Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 28

Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008 Í ÞEIRRI kreppu sem ríður yfir Ísland skapast einstakt tæki- færi til að vinda ofan af vímuefnavandanum. Til þess þarf að tryggja að aðgengi að meðferð sé gott á næstu misserum svo taka megi á móti þeim sem vilja reyna að hætta neyslu með hækk- uðu verði vímuefna, minnkaðri kaupgetu og minni innflutningi. Hér verður tekið dæmi um amfetamín- markaðinn, en neytendur örvandi vímuefna eru gríðarlegt heilbrigð- isvandamál. Um alvarleika málsins gagnvart þeim sem greinast fíknir í örvandi vímuefni og aðstandendum þeirra er hægt að líta á hver voru af- drif þeirra sem greindust amfeta- mínfíklar fyrir 10 árum: 8% létust langt fyrir aldur fram og meðal hinna lifandi eru 46% að sprauta sig og 35% með lifrarbólgu C. Sé ein- göngu litið til vanda vegna lifr- arbólgu C þá kom fram hjá Sigurði Ólafssyni lækni af LSH á afmæl- isráðstefnu SÁÁ í október 2007 að 89,6% af þeim sem smitast eru sprautufíklar. Meðferðarkostnaður hvers sjúklings er á bilinu 837.558- 1.895.592 kr. Hér er einungis verið að tala um kostnað vegna lyfja- skömmtunar, en auk þess fellur til umtalsverður rannsóknarkostnaður og vegna annarrar læknisþjónustu. Byrði þjóðfélagsins af þessum sjúklingum er tvíþætt: beinn útlagð- ur kostnaður og óbeinn kostnaður. Hér er beinn kostnaður hrein út- gjöld til heilbrigðismála, meðferðar, löggæslu og forvarna sem ekki nýt- ast til annarra verkefna. Óbeinn kostnaður vísar til glötunar verð- mæta sem þjóðfélaginu skapast ekki vegna ótímabærra dauðsfalla, ör- orku og minni framleiðni. Mikilvægt er fyrir umræðuna að reyna að meta hvaða auðlindir er hér um að ræða. Til þess þarf að líta til margra þátta s.s. kostnaðar heil- brigðisþjónustunnar í heild sinni af þessum sjúklingum, kostnaðar félagslegrar þjónustu (umfram það sem eðli- legt getur talist) og kostnaðar vegna fram- leiðslutaps fyrir þjóðfé- lagið í heild sinni. Áætlað er að um 740 kíló af amfeta- míni séu ársþörf fíkla á Íslandi. Am- fetamínframleiðsla heimsins er að- allega í Mið- og Vestur-Evrópu og sér í lagi í Hollandi, Belgíu og Pól- landi. Eistland, Litháen og Búlgaría leika einnig nokkuð stórt hlutverk í framleiðslu amfetamíns. Hingað virðist það aðallega koma frá Dan- mörku, Hollandi, Eistlandi og Litháen. Þegar efnin eru flutt til landsins þá eru þau nokkuð hrein og á götunni er oftast búið að þynna þau. Þannig má gera ráð fyrir að innflutt magn sé um 185 kíló. Inn- kaupsverðið er líklega um 1.500.000 kr. á kíló, en hér er miðað við með- alinnkaupsverð, og því er innkaups- verð alls um 280 milljónir. Þá á eftir að reikna flutningskostnað og við- skiptakostnað. Við fjármögnun stórrar sendingar þarf því gjarnan tugi milljóna og ljóst er að slíkum fjármunum þarf að safna með skipu- lögðum hætti. Vitað er að fíkniefna- viðskipti fara að miklu leyti fram með reiðufé. Það getur því skipt miklu máli fyrir yfirvöld að hafa upplýsingar um hverjir kaupa er- lendan gjaldeyri og að fylgjast með flutningi reiðufjár úr landi. Sam- kvæmt lögum ber svokölluðum til- kynningaskyldum aðilum (bönkum, fjármálafyrirtækjum) að kanna „áreiðanleika“ þeirra sem kaupa gjaldeyri fyrir meira fé en sem nem- ur jafnvirði 1.000 evra. Gildir þá einu hvort kaupin fara fram í einu lagi eða ekki. Hjá RLS er starfrækt sérstök peningaþvættisskrifstofa sem tekur við tilkynningum um grunsamleg viðskipti og skrásetur þær í sérstakan gagnagrunn. Ein- ungis