Morgunblaðið - 07.11.2008, Síða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
✝ Hanna SoffíaBlöndal fæddist
í Reykjavík 13.
september árið
1933. Hún lést á
heimili sínu 31.
október síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ragnar
Halldór Hannesson
Blöndal stór-
kaupmaður, f. 3.5.
1901, d. 29.6. 1943,
og Ilse Blöndal
Luchterhand hús-
freyja, f. 17.8. 1903, d. 17.8. 1987.
Systkini hennar eru Valdís Blön-
dal, f. 17.2. 1928, var gift Birgi
Frímannssyni, f. 14.4. 1926, d.
24.1. 2001, og Kjartan Blöndal, f.
28.9. 1935, kvæntur Þóru Blöndal,
f. 26.7. 1936. Hanna giftist 11.4.
1953 Herði Frímannssyni raf-
magnsverkfræðingi, f. 15.11.
1927. Foreldrar hans voru Frí-
mann Ólafsson forstjóri, f. 31.10.
Tómas Þórhallur, f. 21.2. 1991. 3.)
Björn líffræðingur, f. 26.2. 1959,
kvæntur Bryndísi Ólafsdóttur
hjúkrunarfræðingi, f. 11.4. 1961.
Börn þeirra eru: a) Harpa Lind, f.
19.3. 1983, sambýlismaður Ásgeir
Ásgeirsson, f. 26.3. 1975, b) Hjört-
ur, f. 5.4. 1988, c) Ragnar f. 21.9.
1990, d) Hanna Auðbjörg, f. 30.5.
1995. 4.) Kristín Erla mannfræð-
ingur, f. 21.7. 1966, gift Stefáni
Erlingi Helgasyni tannlækni, f.
15.2. 1965. Börn þeirra eru: a)
Andri Björn, f. 4.11. 1993, b)
Hannes Kristinn, f. 20.7. 1995.
Hanna útskrifaðist frá Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1951 og
gegndi ýmsum störfum eftir það,
síðast sem ritari á Borgarspít-
alanum, en lengst af sem hús-
móðir. Hún var þátttakandi í fé-
lagsstarfi bæði sem sjálfboðaliði
hjá Rauða Krossi Íslands og Kven-
félagi Hringsins. Hanna lifði fyrir
fjölskyldu sína og varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að fylgjast
með barnabörnum sínum komast
á legg og fyrstu langömmubörn-
um sínum koma í heiminn.
Hanna verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag kl. 11.
1900, d. 8.1. 1956, og
Jónína Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f.
3.11. 1902, d. 22.5.
1978.
Hanna og Hörður
eignuðust fjögur
börn. 1) Elsa lyfja-
fræðingur, f. 23.8.
1955, gift Pietro
Schneider atvinnu-
rekanda, f. 1.2. 1950.
Börn þeirra eru: a)
Nicola, f. 6.12. 1982,
og b) Giulia Soffia, f.
30.12. 1983. 2) Hjör-
dís læknir, f. 11.6. 1957, gift Guð-
mundi Tómassyni atvinnurek-
anda, f. 5.3. 1953. Börn þeirra
eru: a) Hörður, f. 24.6. 1980, sam-
býliskona Sigríður Theódóra Eg-
ilsdóttir, f. 17.4. 1983, sonur
þeirra er Snorri Freyr, f. 17.10.
2007. b) Halldóra Hrund, f. 14.3.
1982, gift Sveinbirni Loga Sveins-
syni, f. 16.1. 1980, sonur þeirra er
Bjarki Hrafn, f. 29.6. 2008, c)
Mín kæra svilkona Hanna Soffía
lést 31. október sl. Margs er að minn-
ast og margt ber að þakka í þau 55 ár
sem við áttum samleið. Aldrei bar
skugga á okkar samskipti, hún var
alltaf svo jákvæð og skemmtileg. Ég
man þegar Hanna og Hörður giftust,
svo sannarlega falleg brúðhjón.
