Morgunblaðið - 07.11.2008, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Afi minn var alltaf góður afi.
Hann hafði alltaf tíma til að
spila við mig og spjalla um
allt mögulegt. Sérstaklega
um fótbolta. Hann hélt með
Liverpool og Arsenal. Ég
held með Manchester Unit-
ed.
Við stríddum hvor öðrum
þegar illa gekk, en alltaf í
góðu. Og afi var Valsari, en
það mátti ekki stríða þegar
þeim gekk illa. Það vissi ég.
Ég sakna hans.
Sigmundur Helgi
Valdemarsson.
HINSTA KVEÐJA
✝ SigmundurRagnar Helga-
son fæddist 7. des-
ember 1927. Hann
andaðist 2. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ingibjörg Sig-
mundsdóttir, f. 25.7.
1884, d. 5.10. 1961
og Helgi Kr. Jóns-
son, f. 13.2. 1891, d.
26.10. 1968.
Sigmundur
kvæntist 16. júní
1954 Pálínu Þ. Sigurjónsdóttur
hjúkrunarfræðingi, f. 17. júní 1931.
Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f.
11.1. 1955, m. Valdemar Pálsson, f.
2.11. 1950, börn: Sigmundur Helgi,
f. 25.4. 1986 og Inger Helga, f. 4.1.
1988. 2) Helga, f. 11. apríl 1956, m.
einkabarn foreldra sinna. Sig-
mundur lærði snemma á orgel og
lék á það við ýmis tækifæri. Hann
útskrifaðist stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1947 og
stundaði nám við Háskóla Íslands
1947-1953. Hann starfaði við
banka- og skrifstofustörf alla
starfsævi sína, síðast hjá Mjólk-
urfélagi Reykjavíkur. Sigmundur
var mikill söngmaður og söng m.a.
með drengjakór og ýmsum kórum,
t.d. Karlakór Reykjavíkur, Stúd-
entakórnum, Dómkórnum og
Karlakórnum Stefni. Hann var og
einn stofnenda Smárakvartettsins í
Reykjavík og lög þeirra hljóma
enn. Hann gekk í Oddfellow st. nr.
1 Ingólfur árið 1962.
Útför Sigmundar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Jóhann K. Torfason,
f. 12. apríl 1954, börn:
a) Torfi, f. 11.2. 1977,
m. Eyrún H. Hlyns-
dóttir, f. 19.10. 1978,
börn: Birta María, f.
15.11. 2000, Sigríður
Króknes og Jóhann
Króknes, f. 22.1. 2006
b) Pálína, f. 29.1.
1981, m. Jón Steinar
Guðmundsson, f. 18.6.
1977, sonur Kristinn
Hallur, f. 24.9. 2006,
c) Matthías Króknes,
f. 8.7. 1994. 3) Helgi Kristinn, f. 15.
júní 1967, m. Kristín Örnólfsdóttir,
f. 2. janúar 1968, börn Sigmundur
Ragnar, f. 24.9. 1993, Málfríður
Arna, f. 6.6. 1997 og Kjartan Daní-
el, f. 14.3. 2001.
Sigmundur ólst upp í Reykjavík
Elsku pabbi minn er látinn og því
set ég á blað þessi kveðjuorð. Hann
kvaddi okkur of fljótt en auðvitað
finnst okkur það alltaf þegar sá
sem maður elskar hverfur á braut.
Þegar ég sat hjá pabba við sjúkra-
beð hans sl. laugardag gat ég ekki
annað en sungið lög sem hann
kenndi og söng fyrir okkur. Lög
eins og „Sofðu unga ástin mín“,
„Lindin“ og „Lífið hún sá í ljóma
þeim“, en þetta síðasta finnst mér
alltaf fallegt og einhverju sinni
sagði pabbi mér að það hefði verið í
uppáhaldi hjá henni Ingibjörgu
ömmu minni. Ég veit ekki hvort eða
hvernig hann heyrði sönginn en
hann hafði alltaf yndi af söng og
vildi að ég syngi oftar, kannski ég
taki hann á orðinu núna? Söngur og
orgelspil voru áhugamál sem fylgdu
pabba svo lengi sem ég man. Það
var ekki svo sjaldan að ég heyrði
óvænt rödd hans hljóma með Smá-
rakvartettinum í Reykjavík í út-
varpinu og þá hringdi ég um leið í
pabba og lét hann vita. Hvort
tveggja, símtalið og vitneskjan um
að enn væri verið að spila þessi lög,
gladdi hann mikið.
