Morgunblaðið - 07.11.2008, Page 21
leiðingar að hitastig jarðar muni
hækka um 6 gráður á Celsíus. Með
því að stuðla að umfangsmikilli kol-
efnisförgun megi ætla að hitaaukn-
ingin verði ekki umfram 2 gráður.
Umdeilt er hvort svo miklar jarð-
efnaeldsneytisbirgðir séu í jörðu og
kveðst Lindeberg ekki hafa haft veð-
ur af því mati David Rutledge, pró-
fessors við Caltech-tækniháskólann
í Kaliforníu, að spár um kolabirgðir
séu ofmetnar, af því að þær byggist
á úreltum gögnum og forsendum.
Annað atriði er að verðmunurinn
á endurnýjanlegri orku og orku sem
er unnin með bruna jarðefnaelds-
neytis fer minnkandi og bendir
Lindeberg aðspurður á að kolefnis-
förgunin muni kosta 400 evrur á
hvert tonn af koldíoxíði, eða sem
svari fjórum evrusentum á hverja
kílóvattstund.
Sá viðbótarkostnaður, sem leiða
muni til 50-100 prósent hækkunar á
raforkuverði, muni hafa hliðaráhrif
en ekki setja mannkynið „aftur á
steinöld“, eins og hann orðar það.
Ætla megi að áhrif af hækkandi
orkuverði verði um hríð lík þeim sem
urðu samfara fyrri olíukreppunni
1973-1974.
Lindeberg hefur mikla trú á kol-
efnisförgun og telur að á næstu 400
árum megi binda 80 prósent koldíox-
íðsins sem að óbreyttu muni ella
losna út í andrúmsloftið. Iðnaður í
kringum förgunina muni endast
lengur en olíuiðnaðurinn.
gripu verkfræðingar Statoil til
þekktrar aðferðar í gasiðnaðinum,
þar sem amín kemur við sögu, efni
sem myndað er með því að láta amm-
oníak koma í stað vetnisatóms á al-
kýlsameind.
Hreinsað með amínaðferðinni
Jón Steinar Guðmundsson, pró-
fessor við Tækniháskólann í Þránd-
heimi, NTNU, fjallar um Sleipn-
isverkefnið í kennslu sinni við
skólann.
Aðspurður hvaða ferli fari fram í
umræddri aðferð segir Jón Steinar
að til að byrja með sé jarðgasið látið
streyma upp í gegnum amín-
vökvann við staðalhita. Lausnin hafi
þann eiginleika að koldíoxíðið bindist
við sameindir hennar, ekki köfnunar-
efni eða annað gas.
Eftir að hafa bundist amínsam-
eindum sé vökvinn sem innhaldi kol-
díoxíð hitaður upp þannig að það
losni frá lausninni. Á sama tíma sé
amínið flutt til baka í ferlinu til frek-
ari notkunar í hringrásarferli.
Koldíoxíðið er kælt og þjappað við
háan þrýsting sem gerir það fljót-
andi. Afurðinni, koldíoxíði í vökva-
formi, er svo dælt niður í vatnsleið-
andi holrými í sandlögunum til
varðveislu.
Til að gefa tilfinningu fyrir um-
fanginu er búnaðurinn sem Jón
Steinar vísar til settur saman úr
nokkrum einingum, sem staðsettar
eru á sérstökum palli, sem tengdur
er gasborpallinum Sleipni A (sjá
myndir til hliðar).
Amínblöndunin fer fram í turni
undir þrýstingi, áður en efnið er svo
aðskilið frá koldíoxíðinu í öðrum
turni. Vegur búnaðurinn alls 8.200
tonn og er einn sá þyngsti sem lyft
hefur verið á sjó.
Vatnsleiðarinn er á
1.000 til 1.200 metra dýpi
Vatnsleiðari, á borð við Utsira, er
jarðlag sem leitt getur vatn.
Spurður um jarðfræði svæðisins
segir Jón Steinar sandinn sem hýsi
koldíoxíðið vera undir fargi efri jarð-
laga. Fyrst komi leir og sandleðja á
hafsbotninum, en eftir því sem dýpið
sé meira aukist fargið.
Á um 100 til 300 metra dýpi verði
leðjan þéttari og leirinn að sama
skapi þéttur, svo þéttur að ekkert
smjúgi í gegnum hann.
