Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TIL STÓÐ að stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins tæki umsókn Ísland til afgreiðslu í þessari viku. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir að það getur ekki orðið fyrr en eftir helgi þ.e. í fyrsta lagi á mánudag. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í stjórnarráðinu síðdegis í gær. „Ástæðan [fyrir frest- un] er sú að það er ekki búið að ljúka þeirri viðbótarfjármögnun sem talað var um að við þyrftum að klára,“ sagði Geir og vísaði þar til umsókna Íslands til hinna Norðurlandaþjóð- anna um fjármögnun í formi lána eða gjaldeyrisskiptasamninga. Eins og fram hefur komið hefur Noregur þegar orðið við ósk Íslend- inga, en önnur lönd hafa enn sem komið er ekki afgreitt beiðni Íslend- inga og á því strandi. Spurður hversu lengi Íslendingar gætu beðið eftir af- greiðslu stjórnar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins sagði Geir erfitt að svara því nákvæmlega. „Þetta er eitt af þessum málum þar sem gildir að því fyrr sem það kemst hreyfing á það því betra. Við bíðum náttúrlega eftir því að geta opnað gjaldeyrismark- aðinn hérna og sú staða er óbreytt þangað til eitthvað hreyfist í þessu.“ Strauss-Kahn sér enga meinbugi á samstarfi Fram hefur komið í umræðunni að samningur Ísland við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn um lán var sett sem skil- yrði fyrir því að aðrar þjóðir lánuðu Íslendingum fjármagn. Spurður hvort þetta hafi nú snúist við, í ljósi þess að sjóðurinn bíði eftir samn- ingum Ísland um fjármögnun frá öðr- um löndum, rifjaði Geir upp að legið hefði ljóst fyrir frá upphafi að íslensk stjórnvöld þyrftu meira fjármagn en sjóðurinn myndi leggja til. „Pening- arnir þurfa ekki að vera komnir í veskið, en það þurfa að liggja fyrir fyrirheit um að við náum langleiðina upp í þetta [þ.e. mat sjóðsins um að Íslendingar þurfi 730 milljarða króna fjármögnun á næstu tveimur árum] áður en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gengur frá sínu máli,“ sagði Geir og tók fram að í samtali sínu við Dom- inique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, fyrr í vikunni hefði Strauss-Kahn fullyrt við sig að hann sæi enga meinbugi á samstarfi Ís- lands og sjóðsins. Við látum ekki kúga okkur Spurður hvort eitthvað sé hæft í þeim vangaveltum að fulltrúar Breta og Hollendinga muni leggjast gegn lánveitingum til Ísland, hvort heldur það væri lán frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum eða lán úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, þar til nið- urstaða hafi náðst í deilum Íslendinga við Hollendinga og Breta vegna Ice- save-reikninganna sagðist Geir líta svo á að umsókn um lán frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum annars vegar og lausn í Icesave-málinu hins vegar væru tvö aðskilin mál. „Það er ljóst að það eru ákveðnar þjóðir innan Evrópu sem vilja blanda þessum tveimur málum saman og við teljum það algjörlega óviðunandi og ógeðfellt. Og við munum ekki láta kúga okkur til þess,“ sagði Geir. Spurður hvort Íslendingar hefðu ein- hverja tryggingu fyrir því að ekki væri verið að blanda þessum tveimur málum saman svaraði Geir því neit- andi, en benti jafnframt á að þjóð- irnar hefðu ekki meirihluta í stjórn sjóðsins. Spurður hvernig samn- ingum við Breta og Hollendina um lausn Icecave-málsins miðaði svaraði Geir því til að þar væru engir sér- stakir samningar í gangi nú um stundir. Afgreitt eftir helgi?  