Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Umræðurum fram-tíð þjóð- arinnar á viðsjár- verðum tímum fara fram fyrir luktum dyrum. Almenningur fær ekki að fylgjast með því, sem er að gerast. Alþingi fær ekki að hafa áhrif á það. Það er ömurlegt að horfa upp á það í lýðræðisríki að þegar mest liggur við hafi þingið nánast enga aðkomu að málum. Þegar Róm brenn- ur eru salir Alþingis tómir og þingheimur stendur utan við atburðarásina. Á Alþingi í fyrradag voru störf þingsins til umræðu. Átta þingmenn tóku til máls og voru sammála um að þing- ið væri of veikt og auka þyrfti styrk þess til þess að takast á við yfirstandandi erfiðleika. Helmingur ræðu- manna var úr röðum sjálf- stæðismanna og voru þeir allir óánægðir með stöðu mála. „Hefði ekki átt að vera hlutverk þingsins að móta þessa efnahagsáætlun fyrir þjóðina?“ spurði Katrín Jak- obsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Pétur Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokks, tók undir með Katrínu og sagði að þingið ætti að setja ramm- ann utan um samfélagið. Á Íslandi eru nú í gildi neyðarlög. Þau voru sett með lýðræðislegum hætti, en í þeim felst slíkur til- flutningur á valdi að til langs tíma gætu þau grafið undan lýðræðinu. Á tímum sem þessum er lýðræðislegt eftirlit og að- hald nauðsynlegt. Það á ekki síst að koma frá Alþingi. Þingmenn hafa áður gagn- rýnt þá tilhneigingu fram- kvæmdavaldsins að líta á þingið sem stimpil til að af- greiða stjórnarfrumvörp. Það hafa meira að segja stjórnarþingmenn gert, lang- þreyttir á yfirganginum. Á þingið þó að heita löggjafar- valdið í landinu. Nú er ekki rétti tíminn til að veikja þingið. Það á að styrkja þingið og efla. Nú er ekki rétti tíminn til að veikja lýðræðið. Nú er lífsspursmál að virða lýðræðið, styrkja það og efla. Umræðan á að vera fyrir opnum tjöldum, engin undanbrögð. Það virðist þó ekki vera efst í huga ráðamanna. Hjá þeim virðist leyndarhyggjan skipta mestu. Almenningur á ekki að fá að vita hvað er að gerast. Þingið á ekki að hlutast til um hvað er gert. Þetta er ekki uppskrift að því að byggja upp traust á ný eftir hrunið. Þetta er aðferð til þess að ala á tortryggni og grafa undan trúverðugleika. Nú ríður á að efla lýðræðið, ekki veikja það og sniðganga} Fyrir luktum dyrum Ríkisstjórninátti að greina strax frá því að til stæði að setja 200 milljarða króna inn í peninga- markaðssjóði Kaupþings, Landsbankans og Glitnis áður en greitt var úr þeim. Í staðinn fengu ríkisbankarnir verðbréf í gömlu bönkunum og ótil- greindum fyrirtækjum. Auð- vitað er gleðilegt að þeir sem áttu peninga í þessum sjóðum fái stærstan hluta þeirra til baka. En spyrja má hvort jafn- ræðis hafi verið gætt. Ríkisbankarnir lúta póli- tískri ábyrgð. Það fær illa staðist að þessi aðgerð hafi eingöngu verið tekin á við- skiptalegum forsendum. Verð- bréfin, sem keypt voru út úr peningamarkaðssjóðunum, voru m.a. gefin út af gömlu viðskiptabönkunum og fyrir- tækjum sem berjast nú í bökk- um. Margir sem eiga álíka bréf telja þau verðlítil og ótt- ast að fá bara brot af pening- unum aftur. Í það minnsta verða ríkisbankarnir að birta útreikninga sem þessi viðskipti eru byggð á svo allt sé uppi á borðum. Lífeyrissjóðir eiga margir hverj- ir verðbréf í gömlu við- skiptabönkunum og fjárfestu í skuldabréfum fyrirtækja sem standa illa. Það sama er að segja um peningamarkaðs- sjóði smærri fjármálafyrir- tækja. Eiga launþegar, sem greiða í lífeyrissjóði, og þeir sem keyptu í peningamark- aðssjóðum smærri fjármála- fyrirtækja ekki að sitja svið sama borð og þeir sem áttu í viðskiptum við gömlu við- skiptabankana? Er réttlætan- legt að bjarga bara sumum? Skattgreiðendur leggja ríkisbönkunum til eigið fé sem er notað með þessum hætti. Engin