Fyrsta heimili þeirra var í Dan-
mörku, þar sem þeim leið mjög vel og
Hörður lauk verkfræðinámi sínu.
Þau fluttu heim til Íslands og hófu
búskap í húsi foreldra Hönnu að
Túngötu 51 í Reykjavík. Þar fæddust
eldri dætur þeirra og sonur, þau
Elsa, Hjördís og Björn. Seinna flutti
fjölskyldan í Skaftahlíð 13 og yngsta
dóttirin Kristín Erla fæddist. Börnin
þeirra eru öll mikið myndarfólk.
Tíminn líður ótrúlega hratt. Það er
svo stutt síðan ég sá hana Hönnu síð-
ast, hressa og glaða, eftir að hún
hafði farið í bakaðgerð með von um
að ná góðum bata. Eigi má sköpum
renna, Hanna varð bráðkvödd
nokkrum dögum seinna á sínu fallega
heimili.
„Hvað er að deyja annað en að
standa nakin í blænum og hverfa inn
í sólskinið“ (Khalil Gibran.)
Hanna og Valdís systir hennar
voru giftar bræðrum og voru þær
systur voru mjög nánar alla tíð. Eftir
að Valdís varð ekkja fyrir rúmum 7
árum, nutu þær systur sérstaklega
þeirrar gæfu að geta ferðast saman
um öll heimsins horn, einar eða með
öðrum fjölskyldumeðlimum og vin-
um. Hörður eiginmaður Hönnu hefur
átt við veikindi að stríða og dvalið við
gott atlæti á hjúkrunarheimilinu Sól-
túni undanfarin ár. Missir hans er
mikill eins og annarra náinna að-
standenda.
Kæri Hörður og fjölskylda, ég og
mín fjölskylda vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.Guð og gæfan fylgi
ykkur öllum.
Guðlaug Kristín Runólfsdóttir.
Yndislega Hanna mín.
Mín eina systir, mín besta vinkona,
minn sálufélagi og minn besti ferða-
félagi.
Við höfum alltaf verið nánar, en
eftir að ég varð ekkja og Hörður þinn
fór á hjúkrunarheimilið Sóltún,
styrktist samband okkar enn meir.
Þó að við ættum auðvitað okkar
elskulegu börn, sem voru náskyld,
þar sem við systurnar vorum giftar
bræðrum, þá gátum við ekki alltaf
verið að hanga í þeim og lifa lífi okkar
í gegnum þau. Við fórum því að fara
saman í bíó, leikhús, tónleika eða
bara á kaffihús eða út að borða. Það
leið aldrei sá dagur að við töluðum
ekki saman í síma eða hittumst.
Við lögðumst líka í ferðalög, stund-
um 7-8 ferðir á ári og vorum alltaf
sammála um hvert, hvenær og hve
lengi ferðirnar áttu að standa. Við
höfðum mikla ánægju af því að
ferðast um ókunnar slóðir, fræðast
og kynnast nýju fólki. Ekki þótti okk-
ur heldur leiðinlegt að versla, enda
oftar en ekki með yfirvigt. Það var
alltaf svo skemmtilegt hjá okkur. Við
vorum ólíkar, en náðum svo afskap-
lega vel saman. Við bættum hvor
aðra upp. Stundum fórum við tvær
saman í hópferðir þar sem við þekkt-
um engan. Það leið þó ekki á löngu að
við Blöndals-systurnar vorum orðnar
hrókur alls fagnaðar og allir vildu allt
fyrir okkur gera. Það var ekki síst
þér að þakka, elsku systir mín. Þú
sagðir svo skemmtilega frá og hafðir
svo góða nærveru að öllum leið vel í
kringum þig. Við fórum m.a. saman
til Kína, Spánar og Ítalíu að heim-
sækja hana Elsu þína. Einnig fórum
við í siglingar til Karabíska hafsins,
Miðjarðarhafsins, Eyjahafsins og
Svarta hafsins svo að eitthvað sé
nefnt.