Það er sterk minning í huga mín-
um þegar pabbi fékk okkur syst-
urnar til þess að standa sín hvorum
megin við orgelið og áttum við að
syngja með honum. Ingibjörg var
stilltari og fór að hans ráðum en ég
átti erfiðara með að standa kyrr og
oft enduðu þessar æfingar með
skellihlátri. Ekki má ég gleyma öll-
um þeim fótbolta- og handbolta-
leikjum sem við fórum á saman.
Mikilvægustu leikirnir voru að
sjálfsögðu þegar Valur var að
keppa og þá var engin spurning um
að fara á völlinn eða í höllina, enda
var hann sannur Valsmaður alla tíð.
Einlægur sjálfstæðismaður var
hann og gleymi ég ekki þegar við
fórum með atkvæðaseðla niður í
Sjálfstæðishúsið við Austurvöll en
þá var ég barn að fylgja pabba í
þessum erindum og þótti mikið til
um allt þetta.
Það eru svo margar minningar
sem rifjast upp á kveðjustund sem
þessari og erfitt að gera þeim öllum
skil. Ein er af símtali okkar, en að
því loknu spurði samstarfskona
hvort ég hefði verið að tala við vin-
konu mína, svo náin voru samskipti
okkar ætíð. Líklega hef ég verið
með mömmu og pabba kvölds og
morgna, enda þótt ég byggi lengst
af í töluverðri fjarlægð í kílómetr-
um talið. Við reyndum að bæta það
upp meðal annars með tíðum sím-
tölum. Auðvitað væri hægt að telja
upp minningabrotin lengi enn, en
það bíður betri tíma. Pabbi var góð-
ur eiginmaður, faðir, afi og langafi
og því er hans sárt saknað. Að lok-
um kveð ég föður minn með þessum
ljóðlínum og bið góðan Guð að taka
á móti honum og blessa.
Hví drúpir laufið á grænni grein?
Hví grætur lindin og stynur hljótt?
Hví glampa daggir á gráum stein,
sem grúfi yfir dalnum þögul nótt?
(Hulda.)
Helga Sigmundsdóttir.
Ástkær tengdafaðir minn er fall-
inn frá óvænt, en eftir situr sorg og
söknuður. Það eru 33 ár síðan ég
kynntist Sigmundi fyrst á Landa-
kotsspítalanum, þar sem við lágum
saman um stutta stund. Hann hafði
gott og hlýlegt viðmót og auðvelt
var að tala við hann. Hálfu ári síðar
lágu leiðir okkar aftur saman þegar
ég kynntist dóttur hans Helgu og
frá þeim tíma hefur Sigmundur ver-
ið einstakur vinur. Þó að minning-
arnar frá þessum tíma séu margar
ætla ég aðeins að rifja upp nokkur
atriði. Tengdapabbi var frekar
formfastur, hann vildi hafa hlutina
á hreinu. Til dæmis það sem sneri
að garðyrkjustörfum sem voru aðal-
áhugamál hans. Garðyrkjan var
unnin að samviskusemi og allt var í
röð og reglu enda unnu þau hjónin
verðlaun fyrir fallegasta garðinn í
Mosfellsbæ eitt árið.
Tengdapabbi passaði vel upp á
sína, hann var mjög barngóður og
þegar afabörnin komu í heimsókn
þá lék hann við þau tímunum sam-
an. Hann var lunkinn við börnin og
þau voru einstaklega hænd að hon-
um. En enginn er fullkominn og má
þá helst nefna tvennt, hann var
Valsari og Arsenalmaður. Þau voru
ófá símtölin sem við áttum eftir
knattspyrnuleiki. Hann hringdi um
leið þegar úrslitin voru honum hag-
stæð, þá helst þegar United og Ars-
enal spiluðu eða KR og Valur, þá
sagði hann: Jóhann minn, geturðu
sagt mér hvernig leikirnir fóru í
dag? Þá brást ég oftast við með því
að segja: Sigmundur minn, viltu
ekki bara tala við hana Helgu þína
núna? En að sjálfsögðu borgaði ég
til baka í sömu mynt þegar úrslitin
voru mér hagstæð.