Á 1.000 metra dýpi sé komið niður
á fínan sand, líkt og finna megi í
áreyrum. Sandlagið nær niður á um
1.200 metra dýpi. Þetta sé lagið sem
koldíoxíðinu á Utsira-svæðinu sé
dælt niður í. Þarna kunni að finnast
leir í litlu magni, þó einkum sandur.
Undir þessum 200 metrum sé aft-
ur komið niður á leir og grjót, sem
„ekkert renni í regnum“.
Fjórtán hundruð metrum neðar sé
svo komið niður á þau jarðlög sem ol-
íu og gas sé að finna í.
Tore A. Torp, sérfræðingur hjá
StatoilHydro, sem ber ábyrgð á
rannsóknum og tækniþróun á sviði
kolefnisbindingar- og förgunar, hélt
nýlega erindi við NTNU um reynslu
Statoil af kolefnisförgun frá upphafi
verkefnisins um niðurdælingu kol-
díoxíðs á Sleipnissvæðinu.
Að sögn Jóns Steinars metur Torp
það svo að í gleypnu sandsvæðinu á
Utsira megi dæla niður sem svari nú-
verandi losun Evrópusambandsríkj-
anna á koldíoxíði í 600 ár.
Má skjóta því hér inn að Linde-
berg rifjar upp að árið 1996 hafi ver-
ið áætlað að í sandlögum á landi og
undir sjó í Noregi og innan þeirra 15
ríkja sem þá voru í ESB sé hægt að
dæla niður 500-800 milljörðum tonna
af koldíoxíði, en til samanburðar sé
árslosunin á þessu svæði um millj-
arður tonna.
Hægt að fara aðrar leiðir
Inntur eftir því hvort hann telji þá
spá Lindebergs að norski förgunar-
iðnaðurinn verði jafnvel stærri en ol-
íuiðnaðurinn raunhæfa segir Jón
Steinar of snemmt að segja til um
það á þessari stundu.
Fari svo að raforkuframleiðendur
muni koma til með að þurfa að greiða
fyrir förgun koldíoxíðs sé þó ljóst að
markaðurinn fyrir niðurdælingu af
þessu tagi verði stór.
Kostnaðurinn við kolefnisförgun
muni leiða til minnst 50 prósent
hækkunar á raforkuverði og því
megi ætla að um háar fjárhæðir
verði að ræða. Einangra má koldíox-
íð með öðrum aðferðum en þeirri
sem lýst er hér að framan og nefnir
Jón Steinar að nú sé verið að þróa
aðferð sem feli í sér að hreint súr-
efni, en ekki andrúmsloft, sé notað
við bruna jarðefnaeldsneytis. Út úr
brunanum komi koldíoxíð og vatns-
gufa. Gufuna megi svo kæla niður í
vatn og þá standi koldíoxíðið eftir.
Jón Steinar segir norska stórfyr-
irtækið Aker Solutions í hópi fárra
fyrirtækja sem sinni þrói og byggi
verksmiðjur sem hreinsi koldíoxíð úr
útblæstri. Reiknað sé með að stærsti
markaðurinn verði koldíoxíðs-
hreinsun frá kolaorkuverum, svo
sem í Kína, þar sem tvö kolaorkuver
eru nú opnuð í viku hverri.
Almennt sinni fá fyrirtæki upp-
byggingu tækjabúnaðar sem nota
megi til að aðskilja koldíoxíð með
amínaðferðinni, eða aðeins sex til
átta fyrirtæki í heiminum.
Hentar ekki á Jan Mayen
Inntur eftir því hvort hann telji
raunhæft að í framtíðinni muni fara
fram niðurdæling af svipuðu tagi á
Jan Mayen-svæðinu, rætist draumar
Íslendinga um olíuvinnslu þar,
kveðst Jón Steinar hafa efasemdir
um að af því verði. „Aðalástæðan er
að Jan Mayen er svo langt frá þeim
stöðum þar sem koldíoxíð losnar í
andrúmsloftið; það þarf langt og dýrt
rör til að koma því þangað. Önnur
ástæða er sú að við vitum ekki hvort
það er stór vatnsleiðari við Jan
Mayen eða ekki. Sandur hefur safn-
ast saman í farvegum stórra áa.
Þannig hafa árnar í Evrópu, Rín og
fleiri, flutt sand út í Norðursjóinn í
aldanna rás. Ég dreg í efa að það séu
svipaðar aðstæður við Jan Mayen.“
Ljósmynd/Statoil/Alligator film/BUG
Samkvæmt líkanareikningum, rúm-
um fimm þúsund árum eftir að nið-
urdælingin í Utsira hófst árið 1996,
hefur keilulaga haugur koldíoxíðs
fyllt vatnsleiðandi holrými í sand-
inum. Koldíoxíðið er léttara en salt-
vatn en það leysist smátt og smátt
upp í saltvatninu, myndar kolsýru
og verður kolsýrumettaða saltvatn-
ið þyngra en hefðbundið saltvatn.
