Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 10
10 FréttirHALLDÓR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Frændur okkar Færeyingar hafaaf höfðingsskap ákveðið að lána Íslandi um sex milljarða króna.     Þessi upphæð, sem smáþjóðin í ná-grannalandi okkar lagði fram, bliknar í samanburði við það, sem helztu stjórnendur Kaupþings og Glitnis skulduðu í bönkunum í júní sl. Það voru samtals 46 milljarðar.     Gera verður ráðfyrir að mest séu þetta skuldir vegna kaupa á hlutabréfum í bönkunum.     Ástæða þess aðstjórn Kaup- þings ákvað að sleppa stjórnendum og lykilstarfs- mönnum við að borga upp lánin, sem þeir tóku fyrir hlutabréfum, er sögð sú að það hefði valdið „ofsaótta“ á markaðnum ef allir hefðu selt bréfin sín til að verja sig tapi.     Af hverju fór bankinn ekki sömuleið og hefði verið farin gagn- vart öðrum skuldurum og krafðist viðbótartrygginga þegar bréfin lækkuðu?     Skýringar Gunnars Páls Páls-sonar, fyrrverandi stjórnar- manns í Kaupþingi, um að leiðin sem farin var hafi verið sú eina færa, eru ekki sannfærandi.     En hann hefur rétt fyrir sér í því aðof geyst var farið í kaupréttina á sínum tíma. Enginn virðist hafa hugsað út í hvað myndi gerast, ef bréfin í Kaupþingi lækkuðu.     Eins og svo margir aðrir, trúðustjórnendur bankans í einlægni á séríslenzkt eðlisfræðilögmál:     Það sem fer upp, kemur aldrei nið-ur aftur. Gunnar Páll Pálsson Það sem fer upp …                      ! " #$    %&'  (  )                    !!    *(!  + ,- .  & / 0    + -     " # #              $ $ %% & '% '    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  (  #  "  " #        !!   !!       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '  '( ('  '() #'  '(  (' )'  #' #'( #' #' '(    #'(  '(                          *$BC                !" *! $$ B *! * + %  % %     , <2 <! <2 <! <2 *+ !  %- ! .%/ !0   D! -                 B  # $   %   &'       &  %  ('    *  )   * +   % ,$&-   ./  0+ /                 0+ 1 %% 22  ! % %3  %- ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR LJÓST varð við uppgjör á peningamarkaðssjóði Landsbankans að Fljótsdalshreppur hefur tapað þar ávöxtun eignastýringar síðustu fimm ára, eða yfir 50 milljónum. Hreppurinn var með um þriðj- ung fjármuna sinna í eignastýringu og óljóst er með verðmæti fleiri eigna þar. Tveir þriðju hlutar voru í almennum innlánsreikningum sem ekki skerðast. „Þótt illa hafi farið má segja að það hefði getað farið verr,“ segir oddvitinn. Tekjur Fljótsdalshrepps jukust við upphaf virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka. Gunnþór- unn Ingólfsdóttir oddviti segir að reynt hafi verið að fara vel með þetta fé og ákveðið að ávaxta það þangað til á þyrfti að halda. Seinni árin hafi Lands- bankanum verið falin varðveisla þess í eignastýr- ingu. Valin hafi verið minnsta áhætta enda segir Gunnþórunn að sveitarfélög hafi ekki heimild til áhættusækinna fjárfestinga. Sérfræðingar bank- ans hafi ráðstafað fjármunum innan þess ramma. Þegar ríkið yfirtók rekstur bankanna átti Fljótsdalshreppur um 600 milljónir í banka. Um tveir þriðju hlutar fjármunanna voru á almennum innlánsreikningum og um einn þriðji í eignastýr- ingu, mest í peningamarkaðssjóði en einnig nokk- uð í öðrum sjóðum sem fjárfesta í hlutabréfum, skuldabréfum og erlendum gjaldeyri. Af þeim 180 milljónum sem voru á peningamarkaðssjóði Landsbankans eru greiddar út um 124 milljónir kr. þannig að hreppurinn tapar yfir 50 milljónum kr. Enn er óvissa með lægri fjárhæðir í öðrum sjóðum. Sveitarstjórn ákvað á þriðjudag að taka peningana út úr eignastýringu Landsbankans. „Þetta eru miklir fjármunir og erfitt að standa frammi fyrir því að þeir glatast enda eru þetta peningar íbúanna,“ segir Gunnþórunn. helgi@mbl.is Það hefði getað farið verr Fljótsdalshreppur tapar yfir 50 milljónum króna á peningamarkaðssjóði HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær refsidóm yfir rúmlega tvítugum manni sem með gáleysislegum og vítaverðum akstri olli árekstri á Suð- urlandsvegi við Sandskeið í desem- ber 2006. Við áreksturinn lést fimm ára gömul stúlka sem var farþegi í bíl sem ekið var úr gagnstæðri átt og bróðir hennar, fæddur 1998, lamaðist á fótum. Ungur karlmaður sem var framsætisfarþegi í bíl mannsins beið einnig bana. Maðurinn var dæmdur fyrir mann- dráp af gáleysi og að valda stórfelldu líkamstjóni af gáleysi. Fyrir brot sitt var hann dæmdur í 12 mánaða fang- elsi og sviptur ökurétti í fjögur ár. Þegar ákvörðun var tekin um refsiþyngd var annars vegar horft til þess að óútskýrður dráttur varð á út- gáfu ákæru og hins vegar að mað- urinn var á tímabilinu 27. febrúar 2007 til 27. júlí, það er að segja stuttu eftir umrætt slys, alls níu sinnum staðinn að því að aka bifreið yfir lög- legum hámarkshraða. Af þessum sökum þótti ekki ástæða til að skil- orðsbinda refsinguna að neinum hluta. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa misst stjórn á bifreið sinni í krapa og hún skyndilega sveigst yfir á vinstri akrein. Þá hefði hann ekki séð fram á veginn veginn vegna vatnsausturs frá vörubíl sem ekið var á undan. Vörubílstjóri sem varð vitni að árekstrinum bar á allt annan veg og að greinilegt hefði verið að maðurinn ætlaði að reyna framúrakstur. Bíll hans hefði ekkert rásað til og engin merki verið um að ökumaðurinn hefði ekki stjórn á honum. Annar ökumað- ur sem varð vitni að árekstrinum lýsti atburðum á sama veg og báðir sögðu að hvorki hefði verið slabb né hálka á veginum. Dómstólar höfnuðu málsvörn mannsins. Lýsingar hans á atvikum væru ótrúverðugar og að engu haf- andi. Hann hefði ekki með trúverð- ugum hætti getað gert grein fyrir því hvernig það ætti að hafa gerst að vatnsaustur frá vörubifreiðinni hefði skyndilega orðið til þess að hann hafi ekki séð fram á veginn. runarp@mbl.is Olli dauða tveggja og lömun drengs Í HNOTSKURN »Hámarksrefsing fyrirmanndráp af gáleysi er sex ára fangelsi. »Hámarskrefsing fyrir aðvalda stórfelldu líkams- tjóni með gáleysi er fjögurra ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.