Morgunblaðið - 07.11.2008, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
STJÓRNVÖLD segja að uppkaup á skulda-
bréfum í peningamarkaðssjóðum Landsbank-
ans, Glitnis og Kaupþings hafi verið ákvörðun
bankanna sjálfra, ekki stjórnvalda.
Samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hef-
ur undir höndum og voru unnin fyrir við-
skiptaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið (FME) og
skilanefndir bankanna var samanlagt verð-
mæti bankabréfa og annarra skulda- og verð-
bréfa í peningamarkaðssjóðum ríkisbankanna
þriggja um 180 milljarðar króna. Landsbank-
inn hefur auk þess greitt úr fjórum öðrum pen-
ingamarkaðssjóðum sem voru í erlendum
gjaldeyri.
Heimildir Morgunblaðsins herma því að
bankarnir hafi keypt bréf fyrir um 200 millj-
arða króna úr peningamarkaðssjóðunum. Þeg-
ar nýir bankar voru stofnaðir um innlendan
rekstur Landsbanka, Glitnis og Kaupþings
lagði íslenska ríkið þeim til eigið fé sem sam-
tals var 385 milljarðar króna.
Ekki vitað um þrýsting
á annarleg viðskipti
Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður við-
skiptaráðherra, segist hafa komið að málum
peningamarkaðssjóðanna þegar allt leit út fyr-
ir að það þyrfti beint ríkisframlag í sjóðina
vegna slæmrar stöðu þeirra. Síðar hafi komið í
ljós að staða þeirra hafi verið betri en óttast
var og því hafi bein aðkoma ríkisins ekki
reynst nauðsynleg. Í kjölfarið hafi hver banki
fyrir sig fengið að ákveða hvernig mál sjóð-
anna yrðu leyst. „Þetta eru viðskipti milli sjóð-
anna og eigenda þeirra. Við vitum ekki um
neinn sem hefur sett þrýsting á bankana að
eiga í viðskiptum á annarlegum forsendum.
Þvert á móti hefur verið lögð áhersla á að hægt
sé að verja þau með viðskiptalegum for-
sendum.“
Hann undirstrikar að það voru utanaðkom-
andi endurskoðendur sem voru fengnir til að
verðmeta bréfin. „Ég veit líka til þess að
stjórnarmenn fengu tillögur frá fram-
kvæmdastjórn bankans með tilteknum leiðum
og í því tilviki sem mér var sagt frá kaus
stjórnin að fara varkárustu leiðina af þeim sem
framkvæmdastjórnin lagði til sem valkosti.
Það er grundvallaratriði að þessi viðskipti
milli sjóðanna séu gerð á viðskiptalegum for-
sendum. Þetta er ekki verjanlegt með öðrum
hætti. Ef þetta er ekki rétt og eðlilegt við-
skiptaverð er það auðvitað slæmt mál. En okk-
ur var tjáð að þetta væri gert með því fororði
að þetta byggðist á ytra mati og að þetta væri
gert á viðskiptalegum forsendum.“
Ekki pólitísk ákvörðun
Stjórnarþingmenn sem Morgunblaðið ræddi
við sögðu að sú leið sem var farin í pen-
ingamarkaðssjóðunum hefði aldrei verið rædd
í þingsal, þingnefndum eða innan þingflokk-
anna.
Hjá fjármálaráðuneytinu, sem fer með hlut
íslenska ríkisins í bönkunum þremur, fengust
þær upplýsingar að fjármálaráðherra hefði
ekki með neinum hætti átt þátt í þeirri ákvörð-
un að kaupa bréfin út. Hún hefði verið tekin á
viðskiptalegum grundvelli.
Skuldabréfin sem bankarnir keyptu eru
bæði bankabréf og skuldabréf fyrirtækja. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru útgef-
endur fyrirtækjabréfanna meðal annars Stoðir,
Exista, Atorka, Milestone og Straumborg.
Stoðir eru sem stendur í greiðslustöðvun og
forsvarsmenn Exista hafa sagt opinberlega að
framtíð þess félags sé í óvissu. Þorri banka-
bréfanna var síðan gefinn út af Landsbank-
anum, Kaupþingi og Glitni sem allir eru í eigu
ríkisins í dag. Þau skuldabréf eru að mestu tal-
in verðlaus.
Smærri sjóðirnir óánægðir
Smærri fjármálafyrirtæki á borð við
SPRON, BYR, MP fjárfestingabanka og Ís-
lensk verðbréf, sem reka líka peningamark-
aðssjóði, hafa ekki fengið fyrirgreiðslu frá yf-
irvöldum til að kaupa skuldabréf út úr
sjóðunum.