starfsmenn RLS hafa aðgang að honum. Ef upplýsingarnar hafa þýðingu fyrir rannsókn lögreglu eru þær skráðar í málaskrá lögreglu. Tollyfirvöld hafa hins vegar ekki beinan aðgang að þeim. Með núverandi samdrætti í ís- lensku þjóðfélagi eru að skapast ein- stakar aðstæður til að draga úr vanda vegna vímuefnanotkunar og vinda ofan af markaðnum með var- anlegum hætti. Hér er átt við að með auknum gjaldeyrishömlum mun verða erfiðara fyrir innflytj- endur að fjármagna sendingar. Það mun einnig draga úr kaupum frí- stundaneytenda, þeirra sem nota vímuefni án þess að vera orðnir fíknir í þau. Sá hópur mun draga stórlega úr kaupum sínum með minnkuðum ráðstöfunartekjum og sama mun einnig gerast með hóp yngstu neytendanna. Þá er mik- ilvægt að við séum tilbúin að taka við þeim hópi sem leitar sér með- ferðar. Sú fjárfesting mun aftur skila sér í fækkun fíkla til lengri tíma. Með slíkum aðgerðum tekst að draga úr þjóðfélagslegri áþján og heilsufarsvandamáli sem líklega kostar Íslendinga árlega á bilinu 25- 100 milljarða ef litið er til allra vímuefna, bæði löglegra og ólög- legra. Tækifæri í kreppunni Í þeirri kreppu sem ríður yfir Ís- land skapast tæki- færi til að vinda of- an af vímuefna- vandanum segir Ari Matthíasson »Með núverandi sam- drætti í íslensku þjóðfélagi eru að skap- ast einstakar aðstæður til að draga úr vanda vegna vímuefnanotk- unar og vinda ofan af markaðnum með var- anlegum hætti. Ari Matthíasson Höfundur er meistaranemi í heilsuhagfræði. Í haust og það sem af er vetri hefur snjóað nokkuð á höf- uðborgarsvæðinu og því mikilvægt að gangstígar séu rudd- ir og sandbornir til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Sú ein- kennilega staða hefur komið upp að þessum öryggisþætti er sinnt í sumum hverfum borgarinnar en ekki öðrum. Af hverju slík mis- munun á sér stað er ekki gott að segja. Í stuttu máli er þessum örygg- isþætti í hverfum borgarinnar annaðhvort sinnt af borgarstarfs- mönnum eða einkaaðilum. Það sem hefur gerst er að starfsmenn borgarinnar eru á fullu við snjó- mokstur og sandburð í hverfum sem eru í þeirra umsjá en einka- aðilunum er fyrirskipað að halda að sér höndum. Þarna gætir tví- mælalaust ójafnræðis með borg- arbúum, þeim sem búa í hverfum þar sem borgarstarfs- menn sinna snjó- mokstri og sandburði er gert hærra undir höfði á meðan ekki er gætt sama öryggis og þjónustu við þá borg- arbúa sem búa í öðr- um hverfum. Fyrirtækið Garðlist og tvö önnur fyrirtæki annars vegar og fram- kvæmdasvið Reykja- víkurborgar hins veg- ar gerðu með sér samning fyrr á þessu ári um grasslátt við stofn- brautir um sumarið og snjómokst- ur og sandburð í vetur á göngu- leiðum á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna. Í verkahring Garðlistar er svæði sem afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestri, Sæ- braut í norðri, Kleppsvegi og Reykjanesbraut í austri og Bú- staðavegi í suðri. Á þessu svæði eru nokkrar af fjölförnustu götum og gangstígum borgarinnar. Stjórnendur og starfsmenn Garðlistar hafa þann metnað til að bera að vilja gera það vel sem þeir taka sér fyrir hendur. Nú hefur það ítrekað gerst að þeim er gert af Reykjavíkurborg að sleppa snjómokstri og sandburði göngu- stíga á fyrrnefndu svæði sem er við nokkrar af fjölförnustu stofn- brautum borgarinnar. Sem dæmi má nefna að snjóað hafði aðfara- nótt laugardagsins 25. október en ekki var beðið um hreinsun gang- stíga þrátt fyrir að margt fólk nýti göngustígana til gönguferða og hjólreiða