Geymsluaðferðin er talin örugg og
duga í þúsundir ára.
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Koldíoxíðið sem varðveitt er í vatnsleiðandi sandlögum
í saltvatnsleiðaranum Utsira er léttara en saltur sjórinn
í gleypnum sandinum, þangað sem því er dælt niður til
varðveislu. Koldíoxíðið safnast til að byrja með upp við
þétt berglög, sem einangra vatnsleiðarann að ofan-
verðu, líkt og sjá má af kortinu þar sem reynt er að
áætla dreifinguna 2021. Koldíoxíðið blandast þó ekki
saltvatninu þegar í stað, heldur leysist hluti þess smám
saman upp í vatninu og verður að kolsýru.
Eftir því sem meira magni koldíoxíðs er dælt niður í
holrými í sandinum (fimmtungur rúmmálsins er sjór)
byrjar koldíoxíðið smám saman að leysast upp í salt-
vatninu. Kolsýrumettaða saltvatnið er eðlisþyngra en
kolsýrusnautt saltvatn (sjór). Þessi mettun kemur fram
eins og súlnaborgir á kortinu fyrir 2412, myndun sem
minnir óneitanlega á dropasteinshelli. Skýringin er ein-
föld. Kolsýrumettaða saltvatnið er þyngra en sjór og
breiðist hún því út í holrýmum sandsins eins og grýlu-
kerti sem jörðin togar í. Sandurinn er á frá 1.000 til
1.200 metra dýpi og þrýstingurinn því mun meiri en á
yfirborðinu. Sama er uppi á teningnum fram til ársins
2621, þegar súlurnar eru orðnar dýpri og þéttari. Löngu
síðar, eða árið 5019, er þessi hluti aðeins orðinn brot af
geysistórum fjallslaga haug af holrýmum sem eru fyllt
af saltvatni mettuðu af kolsýru. Tvö þúsund árum síðar,
árið 7018, er myndunin orðin keilulega eins og sjá má.
Tekið skal fram að svarti liturinn á kortunum táknar
sand þar sem saltvatnið í holrýmunum er ómettað af
kolsýrunni.
Kolsýran er súr og í tímans rás leysir hún upp efni í
sandinum, svo sem ýmis efni í leir og járni, og myndar
járnkarbónat í síðarnefnda tilvikinu.
Jarðfræði olíuvinnslusvæða eins og Sleipnissvæðis-
ins er mjög vel þekkt vegna gasvinnslunnar sem þar fer
fram. Alls er Utsira-svæðið um 20.000 ferkílómetrar
eða sem svarar fimmtungi af flatarmáli Íslands.
Safnast fyrir í holrýmunum
NORÐMENN innleiddu koldíoxíðskatt (má einnig nefna kolefnisskatt) árið
1991. Skattlagningin er tvennskonar. Í fyrsta lagi kolefnisskattur sem nær
til ýmiss iðnaðar, eldsneytis til nota í farartækjum, jarðgass til raforku-
framleiðslu, kolanotkunar (fram til janúar 2003), svo nokkur dæmi séu
nefnd. Hin skattlagningin nær til losunar frá norska olíuiðnaðinum á hafi
úti, það er frá olíu- og gasborpöllunum, og er við innheimtuna miðað við
lítrafjölda olíu og gass í fljótandi formi, ellegar í rúmmetrum talið þegar
jarðgasið er í gasformi og er því þá brennt við borpallana eða við aðra inn-
viði. Síðarnefnda skattlagningin er frádráttarbær frá skatti sem hluti
rekstrarkostnaðar við olíu/gasvinnslu, sem dregur verulega úr þeirri
skattheimtu sem fellur á olíufyrirtækin vegna koldíoxíðslosunar.
Annað atriði er að fyrirtæki sem greiddu koldíoxíðskatt voru undan-
þegin norska kolefniskvótakerfinu, sem starfrækt var árin 2005-2007.
Norska kvótakerfið rann inn í evrópska kolefniskvótakerfið (EU ETS) í
ársbyrjun 2008 og taka nokkur olíufyrirtækjanna sem áður stóðu utan
kvótakerfisins nú þátt í því kerfi. Kolefnisskatturinn hefur verið lækkaður
á olíufyrirtækin til að koma til móts við útgjöld vegna kolefniskvótans.
