Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 8

Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 8
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is „ÞETTA er náttúrlega bara birting- armynd þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Menn skynja að kaup- máttur fer minnkandi og leita allra leiða til að koma út vörunni,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um tilboðsverð á nýj- um haustfatnaði sem ýmsar fata- verslanir hafa auglýst að und- anförnu. Andrés segir útilokað að hægt sé að verðleggja vörur eins og þurfi. „Gengi krónunnar hefur veikst um 52 prósent frá 1. júní og verslanir eru þess vegna í djöfullegri stöðu eins og gefur að skilja.“ Koma til móts við fólk Verslunin KVK á Laugaveginum er ein þeirra verslana sem bjóða af- slátt af nýjum vörum um þessar mundir. „Vegna ástandsins höfum við lækkað verð á sumum nýjum vörum um 15 til 20 prósent til þess að koma til móts við fólk,“ segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, annar eigenda KVK. Kolbrún og Íris Eggertsdóttir hanna og framleiða sjálfar fatn- aðinn sem seldur er í versluninni. „Við erum sem betur fer vel settar með efnisstranga. Við vorum heppnar að vera búnar að birgja okkur upp,“ tekur Kolbrún fram. Kaffihúsin hálftóm Miklu rólegra er nú á Laugaveg- inum en vant er, að því er Kolbrún segir. „Það er umtalsvert rólegra hjá okkur og mér sýnist almennt vera minni umsvif á Laugaveginum. Það er miklu minna um það að fólk komi til að skoða. Maður merkir líka minni umsvif þegar maður fer á kaffihús. Þau eru hálftóm. Stemn- ingin er orðin allt öðruvísi á þessum stutta tíma frá því að bankarnir fóru í þrot.“ Kolbrún tekur það þó fram að ekki bjóði allar verslanir tilboð eða auglýsi að þær muni ekki hækka verð. „Sumar stórar keðjur hafa hækkað verðið,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Minni umsvif Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Íris Eggertsdóttir fatahönnuðir bjóða afslátt vegna ástandsins. Tilboðsverð í kreppu  Allra leiða leitað til að koma vörum út  Verslanir eru í djöfullegri stöðu  Rólegra á Laugavegi en vant er 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 STJÓRN Rauða kross Íslands hefur samþykkt að verja 20 milljónum króna úr neyðarsjóði félagsins til einstaklingsaðstoðar í desember. Þetta er m.a. gert til að mæta þörf þess fjölda fólks sem hefur farið illa út úr efnahagsþrengingum und- anfarinna vikna. Hjálparsíminn 1717 hefur leikið stórt hlutverk í fyrstu viðbrögðum vegna efnahagskreppunnar, og hefur fjöldi innhringinga aukist úr um 50 símtölum á dag í rúmlega 70. RKÍ býr sig undir að eftirspurn eft- ir sjálfboðnu starfi muni aukast og hvetur fólk sem vill gerast sjálf- boðaliðar til að skrá sig á raudi- krossinn.is, hringja í síma 570-4000. Milljónir í ein- staklingsaðstoð FIMMTÁN manna hópur mætti eld- snemma einn morguninn í vikunni til að reyna veiða sem mest af laxi úr Ytri-Rangá enda tilgangurinn að gefa allan aflann til Fjölskyldu- hjálparinnar. Vopnaður flugu- stöngum hélt hópurinn til veiða og afraksturinn var hvorki meira né minna en á annað hundrað laxar. Hópurinn fékk undanþágu til veiðanna frá Fiskistofu, Veiði- málastofnun og Veiðifélagi Ytri- Rangár því árnar eru lokaðar á þessum árstíma. Tækifærið var notað til að kanna ástand laxsins í ánni og var það mjög gott, ásamt því að nokkuð veiddist af nýgengnum björtum laxi sem kom verulega á óvart. Allur aflinn fór á fimmtudag í Reykás-Eðalfisk sem sér um að flaka nýja fiskinn og reykja alla hina, þannig að það verður vonandi nóg til skiptanna þegar þessi gjöf verður færð Fjölskylduhjálpinni. „Okkur langar að þakka þeim veiði- mönnum sem tóku sér frí frá vinnu til að aðstoða við þetta verkefni, sem og Lax-Á ehf. sem vann öt- ullega við að koma þessu í fram- kvæmd,“ segir í tilkynningu frá hópnum. Veiddu tugi laxa úr Ytri-Rangá til góðra verka GERT er ráð fyrir að árlega þurfi um það bil 10.000 tonnum meira af malbiki en ella vegna nagladekkja- notkunar sem þýðir að Reykjavík- urborg gæti sennilega sparað 300 milljónir á ári ef enginn notaði nagladekk. Nagladekk spæna upp malbikið á götum borgarinnar hundrað sinnum hraðar en naglalaus dekk en þau eru ein helsta ástæða svifryksmengunar í Reykjavík, segir í tilkynningu frá umhverfissviði. 