um helgar. Sagan endurtók sig á mánudegi þó að enn væri snjór á stígunum sem hafði breyst í hálku. Næt- urfrost var meira og minna síð- ustu viku október og mikil snjó- bráð við sólarlag sem myndar hálku, ekki lengi en þó alveg nóg til þess að fólk geti runnið til og slasast. Ekki var beðið um sand- dreifingu á stígana þrátt fyrir augljós hættumerki. Stjórnendur Garðlistar hafa komið á framfæri athugasemdum við fram- kvæmdasvið borgarinnar en talað fyrir daufum eyrum. Það er spurning hvað gerist ef slys verða á fólki – ætli svör fulltrúa borg- aryfirvalda verði þau að það sé verktaki sem sjái um þetta hverfi? Vegna þessa ósamræmis, mis- mununar og augljósu hættu vill starfsfólk Garðlistar biðja alla hlutaðeigandi, sem ferðast innan hverfisins sem Garðlist var ráðið til að sinna samkvæmt samningi en fær ekki, afsökunar fyrir hönd framkvæmdasviðs Reykjavík- urborgar. Brynjar Kjærne- sted segir frá vinnureglum borg- arinnar varðandi umsjón með götum og göngustígum í borginni Brynjar Kjærnested » Stjórnendur Garð- listar hafa komið á framfæri athugasemd- um við framkvæmdasvið borgarinnar en talað fyrir daufum eyrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Garðlistar ehf. Afsökunarbeiðni fyrir hönd fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar ÞAÐ VAR hrollvekjandi að fá fréttir af því að stjórn eins af bönkunum hér á landi hefði tekið ákvörðun um það skömmu fyrir fall bankans að afskrifa skuldir yf- irmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa. Í forundran spurði maður sig hvern- ig má þetta vera og hvernig má þetta gerast. Nú hljóta viðkom- andi stjórnendur að stíga fram, af- saka gjörðir sínar og draga þær til baka, hugsaði ég, því að svona lag- að gera menn auðvitað ekki. En viti menn, næsti kapítuli felst í því að verkalýðsleiðtogi úr stjórn bankans kemur fram í sjónvarpi, iðrunarlaust, og mælir bót fram- göngu sinni í samþykkt skuldaaf- skriftarinnar. Hann hafi talið sig vera að bjarga bankanum með því að hygla yfirstéttinni en reyndar skilja almenning, þar á meðal fólk úr eigin stéttarfélagi, eftir í áhætt- unni. Og þessir almennu hluthafar innan sem utan stéttarfélags verkalýðsleiðtogans hafa svo feng- ið að blæða. Það snertir ekki snill- ingana í stjórn bankans. Ekki bætti svo úr skák að aðrir tilkvaddir til að fjalla um málið, tveir alþingismenn, annar stjórn- arþingmaður og hinn úr stjórnar- andstöðu, reyndust þokukenndir í umfjöllun sinni. Vöfruðu þeir ým- ist um í tæknilegu rausi eða laga- flækjum um hvað kynni að vera lagalega leyfilegt. Málið er einfalt. Þetta er spurningin um rétt og rangt. Enginn maður með heil- brigða skynsemi og óbrenglaða réttlætiskennd tekur ákvörðun af því tagi sem hér var tekin. Enginn – og allra síst verkalýðsleiðtogi – á að láta sér detta í hug að firra sér- hagsmunahóp áhættu en láta hinn óbreytta um að mæta tapi. Þjóð- kjörnir leiðtogar, alþingismenn, verða að sjá aðalatriðin. Þeir þurfa að kunna skil á réttu og röngu og segja sína skoðun á því afdráttar- laust. Þjóðin sér þetta, fólkið í landinu sér þetta og veit hvað er rétt og hvað er rangt. Það er rétt- mæt krafa fólksins í landinu, að yf- irgæslumenn sparnaðar þess, bankastjórnendurnir, leiðtogar þess í launþegahreyfingu og síðast en ekki síst stýrimenn þjóðarskút- unnar á Alþingi kunni skil á réttu og röngu og breyti samkvæmt því. Skuldaafskrift toppanna á að ógilda, afsökun væri vel þegin og þingmennirnir ættu að taka sig á. Menn verða að kunna skil á réttu