starfsfólkið er að óska eftir því að litið verði framhjá
ákvörðun gamla bankans frá 25. september um að fella
niður ábyrgðir vegna þessara lána, þannig að það verði
meðhöndlað eins og aðrir viðskiptavinir,“ segir hann.
Ekki sé hægt að segja hver séu næstu skref í málinu.
Það sé víða til skoðunar, s.s. hjá skattyfirvöldum og fjár-
málaeftirliti, auk þess sem stjórn nýja bankans bíði eftir
áliti utanaðkomandi lögmanns.
Aðspurður segir Finnur tillöguna komna frá hópi lyk-
ilstarfsmanna gamla Kaupþings. „Þetta er sá hópur sem
hefur verið hvað umdeildastur, þ.e. stjórnendur í gamla
bankanum og einhverjir þeirra eru ennþá í nýja bank-
anum.“ Hann getur ekki fullyrt hvort tillagan hafi verið
borin undir aðra starfsmenn bankans.
Fyrrverandi stjórnendur
Kaupþings vilja ógildingu
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
„VIÐ höfum séð mikið af nýjum and-
litum síðustu vikurnar,“ segir Frið-
rik Ragnarsson, aðstoðarverslunar-
stjóri í Góða hirðinum, sem selur á
hagstæðu verði notaða húsmuni, spil,
plötur o.m.fl. sem fólk hefur sett í
sérstaka nytjagáma á endurvinnslu-
stöðvum Sorpu. Hann segir upp-
sveiflu hafa verið allt árið hjá versl-
uninni og séu síðustu þrír mánuð-
irnir þeir söluhæstu frá upphafi.
Hann segir þó að svipað magn
muna komi inn í Góða hirðinn og áð-
ur en hins vegar sjái starfsmennirnir
að munirnir eru aðeins lakari. Ekki
kemur jafnmikið af góðum, vönduð-
um vörum og áður. Friðrik segir að
viss hópur fólks mæti daglega í Góða
hirðinn en sá er á höttunum eftir
smádóti og bókum. Allt öðruvísi hóp-
ur sæki í dýrari vörurnar.
Sölumet
í Góða
hirðinum
Notað Nóg að gera í Góða hirðinum.
Mikið af nýjum and-
litum síðustu vikur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VALTÝR Sigurð-
son ríkissaksókn-
ari telur rétt að
framkvæma þá
tillögu Björns
Bjarnasonar
dómsmálaráð-
herra að stofna
sérstakt embætti
saksóknara
vegna banka-
hrunsins. Tilkynnti hann ráðherra
það í gær.
Ríkissaksóknari var að kortleggja
umfang mála sem tengjast fjármála-
hruninu til þess að búa í haginn ef til
lögreglurannsóknar kæmi. Fékk
hann Boga Nilsson, fyrrverandi rík-
issaksóknara, til þess en Bogi ákvað
að hætta því verki vegna þess að
hann taldi sig ekki njóta nauðsynlegs
trausts. Ríkissaksóknari leggur til
við ráðherra að kallaðir verði til er-
lendir sérfræðingar, eins og Bogi
stakk upp á. Björn Bjarnason segir á
bloggsíðu sinni að næsta skref sé að
leggja fram frumvarp um sérstakan
saksóknara.
Vill sérstak-
an sóknara
Valtýr Sigurðsson