Heimildir Morgunblaðsins herma að for-
svarsmenn sjóðanna hafi verið í sambandi við
yfirvöld til að reyna að fá lausn sinna mála. Þeir
hafa hitt fulltrúa forsætis-, fjármála- og við-
skiptaráðuneytis á fundum vegna þessa auk
þess sem yfirvöldum hafa verið send bréf.
Samkvæmt þeim gögnum sem Morgunblaðið
hefur undir höndum er reiknað með því að út-
greiðsluhlutföll í þeim verði á bilinu 42,5 til 82
prósent og rýrnunin verði mest á sjóðum
SPRON en minnst hjá MP.
Bréfakaup ákveðin af bönkum
Stjórnendur bankanna
ákváðu sjálfir að kaupa
skuldabréf úr sjóðunum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Úrlausn Smærri fjármálafyrirtæki sem ráku einnig peningamarkaðssjóði hafa ekki fengið við-
líka lausn sinna mála og ríkisbankarnir. Væntanlega munu þau leita eftir henni til ríkisins.
HJÁ Glitni er Sjóður 9, peningamark-
aðssjóður bankans, enn sem komið er eini
verðbréfa- og fjárfestingasjóður bankans
sem hefur greitt út til sjóðsfélaga.
Samkvæmt gögnunum sem Morgunblaðið
hefur undir höndum var lausafjárstaða
Glitnis um 42 prósent hinn 3. október síð-
astliðinn, sem var síðasti dagurinn sem við-
skipti áttu sér stað í sjóðunum.
Hin góða lausafjárstaða bankans skýrist
að hluta til af því að bankinn keypti út
skuldabréf Stoða úr sjóðum sínum, en þau
voru um 24 milljarða króna virði í lok júní
síðastliðins.
Stoðir voru auk þess stærsti einstaki eig-
andi Glitnis áður en íslenska ríkið tók yfir
bankann á grundvelli neyðarlaga.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
hefur sagt að það hafi verið ákvörðun
stjórnar og stjórnenda gamla Glitnis að
kaupa bréf Stoða út og að það hafi verið
gert áður en ríkið tók yfir bankann. Yfirvöld
hafi því ekki ívilnað þeim sjóði umfram
aðra.
Uppkaup á Stoðabréfum hjá Glitni skýrðu góða lausafjárstöðu
Eftir Unu Sigvhatsdóttur
una@mbl.is
„ÞAÐ er grundvallarskylda stjórn-
valda í hverju ríki að tryggja öryggi
borgara sinna. Það er ekki góð-
ærisverkefni frekar en það er góð-
ærisverkefni að halda úti lögreglu eða
landhelgisgæslu,“ segir Þórir Ibsen,
skrifstofustjóri Varnarmálaskrif-
stofu. Varnarmálastofnun hefur verið
á milli tannanna á fólki allt frá stofn-
un hennar í janúar 2008.
Nú þegar vænta má niðurskurðar í
endurskoðuðum fjárlögum næsta árs
gerast þær raddir hávær-
ari að stofnunin sé of dýr í
rekstri, kostnaður sem
hafi verið réttlætanlegur
í góðærinu en ekki
lengur, en áætlað fjármagn til hennar
er um 1,4 milljarðar króna.
Þórir segir að í utanríkisráðuneyt-
inu sé sífellt leitað leiða til að hag-
ræða og gera hlutina með ódýrari
hætti, ekki síst á sviði varnarmála.
Það eigi ekki síst við nú, þegar þjóðin
standi frammi fyrir miklum þreng-
ingum. Viðamesta verkefni Varn-
armálastofnunar er rekstur lofteft-
irlitskerfis NATO hér á landi en
utanríkisráðuneytið tók við rekstri
þess við brottför varnarliðsins.
Bent hefur verið á að með því að
hafa reksturinn á höndum borg-
aralegra stofnana mætti ná fram
sparnaði, t.d. með því
að sameina
hann starfsemi Flugstoða sem annast
flugumferðastjórn. Þórir segir hins-
vegar að sá möguleiki hafi verið skoð-
aður á sínum tíma ásamt öðrum en
ekki talinn hagkvæmur. „Það er mik-
ilvægt að átta sig á því að þetta eru
ekki sömu verkefni. Okkar hlutverk
snýst ekki um að stýra flugi heldur
um eftirlit með ókennilegum flug-
förum sem koma inn í loftrými okkar
og samskipti við herstjórnarmið-
stöðvar innan bandalagsins.