Á Gran Canari þar sem við höfum
dvalist einn mánuð á ári síðastliðin
sjö ár, gistum við alltaf á sama hót-
elinu sem heitir Barbacan Sol og vor-
um við þá oft kallaðar Barbacan-
systurnar!
Elsku Hanna mín, þú hafðir svo
létt og gott skap, eins og mamma
okkar, og sást alltaf skoplegu hlið-
arnar á hlutunum. Börnunum mínum
fannst þú svo skemmtileg og vildu
svo gjarnan sitja nálægt þér í boðum
og mannfögnuðum, því eins og
tengdadóttir mín sagði, þá var alltaf
mesta fjörið og hláturinn í kringum
þig.
Við höfðum það svo gott saman,
elsku Hanna mín, og því finnst mér
svo óendanlega sárt að missa þig.
Það er eins og ég hafi misst helming-
inn af sjálfri mér. Það hefur veitt mér
mikinn styrk síðustu daga að vera í
kringum börnin þín og fjölskyldur
þeirra. Öll svo vel af Guði gerð og
bera ykkur foreldrunum gott vitni.
Ég kveð þig nú, systir mín góð, og
ylja mér við minningarnar sem við
höfum skapað saman og brosi í gegn-
um tárin.
Valdís Blöndal (Addý systir).
Kveðja frá frændsystkinum
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Elskuleg frænka, uppáhalds
frænkan okkar, hún Hanna Soffía er
fallin frá.
Andlát hennar kom okkur algjör-
lega í opna skjöldu. Á þessu áttum
við ekki von. Hún var nýbúin að fara í
löngu tímabæran uppskurð í baki og
var hin hressasta, en enginn veit sína
ævi fyrr en öll er.
Við vorum einstaklega heppin að
eiga hana Hönnu okkar að í rúma
hálfa öld og fyrir það erum við æv-
inlega þakklát. Hanna frænka var
glæsileg kona með létta lund, þægi-
lega návist, geislandi af lífi, skemmti-
leg og með hárfínan húmor. Hún
minnti okkur hvað mest á mömmu
sína, ömmu okkar sem var afar vin-
sæl og yndisleg manneskja. Einstak-
ar manneskjur báðar tvær, sem
börnin sóttu í og öllum leið vel í
kringum.
Hönnu verður sárt saknað af okk-
ur systkinunum. Hún var afar dýr-
mætur þáttur í uppvexti okkar sem
og öllu lífi okkar. Hún var ekki bara
systir hennar mömmu, heldur var
hún líka gift bróður hans pabba,
þannig að samgangur fjölskyldnanna
var afar mikill og náinn. Börn Hönnu
og Harðar voru sem systkini okkar
og ekki dró það úr nándinni að við
áttum sömu ömmur og afa.
Þegar faðir okkar lést fyrir 7 árum
var Hanna frænka ómetanleg stoð
fyrir móður okkar og hefur verið það
allar götur síðan. Mátum við syst-
kinin það afar mikils. Þær systur
áttu yndislega og skemmtilega sam-
veru saman enda mjög nánar og sam-
rýmdar þó ólíkar væru. Töluðu sam-
an daglega, stundum tvisvar á dag.
Þær voru miklar vinkonur sem og
sálu- og ferðafélagar, en ferðalög
voru þeirra ær og kýr og voru þær
iðulega búnar að skipuleggja tvær ef
ekki þrjár ferðir fram í tímann. Þær
deildu lífsins gleði hvor með annarri,
áttu einstakar stundir saman og
lýstu upp umhverfið með glæsileika
sínum hvar sem þær komu. Missir
móður okkar er því mikill.
Nú er komið að kaflaskiptunum
sem við öll vitum að óhjákvæmilega
kemur að einhvern tímann, þegar
okkar nánustu kveðja okkur í þessu
lífi. Við erum aldrei undir það búin og
finnum fyrir sárum söknuði.