pólitísk umræða fór fram um að verja 200 millj- örðum króna með þessum hætti. Hin pólitíska ábyrgð liggur hjá ráðherrum. Þeir verða að réttlæta þessa ákvörðun fyrir fólkinu í land- inu. Hin pólitíska ábyrgð liggur hjá ráðherrum} Sértæk björgun V ið getum ekki greitt þær skuldir sem stöðugt halda áfram að hrannast upp með vöxtum og dráttarvöxtum eftir því sem nýir og nýir bankareikningar koma í ljós sem við höfðum ekki grænan grun um að hefðu verið stofnaðir, hvað þá að þeir væru á okkar ábyrgð. Það blasir við að þeir sem bera á þeim ábyrgð – eða hefðu átt að gera það – yfirgefi sviðið, en jafnframt verði þessar skuldir núllaðar út. Ef heimurinn skilur ekki að 300 þúsund manna þjóð muni kikna undir þessari skuldabyrði, þá verður svo að vera. Vitaskuld munu voldug öfl reyna að beita okkur þvingunaraðgerðum, það þarf ekki að spyrja um afstöðu Englendinga og Evrópu- sambandið mun sömuleiðis reynast okkur þungt í skauti – fyrst í stað. En að því mun koma að jafnvel þeir munu gera sér ljóst að við erum að- eins þrisvar sinnum hundrað þúsund. Sennilega er Ísland eitt fárra landa í heiminum sem gætu staðið þá skunu af sér og því ræður hin gríðarlega orkugeta okkar. Ekki aðeins erum við sjálfum okkur næg um sjálfbært rafmagn og hita, við erum stórlega af- lögufær. Nesjavellir gætu lagt milljónaborgum til mið- stöðvarhitun og fallvötnin íslensku framleitt þvílíkan raf- straum að fólk hinumegin á hnettinum gæti leitað sér lúsa um miðja nótt. Og handan við hornið er rafmagns- bíllinn, við verðum sjálfum okkur næg og aflögufær um eldsneyti líka. Þá eru ótalin fiskimiðin gjöfulu sem um- lykja landið á mótum kaldra og hlýrra haf- strauma þar sem fiskistofnar margfaldast og uppfylla hafið. Sömuleiðis er íslenskur land- búnaður svo framleiðinn að stöðugt þarf að vera á bremsunni til að hér hlaðist ekki upp kjöt- og smjörfjöll. Og gróðurhúsin íslensku fara létt með að fjöldaframleiða agúrkur, tú- mata, gulrætur, sveppi, salöt og fleira sem ég man ekki upp að telja. Og ekki þarf að spyrja að kartöflugörðunum íslensku og óbrigðulli uppskeru þeirra. Já, ég veit, hveitið er okkar Akkilesarhæll og ýmsar afurðir hitabeltisins. En Afríka var ekki í Evrópusambandinu síðast þegar frétt- ist. Og Norðurlöndin munu slá um okkur skjaldborg (takk Finnar fyrir pappírinn). Við skulum ekki ýkja ástandið: börnin eru í leikskólum, ungviðið í grunnskólum, æskan í framhalds- skólum og unga fólkið í háskólum. Við þurfum að bæta einu skólastigi við: fullorðinsfræðslunni. Að allt sam- félagið verði einn samhangandi skóli. Og þegar grannt er skoðað, til hvers fæddumst við ef ekki til að læra allt sem numið verður á einni mannsævi. Munum að vinnan er til að lifa, lífið er ekki til að vinna. Tökum að endingu undir við styttuna sem starir á þingheim af Austurvelli, þegar hún á örlagastundu hróp- aði: „Ég mótmæli þessari aðferð!“ „Þá risu upp þingmenn og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mótmælum allir!“ peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill „Vér mótmælum allir!“ Nýr tónn sleginn í Evrópuumræðu VG FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is M ikill gerjun er í um- ræðu um Evrópumál innan Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, ekki síst í röðum Ungra vinstri grænna. Ung- liðarnir köstuðu fyrri Evrópustefnu sinni fyrir róða í byrjun seinasta mánaðar og vinna nú að endurskoðun Evrópustefnunnar. Þótt við blasi að umræðan um kosti og galla ESB sé að komast á fleygi- ferð innan flokksins þýðir það ekki að nein umskipti hafi orðið á afdrátt- arlausri stefnu VG gegn ESB-aðild. En endurmat fer fram, ekki síst vegna hamfaranna í fjármálalífinu, og nýjar skoðanakannanir hafa eflaust sín áhrif. Þær sýna að 2⁄3 hlutar