Gjald á losunina
Sautján ár liðin í ár frá því að
Norðmenn innleiddu koldíoxíðskatta
förgun kolefnis. Tæknibún-
aður hefur enn ekki verið sett-
ur upp í fyrirhugaðri stærð og
því höfum við ekki öðlast
reynslu af búnaðinum.“
Hann telur að iðnaðurinn
muni senn slíta barnskónum
og vaxa upp í að verða stór-
iðnaður.
„Umsvif iðnaðarins hafa
aukist jafnt og þétt í Evrópu
og Bandaríkjunum. Hér í
Noregi hefur mikið gerst í þessum efnum á síð-
ustu tveimur til fimm árum. Evrópusambandið
hefur sett sér það markmið að hefja 12 til-
raunaverkefni fyrir 2015 og að kolefnisförg-
unarmiðstöð í fullri stærð verði komin í gagnið
árið 2020. Það á eftir að koma í ljós hversu raun-
hæft þetta markmið reynist, en ljóst má vera að
takast þarf að draga úr kostnaði ef þetta á að
verða að veruleika.“
Norsku flokkarnir almennt sammála
Eriksen segir norsku flokkanna almennt sam-
mála þegar kemur að áætlunum í olíuiðnaðinum,
þótt deilt sé um hvort hefja eigi vinnslu í Lofoten
og í Barentshafinu. Þær áhyggjur lúti ekki ein-
vörðungu að loftslagsmálum heldur einnig að
hinum staðbundu áhrifum sem mengunarslys
geta valdið á viðkvæmu lífríkinu.
Hann segir flesta flokkana einnig almennt
sammála um mikilvægi þess að þróa leiðir til kol-
efnisförgunar, enda hafi þjóðin í gegnum tíðina
haft miklar tekjur af sölu jarðefnaeldsneytis.
Hvað varði stöðu tækniþróunarinnar séu
komnar fram leiðir sem taldar séu komnar nógu
langt fyrir uppsetningu tilraunabúnaðar. Brýnt
sé að auka samkeppnina á þessu sviði, enda enn
sem komið er fá fyrirtæki sem þessu sinna.
Enn sem komið er eigi Norðmenn ekki í sam-
starfi við Rússa á sviði kolefnisförgunar þrátt
fyrir samvinnu í olíuiðnaðinum.
HUGMYNDIR um stórtæka kolefnisförgun
Norðmanna eru hluti af nýjum veruleika þar
sem verðmiði er settur á losun koldíoxíðs.
Aðspurður um áherslu Norðmanna á slíka
förgun segir Andreas H. Eriksen, hagfræðingur
og aðstoðaryfirmaður í norska olíu- og orku-
málaráðuneytinu, að hún sé ofarlega á blaði í
norskum stjórnmálum.
„Spurningin um hvaða aðferðum eigi að beita
við kolefnisförgun brennur á mönnum. Norð-
menn hafa bæði unnið að þessari þróun innan-
lands og í samstarfi við aðrar þjóðir. Verkefnin
sem nú eru efst á blaði lúta að gasorkuverum,
þar sem við viljum einangra koldíoxíðið og flytja
það burtu til öruggrar varðveislu, svo sem í jarð-
lögum undir sjó,“ segir Eriksen.
Inntur eftir hagfræðihlið förgunarinnar segir
Eriksen stjórnvöld leggja megináherslu á að
draga úr kostnaði. Norska kolefniskvótakerfið
sé enn ekki tengt því evrópska (EU ETS: Emiss-
ion Trading System). Hóf það evrópska göngu
sína 2005 og nær til yfir 12.000 mengunarvalda
sem árlega gefa upp losun sína í kerfi sem bygg-
ir á verslun með kolefniskvóta. Miðað er við
meðaltalið á losuninni 2005 til 2006 og er fyrir-
tækjum umbunað fyrir draga úr losun sinni. Mun
flugið að óbreyttu koma inn í kerfið 2012.
Hann segir að enn sem komið er sé kolefnis-
förgunin dýrari en kolefniskvótinn í Evrópu.
„Málið snýst um orkunotkun og þróun nýrrar
orkusparandi tækni, enda myndi minni orku-
notkun útheimta minni kostnað við bindingu og
Förgunin hluti af nýjum veruleika
Með þyrlupall Olíuráðuneytið í Ósló.
Andreas
H. Eriksen