Tengdapabbi söng einstaklega
vel og ég var oft mjög stoltur þegar
ég heyrði í honum í útvarpinu með
Smárakvartettinum. Þá sagði ég oft
við þá sem voru nærri: hlustiði nú,
þetta er tengdapabbi. Eftir að við
fjölskyldan fluttum vestur á Ísa-
fjörð voru tengslin áfram góð, sam-
skiptin voru höfð í gegnum síma allt
til síðasta dags. Svo var að hvort
sem ég eða fjölskyldan dvöldum í
Reykjavík, var nánast undantekn-
ingarlaust gist hjá Sigmundi og
Pálínu. Þar tók á móti manni hlý-
legt og elskulegt viðmót og ekki
skemmdi fyrir að tengdamamma er
góður kokkur sem dóttirin erfði
mér til mikillar ánægju. Við tengda-
pabbi áttum þá margar góðar sam-
verustundir og ræddum um áhuga-
mál okkar, sem helst tengdust
íþróttum. Já, hann Sigmundur var
einstaklega ljúfur, hlýlegur og kurt-
eis við alla sem hann átti samskipti
við. Það er lán að hafa kynnst slík-
um manni.
Hvíl í friði, kæri tengdapabbi.
Elsku tengdamamma, þú veist að
ég verð ætíð til staðar fyrir þig
þegar þess þarf. Sigmundi okkar
var kippt fljótt frá okkur en minn-
ingin um einstakan mann lifir. Guð
blessi þig.
Jóhann Króknes Torfason.
Elsku afi.
Það er sárt að sakna, missa og
minnast. En þær eru góðar minn-
ingarnar um þig afi minn. Mig lang-
ar aftur í Arnartanga, ganga um
fallega garðinn og sjá Saabinn fyrir
utan. Þar heyrði ég fyrst söguna
um Óla sem fór í berjamó og vísuna
góðu sem fylgir öllum barnabörn-
unum:
Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
vinna sér inn bita og
láta ekki pabba vita.
Ég var líka ansi montin að eiga
afa sem var í Smárakvartettinum í
Reykjavík og hafði gefið út plötu.
Við píanóið sátum við stundum en
þar sem við bjuggum á Ísafirði var
líka spilað í gegnum símann. Hringt
í ömmu og afa fyrir tónleika og þið
amma sögðuð tu, tu, tu. Garðræktin
var þér mikilvæg. Stoltur horfðirðu
á garðinn þinn og vissir að verkið
var vel unnið. Það sama á við um
okkur hin í garðinum þínum, verkið
vel unnið og umhyggjan mikil.
Þið amma gáfuð ykkur alltaf tíma
fyrir önnum kafinn ungling í fót-
boltaferð og þegar ég gisti hjá ykk-
ur var tippað á leikina í enska og
keyptir lottómiðar. Súkkulaði í ís-
skápnum, kex í krukkunni og ótal
sjónvarpsrásir. Ég var fyrsti næt-
urgesturinn ykkar í Álftamýrinni
og þið létuð mig skrifa í gestabók-
ina, en við rifjuðum það upp fyrir
stuttu.
Á Álftanesi beið fallegt heimili
handa ykkur. Flutningarnir voru
skipulagðir af pabba og þið amma
voruð ánægð með flutninginn og
nýja staðinn. Þegar amma var á
sjúkrahúsi haustið 2002 vorum við
mikið saman. Við horfðum á im-
bann, BBC, DR1 og leikina. Þú eld-
aðir veislumat eins og kjúklingabita
og svínasnitsel. Við urðum ansi náin
við þrjú þennan vetur og í desem-
ber dvaldi ég fram að jólum hjá
ykkur. Ég er þakklát í dag að hafa
þurft á ykkur að halda og þakklát
fyrir skilninginn. Þú breyttir húsinu
í jólaland að utan í desember, allt
svo fallegt.
Eftir að ég flutti aftur vestur
varð sambandið aftur í síma. Þið
hringduð við öll tækifæri hvort sem
var afmæli eða þegar Valsmenn
urðu Íslandsmeistarar. Þú talaðir í
smástund og svo sagðirðu alltaf:
„Jæja, hérna er amma, guð blessi
þig.“ Síðan kom amma í símann og
þá komst þú í hinn símann og þið
spjölluðuð bæði. Mér er minnis-
stæður tíminn þegar við Kristinn
vorum hjá ykkur í fyrra, þið hlóguð
að galsanum í honum og gáfuð hon-
um fyrsta afmælispakkann hans.