svar- enda sem segjast styðja VG vilja skipta um gjaldmiðil og meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa flokkinn segist styðja aðildarumsókn að ESB. Mikil fundahöld eiga sér stað um Evrópumálin á vettvangi Evrópu- hóps undir forystu Katrínar Jakobs- dóttur, varaformanns VG. Ung vinstri græn halda einnig opna fundi um hvað felst í aðild að ESB, seinast í gærkvöldi, þar sem Baldur Þórhalls- son, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, var fenginn til að hafa framsögu. „Á landsfundi sem við héldum í byrj- un október var samþykkt að endur- skoða Evrópumálastefnu Ungra vinstri grænna. Við tókum Evrópu- málakaflann út úr stefnuyfirlýsingu UVG vegna þess að okkur þótti hann ekki nógu góður og ekki byggður á rökfastri og upplýstri afstöðu. Því var beint til stjórnar að skoða málefni Evrópusambandsins, halda opna fundi og fræða félagana um þessi mál svo við gætum myndað okkur nýja stefnu, sem verður byggð á upplýstri og rökfastri afstöðu. Það þarf ekki að þýða að við munum sveigja í átt að ESB eða á móti,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, formaður UVG. „Í augnablikinu höfum við enga sérstaka stefnu gagnvart ESB, við setjum marga varnagla varðandi inn- göngu en viljum kynna okkur málin áður en afstaðan er mótuð,“ segir hún. „Okkur fannst við ekki vita nógu mikið um ESB. Okkur fannst við í raun bara hafa tekið einhverja páfa- gaukafrasa upp frá móðurflokknum, sem hefur skýra afstöðu og er á móti inngöngu í ESB. Við erum með líka stefnu en í þessu tilfelli fannst okkur okkar stefna ekki nægilega byggð á upplýstri afstöðu okkar sjálfra,“ segir Steinunn. „Við erum með okkar stefnu sem samþykkt var á landsfundi og hún hefur ekkert breyst,“ segir Katrín. „Ég stofnaði Evrópuhóp innan flokksins í haust, sem hefur verið spjallvettvangur, og niðurstaða hans var að halda opna umræðufundi og eftir áramót verður málþing þar sem kafað verður ennþá dýpra í þessi mál,“ segir hún. Katrín segir þörf á að fara yfir þessa umræðu, ómögu- legt sé að segja fyrir um hvert hún leiðir. Efnahagskreppan ýtir á þessa umræðu. „Ég vona að allir flokkar fari í endurmat, ekki eingöngu á þessu máli, heldur ýmsum öðrum stefnumálum,“ segir Katrín. Ögmundur Jónasson alþing- ismaður segir Evrópuumræðuna ekki til marks um stefnubreytingu, heldur „hve mikilvægt við teljum að vera op- in fyrir öllum tillögum og hug- myndum“. Hann tekur undir að mikil gerjun sé í gangi, enda eigi þessi mál öll að vera til skoðunar og endurmats eins og önnur mikilvæg mál á öllum sviðum þjóðfélagsins. Morgunblaðið/ÞÖK Ekki aðild VG ítrekaði á landsfundi 2007 að ESB-aðild með framsali á full- veldi kæmi ekki til álita. Nú á að víkka út umræðuna fyrir landsfund 2009. „VIÐ höfum alltaf sagt að við vild- um vega og meta kosti og ókosti. Það hefur verið okkar sjónarmið og er enn að ókostirnir við að ganga í Evrópusambandið og taka upp evr- una séu meiri en kostirnir en þetta er nokkuð sem hlýtur að koma til endurmats við breyttar aðstæður. Það er í rauninni engin stefnu- breyting fólgin í þessu,“ segir Ög- mundur Jónasson. „Það eru Evr- ópusinnar og Evrópuandstæðingar í öllum flokkum og Ung vinstri græn eru engin undantekning,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir. „Það eru tvær hliðar á þessu máli, annars vegar út frá hagsmunum Ís- lendinga, sem mér finnst vera þröng nálgun. Hins vegar er líka al- þjóðleg nálgun þar sem spyrja má hvers konar fyrirbæri Evrópusam- bandið er og hvað okkur finnst um það í alþjóðlegu samhengi. Ég hef byggt mína afstöðu á þeirri nálg- un,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Endurmat Ögmundur Jónasson, Steinunn Rögn- valdsdóttir og Katrín Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.