Elsku Hörður frændi og kæru
frændsystkin Elsa, Hjördís, Björn
og Kristín Erla, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur með eftir-
farandi línum eftir föðurafa Hönnu,
Hannes S. Blöndal. Hanna Soffía er
skírð í höfuðið á honum og konu hans
Soffíu:
Hlýð þú ei á tíðarandans tál,
tilverunnar lok er segir gröf.
Hlusta þú á Drottins dýrðarmál.
Dauðinn er ei lífsins hefndargjöf,
dauðinn, hann er upphaf æðra lífs,
ávinningur, burttekt jarðar kífs.
Dauðinn, hann er meira líf og ljós,
lykillinn að Drottins æðstu náð.
Okkar hold er aðeins stundleg rós
eyðilegging jarðarblóma háð.
Hold og blóð ei uppheims erfðum nær,
aðeins sálin Guðs dýrð litið fær.
Nína, Ragnar og Gunnar.
Elsku vinkona.
Margs er að minnast eftir nærri
sjötíu ára vináttu og erfitt að trúa, að
þú sért farin frá okkur.
Síðast, þegar við hittumst vinkon-
urnar heima hjá þér, varstu nýkomin
úr erfiðri aðgerð, en við vorum bjart-
sýnar og trúðum að þú mundir jafna
þig fljótt og ætluðum að hittast fljótt
aftur. En kallið kom áður. 31.okt.
hringdi Kristín dóttir þín og sagði
mér að þú hefðir kvatt þá um morg-
uninn. Það var mikil sorg.
Ég minnist æskuáranna okkar á
Túngötunni þar sem allt iðaði af lífi
og farið var í allskonar leiki eins og
þá var gert, jafnt sumar sem vetur.
Við renndum okkur á sleða niður
Túngötu og Hofsvallagötu, fórum á
skauta niður á Tjörn og þegar rigndi
lékum við okkur með dúkkulísurnar.
Þannig liðu barnsárin. Svo eltumst
við og unglingsárin tóku við. Við fór-
um í Gaggó Vest. Þar áttum við góð-
ar stundir í skemmtilegum félags-
skap. Á góðviðrisdögum fórum við á
rúntinn fræga og Kjartan bróðir
þinn kenndi okkur að panta shake
með jarðarberjum á Adlon. Það var
stórt skref. Minningarnar hrannast
upp og þær munu ylja mér um ókom-
in ár. Það var gott að eiga vinkonu,
sem gott var að tala við og var góður
hlustandi. Alltaf bjartsýn og lagði
alltaf gott til málanna.
Elsku Hörður, Elsa, Hjördís,
Bjössi og Kristín Erla, við Björn
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Ég sakna þín, elsku Hanna mín.
Þín vinkona,
Margrét.
Hjartkær æskuvinkona mín,
Hanna Soffía, er látin. Það er óend-
anlega sárt að kveðja hana nú þegar
horfur voru góðar á bata eftir upp-
skurð á baki. Eftir heimkomu af
sjúkrahúsi, aðeins sólarhring eftir
aðgerð, var Hanna hress og kát eins
og alltaf og full bjartsýni um góðan
bata. Nú þyrfti hún ekki að nota
hjólastól.
Vinátta sem varir frá æskuárum er
ef til vill dýpsta og sterkasta vináttan
þar sem öllu í lífinu er deilt, minn-
ingum frá æskuheimili, skólagöngu,
vinum í gegnum lífið og stofnun og
þróun eigin fjölskyldu. Ekkert í lífi
hvers manns er mikilvægara en að
eiga góða fjölskyldu og vini. Hanna
var ein minna tryggu vina á lífsbraut-
inni.
Hanna var lánsöm í lífinu. Hún ólst
upp hjá yndislegri fjölskyldu á fal-
legu heimili hennar á Túngötu 51.