Hjá Flugstoðum starfar mjög sér-
hæft starfslið flugumferðarstjóra en
starfskraftar okkar eru þjálfaðir öðru
vísi. Hjá Ratsjárstofnun, forvera
Varnarmálastofnunar sem var kostuð
af Bandaríkjunum, vorum við með
þessa þekkingu og þjálfað starfs-
fólk þannig að við
nýttum
okkur þessa stofnun.“ Hann bendir á
að starfsfólki hafi verið fækkað og
launakostnaður lækkaður, til sam-
anburðar séu t.d. flugumferð-
arstjórar Flugstoða mun dýrari
starfskraftar á hærri launum.
Þórir bendir á að hlutfallslega eyði
Ísland litlu til varnarmála sam-
anborið við önnur ríki. Hlutlaus ríki
eins og Svíþjóð og Sviss þurfi að
standa undir óheyrilegum kostnaði
þar sem þau sinni sínum vörnum al-
farið sjálf. Umtalsverður sparnaður
felist í því að njóta varna frá öðrum
ríkjum í stað þess að reka eigin her,
en slíkt samstarf sé ekki einhliða.
„Ratsjárstöðvarnar eru hluti af
sameiginlegum vörnum og eftirliti
Nató, þær eru ekki einkamál Íslands,
þær eru okkar framlag.“ Rat-
sjárkerfið er því rekið í hagkvæmri
einingu í núverandi mynd að mati
Þóris, en ef gild hugmynd um hag-
ræðingu komi fram sé sjálfsagt að
skoða það.
„Þetta er jafnvægislist, að nýta
fjármagnið á sem hagkvæmastan
hátt við að tryggja öryggi og varnir
borgaranna í landinu og við gerum
það ekki með því að borga ekki neitt.“
Varnarmál og öryggi landsins
ekki gæluverkefni góðærisins
Ekki fælist hagræðing í sameiningu Ratsjáreftirlitsins við flugumferðarstjórn
Þotur Heræfingar fara nú reglulega fram á Ís-
landi í samræmi við varnarsamkomulag Íslend-
inga við Nató um sameiginlegar loftvarnir.
ÞEIR 200 milljarðar
króna sem ríkis-
bankarnir eru taldir
hafa notað til að
kaupa út bréf í pen-
ingamarkaðssjóðum
sínum eru 44 prósent
af áætluðum tekjum
íslenska ríkisins sam-
kvæmt fjárlaga-
frumvarpi næsta árs.
Upphæðin er sam-
bærilegt hlutfall af
þeim greiðslum sem
hinn íslenski trygg-
ingasjóður innistæðueigenda þarf að greiða
Bretum vegna Icesave-inni-
stæðureikninganna.
Þá er lánið sem norska ríkisstjórnin hefur
ákveðið að veita Íslendingum vegna banka-
hrunsins, 80 milljarðar króna, einungis 40
prósent af þeirri upphæð sem var greidd fyr-
ir bréf í sjóðunum.
Norska lánið er
40% af greiðslum.
Helmingur
tekna Íslands
LEIKFÉLAG Keflavíkur frumsýnir
gamanleikritið „Sex í sveit“ í Frum-
leikhúsinu í kvöld, föstudag. Leik-
stjóri er Örn Árnason leikari og
Gísli Rúnar Jónsson þýddi verkið.
Það er alltaf spenna fyrir frum-
sýningar og kannski enn meiri
spenna nú en oft áður þar sem að-
eins sex leikarar sjá um að halda
sýningunni á lofti allan tímann. Æf-
ingar hafa staðið yfir sl. sex vikur
og nú er allt að smella saman.
Sex í sveit frum-
sýnt í Keflavík
ÚRSKURÐUR Héraðsdóms
Reykjavíkur um að vísa málinu
gegn Jóni Ólafssyni ekki frá á
grundvelli þess að saksóknari hefði
lagt fram skriflega greinargerð um
frávísunarkröfu var í gær kærður
til Hæstaréttar. Að sögn Ragnars
Aðalsteinssonar, verjanda Jóns
Ólafssonar, má búast við úrskurði á
næstu dögum.
Ef Hæstiréttur staðfestir úrskurð
héraðsdóms verður málið flutt með
tilliti til upphaflegrar frávísunar-
kröfu sakborninga í byrjun desem-
ber. Fari svo að þeirri kröfu verði
hafnað má búast við að efnismeð-
ferð málsins gæti farið fram í jan-
úar.
Úrskurður til
Hæstaréttar