Seinna sýni ég Kristni myndirnar
af ykkur saman, segi að þú hafir
sungið fyrir hann Klappa saman
lófunum og segi honum söguna um
Óla áfram. Fyrir mánuði hittumst
við en ekki grunaði mig að kveðju-
kossinn þá yrði sá síðasti. Minn-
ingar mínar gætu fyllt heila bók en
minningin lifir með vísunni góðu og
sögunni um Óla og ég kveð þig með
laginu sem þú söngst.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Elsku amma, guð gefi þér styrk
til að takast á við þær breytingar
sem fylgja fráfalli afa. Það verður
gott að koma til þín í Bessó, en það
er vont að vera langt í burtu og
geta ekki gert það sem afi hefði
annars gert.
Ég elska þig.
Pálína Jóhannsdóttir.
Það er svo skrýtið að hugsa um
það að eiga ekki eftir að hitta hann
afa þegar við komum næst í Suð-
urtúnið, en þar bjuggu amma og
afi. Sú tilfinning hefur oft leitað á
hugann síðustu daga. Við erum öll
sorgmædd enda höfum við misst
mikið. Þótt við hefðum búið fjarri
þeim oftast nær sýndi afi alltaf
barnabörnunum áhuga og fylgdist
vel með því sem við vorum að fást
við.
Kjartan á eftir að sakna góðu
stundanna þegar hann og afi sátu á
gólfinu og voru t.d. að spila ólsen
ólsen. Afi var alltaf þolinmóður og
gaf sér tíma fyrir okkur. Málfríður
á alltaf eftir að muna eftir dögunum
sem hún fékk að vera hjá þeim afa
og ömmu í sumar. Það var góður og
fræðandi tími, þá kynntist hún fyrst
alvöru fréttaáhuga og lærði mikið
um gengisvísitöluna og fleira sem
þá var helst fjallað um. Sigmundur
gisti oft hjá þeim og naut hann þess
að láta þau dekra við sig á milli
kappleikja þegar hann fór suður á
körfuknattleiksmót. Í þessum heim-
sóknum fékk hann einnig dönsku-
kennslu, t.d. þegar farið var fyrir
kvöldmat og keyptir Tommaborg-
arar og teknir heim til þess að
snæða á meðan horft var á DR1.
Ekki verður hjá því komist að
minnast á „höllina“ sem afi fékk að
gjöf frá heyrnarlausum manni þeg-
ar hann var sjálfur barn. Höllina
smíðaði þessi maður úr tré, málaði
hana og gaf svo afa, vegna þess að
hann hafði verið honum góður. Það
er táknrænt að við lékum okkur öll
með höllina einhverju sinni þegar
við vorum hjá þeim og fengum að
heyra söguna að baki hennar.
Allt eru þetta ljúfar og góðar
minningar sem við eigum um góðan
afa, og auðvitað eru þær miklu fleiri
sem ekki verða raktar hér. Hann
var alltaf svo góður við ömmu og
við finnum til með henni. Við kveðj-
um nú hann afa og vitum að hann
verður ávallt í hjarta okkar.
Sigmundur Ragnar,
Málfríður Arna og
Kjartan Daníel Helgabörn.
Aldraður heiðursmaður hefur yf-
irgefið þessa jarðvist. Sigmundur
R. Helgason hafði einstaklega nota-
lega nærveru. Kurteisi og virðing
fyrir öðrum var honum í blóð borin,
aldrei heyrðist hann hallmæla
nokkrum manni. Maður friðar og
sátta. Séntilmaður fram í fingur-
góma. Hæfileikaríkur var hann, og
er þar af ýmsu að taka. Kristalstær
og tandurhrein tenórrödd Sigmund-
ar hefur lifað með þjóðinni í hátt á
sjötta áratug í hljóðritunum hans
með félögunum í Smárakvartettin-
um í Reykjavík. Þar söng hann
fyrsta tenór og var sá þeirra félaga
sem gaf flutningi kvartettsins hvað
mest sérkenni – þennan sérstaka
Smárakvartettshljóm sem er svo
ólíkur hljómi annarra ágætra söng-
kvartetta á Íslandi frá miðbiki lið-
innar aldar.
Sönginn lagði Sigmundur aldrei
alveg til hliðar, en lítillátur sem
hann var, flíkaði hann þessum hæfi-
leikum sínum ekkert. Eins og sönn-
um listamönnum, sem er óljúft að
trana sér fram, þá þurfti að dekstra
Sigmund til að taka lagið. Það tókst
þó einstaka sinnum og er undirrit-
uðum minnisstætt er hann hóf upp
raustina í faðmi nánustu fjölskyldu
eftir áttræðisafmælið í desember sl.
og söng „Blátt lítið blóm eitt er“ til
hennar Pálínu sinnar. Það var inni-
leg og falleg stund, algerlega
ógleymanleg okkur öllum.