Faðir Hönnu lést þegar hún var ung
en ég kynntist mömmu hennar, Ilse,
sem sjórnaði heimilinu og börnum
sínum með hlýju, festu og elskusemi.
Þar vorum við Maggý, bestu vinkon-
ur Hönnu, alltaf velkomnar þótt
yngri systkini okkar, sem stundum
voru tvö og þrjú, væru oft með okkur.
Alltaf kom Ilse og dáðist að ungunum
og gaf þeim eitthvað gott í munninn.
Þau kölluðu hana góðu konuna. Á
unglingsárunum fylgdist Ilse með
hver væri skotin í hverjum, stríddi
okkur og átti trúnað okkar.
Við Hanna urðum vinkonur strax í
fyrsta bekk í Landakotsskóla, aðeins
sjö ára gamlar. Það var frábært að
vera með Hönnu sem alltaf var kát
og glöð, að leika og læra saman, fara í
bíó og á skauta. Við fermdust saman,
sátum hlið við hlið í kirkjunni og flis-
suðum jafnvel þar. Eftir samveru
okkar í „Gaggó Vest“ og landspróf
skildi leiðir, Hanna fór í Kvennó en
ég í MR. En vináttan hélst þótt vina-
hópurinn stækkaði.
Eftir útskrift úr skólum kom til-
hugalífið en þá þótti sjálfsagt að festa
ráð sitt snemma og eignast heimili og
börn. Við deildum áfram reynslu
okkar, tilfinningum og þroska og
framförum barna okkar frá fæðingu,
vorum í afmælum þeirra, fermingum
og brúðkaupum. Við Ásgeir fórum
með Hönnu og Herði í ferðalög ein og
með börnin okkar, og um langt árabil
fögnuðum við saman nýju ári í frá-
bærum gleðskap með öðrum góðum
vinum.
Nú seinni árin höfum við vinkon-
urnar þrjár tengst ennþá sterkari
böndum vináttu og trúnaðar. Við
hittumst reglulega hver hjá annarri
eða á veitingastað og deildum minn-
ingum og skoðuðum myndir af nýj-
um barna- og barnabarnabörnum.
Slíka yndislega stund áttum við ný-
verið heima hjá Hönnu nokkrum
dögum áður en hún dó. Þessi dag-
stund var og er ómetanleg. Ég á svo
margt að þakka minni kæru vinkonu
sem ég dáðist að, ekki síst fyrir lífs-
gleði hennar, bjartsýni og heiðar-
leika.
Við Ásgeir sendum Herði og
elskulegum börnum þeirra, Elsu,
Hjördísi, Birni og Kristínu Erlu, svo
og systkinum Hönnu, innilegar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Hönnu.
Sigríður Jónsdóttir
(Sirrý.)
Hanna Soffía Blöndal
Elsku langamma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónss. frá Presthólum.)
Þínir langömmustrákar,
Snorri Freyr og Bjarki
Hrafn.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengda-
faðir og afi,
HARALDUR RAGNARSSON
atvinnurekandi,
Auðbrekku 32,
Kópavogi,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 13. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á að leyfa líknar- og
vinafélaginu Bergmáli og Krabbameinsfélaginu að
njóta þess.
Perla María Hauksdóttir,
Harpa Lind Haraldsdóttir,
Berglind Haraldsdóttir,
Ragnar Haraldsson,
Halla Ósk Haraldsdóttir, Róbert Örn Albertsson,
Sigrún Elín Haraldsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Ragnar Haraldsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
sonur,
GESTUR SIGURGEIRSSON,
Ystaseli 29,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Svala Ingimundardóttir,
Sigrún Gestsdóttir, Gunnar Jón Yngvason,
Hlíf Gestsdóttir, Reynir Valdimarsson,
Ingimundur Gestsson, Elín Björk Björnsdóttir,
Elísabet Gestsdóttir, Hilmar Jacobsen,
barnabörn og Hlíf Gestsdóttir.