44% bifreiða voru á nagladekkjum í apríl sl. Svif- ryksmengunar í Reykjavík gætir einkum að vetri til þegar veður er þurrt og kalt, lítill raki er í andrúms- lofti og umferð mikil. Svifryk hefur farið 22 sinnum yfir heilsuvernd- armörk á þessu ári en mátti einungis fara 18 sinnum yfir á árinu sam- kvæmd nýlegri reglugerð. Heilsu- verndarmörk svifryks eru 50 míkró- grömm á rúmmetra á sólarhring. Notkun góðra vetrardekkja myndi því bæði draga úr svifryksmengun og kostnaði við gatnagerð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nagladekkin Dýr og mengandi. Nagladekk kosta mikið HEFJA á kennslu í flugvirkjun við Keili á Vallarheiði næsta haust sam- kvæmt samningi við Icelandair Technical Services (ITS). Í tilkynningu seg- ir að síðustu áratugi hafi nemendur þurft að sækja nám í flugvirkjun til út- landa og því sé hér um tímamót að ræða. Kennt verður eftir almennum og viðurkenndum alþjóðlegum reglum ("EASA Part-147“) og munu nemendur að námi loknu öðlast full réttindi flugvirkja. Atvinnumöguleikar eru töluverðir víða um heim því nám þetta er alþjóðlegt, segir í tilkynningunni. Unnið er að öflun fullra heimilda og lánshæfi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Gert er ráð fyrir því að inntökuskilyrði verði þau að nem- endur hafi lokið grunnnámi málmiðna eða sambærilegu námi. Nánari upp- lýsingar verða birtar í janúar en áhugasamir geta strax skráð nöfn sín á www.keilir.net. Keilir hefur nám í flugvirkjun næsta haust SUNNLENDINGAR ætla um helgina að sýna breiddina í sunn- lenskri matarhefð og menningu. Hátt í 100 söfn og veitingastaðir bjóða upp á sýningar, tónleika, fyr- irlestra, upplestra og leiðsögn um sögu og menningu Suðurlands. Hægt verður að smakka á ýmsum réttum s.s. ástarpungum, sviðum og sunnlensku grænmeti. Á meðal viðburða má nefna að draugar og druslur ganga aftur í Hellisheiðarvirkjun í kvöld, Mýr- dælingar bjóða í ilmandi fýlaveislu í Vík á morgun og Jóns Arasonar biskups verður minnst á Skálholts- stað með náttsöng og sögugöngu laugardag og sunnudag. Dagskrá má finna á www.sofnasud- urlandi.is. Draugar, druslur og ástarpungar STUTT Hægt hefur umtalsvert á vexti kreditkortanotkunar, að því er Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, greinir frá. „Sveiflurnar á milli mánaða hafa alltaf verið árstíðabundnar en síðustu mánuði hefur verið marktækt minni vöxtur á kort- anotkun en í fyrra.“ Haukur segir einkum hafa dregið úr notkun korta erlendis. „Mælt í erlendum gjaldeyri er samdrátturinn yfir 50 prósent og það dregur úr viðskiptahallanum sem betur fer.“ Þegar hægt hefur á efnahags- lífinu á undanförnum árum hefur notkun debetkorta minnkað meira en notkun kreditkorta, að því er Haukur bendir á. „Fólk ýtir eyðslunni aðeins yfir á kreditkortin. Það borgar sig að fresta föstum greiðslum eins lengi og hægt er þegar innláns- vextirnir eru háir. Það er meiri stöðugleiki í kreditkortunum þeg- ar efnahagsástandið er svona slæmt.“ Notkun kreditkorta og debetkorta minnkar Átjánda ljóðabók stórskáldsins þorsteins frá hamri – um raunveruleg verðmæti og það sem aldrei má gleymast. „Tær lýrísk snilld.“ gerður kristný / mannamál, stöð 2 „... sannarlega ein kraftmesta bók skáldsins til þessa.“ þröstur helgason / lesbók morgunblaðsins Misstu ekki af þessari snilld ný ljóðabók eftir þorstein frá hamri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.