Sigmundur var líka listamaður á
öðrum sviðum. Hann hafði græna
putta. Í garðinum var hann mun
flinkari en gengur og gerist. Garð-
urinn þeirra hjóna í Arnartanga var
einstaklega fallegur, Sigmundur var
sífellt að gera tilraunir með safn-
hauga, fræ, tré og blóm, plöntur
voru færðar fram og tilbaka, lim-
gerðið svo ótrúlega beint og vel-
snyrt. Allt var fullkomið. Þau fáu ár
sem Sigmundur og Pálína bjuggu í
íbúðinni í Álftamýri var Sigmundur
sem blóm sem vantaði næringu:
svalirnar voru að vísu fullar af
gróðri en það var ekki nóg, svo
mikið var víst. Eftir flutninginn í
litla raðhúsið í Suðurtúni lifnaði
Sigmundur allur við á ný. Óspenn-
andi grasflöt var á svipstundu
breytt í gullfallegan skrúðgarð með
fjölbreyttum gróðri, og eins og við
var að búast, tókst þeim hjónum
aftur að eignast fallegasta garðinn í
hverfinu.
En fyrst og fremst var Sigmund-
ur ástríkur eiginmaður og blíður og
góður faðir barnanna sinna. Barna-
börnin minnast líka hlýlegs afa,
sem alltaf var óhræddur við að sýna
tilfinningar sínar og opna faðminn.
Guð blessi minningu sómamannsins
Sigmundar R. Helgasonar.
Valdemar Pálsson.
Kveðja frá stúdentsárgangi
MR 1947
Skammt er nú högga í milli í
þann knérunn, sem er stúdentsár-
gangur MR 1947, sem fagnaði sex
áratuga afmæli sínu sem slíks fyrir
rúmu ári. Nú er kvaddur Sigmund-
ur R. Helgason, fyrrverandi útibús-
stjóri og skrifstofumaður, sem við
samstúdentar töldum okkur vita
heilan og hressan við síðustu sýn.
Eins og fleiri í ólgu og öngvegum
stríðsáranna hlaut Sigmundur að
brjótast til mennta af litlum efnum
og um þröngan aðgang að mennta-
stofnunum. Þannig bar hann að úr
Ágústarskólanum – þá Gaggó vest
– upp í 5. bekk Menntaskólans, og
hafði þannig aðeins tvö ár til að
samlagast þeirri menntastofnun,
eða þriðjung skólaáranna. Skilaði
hann þó góðum og jöfnum árangri
yfir heildina að líta. Fyrir skóla-
samfélagið kom þetta heldur ekki
að teljandi sök, þar sem Sigmundur
kom vel fyrir og reyndist hvers
manns hugljúfi og ætíð stutt í bros
og kímni.
Efalaust höfðuðu ýmis hugðar-
efni til hæfileika hins unga manns,
og glímdi hann um tíma við lækn-
isdóminn, en söðlaði um til banka-
geirans, þar sem hann hafði drjúg-
an framgang, uns trausti var óvænt
brugðið, og sneri hann sér þá að
ýmsum skrifstofustörfum.
Sigmundur átti stóran og raunar
ómissandi hlut að rismiklu framtaki
í tónlist með stofnun Smárakvar-
tettsins í Reykjavík ásamt félögum
sínum í Háskólanum og Carl Billich
árið 1951. Þar söng hann fyrsta ten-
ór og setti mjög fágaðan og hljóm-
fagran blæ á sönginn. Fram til 1956
sungu þeir félagar við stormandi
lukku í söngsölum, fjölmiðlum og
víða um land og loks árið 1986 á
hljómplötur í afmælisútgáfu, sem
síðar var endurtekin í geisladiskum.
Við þennan flutning má því orna
sér á ókomnum tímum.
Á fyrri áratugum voru þau Pálína
alloft með í samkomum og ferðum
árgangsins, en strjálaðist það nokk-
uð með aldrinum þvert á góðan
ásetning beggja aðila.
Þessum pistli fylgja einlægar
þakkir árgangsins frá MR 47 fyrir
samfylgdina og hugheilar samúðar-
kveðjur til Pálínu og fjölskyldunn-
ar. Blessuð sé minning Sigmundar.
Bjarni Bragi Jónsson.
Sigmundur Ragnar Helgason