Forsætisráðherra segir afgreiðslu láns og sættir í Icesave-deilu tvö aðskilin mál  Ekki hægt að fjalla um umsókn Íslands fyrr en viðbótarfjármögnun er lokið Morgunblaðið/Kristinn Geir H. Haarde Dominique Strauss-Kahn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Ásmundur Stefánsson og Paul M. Thomsen á blaðamannafundi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði. UMSÓKN Íslands til alþjóðagjald- eyrissjóðsins um lán sem jafn- gildir 260 milljörðum króna að nú- virði hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, ekki enn verið dreift til stjórnarmanna sjóðsins. Að sögn heimildamanns Morg- unblaðsins bendir þetta til þess að umsókn Íslands sé ekki að fullu frágengin. Telur hann líklegast að ekki sé hægt að ganga endanlega frá umsókninni þar sem íslensk stjórnvöld eigi eftir að ganga frá lánum frá öðrum ríkjum og þannig skýra í umsókninni hvernig og hvaðan stjórnvöld hyggist afla lánsfjármagns. Samkvæmt öðrum heimildar- manni blaðsins hefur stjórn sjóðs- ins leyfi til þess að stytta af- greiðslutíma lánsumsóknar niður í 48 klst. frá því að umsókninni er dreift til stjórnarmanna. Ekki reyndist unnt að fá upplýs- ingar um það hjá fjölmiðladeild al- þjóðagjaldeyrissjóðsins hvenær umsókn Íslands myndi vera á dag- skrá. Hún var ekki komin á dag- skrá eftir því sem fram kom á dag- skrárvef sjóðsins. Umsókn Íslands enn ekki dreift til stjórnar Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is VÖRUKARFAN hækkaði um 5– 13% í öllum verslunarkeðjum að Hagkaupum og 10–11 undanskildum á fjögurra vikna tímabili frá septem- ber til október samkvæmt verðmæl- ingu verðlagseftirlits ASÍ. Kannaðar voru verðbreytingar í Bónus, Krónunni, Nettó, Kaskó, Hagkaupum, Nóatúni, Samkaupum- Úrvali, 10–11, 11–11 og Samkaup- um-Strax. Mest var hækkunin í Nettó þar sem hún var 12,7% en minnst var hún í Hagkaupum þar sem hún var 1,8%. Segir í upplýsingum frá ASÍ að miklar hækkanir séu áberandi í flestum vöruflokkum körfunnar. Undantekningin er þó mjólkurvörur, ostar og egg. ASÍ skiptir niðurstöðum könnun- arinnar upp eftir lágvöruverðsversl- unum, stórmörkuðum og klukkubúð- um og kemur þá í ljós að í fyrst- nefnda flokknum urðu mestar hækkanirnar í Nettó eða 12,7% en minnstar í Krónunni eða 6,5%. Hækkaði karfan um 7,3% í Bónus og 10,6% í Kaskó. Í stórmörkuðum urðu mestar hækkanir í Samkaupum-Úrvali þar sem vörukarfan hækkaði um 8,1% milli mánaða. Minnstar voru hækk- anirnar í Hagkaupum eða 1,8% sem fyrr segir. Í Nóatúni hækkaði karfan hins vegar um 4,7%. Í klukkubúðum urðu mestu hækk- anirnar í Samkaupum-Strax þar sem vörukarfan hækkaði um 12,5% en minnstar hækkanir urðu í 10–11 þar sem vörukarfan hækkaði um 2,6% milli mánaða. Karfan hækkaði um 6,7% í 11–11. Kjöt allt að 29% dýrara Sé rýnt í einstaka vöruflokka kem- ur í ljós að afar misjafnt er eftir verslunum hversu mikið þeir hækka. Brauð og kornvörur hækka minnst í Hagkaupum, um 0,1% en mest í Samkaupum-Strax eða um 14,7%. Kjötvörur hækka minnst í Bónus eða um 1,7% en mest í Nettó þar sem þær hækka um 28,6% milli mánaða. Mjólkurvörur lækka í Hagkaup- um og Kaskó eða um 0,8% en hækka mest í Krónunni eða um 2,2%. Græn- meti og ávextir lækka sömuleiðis mest í Hagkaupum eða um 2,5% en hækka mest í Bónus og þá um 17,2%. Sætindi lækka einnig í verði í Hagkaupum eða um 4,7% en hækka mest í Krónunni, um 17,8%. Í flokkn- um ýmsar matvörur er hækkunin minnst í 10–11 þar sem hún 2,3% en mest í Samkaupum–Úrvali þar sem hún er 15,6%. Drykkkjarvörur lækka í verði í Samkaupum-Strax um 1,6% en hækkka mest í Sam- kaupum–Úrvali, um 9,6%. Loks lækka hreinlætis- og snyrtivörur um 2% í Hagkaupum en þær hækka mest í Bónus, um 16,2%. Tilboð hafa áhrif Vert er að geta þess að í verðmæl- ingum ASÍ er ekki um verðsaman- burð milli verslana að ræða, heldur eru verðbreytingar í verslunarkeðj- unum sjálfum kannaðar. Í vörukörf- unni eru algengar matartegundir, s.s. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir, pakkavörur, kaffi, gos og safar auk hreinlætis- og snyrtivara. Eiga þess- ar vörur að endurspegla almenn inn- kaup meðalheimilis. Vogir Hagstofunnar, sem notaðar eru við útreikning á vísitölu neyslu- verðs, eru hafðar til hliðsjónar, en þær segja til um hversu stór hluti ákveðnir vöruflokkar eru af neyslu- körfu meðalheimilis. Þá er bent á að skoðað eru það verð sem er í gildi í verslununum hverju sinni og því geta tilboð á ein- stöku vörum haft áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Verðmælingar verðlagseftirlits ASÍ milli september og október kynntar í gær Matvara hækk- ar mikið í verði Í HNOTSKURN »Í könnun verðlagseftirlitsASÍ á hækkunum á mat- vöru milli annarrar og fjórðu viku septembermánaðar mældist mesta hækkunin 2,9%, í Bónus. Hækkanirnar nú eru því töluvert meiri en síðast þegar mælt var. »Frá september í fyrra tilseptember í ár rýrnaði kaupmáttur launa um 4%. » Í október mældist tólfmánaða verðbólga 15,9%.     * +# , , - .   # *  & &  ,  0,# ,  1 ,  2 & # &  3 )# & " 4# + 2  2 ))# &%- 5  # ,  6 + ,   )# 7 & + # ,      8        8   8              !" #!$ % ! #$"! „ÞAÐ væri full- komlega óvið- unandi ef menn væru að blanda saman með þess- um hætti liðsinni til Íslendinga í mjög þröngri stöðu, sem þeir eiga rétt til miðað við aðild sína í sjóðnum, og því að knýja okkur til þess að ganga að einhvers konar samningum án þess að tekið sé tillit til þeirrar lagalegu stöðu sem við teljum að við höfum,“ segir Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra um að samkomulag vegna innistæðna í íslenskum bönk- um í Bretlandi og Hollandi kunni að vera forsenda láns frá alþjóðagjald- eyrissjóðnum (IMF). Aldrei hafi verið sagt opinberlega að slíkir samningar séu skilyrði fyrir láni. Össur telur ólíklegt að Bretar og Hollendingar geti komið í veg fyrir að Ísland fái lán hjá IMF. „Það væri í andstöðu við það sem ég tel að þeir hafi gefið til kynna. Í IMF ræð- ur einfaldur meirihluti,“ segir Össur. elva@mbl.is Komi ekki í veg fyrir lán IMF Össur Skarphéðinsson HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refsingu yfir fyrrum ritstjórum DV fyrir að birta áfengisauglýsingu í blaðinu. Í héraði höfðu þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason verið dæmdir til að greiða 200 þús- und krónur hvor í sekt en Hæstirétt- ur tvöfaldaði sektina. Ritstjórarnir kröfðust sýknu og báru m.a. fyrir sig að ekki hefði verið um auglýsingu að ræða heldur um- fjöllun. Einnig bentu þeir á að ákæruvaldið hefði ekki gefið viðhlít- andi skýringu á því hvers vegna þeir voru saksóttir en ekki útgefandi blaðsins. Þeir hefðu ekki tekið ákvörðun um að birta auglýsinguna og líklega hefði Jónas verið í fríi dag- inn sem hún var sett í blaðið. Meiri- hluti Hæstaréttar féllst ekki á þetta og segir m.a. í dómnum að í lögbund- inni ábyrgð sem á ritstjórum hvíli felist að þeim bar að yfirfara það efni blaðsins sem þeir voru ábyrgir fyrir og að gæta þess að efni sem birt væri í blaðinu væri ekki andstætt lögum. Jón Steinar vildi sýkna Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna. Vísaði hann til sérat- kvæðis síns í nýlegum dómi yfir rit- stjóra Blaðsins en þá komst Jón Steinar að þeirri niðurstöðu að áfengisauglýsingabannið væri brot gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar því birting slíkra auglýsinga í erlendum miðlum væri látin átölu- laus. runarp@mbl.is Ritstjórar DV dæmdir fyrir auglýsingar BRETAR styðja að Ísland fái lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, samkvæmt heimildum úr breska fjármálaráðuneytinu. Fullyrðir heimildamaður að Bretar hafi ekki reynt að koma í veg fyrir að Ísland fái lánið, né aðrar þjóðir. Bretar styðji lánveitinguna, enda sé þess ekki að vænta að úr nein- um málum leysist, fáist lánið ekki. Bent er þó á að eitt skilyrða fyrir því að lönd fái lán frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum sé að jafn- ræðis sé gætt gagnvart lán- ardrottnum. Ísland fái lánið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.