og röngu. Kjartan Jóhannsson Rétt eða rangt Höfundur er fyrrverandi sendiherra GERÐU þér í hug- arlund að þú sjáir dag einn í fjölmiðlum að þú sért sakaður um að hafa framið glæp fyrir meira en fimmtíu árum og að það eina sem lagt hafi verið fram því til „sönnunar“ hafi fundist í skjölum pólitísku lög- reglunnar sem drottn- aði yfir öllum á þeim tíma. Skjalið er sett fram eins og þarna sé um heil- agan sannleik að ræða, þeir sem bera þig sökum treysta lögregluheimildum sínum fullkomlega, en sannleiksgildi slíkra gagna hefur, eins og allir vita, fengist staðfest í nokkrum ógleyman- legum réttarhöldum. Nú er ekki lengur hægt að draga fólk fram fyrir dómstól sem hefur það hlutverk að kveða upp dauðadóma. En það er enn hægt að reka mál sitt frammi fyrir dómstóli götunnar og dæma fólk án þess að það geti komið vörnum við, ata fólk auri sem ákær- endurnir vona að ekki sé hægt að afmá. Þetta er saga sem Kafka hefði getað samið, sagan af herra K. Þetta er saga vinar okkar, Milans Kundera. Mál hans snertir okkur beint, rétt eins og um okkur væri að ræða. En okkur langar með þessum orðum ekki einungis að tjá honum stuðning okkar og aðdáun, eða ráðleggja hon- um að skrifa annan Brandara, mun svartari en þann sem hann skrifaði á sínum tíma. Okkur langar líka að varpa fram grundvallarspurningu. Tékkneska lýðveldið er aðili að Evr- ópusambandinu. Það er réttarríki. Hvernig stendur þá á því að skjöl stalínísku leynilögreglunnar skuli vera notuð til að styðja opinberar ásakanir án þess að þau hafi verið skoðuð og yfirfarin gaumgæfilega, og að þarna hafi grundvallaratriði rétt- arríksins verið þverbrotin, meðal annars þau að hver maður eigi að telj- ast saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð? Hvernig má það vera að þessi leyniþjónusta sé tekin trúan- leg og að það sem þar stendur skuli hafa valdið þeim skaða sem raun ber vitni? Hvernig má það vera að menn beiti vinnubrögðum alræðisstjórna í baráttunni gegn alræðinu? Tékkneska lýðveldið er, því miður, ekki eitt um slík og þvílík vinnubrögð. Það sama gildir um Pólland þar sem hrundið var af stað rógsherferð gegn Lech Walesa á sínum tíma. Í þessum tveimur löndum, og ef til vill víðar, ráðast tækifærissinnar gærdagsins og ráðvillingar dagsins í dag á máls- metandi menn, hvort sem það eru listamenn, hugsuðir eða menn sem eru flekklausir siðferðilega, til þess að rífa þá niður og nota til þess tíma- sprengjur sem samviskusamir þjónar „raunverulegs sósíalisma“ hafa komið fyrir á sínum tíma. Og opna þannig leiðir fyrir raddir lýðskrumara, þjóð- rembur og valdapotara. Ætli við séum hér að verða vitni að því að til er að verða ekki bara Evrópa „í tveimur ólíkum gírum“, heldur tveimur lögum af réttarfari, því sem ber að virða í Vestri og því sem leyfilegt er að fót- umtroða í Austri? Það er nefnilega ekkert til sem hægt er að kalla „Kun- deramál“. Hins vegar hefur sann- arlega komið upp pólitískt og réttar- farslegt mál í nokkrum ríkjum Evrópubandalagsins. Ný réttarhöld að hætti Kafka í Prag Eftir Pierre Nora og Krzysztof Pomian Pierre Nora »Hvernig stendur þá á því að skjöl stal- ínísku leynilögregl- unnar skuli vera notuð til að styðja opinberar ásakanir án þess að þau hafi verið skoðuð og yf- irfarin gaumgæfilega… Pierre Nora er sagnfræðingur, með- limur í Frönsku akademíunni Krzysz- tof Pomian er sagnfræðingur, rann- sóknarstjóri hjá frönsku rannsóknarstofnuninni CNRS. Krzysztof Pomian

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.